Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
ævintýranna, sigldi með Goða-
fossi til Ameríku og hugðist
stunda þar nám. Goðafossi var
svo sökkt á leiðinni til baka til
Íslands. Fannst mér það alltaf
mikil mildi að hann hefði verið
á leiðinni út en ekki heim, ann-
ars værum við kannski ekki hér
í dag til að minnast hans löngu
og góðu ævi.
Á meðan við fjölskyldan
bjuggum fyrir austan komu afi
og amma oft í heimsókn. Þá var
alltaf mikið fjör. Afi átti vídeó-
upptökuvél sem hann hafði
meðferðis og tók yfirleitt upp
flugtak og lendingu á flugferð-
unum og líka það sem við vor-
um að bralla. Við eyddum dög-
unum í að fara í alls konar
leiðangra um skóginn, skíða-
gönguferðir á veturna, bíltúra
um Austfirðina og borða eitt-
hvað góðgæti sem afi og amma
komu með frá höfuðborginni.
Stundum fékk ég að prófa mig
áfram í vídeópptökunum með
stórgóðum árangri, til dæmis
var afi sofandi í hægindastóln-
um með útvarpið í fanginu frá-
bært myndefni, að mér fannst.
Þessi upptökuvél varð svo
upphafið að því að farið var að
taka upp áramótaskaup fjöl-
skyldunnar, hefð sem hefur
haldist í 30 ár. Afi var alltaf
boðinn og búinn að leika í atrið-
um og gerði það síðast síðast-
liðin áramót þegar hann lá inni
á spítala en var þrátt fyrir það
til í að taka þátt í gríninu.
Afi átti sér líka dularfulla
hlið, vegna starfs síns var hon-
um boðið í veislur með kónga-
fólki, að hitta páfann og fór líka
í vinnuferðir til útlanda. Það
þótti mér alltaf stórmerkilegt.
Þegar hann var forseti Hæsta-
réttar var hann líka stundum
starfandi staðgengill forseta Ís-
lands, en enginn af vinum mín-
um trúði mér nokkurn tímann
þegar ég sagði þeim frá því.
Ég hitti hann einu sinni í
vinnuferð í Kaupmannahöfn, er
ég var stödd þar í nokkra mán-
uði, á þeim tíma þegar ekki var
hægt að vera í stöðugum sam-
skiptum við umheiminn. Hann
bauð mér í morgunverð á hót-
elinu sínu og flottari morgun-
verð hafði ég aldrei nokkurn
tímann séð. Þar kynntist ég
annari hlið á honum, því heima
var hann vanur að klára alla af-
ganga og borða frekar þurra
brauðið en það nýja því ekkert
mátti fara til spillis.
Eftir að ég flutti til Reykja-
víkur var ég vön að koma við
um helgar í félagsmiðstöð fjöl-
skyldunnar í Bólstaðarhlíðinni,
fá mér kaffi og jólaköku og
hitta hina úr fjölskyldunni sem
komu líka við hjá afa og ömmu.
Rætt var um heima og geima
og bullað talsvert líka. Afi var
þá vanur að segja „og þá kem-
ur einn góður...“ og svo sagði
hann einhvern góðan fimm-
aurabrandara, eins og honum
einum var lagið.
Það er vont að missa góðan
afa en gott að hafa átt hann.
Takk fyrir allt afi.
Þóra Elísabet.
Afi Guðmundur átti einstakt
og fallegt lífshlaup. Fæddur ár-
ið 1925 og deyr í gjörbyltum
heimi á nýrri öld. Afi átti
marga fallega eiginleika sem ég
tek mér til fyrirmyndar; sér-
staklega finnst mér eftirsókn-
arverð gleði hans og hógværð.
