Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019
Þú klæðir allt í gull og glans,
þú glæðir allar vonir manns,
og hvar sem tárin kvika á kinn,
þau kyssa geislann þinn.
Þú fyllir dalinn fuglasöng,
nú finnast ekki dægrin löng,
og heim í sveitir sendirðu æ
úr suðrinu hlýjan blæ.
Þú frjóvgar, gleður, fæðir allt
um fjöll og dali og klæðir allt,
og gangirðu undir, gerist kalt,
þá grætur þig líka allt.
Ó, blessuð vertu, sumarsól,
er sveipar gulli dal og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
(Páll Ólafsson)
Silja Rúnarsdóttir
Sólvangi.
Elsku amma mín. Það er svo
margs að minnast. Þú hefur alla
tíð verið svo stór hluti af mínu lífi
og okkar fjölskyldunnar. Þú skil-
ur eftir þig stórt skarð í hjarta
mínu en á sama tíma er það fullt
af ást og kærleik. Ég er þakklát
fyrir allt það sem þú hefur gefið
og kennt mér, þú gerðir heiminn
að betri stað.
Þær eru mér sérstaklega kær-
ar stundirnar heima á efri bæn-
um í Sólvangi. Ömmumolarnir í
skúffunni hjá speglinum og spila-
stokkarnir í kistlinum þínum.
Matar- og bakstursilmur sem
teygði sig langleiðina á milli bæj-
anna. Stundirnar í stofunni þar
sem ég kom mér fyrir í horninu í
sófanum hjá þér. Þú sast með
prjónana og við horfðum á frétt-
irnar í sjónvarpinu.
Þú varst svo ljúf og góð,
barnakerling eins og þú sagðir
sjálf. Þú hafðir svo gaman af
börnum. Þú varst besti spila-
félaginn, enda spilaðirðu mikið
við okkur systkinin. Við spiluðum
lönguvitleysu, veiðimann, hæ
gosa, ólsen ólsen, í grænni lautu
og fela hlut, og það var alltaf
gaman hjá okkur. Þú tókst
marga þykjustusopa og þykj-
ustubita í drullubúinu. Ég minn-
ist samverustundanna með þér
úti í blómagarði, við bæjarlækinn
og í kyrrðinni í Vaglaskógi, Garði
og út á Flateyjardal.
Það var svo gott að sitja í fangi
þínu og vera ruggað við kvæði og
þó ég væri orðin stór þá var ég
alltaf jafn velkomin. Í holunni
hans afa var gott að vera. Þá last
þú fyrir mig bækur, sagðir mér
söguna af Lóló eða söngst vísur.
Síðar þegar ég varð eldri fór ég
að lesa fyrir þig. Árin liðu og ég
fór því miður að gista sjaldnar en
koddastundunum okkar yfir
miðjan daginn fjölgaði og þú kall-
aðir mig koddastelpuna þína. Til
þín kom ég og við lásum saman
kvæði, þú kenndir mér svo margt
og vegna þessa þá finn ég frið í
því að setjast niður og glugga í
góðar ljóðabækur. Það minnir
mig á þig, amma mín.
Eftir að Ásgeir kom til sög-
unnar þá minntir þú mig oft á að
þú ættir nú samt svolítið í mér.
Ég sagði þér alltaf að þú ættir
það svo sannarlega. Elsku amma
mín, þú átt svo mikið í mér. Þú
átt svo mikinn þátt í því hver ég
er í dag. Þú ert alltaf með mér í
hjarta, huga og orðum.
Ég mun aldrei gleyma þinni
mjúku hönd, milda hlátri og
hlýju. Þú varst svo stolt af þínu
fólki. Ég mun aldrei gleyma þínu
höfðinglega klappi, sem þú
splæstir í þegar tilefni var til og
þú varst góð í að finna þér tilefni.
Ég sé þig fyrir mér á tröppunum
heima á efri bæ. Þar stóðstu svo
gjarnan og veifaðir til okkar og
kallaðir jafnvel á okkur í kaffi.
