Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 2

Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 2
Mikið líf og fjör var á aðdáendaráðstefnunni Midgard sem fór fram í annað sinn hér á landi um helgina. Fjöldi gesta sótti hátíðina sem hald- in var í Fífunni og mættu margir í skrautlegum búningum og tóku þátt í búningakeppni hátíð- arinnar sem var í gær. Á hátíðinni mátti sjá fí- gúrur úr ýmsum kvikmyndum, teiknimyndum, tölvuleikjum og skáldsögum sem voru hver ann- arri skrautlegri. Víkingarnir í Rimmugýgi léku á als oddi, Spiderman lét sig ekki vanta og fjöldann allan af fjölbreyttum japönskum teikni- myndapersónum mátti sjá víða. Líf, fjör og fjölbreytileiki á Midgard Aðdáendur og „nördar“ skemmtu sér um helgina Morgunblaðið/Eggert Skrautleg Gestir hátíðarinnar voru meðal annars í víkingabúningum, ofurhetjubúningum eða klæddir eftir skrautlegum japönskum tískubylgjum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Arinbjörn brotlegur í starfi sínu  Lét lögreglu aka sér til Keflavíkur í forgangsakstri til að missa ekki af flugi vegna einkaerinda Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur, var árið 2007 ákærður fyrir brot í opinberu starfi, og lauk málinu með viðurlaga- ákvörðun í héraðsdómi þar sem honum var gert að greiða sekt að fjárhæð 200.000 krónur. Var hann ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglustjóranum á höfuð- borgarsvæðinu. Þetta staðfestir Arinbjörn í samtali við Morgunblaðið. Viðtal Morgunblaðsins við Harald Johannes- sen ríkislögreglustjóra á laugardag vakti mikla athygli og var Arinbjörn á meðal þeirra sem tjáðu sig um viðtalið og gagnrýndu Harald. Í kjölfarið vöktu menn á netinu máls á broti Ar- inbjarnar og gagnrýndu m.a. að hann skyldi tjá sig með slíkum hætti, í ljósi brotsins. Seinn í flug Í ársskýrslu ríkissaksóknara frá árinu 2007 segir að Arinbjörn hafi verið ákærður fyrir að hafa „misnotað stöðu sína sem varðstjóri hjá lögreglu- stjóranum á höfuðborgar- svæðinu, er hann nýtti sér mannafla lögreglu, lögreglu- bifreiðir og talstöðvarkerfi lögreglu í eigin þágu og gaf fyrirmæli um akstur með forgangsmerkjum og lét slíkan akstur viðgangast, á leið sinni frá heimili sínu til Keflavíkurflugvallar, í einkaerindum, svo hann missti ekki af flugi til Kaupmannahafnar og tengiflugi til Litháen, sem ákærði hafði keypt flugmiða til, og með því teppt búnað og mannafla lögreglu frá skyldu- störfum. Þá kemur fram í álitsgerð nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins að af ferilvökt- un frá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hafi mátt sjá að bifreiðinni sem Arinbjörn ferðaðist með hafi hraðast verið ekið á 185 km hraða á klukkustund. Þótti háttsemi hans varða við 139. grein al- mennra hegningarlaga, þar sem mælt er fyrir um að það varði sektum eða fangelsi allt að 2 ár- um hafi opinber starfsmaður misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum ein- stakra manna eða hins opinbera. Í samtali við Morgunblaðið segir Arinbjörn að hann hafi gert mistök, en málinu hafi verið lokið með eðlilegum hætti, þ.e. með sektargreiðslu, og hann hafi síðan haldið starfi sínu. Þá segir hann það vera „af og frá“ að málið hafi haft einhver áhrif hvað afstöðu hans vegna ríkislögreglu- stjóra nú varðar og segist telja að „Haraldur Jo- hannessen hafi ekki haft neina sérstaka fram- göngu“ í máli hans árið 2007. Spurður um þá staðreynd að einhverjir hafi vakið á þessu máls á netinu um helgina segir Ar- inbjörn það ekki vera ýkja óeðlilegt. Hann hafi verið lengi í starfi, var skipaður varðstjóri 1998, og hafi ýmislegt „fengið á sig“ í gegnum tíðina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Forgangsakstur Lögregla skutlaði Arinbirni út á flugvöll. Málinu lauk með sektargreiðslu. Arinbjörn Snorrason Ríkissaksóknari hefur falið lög- reglustjóranum á Vesturlandi að rannsaka frekar ástæður umhverf- isslyss sem varð í Andakílsá á árinu 2017. Lögreglan rannsakaði það á sínum tíma, að kröfu Skorra- dalshrepps, hvort Orka náttúrunn- ar hefði gerst brotleg við lög en felldi málið niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellis. Orka náttúrunnar hleypti vatni úr lóni Andakílsvirkjunar vorið 2017 með þeim afleiðingum að aur fór niður í ána og þakti hylji og uppeldissvæði laxa. Fyrirtækið tók ábyrgð á málinu og hefur unnið að endurreisn lífríkis árinnar. Árni Hjörleifsson, oddviti Skorradalshrepps, telur að málið hafi ekki verið nægjanlega rann- sakað í fyrri rannsókn lögreglunn- ar. Til að mynda hafi ekki verið teknar skýrslur af heimafólki sem þekki til málsins. Þarna hafi verið einhver tilraunastarfsemi hjá fyrirtækinu en skiptar skoðanir séu um það hvað gerðist í raun. „Við viljum fá svör um það hvað var verið að gera og hver gerði hvað,“ segir Árni um ástæður þess að hann óskaði eftir frekari athug- un á málinu. 30 þúsund laxaseiðum af stofni árinnar var sleppt í ána vor og annað eins magn fer í ána næsta sumar. Þá hefur ekki verið veitt í ánni frá því óhappið varð. ON telur að lífríkið sé að rétta úr kútnum. helgi@mbl.is Lögreglan rannsakar umhverfisslys á nýjan leik  Skorradalshreppur vill fá að vita hvað raunverulega gerðist Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Andakílsá Verktakar vinna að hreinsun aurs úr laxveiðiánni. Endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna 25% framleiðslukostnaðar við gerð kvikmynda eða sjónvarpsefnis sem fellur til hér á landi nema um 828 milljónum króna það sem af er ári að því er fram kemur á vef Kvikmynda- miðstöðvar Íslands sem hefur upp- fært yfirlit um endurgreiðslurnar á vef sínum. Hæstan styrk hefur feng- ið Ófærð 2, um 334 milljónir króna og næst á eftir er Flateyjargátan með 134 milljóna króna styrk. Skaupið fékk 13,7 milljónir Áramótaskaupið 2018 fékk 13,7 milljónir króna á þessu ári og hefur undanfarin ár fengið um tíu millj- ónir. Frá árinu 2015 nema endur- greiðslur vegna skaupsins 42,5 millj- ónum króna. Fyrr á árinu fjallaði Morgunblaðið um þá tilhögun að RÚV útvistaði framleiðslu skaupsins þrátt fyrir áratuga langa sögu í dag- skrá Ríkissjónvarpsins, en þannig uppfyllir skaupið skilyrði til að geta fengið endurgreiðslu. Verkefnin sem fengu styrk voru alls 33. Fjögur verkefni voru skráð erlend og tvö sem samframleiðsla, en önnur verkefni innlend. Sagafilm ehf. fékk styrk fyrir flest verkefni, sjónvarpsþættina Visthúsið, Kvikn- ar, Ferðastiklur og Flateyjargátuna. 828 millj- ónir í end- urgreiðslu  Skaupið fengið 42 milljónir frá 2015

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.