Þessi orð eru skrifuð í flugvél á
leið frá Japan sem er viðeig-
andi þar sem afi og amma eru
fyrirmynd þegar kemur að
ferðalögum á fjarlægar slóðir
og viðhorfi til lífsins og heims-
ins. Í afa bjó óviðjafnanleg
viska um listir og menningu
sem hverfur með honum. Hann
bar djúpa virðingu fyrir listinni
og því safni listaverka sem for-
eldrar hans höfðu byggt upp.
Ég er afar lukkuleg að hafa náð
að skrifa BA-ritgerð í listfræði
með afa sem lykilheimild og
stuðning og heimili afa og
ömmu í Bólstaðarhlíð 4 var af-
drep mitt, skrifstofa og inn-
blástur í vinnunni. Ég kveð afa
með mikilli hlýju og þakklæti
fyrir að hafa orðið samferða
einstökum manni í gegnum
stóran hluta lífs míns. Hvíl í
friði, elsku afi.
Edda Halldórsdóttir.
Í bridsklúbbnum okkar höf-
um við lagt spilin til hliðar á
sumrin og hlökkum mikið til að
byrja spilamennskuna aftur að
hausti. Þetta er klúbbur sem á
að baki nærri 70 ára samfellda
sögu. Í áranna rás hafa margir
spilafélagar horfið á braut og
aðrir fyllt í skörðin. Lengst af
voru félagarnir átta talsins en
um nokkurt skeið höfum við að-
eins verið fjögur.
Tilhlökkun félaga í litlum
spilaklúbbi er léttvæg and-
spænis þeim mætti sem stjórn-
ar framvindu mála í hinum
stóra sameiginlega spilaklúbbi
lífsins. Nú í lok júlí lést spila-
félagi okkar Valgarð Briem og í
dag kveðjum við annan kæran
vin og spilafélaga, Guðmund
Jónsson fyrrverandi hæsta-
réttardómara.
Guðmundur settist við spila-
borðið með okkur fyrir meira
en áratug og féll strax mjög vel
inn í hópinn. Staðfesta og ró-
lyndi voru einkennandi í dag-
legu fari Guðmundar en í spila-
mennskunni kom hann oft á
óvart með áhættusömum sögn-
um sem félögunum fannst
stundum nálgast ævintýra-
mennsku. Við slík tækifæri var
gaman að sjá stríðnisglampann
í augum Guðmundar. Skemmst
er frá því að segja að hann kom
oftar en ekki standandi niður
eftir slíkar áhættusagnir og
stóð uppi sem sigurvegari í lok
spiladagsins.
Inn í spilamennsku er að
sjálfsögðu alltaf skotið spjalli
yfir kaffibolla. Þá kynntumst
við víðfeðmri og hófsamri sýn
Guðmundar á menn og málefni,
viðhorfum sem mótuð voru af
langri reynslu í æðstu embætt-
um í dómskerfinu. Alltaf var
stutt í kímnina hjá Guðmundi
og oft sá hann óvæntar og
skemmtilegar hliðar á atburð-
um hversdagsins.
Við erum þakklát fyrir að
hafa átt Guðmund að vini og
spilafélaga.
Við sendum Fríðu og fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Hjördís og Sveinn.
Guðmundur Jónsson fyrrver-
andi hæstaréttardómari er lát-
inn eftir skamma legu. Merkur
heiðursmaður og drengur góð-
ur er nú genginn.
Hann starfaði við að leysa úr
ágreiningi á milli fólks alla sína
ævi, fyrst sem fulltrúi í Borg-
ardómi, síðar sem borgardóm-
ari og loks hæstaréttardómari
síðasta áratug starfsævinnar.
Skarpgreindur, rökviss, grand-
var og vandaður að orði og æði.
Farsæll dómari svo eftir var
tekið.