Ég veifa á móti.
Þó síðustu dagarnir hafi verið
erfiðir þá náðir þú alltaf að koma
því til skila hvað þér þótti vænt
um okkur. Þú varst orðin þreytt
en þakkaðir endalaust fyrir. Þú
gerðir allt af svo mikilli alúð og
yfirvegun allt til hinsta dags. Ég
var svo glöð að geta sagt þér enn
eina ferðina frá draumnum mín-
um. Hvað ég ætla að verða þegar
ég verð orðin stór, því amma ég
er enn litla stelpan þín. Þú
splæstir í þitt höfðinglega klapp
og brostir.
Takk fyrir allt amma mín. Þú
ert, hefur alltaf verið og munt
alltaf vera mín fyrirmynd. Ég
elska þig og lofa þér að ég mun
passa upp á fólkið okkar.
Þín hjartakolla,
Líney Rúnarsdóttir,
Sólvangi.
Gamla íbúðarhúsið í Sólvangi í
Fnjóskadal lætur ekki mikið yfir
sér og virðist ekki í neinu sam-
ræmi við umfangsmikinn bú-
rekstur sem Ásdís og Jón Geir
ráku í félagsbúi með sonum sín-
um. En á góðum stundum rúmaði
húsið fjölskylduna alla; börnin
níu og afkomendur þeirra og þótt
sum væru flutt að heiman komu
þau oft í Sólvang með fjölskyld-
um sínum. Þegar við bætist að
þar var jafnan gestkvæmt var al-
gengt að um helgar sæjust 10-15
bifreiðar á hlaðinu og alltaf voru
á boðstólum nægar veitingar sem
Ásdís og dætur hennar reiddu
fram af rausn.
Ásdís fæddist í Bárðardal en
fluttist árið 1926 með fjölskyldu
sinni í Hallgilsstaði í Fnjóskadal,
Sama ár fór hún í fóstur til föð-
ursystur sinnar, Herdísar
Tryggvadóttur, ljósmóður. Hún
dvaldi hjá fóstru sinni til níu ára
aldurs, fyrstu tvö árin á Húsavík,
þar sem þær bjuggu í því merka
húsi Hliðsjálf, en árið 1928 fluttu
þær í Breiðumýri í Reykjadal og
síðar í Litlu-Lauga í sömu sveit.
Ásdís átti góðar minningar frá
bernskuárunum með fóstru sinni
og hún rifjaði oft upp ýmis atvik,
m.a. þegar hún þáði þulur Theó-
dóru Thoroddsen úr hendi skáld-
konunnar sjálfrar. Það var stór
stund enda var Ásdís alla tíð
mjög ljóðelsk. Eftir níu ára aldur
ólst Ásdís upp hjá foreldrum sín-
um og systkinum heima á Hall-
gilsstöðum og fór snemma að
hjálpa til við umönnun yngri
systkina og önnur verk sem vinna
þurfti. Hún var einnig í kaupa-
vinnu á öðrum bæjum við almenn
bústörf og aðstoð á heimilum þar
sem konur lágu á sæng eftir
barnsburð. Hún starfaði líka
mörg sumur við Skógrækt ríkis-
ins á Vöglum.
Ásdís stundaði nám við Barna-
skólann í Skógum í fimm vetur,
einn vetur við Húsmæðraskólann
á Laugum og var hálfan vetur í
kvöldskóla í Iðnskólanum á Ak-
ureyri. Þótt skólagangan væri
stutt nýtti Ásdís námstímann vel
sem kom glögglega fram í heim-
ilishaldinu í Sólvangi og frábær-
lega vel unnu handverki hennar.
Ásdís og Jón Geir reistu nýbýl-
ið Sólvang úr landi Hallgilsstaða
árið 1946 þar sem þau bjuggu
upp frá því. Fjölskyldan og bú-
störfin voru Ásdísi hugleikin og
hún unni átthögunum og landinu.
