Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2019 ✝ Ásdís Stef-ánsdóttir fæddist á Arndís- arstöðum í Bárð- ardal 28. ágúst 1923. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Hlíð, Akureyri, 2. sept- ember 2019. Foreldrar henn- ar voru Stefán Tryggvason frá Arndísarstöðum í Bárðardal, f. 18. júní 1891, d. 31. okt. 1971, og Hólmfríður Sigurðardóttir frá Ysta-Felli í Köldukinn, f. 12. maí 1896, d. 25. feb. 1990. Systkini Ásdísar voru: Áslaug, f. 1922, d. 2006, Hermann Helgi, f. 1926, d. 1955, Sigurður, f. 1928, d. 2006, Kristbjörg, f. 1932, d. 1992, Elín, f. 1935, d. 2018, og Tryggvi, f. 1936, d. 2016. 17. júní 1945 giftist Ásdís Jóni Geir Lútherssyni frá Vatnsleysu í Fnjóskadal, f. 8. júlí 1914, d. 7. maí 1997. Foreldrar hans voru Lúther Olgeirsson, f. 17. ág. 1889, d. 14. maí 1922, og Þórunn Pálsdóttir, f. 24. apr. 1892, d. 6. jan. 1978. Börn Ásdísar og Jóns Geirs eru: 1) Bergsveinn, f. 1945. 2) Ingvar, f. 1946. 3) Þór- dís Hólmfríður, f. 1949, m. Birg- ir Jónasson, dætur þeirra: a) Ás- geir Þ. Hallgrímsson. 8) Sól- veig, f. 1964, samb. Friðfinnur Hauksson, börn Sólveigar og Friðbjörns A. Péturssonar: a) Erla, samb. Hilmar Þ. Dagsson, b) Jón Geir, samb. Ásta S. Guð- jónsdóttir, c) Bergsveinn Ingv- ar, unnusta Björg Ingadóttir, d) Pétur Trausti, unnusta Inga B. Jensdóttir. 9) Steinunn Harpa, f. 1969, m. Stefán Rún- ar Sævarsson, sonur Stefáns: Sveinmar Rafn, k. Benný Rós Björnsdóttir, börn þeirra: Hólmfríður Lilja og Björgvin Smári. Árið 1926 fór Ásdís í fóstur til föðursystur sinnar, Herdísar Tryggvadóttur, en frá níu ára aldri ólst hún upp hjá for- eldrum sínum á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal. Hún fór snemma að hjálpa til við bústörf og var einnig í kaupavinnu og mörg sumur við Skógrækt ríkisins á Vöglum. Hún nam við Barna- skólann í Skógum í fimm vetur og sinn vetur hvorn við Hús- mæðraskólann á Laugum og Iðnskólann á Akureyri. Árið 1946 reistu Ásdís og Jón Geir nýbýlið Sólvang úr landi Hall- gilsstaða þar sem þau bjuggu upp frá því og Ásdís áfram eftir lát Jóns Geirs til ársins 2018. Útför Ásdísar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 11. september 2019, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hálskirkjugarði. dís, m. Bjarni Kristjánsson, börn Ásdísar og Baldvins Hallgrímssonar: Arna, Birgir og Edda Líney, b) Björg, m. Bo Ros- dahl, sonur þeirra: Tómas. 4) Ingunn, f. 1950, d. 2012, m. Magnús Skúlason, synir þeirra: a) Hlynur, samb. Re- nata Pratusyté, b) Skúli. 5) Sig- rún, f. 1953, m. Ólafur H. Bald- vinsson (d. 2016), dætur þeirra: a) Sólrún María, samb. Qussay Odeh, b) Hafdís, m. Jóhann Han- sen, börn þeirra: Óliver Rökkvi og Dögun Tinna, börn Jóhanns: Natan Birnir og Dórótea María, c) Dagný. 6) Aðalheiður Erla, f. 1957, m. Óskar H. Albertsson, börn þeirra: a) Kári Páll, samb. Marta Leite, b) Björk, m. Gior- gos Oikonomou, dóttir þeirra: Ariadni Marín, c) Ásdís Helga, samb. Ingvar B. Einarsson, d) Stefán Andri. 