Það var ævintýri líkast fyrir
menntaskólastrákling að koma
á heimili Guðmundar, Fríðu
konu hans og fjögurra sona
þeirra í Bólstaðarhlíðinni fyrir
næstum hálfri öld. Hann tók á
móti vinum drengja sinna fullur
hlýleika og áhuga á námi
þeirra, ráðagóður en hæfilega
afskipamikill. Sjálfur sat hann
oft löngum stundum inn á litlu
skrifstofunni þar sem lögfræði-
ritin og dómasafnið var. Mál-
verk þökktu flesta aðra veggi
heimilisins, með Kjarval í önd-
verðu. Þarna var gott að koma
og þar var sáð áhuga á lög-
fræðinni.
Guðmundur var einstakt
prúðmenni, hógvær og lítillát-
ur, hófsemdarmaður í hvívetna,
orðvar og gætinn í umgengni
við annað fólk. Hann var vin-
sæll og vel látinn. Hann var
fremstur meðal jafningja á
vinnustaðnum og liðsinnti ný-
liðum í hópi samstarfsmanna.
Það var gaman að eiga við hann
tal, hvort heldur var í síma eða
á förnum vegi. Hann var
áheyrilegur, hafði þétt handtak,
viðkunnanlega rödd og blik í
augunum sem skópu notalega
tilfinningu, yfirvegaður ró-
semdarmaður sem hafði ætíð
góða nærveru. Hugprýði hans
og jafnlyndi voru einstök.
Nú er þessi sómamaður horf-
inn til austursins eilífa, hafi
hann þökk fyrir öll árin og hin
góðu kynni. Fríðu, sonum
þeirra fjórum og öðrum ætt-
ingjum er vottuð innileg samúð.
Skúli Eggert Þórðarson.
Við lát Guðmundar Jónsson-
ar reikar hugurinn til náms-
áranna í lagadeild þegar ég
hitti hann fyrst, það var í
námsdvöl hjá borgardómara-
embættinu. Hann var einn af
borgardómurunum sem þar
störfuðu ásamt vinnusömum
fulltrúum. Að koma í námsdvöl
hjá slíku úrvalsfólki var ómet-
anlegt.
Ég fékk að vera skrifari og
fylgjast með þeim í starfi og
þinghöldum í reglulegum bæj-
arþingum. Að loknu námi í árs-
byrjun 1970 fékk ég sjálfur
fulltrúastarf. Þarna hafði
myndast samhæfður og öflugur
starfshópur sem af krafti gekk
í verkin ásamt dómriturum og
öðru starfsfólki, sem allt var
fyrsta flokks, undir vökulum
augum yfirborgardómarans og
Guðmundar, sem var hans
hægri hönd. Málin voru tekin
fyrir og menn sátu í dómara-
sæti þar sem lögmenn tókust
oft á um mikla hagsmuni. Í
hópnum gilti sú mikilvæga
vinnustaðaregla að taka starfið
hátíðlega en ekki sjálfan sig.
Þessi kynni urðu að ævilangri
vináttu.
Nýir fulltrúar voru eins og
hásetar sem þurftu að læra
handtökin af sér eldri og vitr-
ari. Þar var Guðmundur,
fremstur meðal jafningja, ein-
staklega hjálpsamur. Hann var
háttprúður og vitur, ráðagóður,
stilltur og þolinmóður þótt
starfið væri oft erilsamt og
krefðist nákvæmni í skjótum og
réttum vinnubrögðum. Stjórn
þinghalda lærði maður ekki af
bókum, þar var gott að leita til
Guðmundar eins og í öðru sem
að starfinu laut. Hann vann
starf sitt af alúð og samvisku-
semi, var góður og vel látinn
dómari sem menn treystu og
báru virðingu fyrir, enda falin
fleiri ábyrgðarstörf svo sem
forseta Félagsdóms og störf
prófdómenda. Hann reyndist
heimsmaður í samræðum, víð-
lesinn og áhugasamur um listir
og menningu, enska boltann og
njósna- og sakamálasögur. Þau
Fríða voru og afar gestrisin.