Hlýlegt viðmót einkenndi Ásdísi
og mikil umhyggja fyrir sínum
nánustu. Tónlist og söngur voru
sameiginleg áhugamál þeirra
hjóna sem tóku bæði þátt í kóra-
starfi. Þau voru virk í félagsmál-
um og létu sig varða málefni líð-
andi stundar enda voru
umræðurnar við eldhúsborðið í
Sólvangi oft fjörugar. Í ræðu sem
Ásdís flutti undirbúningslaust í
Mjólkursamsölunni í Reykjavík,
þar sem hún var á ferð í hópi
þingeyskra kvenna, gat hún þess
m.a. að sveitafólk mætti vera
stolt af því hve landbúnaður
skapaði mörg störf í þéttbýli.
Hún mátti líka vera stolt af því
sem og af löngu og gifturíku ævi-
starfi sínu.
Ásdís og Jón Geir drógu sig út
úr búrekstrinum árið 1991 þegar
Þórunn dóttir þeirra og Rúnar
maður hennar gerðust aðilar að
félagsbúinu. Eftir það áttu þau
því láni að fagna að geta búið
áfram á heimili sínu og Ásdís
áfram eftir að Jón Geir lést en í
ársbyrjun 2018 flutti hún á Dval-
ar- og hjúkrunarheimilið Hlíð þar
sem hún naut alúðar og um-
hyggju til hinsta dags.
Óskar Helgi Albertsson.
✝ Svanfríður(Svana) Kjart-
ansdóttir fæddist
28. apríl 1943 á
Flateyri við Önund-
arfjörð. Hún lést 2.
september 2019 á
hjúkrunarheimil-
inu Ísafold í Garða-
bæ.
Foreldrar Svönu
voru hjónin Guðrún
Pálmfríður Guðna-
dóttir, f. 1916, d. 1997, og Kjart-
an Ólafsson Sigurðsson, f. 1905,
d. 1956. Svana var önnur í röð
sex systkina. Eldri bróðir henn-
ar er Guðvarður, f. 1941, og
yngri systkini Berta Guðný, f.
1945, Hlöðver, f. 1948, Sólveig
Dalrós, f. 1951, d. 2005, og Elín
Oddný, f. 1956, d. 2013.
Svana giftist Grétari Haralds-
syni, f. 1935, d. 2017, árið 1974
og eignuðust þau fjórar dætur.
Leiðir þeirra skildi árið 1986.
Dætur Svönu og Grétars eru:
1) Gréta Hrund Grétarsdóttir, f.
1967. Eiginmaður hennar er
Gunnar Bjarki Finnbogason, f.
1965. Börn þeirra eru Andri
Geir, f. 1989, Svandís Edda, f.
1991, Birkir Darri, f. 1993, og
Grétar Snær, f. 1997. 2) Þóra
Steinunn Pétursdóttir, f. 1971.
Eiginmaður hennar er Jón Óttar
Ólafsson, f. 1974. Börn þeirra
eru María, f. 1992, Ragnheiður,
f. 1999, Bryndís, f. 2008, og Pét-
ur Axel, f. 2010. 3) Heiðrún
Grétarsdóttir, f. 1979. Eigin-
maður hennar er Kristján Hrafn
Guðmundsson, f. 1979. Börn
þeirra eru Þórir Leó, f. 2009,
Ólöf Svana, f. 2013, og Guð-
mundur Grétar, f. 2018. 4) Þór-
unn Grétarsdóttir, f. 1980.
Eiginmaður hennar
er Björn Sighvats-
son, f. 1980. Börn
þeirra eru Marta, f.
2007, Tryggvi, f.
2010, og Óttarr, f.
2015. Langömmu-
börn Svönu eru
Ylfa Hrund, Trist-
an Máni, Gunnar
Snær, Heiðar Örn,
Elmar Kári, Ernir
Karl og Guð-
mundur Gauti.