7) Þórunn, f. 1961, m. Rúnar Jóakimsson, börn þeirra: a) Arnar Geir, k. Kol- brún Gunnarsdóttir, börn þeirra: Álfrún Lóa, Saga Kristín og Baldur Nói, b) Hrönn, dóttir hennar og Atla J. Albertssonar: Ýr, c) Silja, d) Líney, samb. Ás- Nýorðin 96 ára var svo komið í byrjun september hjá Ásdísi í Sólvangi að gæfusömu og giftu- ríku lífi var lokið. Stór, sterk og heilsuhraust fram á síðustu ár. Stjórnaði stóru og glæsilegu búi með eiginmanni og fjölskyldu áratugum saman, eignaðist níu börn og sinnti allri fölskyldunni af alúð og rausnarskap. Fjöl- mennt heimili, mjög gestkvæmt og félags- og samfélagsmálum sinnt af alúð og krafti fram á síð- ustu ár. Lá ekki á skoðunum sín- um um menn og málefni í þjóð- félaginu, en var alltaf með hugann heima í Fnjóskadalnum um líf, starf og þarfir fólksins þar. Það var mikil gæfa að kynnast þessari merku og góðviljuðu konu. Alltaf kát og hress þó í mörgu væri að snúast. Ávallt höfðinglegar móttökur og glæsi- legar veitingar. Lét sér mjög annt um sína nánustu, hvort sem var fjölskylda eða aðrir sam- ferðamenn. Bernskuár hennar voru svipuð og hjá mörgum öðrum á þessum árum. Barnmörg fjölskylda og erfitt að hafa nóg fyrir alla til að bíta og brenna. Ásdís var svo gæfusöm að vera í fóstri fyrstu árin hjá góðu skyldfólki sínu í Bárðardal og á Húsavík, stundaði nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal, en kom síðan á slóðir foreldra sinna í Fnjóskadalinn. Þar byggði hún upp glæsilegt bú, Sólvang, í landi foreldra sinna á Hallgilsstöðum, með Jóni Geir manni sínum. Eignaðist börnin níu og stjórnaði glæsilegu heim- ili. Í bókinni hugverk þingeyskra kvenna, Djúpar rætur, útg. 2002, lýsir hún hugleiðingum sínum um lífið og tilveruna. Hún lauk þeim hugleiðingum með þessum orð- um Valborgar Bentsdóttur: Metinn skal maðurinn, manngildi er hugsjónin, Enginn um ölmusu biður. Hljómar um fjöll og fjörð: Frelsi skal ríkja á jörð, Jafnrétti, framþróun og friður. Minnist yndislegrar tengda- móður með virðingu og hlýju. Magnús Skúlason. Elsku amma. Sjálfsagt finnst flestum að ömmur þeirra hafi verið blíðar og góðar, en ég efast samt um að nokkur amma hafi verið eins blíð og góð og þú. Fyrir mér varst þú alltaf „amma í Sólvangi“. Fyrir barns- hugann getur bóndabær, með bæjarlækinn, fjallið, dýrin og allt hitt, orðið að goðsagnakenndri veröld. Í augum barns getur traktor með múgavél í eftirdragi öðlast víddir vagns úr goðheim- um sem dregur á eftir sér litlar sólir. Og í miðju þessarar heims- myndar varst alltaf þú, eins og sálin í henni. Eins og þú og þessi undraveröld væruð eitt og hið sama. Þú áttir lítinn kost á menntun en komst níu börnum á legg, sam- hliða bústörfum. Hvað sem menntunarleysinu leið varstu að sjálfsögðu gáfum gædd, varst bæði framsýn og réttsýn, og lést stutta skólagöngu ekki aftra þér frá því að fylgjast með og mynda þér skoðanir á málefnum sam- félagsins, sem þú síðan færðir í orð á þína vísu. Mikið þótti mér til þín koma þegar þú sýndir mér greinar sem þú skrifaðir í tíma- ritið í sveitinni um það sem á þér brann, um kvenréttindi, atvinnu- mál, ástand heimsmála og annað sem þér fannst betur mega fara. Elsku amma. Allan þann tíma sem ég var samtíða þér í þessari jarðvist sá ég svo lítinn mun á þér frá ári til árs; fyrir mér varstu einhvern veginn alltaf eins og þú áttir að þér að vera. Sökum þess og af því hve