Forseti Íslands býður dómur-
um og öðrum embættismönnum
til sín 1. janúar. Að lokinni
þeirri heimsókn buðu Fríða og
Guðmundur okkur borgardóm-
urunum oft heim til sín í Ból-
staðarhlíðina og þar var gott að
setjast og ræða saman um
gamla og nýja árið yfir kaffi-
veitingum. Og hvílíkt umhverfi!
Faðir Guðmundar, Jón Þor-
steinsson íþróttakennari, var
náinn vinur Kjarvals og lánaði
honum sal íþróttahússins við
Lindargötu á sumrin. Þau Ey-
rún studdu málarann á allan
hátt og eignuðust myndir eftir
hann sem sumar prýddu veggi
heimilis Guðmundar. Þarna
mátti sjá ýmsar af perlum
meistarans sem síðar hafa af
örlæti fjölskyldunnar verið
gefnar til opinberra safna.
Guðmundur kvaddi okkur í
borgardómaraembættinu 1982
og fór í Hæstarétt. Þar vann
hann áfram farsælt starf og var
veitt lausn þaðan í september
1991. Með Fríðu fann hann
hamingjuna í skilningi Ódys-
seifs sem sagði að ekkert væri
betra og ágætara en þegar
maður og kona búa í húsi sam-
an samlynd í hugum. Hann lifði
langan dag og hélt andlegum
krafti til hins síðasta. Hann var
skemmtilegur heiðursmaður
sem lagði gott til mála og sá til
þess að menn fóru ánægðir og
betur upplýstir af hans fundi.
Lán mitt var að teljast til vina
hans. Ég mun ávallt minnast
hans og einkum þegar ég heyri
góðs manns getið.
Garðar Gíslason.
Ég kynntist Guðmundi Jóns-
syni árið 1958, í tveggja mán-
aða starfsnámi sem laganemi
við Borgardóm Reykjavíkur.
Hann var þá til húsa í nýlegri
byggingu á Laugavegi 13 og í
fyrrverandi þingsal Hæstarétt-
ar í Hegningarhúsinu við
Skólavörðustíg, sem nýttur var
til þingfestingar mála og meiri
háttar réttarhalda. Á þessum
merka vinnustað, undir mildri
og öruggri stjórn Einars Arn-
alds borgardómara, ríkti mjög
vingjarnlegt andrúmsloft gagn-
vart laganemum sem öðrum.
Ekki síst mátti rekja þetta til
þeirrar hlýju samfara virðingu
fyrir starfi dómstólsins, sem
Guðmundur Jónsson bar með
sér, en hann gegndi þar dóm-
arastarfi sem fulltrúi og varð
síðan borgardómari þegar heit-
um var breytt eins og efni
stóðu til.
Kynnin af borgardómi urðu
til þess, að ég ákvað að reyna
að fá stöðu þar að námi loknu
strax og færi gæfist. Svo fór þó
að ég kaus að halda við þau
lögmannsstörf, sem ég hafði
ráðið mig til í öndverðu. Að því
er málflutning varðaði sneru
þau meira að borgardómi en
sakadómi, þannig að kynnin af
Guðmundi Jónssyni héldust á
grundvelli samskipta í dómsal,
ánægjuleg sem fyrr á mína
hlið.
Það var síðan mikið gleði-
efni, þegar Guðmundur varð
settur hæstaréttardómari árið
1982 samtímis Gauki Jörunds-
syni og Guðrúnu Erlendsdóttur
til að mæta vaxandi álagi á
æðsta dómstól þjóðarinnar.
Ákjósanlegri skipan var ekki
unnt að hugsa sér, og þurfti
engum að dyljast að setning
þeirra þriggja yrði til frambúð-
ar. Þannig var hann meðal
fastra dómara við réttinn, þeg-
ar ég kom þar til starfa nærri
árinu 1990. Fyrir mig var það
eins og að koma heim að hitta
þau Guðrúnu þar fyrir í góðum
hópi, en Gaukur var þá kominn
til annarra starfa eins og alþjóð
veit.
