Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 12
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Að sögn Jóhönnu Vigdísar Guð-
mundsdóttur er það ekki síst undir
atvinnulífinu komið að halda íslensk-
unni á lofti á stafrænni öld. Gæta
þurfi að því, á tímum snjalltækja,
talgreiningar og gervigreindar, að
þau forrit og tæki
sem fólk notar í
sínu daglega lífi
tali og skilji ís-
lensku.
Góðu fréttirnar
eru þær að fyrir-
tæki og frum-
kvöðlar þurfa
ekki að þróa ís-
lenska máltækni
frá grunni, held-
ur munu þau geta nýtt þá innviði
sem verða smíðaðir á vegum sjálfs-
eignarstofnunarinnar Almanna-
róms. „Í stjórnarsáttmála rík-
isstjórnarinnar er kveðið á um að
ríkið fjármagni opnar lausnir á sviði
máltækni, og geri öllum aðgengileg-
ar. Má líkja þessu við grunninnviði
eins og vegakerfið, þar sem ríkið
leggur vegina en síðan er það at-
vinnulífsins að búa til bílana; nýjar
lausnir og tækni sem nýtist almenn-
ingi,“ segir hún.
Munu þróa kjarnalausnir
Jóhanna Vigdís er fram-
kvæmdastjóri Almannaróms – mið-
stöðvar um máltækni. Fyrr í mán-
uðinum var gengið frá samningi
milli Almannaróms og SÍM – Sam-
starfs um íslenska máltækni, um
smíði innviða í máltækni fyrir ís-
lensku. Að SÍM og Almannarómi
standa háskóla- og rannsóknarstofn-
anir, félagasamtök og fyrirtæki en
fyrir ári samdi menntamálaráðu-
neytið við Almannaróm um að stýra
verkáætluninni Máltækni fyrir ís-
lensku 2018-2022. Er áætlað að hið
opinbera láti 1,8 milljarða króna af
hendi rakna til verkefnisins á móti
hálfs milljarðs króna framlagi at-
vinnulífsins.
Að sögn Jóhönnu Vigdísar fóru
fræðimenn og áhugafólk fyrst að
vara við því undir lok síðustu aldar
að brýnt væri að smíða mál-
tæknilausnir fyrir íslensku, ef
tungumálið ætti að geta lifað af í
stafrænum heimi. „Á sínum tíma lét
Evrópusambandið gera ítarlega
skýrslu um það hvernig hin ýmsu
tungumál væru búin undir þær
tæknibreytingar sem eru að eiga sér
stað og þar kom íslenskan mjög illa
út. Árið 2017 leit síðan dagsins ljós
verkáætlun sem Jón Guðnason,
Anna Björk Nikulásdóttir og Stein-
þór Steingrímsson tóku saman þar
sem staða íslenskrar máltækni var
skoðuð og gerð fimm ára áætlun um
þróun kjarnalausna í máltækni: tal-
greinis, talgervils, þýðingarvélar og
málrýnis. Grunnurinn að þessum
kjarnalausnum er ýmis stoðtól og
gögn um tungumálið, svo sem risa-
málheild og beygingarlýsing íslensks
nútímamáls, svo eitthvað sé nefnt.“
Jóhanna Vigdís bendir á að mál-
tæknistarfið megi ekki vera ein-
göngu fræðilegt. „Fjöldi erlendra
sérfræðinga á sviði máltækni hefur
brýnt fyrir okkur, byggt á eigin
reynslu, að það sé lítill ávinningur af
því ef máltæknin einskorðast við há-
skóla- og rannsóknarstofnanir. Hún
má ekki lokast þar inni heldur þarf
að byggja brú til atvinnulífsins sem
hagnýtir grunnrannsóknir, þekkingu
og tæknina sem kemur úr fræða-
samfélaginu. Ég hef því lagt mikla
áherslu á að atvinnulífið komi eins
mikið og hægt er að rannsóknum og
grunnþróun máltæknilausna og það
endurspeglast í rannsóknarhópnum
sem stendur að SÍM.“
Aðspurð hvers vegna ekki sé hægt
að láta hinn frjálsa markað alfarið
um það að leysa úr þessu verkefni
segir Jóhanna Vigdís að aðkoma hins
opinbera geti liðkað fyrir og flýtt
þróuninni, enda verði sú tækni sem
sprettur upp úr máltækniverkefninu
opin og öllum aðgengileg. Hver sem
er geti þróað alls kyns hugbúnað og
lausnir ofan á þessa tækni án þess að
þurfa fyrst að kaupa leyfi eða greiða
þóknanir til þriðja aðila. „Það kostar
hins vegar jafnmikið að þróa mál-
tæknilausnir fyrir tungumál sem 350
þúsund manns tala og mál sem 350
milljónir tala. Sú staðreynd að þessir
grunninnviðir þurfa að verða öllum
opnir án endurgjalds, gerir það að
verkum að það væru líklega ekki tal-
in góð viðskipti á hinum frjálsa
markaði, að fjárfesta svo mikið í
grunnrannsóknum og þróun sem
ekki er hægt að hagnýta strax.