háum aldri þú náðir var ég kannski ómeðvitað farinn að leyfa mér að trúa að þú yrðir eilíf. Þess vegna er svo undarlegt að núna sért þú farin. En minn- ingarnar varðveiti ég og á þann hátt eruð þú og Sólvangur alltaf samferða mér hvert sem ég fer. Kári Páll Óskarsson. Ég er svo lánsöm að hafa alist upp með ömmu minni, bestu ömmu sem hægt er að óska sér. Hún var amma sem sagði mér sögur, söng fyrir mig vísur, bauð ömmumola, stoppaði í sokka, bakaði besta brauð, prjónaði, saumaði og heklaði. Hún gaf mér endalaust. Umfram allt var hún amma sem mætti mér ávallt með brosi, kossi og þéttu, hlýju faðm- lagi. Amma hafði einstakt lag á því að njóta þess góða sem lífið hafði upp á að bjóða, kaffibollans, sól- skinsins og fuglasöngsins. Amma var jákvæð og þakklát, þrátt fyrir að hafa lifað tímana tvenna. Hún var svo þakklát fyrir landið sitt, sveitina og fólkið sitt. Amma var einstakur mannvin- ur og dró fram það góða í fólki með gleði sinni og hlýju. Við hlóg- um saman og gerðum að gamni okkar. Amma minnti reglulega á mikilvægi þess að varðveita barn- ið innra með sér. Nú skil ég svo vel hvað hún átti við. Ég á ótal minningar af ömmu sem ylja. Ég man eftir henni taka á móti okkur systrum úr skólan- um, þá stóð hún á tröppunum í Sólvangi og veifaði. Ég man þeg- ar hún kom heim á neðri bæ til að taka þvottinn af snúrunni þegar rigndi. Ég man hvernig hún bjó til heitt kakó og hlýjaði kaldar tær og fingur á ofninum í eldhús- inu. Ég man eftir okkur saman að taka upp kartöflur og tína ber í berjamó. Minningar um ömmu sem klappaði mér á vangann og kallaði mig heillina sína. Ég veit og vona að elsku amma mun lifa í hjörtum okkar. Hennar lag á því að mæta lífinu með æðruleysi er mitt leiðarljós. Ég er þakklát fyrir að Ýr, dóttir mín, kynntist henni. Amma veitti henni hlýju og alúð, hún söng fyr- ir hana og meira að segja svæfði. Einn daginn í síðustu viku kom Ýr heim úr leikskólanum syngj- andi lag sem okkur langar að til- einka elsku ömmu og langömmu. Þú sólargeisli sem gægist inn og glaður skýst inn um gluggann minn. Mig langar svo til að líkjast þér og ljósi varpa á hvern sem er. (Björn Þórarinsson) Hrönn Rúnarsdóttir Sólvangi. Hún elsku amma í Sólvangi er látin og það er mikill missir. Amma var einskonar erkiamma, hún var alltaf á sínum stað í Sól- vangi, tilbúin að taka á móti okk- ur með hlýju og veitingum. Hún lagði metnað í húsmóðurstörfin og hafði staðið keik í stafni á stóru heimili í hátt í 70 ár þegar yfir lauk. Fjölskyldan var stór, hún og afi komu níu börnum vel á legg og barna- og barnabarna- börnin eru mörg. Í minningunni var alltaf fullt hús í Sólvangi og amma önnum kafin að bera veitingar á borð og tryggja að allir væru vel haldnir. Hún tók á móti okkur með mikilli umhyggju; hlýtt faðmlag, jafnvel strok um vangann var tryggt við hverja komu. Henni var alla tíð umhugað um líðan annarra. Amma var alltaf tilbúin að ræða málin við okkur, hún fylgdist vel með og hafði áhuga á málefnum líðandi stundar. Hún lá ekki á skoðunum sínum ef svo bar und- ir, hvorki á stjórnmálum né tískutilburðum barnabarnanna. Hún hikaði ekki við að benda okkur á ef nýmóðins hárgreiðsl- an eða rifurnar