Í dómarastörfum Guðmund-
ar gætti þess fyrst og fremst
hve hann var mikill mannvinur
og jafnframt einarður í því að
gæta fyllstu réttsýni og hlut-
lægni við úrlausn allra mála.
Kom þetta ekki einungis fram í
dómum réttarins, heldur einnig
m.a. þegar leita þurfti álits um
hæfi umsækjenda um stöðu
hæstaréttardómara. Þar reynd-
ist Guðmundur tregur til að
gera upp á milli manna, sem
metnir voru hæfir á annað
borð, með því að telja einn hæf-
ari en annan. En þróunin í þá
átt var enn á frumstigi þegar
hann lét af embætti, þannig að
ekki reyndi til fulls á þetta við-
horf hans.
Guðmundur var íþróttamað-
ur að upplagi, enda sonur fim-
leikafrömuðarins Jóns Þor-
steinssonar, og hafði að venju
að ganga til vinnu sinnar dag
hvern. Og svo vill til að viðhorf
hans til íþrótta má sjá með
beinum hætti í dómi réttarins
frá 1988, þegar tugþrautar-
kappanum Elíasi Sveinssyni
voru dæmdar bætur að hluta
fyrir meiðsli á gólfi æfingasalar
í Laugardal. Þá niðurstöðu
staðfesti Guðmundur með því
skýra skilorði, að ekki ætti að
skipta máli um bótaábyrgð
vegna vanbúnaðar í æfingasal
hvort hinn slasaði væri í tölu
afreks- eða keppnismanna eða
almennur íþróttaiðkandi.
Í einkalífi sínu var Guð-
mundur hamingjumaður, og
þau hjónin samhent í öllu svo af
bar. Að leiðarlokum votta ég
Fríðu og afkomendum þeirra
innilega samúð.
Hjörtur Torfason.
Elskulegur tengdafaðir minn
Guðmundur hefur nú kvatt
okkur í hinsta sinn en ekki
glatt okkur í hinsta sinn því
minningar munu ylja okkur og
gleðja um ókomin ár. Hann var
mikill húmoristi þó á stundum
færi hann pent með það. Setn-
ingar eins og; má ég segja einn
dónalegan (sem að sjálfsögðu
var ekki slíkur enda tengda-
pabbi með siðprúðari mönnum
sem ég hef kynnst um ævina)
hrutu oft af vörum hans. Sem
og; segið eitthvað „snill“ þegar
hann langaði í fréttir af fjöl-
skyldumeðlimum sem hann lét
sér alla tíð annt um. Það fékk
ég svo sannarlega að finna þeg-
ar ég kom inn í fjölskylduna á
nýársdag 2000, „velkomin og
gaman að fá nýtt andlit í fjöl-
skylduna“ og þannig var það
bara af hálfu hans og Fríðu
tengdamóður minnar, einlæg
gleði. Ekki tóku þau síður vel á
móti dóttur minni, Jóhönnu
Maríu, sem þá var 7 ára. Hún
varð strax ein af barnabarna-
hópnum, setningar eins og;
hvað segir elsku stelpan mín?
hafa svo lengi heyrst og fyrir
þær er ég óendanlega þakklát
enda slíkar viðtökur ekki sjálf-
sagðar. Þegar sonur okkar
hjóna, Einar Vignir, fæddist ár-
ið 2001 tók við ný upplifun þar
sem þau tengdaforeldrar mínir
studdu okkur svo dyggilega við
uppeldi barnanna og fyrir vikið
styrktist samband þeirra allra
og kannski sérstaklega Einars
Vignis og afa hans.
Á kveðjustund er margs að
minnast sem engan veginn er
hægt að gera tæmandi skil í
stuttri minningargrein. Ferða-
lög m.a. til Mallorca og ófá inn-
anlands, svo ekki sé minnst á
ánægjustundir í Skorradalnum,
munu gleðja okkur um ókomin
ár. Mestu máli skiptir að þakka
fyrir „allt og allt“, það að eign-
ast tengdaföður eins og Guð-
mund, fullan af kærleik, örlæti
og væntumþykju, er mikil gæfa
í lífinu.