Árið 2007 giftist Svana eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Gunnlaugi Óskari Ragnarssyni,
f. 1943.
Börn hans eru: 1) Þorvaldur
Gunnlaugsson, f. 1964. Eigin-
kona hans er Katrín Guðjóns-
dóttir, f. 1964. Börn þeirra eru
Sigfríð Elín, f. 1994, Theódór
Óskar, f. 1997, Jökull Ingi, f.
2001. 2) Helgi Marteinn Gunn-
laugsson, f. 1966. Eiginkona
hans er Laufey Hrönn Þor-
steinsdóttir. Börn þeirra eru
Steinar Logi, f. 1990, og Snævar
Már, f. 1999. 3) Heiða Björk
Gunnlaugsdóttir. Barn hennar
er Þorvaldur Logi, f. 2011. 4)
Ragnar Gunnlaugsson, f. 1974.
Börn hans eru Friðrikka Eva, f.
2011, og Styrmir, f. 2014.
Svana ólst upp á Flateyri en
flutti ung að heiman til að vinna
fyrir sér. Hún vann ýmis störf,
s.s. í síld, í verslun, á kaffihúsi
og við veisluþjónustu en var
lengst af heimavinnandi. Hún
greindist með MS-sjúkdóminn
1992 og sótti í seinni tíð þjón-
ustu í dagvist MS-heimilisins.
Útför Svönu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 11.
september 2019, klukkan 13.
Í dag kveð ég ástkæra Svönu
mína eftir langa og viðburðaríka
samfylgd.
Hún hófst með því að Svana
bauð mér upp í dans sem hefur
staðið í tæp 30 ár. Var samband
okkar frá upphafi og alla tíð kær-
leiksríkt og við samtaka í leik og
starfi. Eignaðist ég þá fjölskyldu
aftur með elskulegum börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
sem varð viðbót við mína fjöl-
skyldu.
Öll hafa þau kynni og sam-
skipti verið góð og þar átti Svana
mín ríkan þátt.
Það var engin deyfð yfir okkur
og mörgu að sinna. Á þessum
tíma áttum við ánægjustundir á
Stekkjarbóli og voru ferðir okkar
þangað fjölmargar. Var þar við
margt að brasa. Viðhald og end-
urbætur bygginga, veiðiskap og
fleira, í góðra vina hópi.
Við ferðuðumst bæði innan-
lands og erlendis til Evrópu og
Ameríku. Fórum í golfferðir sem
hún tók þátt í af öllu hjarta og ók
með mér á golfvöllunum í golf-
bílnum. Þá vildi hún safna köngl-
um til handavinnugerðar og
hafði einnig gaman af því að
versla.
Alla tíð var hún hörkudugleg
þrátt fyrir að búa ekki við fulla
heilsu. Hún var framtakssöm á
alla lund og kom fjölmörgu góðu
til leiðar sem tengt hefur fjöl-
skylduna sterkari böndum og
kynnum.
Hún veiktist af MS-sjúkdóm-
inum ung að árum sem fór þó
ekki fór alvarlega að há henni
fyrr en fyrir um 20 árum. Hún
lagði sig alla fram fyrir sig og
aðra við að efla starfsemi MS-
félagsins til góðs fyrir þá sem
hlut áttu að máli og vann þar
meðan heilsan leyfði mikið starf
við handavinnu í dagvist sinni
þar.
Hún tókst á við veikindi sín af
miklu æðruleysi og dugnaði eins
og allt annað.
Þau ágerðust og voru henni
þung og erfið lengi, en hún alltaf
hughraust til síðustu stundar.
Hafði gaman meðan heilsan
leyfði og naut þess að skemmta
sér.
Margt þú hefur misjafnt reynt,
mörg þín dulið sárin.
Þú hefur alltaf getað greint,
gleði bak við tárin.
(J.Á.)