á gallabuxunum voru ekki alveg í takt við hennar fegurðarskyn, þó alltaf á kíminn og góðlegan máta. Það var því yndislegt að sækja hana heim, við erum ríkari fyrir að hafa átt hana að og hafa haft tækifæri til að dvelja til lengri eða skemmri tíma hjá henni í Sólvangi, stund- um vikum saman á sumrin. Amma elskaði sveitina sína, dal- inn og fólkið sitt og var alltaf ánægð með afrek okkar í brekk- unum. Hún gladdist þegar við sýndum sömu ást á landinu og hún. Svo má ekki láta hjá líða að nefna ást hennar á kvæðum, ljóð- um og vísum. Hún átti það til að segja sögur og lesa fyrir okkur. Síðustu árin lagði hún áherslu á að kenna barnabarnabörnunum kvæði og vísur með tilheyrandi hossi á hnjám og tókst henni vel til. Það var ekkert sem hún amma gerði ekki vel. Hún hefur heldur betur skilað mörgum handtökum á sinni ævi, enda mjög skyldurækin kona. Hún bakaði hinar ýmsu kræsingar, til dæmis dúnmjúka gersnúða með rúsínum og bleikum glassúr og kippti sér ekki upp við það þó einhverjir plokkuðu rúsínurnar úr. Hún þvoði og þreif, eldaði dýrindis sveitamat upp á hvern dag og tók þátt í félagsstörfum þar sem helst ber að nefna kven- félagið. Hún elskaði söng og fal- lega tónlist, söng með kór um skeið auk þess sem hún prjónaði, heklaði og saumaði út. Það eru ófáar peysurnar og teppin sem munu halda áfram að verma okk- ur afkomendum hennar þó amma sé horfin á braut. Auk hlýrra klæðanna mun minningin um umhyggjusama, sjálfsörugga, duglega og lífsglaða ömmu ylja okkur um ókomna tíð. Sólrún María Ólafsdóttir, Hafdís Ólafsdóttir og Dagný Ólafsdóttir. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. (Sigríður Ögmundsdóttir) „Viltu finna mig sem snöggv- ast?“ Og lítil stelpa fer inn í Okk- ar herbergi, finnur ömmu sína og veltir fyrir sér hvort að amma hafi verið týnd. En amma var alltaf á sínum stað og minning- arnar um hana eru sveipaðar hlýju. Hlý hönd strýkur okkur um vangann, hlýtt faðmlag um- lykur okkur og við hlýjum okkur við ofninn í eldhúsinu hjá henni eftir að hafa stokkið nokkrum sinnum ofan af fjósþakinu ofan í snjóskafl. Hlýjar gjafir, teppi, lopapeysur, sokkar og vettlingar voru hennar leið til að umvefja okkur ástúð og umhyggju. Minningarnar úr eldhúsinu í Sólvangi eru ótal margar. Oft var mikið um að vera eins og vill verða í stórum fjölskyldum. Amma við endann á eldhúsborð- inu og fylgdist með þar sem stór- fjölskyldan naut matar og oftar en ekki var tekist á um menn og málefni. Amma galdraði fram besta steiktbrauð og kleinur í heimi og laufabrauðsgerðin fyrir jólin var ómissandi hefð sem lifir óbreytt hjá næstu kynslóðum í nýjum eldhúsum. Amma var náttúrubarn sem naut þess að fara í fjallgöngur, berjamó og ferðast um landið og sagði okkur dreymin frá sund- ferðum í tjörnum í sveitinni þeg- ar hún var ung. Lækurinn við bæinn var henni – og er okkur – sérstaklega kær. Ef við lokum augunum finnum við þétt faðmlag og hlýjar hendur sem strjúka okkur um vangann. Heyrum vingjarnlegu orðin sem alltaf fylgdu okkur úr hlaði. Í þetta sinn fylgjum við þér. Elsku amma, þú ert ávallt með okkur. Þínar, Ásdís og Björg. Þegar ég hugsa til ömmu minnar, Ásdísar Stefánsdóttur, eða