Hildur Elín Vignir.
Kveðja frá Listasafni
Reykjavíkur
Drifkraftur íslenskrar menn-
ingar kemur úr ólíkum áttum.
Fyrst ber að nefna þá sem
skapa, listmennina sem helga
líf sitt og krafta því að gefa
form hugmyndum og innra lífi
og tjá þá tíðaranda samtíma
síns okkur hinum til umhugs-
unar. En til að við hin fáum
notið afraksturs vinnu þeirra
og hugarflugs og til að verk
þeirra séu varðveitt og að þeim
hlúð þannig að þau fái að lifa
um ókomin ár þarf að vera til
staðar áhugi, forvitni og virðing
í samfélaginu. Oft eru það ein-
staklingar sem koma auga á hið
einstaka í verkum listamanna,
einstaklingar sem af áhuga og
oft ástríðu safna listaverkum.
Guðmundur Jónsson var
mikill velgjörðarmaður ís-
lenskra listasafna og þá um leið
íslenskrar menningar. Lista-
safn Reykjavíkur á honum mik-
ið að þakka en hann er í hópi
þeirra sem lagt hafa safninu lið
með veglegum listaverkagjöf-
um. Guðmundur var sonur Ey-
rúnar Guðmundsdóttur og
íþróttafrömuðarins Jóns Þor-
steinssonar sem áttu og ráku
Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar
við Lindargötu.
Þar átti Jóhannes Sveinsson
Kjarval athvarf og vinnustofu
en hann átti ekki síður vináttu
Jóns og fjölskyldunnar. Fjöl-
skyldan eignaðist gott safn
verka eftir meistarann og telj-
ast mörg á meðal höfuðverka
íslenskrar myndlistarsögu. Af
örlæti hafa Guðmundur, Fríða
Halldórsdóttir, eftirlifandi eig-
inkona hans, og afkomendur
þeirra gefið íslenskum lista-
söfnum verðmæti sem ekki
verða metin til fjár en hafa
ómetanlegt gildi sem sameig-
inlegur menningararfur okkar
allra.
Guðmundur var mikill vel-
gjörðarmaður Listasafns
Reykjavíkur og eru mörg af
allra bestu verkum Jóhannesar
Kjarvals í eigu safnsins komin
frá fjölskyldunni sem hefur
haldið á lofti arfleifð Jóns Þor-
steinssonar með gjöfum og
stuðningi við safnið. Það er
varla sett upp sýning á verkum
meistara Kjarvals á Kjarvals-
stöðum að ekki séu þar lyk-
ilverk sem rekja má til lista-
verkagjafar úr safni Jóns
Þorsteinssonar og Eyrúnar
Guðmundsdóttur. Þetta eru
verk frá öllum tímum, málverk
og teikningar sem margir
þekkja og eru nú hluti af þeim
menningararfi þjóðarinnar sem
varðveittur er í Listasafni
Reykjavíkur.
Ég vil þakka örlæti í garð
Listasafns Reykjavíkur og þá
framsýni sem þarf til að færa í
opinbera eigu ómetanlegan
menningararf. Fyrir hönd
Listasafns Reykjavíkur og
starfsfólks þess sendi ég sam-
úðarkveðjur til fjölskyldunnar.
Ólöf Kristín Sigurðar-
dóttir, safnstjóri
Listasafns Reykjavíkur.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BJÖRN JENSSON,
Kirkjusandi 1,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 30. ágúst.
Útförin fer fram í Háteigskirkju mánudaginn
16. september klukkan 15.
Elín Óladóttir
Guðrún S. Björnsdóttir Trausti Sigurðsson
Arndís Björnsdóttir Sigurður Einarsson
Jens Gunnar Björnsson Kwan Björnsson
afabörn og langafabörn