Það var mér mikil gæfa að
eignast Svönu sem lífsförunaut
og á ég henni mikið að þakka. Að
fá einnig að njóta samfylgdar
barna hennar, maka þeirra,
barna og barnabarna er mér
mikils virði og mér mikill styrkur
í lífinu.
Þau eru mér öll kær og sam-
hryggjumst við og börn mín,
tengdabörn og barnabörn nú
þegar Svana mín er kvödd hinstu
kveðju.
Ég þakka henni fyrir dásam-
lega samfylgd og minnist með
hlýju velvildar hennar í garð
barna minna og fjölskyldna
þeirra.
Sæt er heit og saklaus ást,
sárt er hana að dylja.
Eins og það er sælt að sjást,
sárt er líka að skilja
(Páll Ólafsson)
Guð varðveiti þig.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þinn eiginmaður
Gunnlaugur (Gulli).
Svanfríður
Kjartansdóttir
Mér var orða fátt
þegar ég frétti af
andláti góðs félaga
og vinar til margra
ára, Sigurðar Boga Stefánssonar
geðlæknis.
Í þau ár sem við unnum saman
á geðdeild Borgarspítalans
kynntist ég góðum mannkostum
Sigurðar og varð ég þá þess jafn-
framt áskynja hversu vel gefinn
hann var, tryggur og vandaður í
alla staði. Sigurður var góður
vinnufélagi sem gott var að leita
ráða hjá og aldrei sló í brýnu milli
okkar. Þegar Sigurður stundaði
nám í geðlækningum í Svíþjóð
lágu leiðir okkar saman í fyrsta
Sigurður Bogi
Stefánsson
✝ Sigurður BogiStefánsson
læknir fæddist 10.
ágúst 1956. Hann
lést 20. ágúst 2019.
Sálumessa fór
fram 2. september
2019.
sinn, en á þeim tíma
starfaði ég á sjúkra-
húsi í Falun þar í
landi. Þar áttum við
ánægjulegar stund-
ir saman í fallegu
sumarveðri með
samstarfsfólki okk-
ar.
Sigurður hafði
þann vanann á að
hringja til mín á af-
mælisdaginn minn
28. júlí, en núna síðast barst eng-
in kveðja frá mínum góða vini
vegna slæmrar heilsu hans. Ég
gerði mér grein fyrir því hversu
veikur vinur minn var orðinn og
að stutt gæti verið þangað til bar-
áttu hans lyki.
Áfallið var samt mikið við
fregnir um andlát hans. Ég trúi
því að Sigurður sé kominn á góð-
an stað. Góðar minningar um
góðan mann lifa.
Farðu í friði, kæri vinur.
Elín Stefánsdóttir.
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Þökkum samúð og hlýhug vegna fráfalls
móður okkar, ömmu og langömmu,
HJÖRDÍSAR MAGNÚSDÓTTUR,
Hrísrima 4.
Sérstakar þakkir fæum við starfsfólki
Sóltúns, 1. hæð C, fyrir einstaka og
ómetanlega umönnun.
Ragnheiður Matthíasdóttir Halldór Halldórsson
Kristján Matthíasson Guðrún B. Guðmundsdóttir
Magnús Matthíasson Nina Brakmann
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
STEINN GUÐMUNDSSON
frá Mykjunesi í Holtum,
Mánatúni 2,
lést 22. ágúst á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför hans fór fram frá Fossvogskapellu 5. september.
Þökkum innilega alla samúð og hlýju sem okkur hefur verið
sýnd vegna andláts hans.
Trausti Steinsson
Kolbrún Steinsdóttir Jón Elvar Björgvinsson
Guðmundur Steinsson
Berglind Steinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
KJARTAN KONRÁÐ ÚLFARSSON,
andaðist 4. september á hjúkrunarheimilinu
Boðanum Hrafnistu Kópavogi.
Útförin verður auglýst síðar.
Margrét Andersdóttir
Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir
María I. Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson
Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir
barnabörn