ömmu Dísu, kemur ýmislegt upp í hugann. Amma gekk í gegn- um margt á sinni löngu 96 ára lífsleið. Á þeim tímum sem amma var barn og ung kona voru tím- arnir aðrir en þeir eru í dag. Þeg- ar amma var 16 ára fór hún eitt sinn í tunglsljósi og á hjarni á hesti á þrettándagleði alla leið austur í Kinn og aftur heim um nóttina. Þetta gerði hún til að njóta þeirrar skemmtunar sem í boði var í næstu sveit. Hún gætti ánna ásamt systkinum sínum og sinnti þeim verkum sem þurfti. Hún lifði tíma mikilla breytinga. Amma var húsmóðir alla tíð og sinnti því starfi af hjarta og sál, það skyldi alltaf eitthvað gott vera til í matinn. Amma var kona sem tók lífinu og því sem það færði henni, á ein- stakan hátt. Gleðin og hlýjan sem hún bar ætíð með sér smitaðist til allra sem henni kynntust. Hún tók öllum opnum örmum og vildi öllum allt það besta. Hún var já- kvæð og gladdist yfir því sem sannarlega er tilefni til að gleðj- ast yfir og njóta, en ekki öllum tekst að gera. Að liggja í láginni við lækinn og hlusta á hann skoppa niður farveginn, að vera fær um að ganga á milli bæja í fal- legu veðri og anda að sér hreina og tæra sveitaloftinu, að fá að búa í Fnjóskadal. Hún var þakklát fyrir að fá að lifa og vera til. Heillin mín, það eru orðin hennar ömmu, elsku hjartans heillin mín. Ég á svo margar perl- ur elsku amma mín. Miðdegis- blundurinn eftir hádegismatinn með þér í afaholu. Minningarnar um blaktandi trjágreinar á reyni- trjánum í blómagarðinum utan við herbergisgluggann þinn, ým- ist skreyttar rauðum reyniberj- um eða berar í kuldanum á vet- urna og svo Hálshnjúkurinn í fjarska í suðri. Rás 1 í útvarpinu. Lyktin af Bismark-ömmumolum í áldósinni, í skúffunni undir speglinum. Lummurnar þínar og vöfflurnar. Hendurnar þínar á vanganum og fallega brosið þitt. Þú gafst mér svo ótal margt og ég mun þakka fyrir það alla tíð. Allt sem þú gafst mun ég nota til að minna mig á hvað lífið er, hver ég vil vera. Einn daginn munum við svo syngja saman aftur, elsku heillin mín. Sumarkveðja Ó, blessuð vertu, sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. Nú fossar, lækir, unnir, ár sér una við þitt gyllta hár, nú fellur heitur haddur þinn á hvíta jökulkinn. Ásdís Stefánsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGESTUR INGVARSSON múrarameistari, Sævangi 14, lést sunnudaginn 1. september. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 12. september klukkan 15. Sigrún Erlendsdóttir Þórdís Björk Sigurgestsd. Þorsteinn Þorsteinsson Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir og barnabörn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, BJARNI EYJÓLFUR GUÐLEIFSSON náttúrufræðingur, Hamratúni 1, Akureyri, áður Möðruvöllum í Hörgárdal, lést laugardaginn 7. september. Útförin fer fram frá Möðruvallaklausturskirkju í Hörgárdal mánudaginn 16. september klukkan 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Pálína Sigríður Jóhannesdóttir Brynhildur Bjarnadóttir Sigurður Ingi Friðleifsson Brynjólfur Bjarnason Sigurborg Bjarnadóttir Jónatan Þór Magnússon Sigríður Bjarnadóttir Brynjar Þór Hreinsson afabörn og systur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.