Samningur Almannaróms og SÍM er
hins vegar gott dæmi um það hvern-
ig opinberir aðilar og einkaaðilar
geta unnið saman, öllum til hags-
bóta. Þau fyrirtæki sem koma að
þróun á fyrstu stigum munu byggja
upp þekkingu í máltækni og þar með
samkeppnisforskot.“
Opnar alls kyns möguleika
Með aðgangi að réttu tæknilegu
innviðunum opnast ótal möguleikar
fyrir íslensk fyrirtæki. Jóhanna
Vigdís segir greinilegt að þróunin
sé í þá átt að fólk geti gefið for-
ritum raddskipanir og þannig muni
bráðum þykja sjálfsagt að tala við
bankaforritið í símanum eða biðja
snjallforrit pitsustaðar, á góðri ís-
lensku, um að senda flatböku í
snarhasti. Tæknin muni líka bæta
aðgengi Íslendinga að alls kyns
efni, og nefnir Jóhanna sem dæmi
að einn góðan veðurdag verði hægt
að þýða efni á vefsíðum eins og
YouTube jafnóðum af erlendum
tungumálum yfir á íslensku. Um
leið ættu góðir máltækni-innviðir
að þýða að auðvelt verður að gera
alls kyns íslenskt efni aðgengilegt
fyrir erlenda áhorfendur, hlust-
endur og lesendur, og sér Jóhanna
Vigdís fyrir sér að máltæknin geti
t.d. opnað íslenskan atvinnumarkað
betur fyrir erlendum sérfræðingum
og auðveldað útlendingum að læra
málið.
„Við erum að koma seint til leiks
á þessu máltækniferðalagi, en erum
heppin með tímasetninguna enda
tæknin orðin þannig í dag að við
getum látið hana vinna fyrir okkur
og vonandi unnið hratt upp þann
tíma sem hefur glatast,“ segir hún.
„Umfram allt þurfa fyrirtæki að
hafa hugfast að fólk vill geta fengið
þjónustu á sínu móðurmáli, og gild-
ir þá einu hvort það felst í því að
tala íslensku við alls kyns vefsíður
sem veita þjónustu, eða gefa snjall-
tækjunum á heimilinu fyrirmæli á
íslensku frekar en ensku.“
Skaffa atvinnulífinu dýrmæt verkfæri
Almannarómur og SÍM munu snúa bökum saman við þróun og smíði innviða í máltækni fyrir
íslensku Fyrirtæki munu geta nýtt tæknina til að smíða forrit og tæki sem tala og skilja íslensku
AFP
Framtíðin Það þykir æ sjálfsagðara að geta gefið tækjum fyrirmæli á töl-
uðu máli og brýnt að síminn, úrið, snjallhátalarinn og bíllinn skilji íslensku.Jóhanna Vigdís
Guðmundsdóttir
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
Fjármálaráðherrar Þýskalands og
Frakklands telja rafmyntina líbru
geta ógnað fjármálastöðugleika.
Bruno Le Maire, og Olaf Scholz
sendu frá sér sameiginlega yfirlýs-
ingu á föstudag, í lok fundar fjár-
málaráðherra evruríkjanna í Hels-
inki, þar sem þeir sögðu að hinum
almenna neytanda og jafnvel pen-
ingavaldi stjórnvalda stafaði hætta
af rafmyntum. „Að mati Frakklands
og Þýskalands hefur ekki verið sýnt
fram á það með sannfærandi hætti
að líbru-verkefnið, eins og Facebook
hefur lýst því, leysi með viðunandi
hætti úr þessum ágöllum,“ sagði í yf-
irlýsingunni.
Að sögn Reuters var samhljómur
um það í Helsinki að evruríkin muni
ekki veita líbrunni neinar tilslakanir
ef fyrirtækin að baki rafmyntinni
sækjast eftir því að fá að nota gjald-
miðilinn í Evrópu. Þá ræddu fundar-
gestir þá hugmynd að koma á sam-
fulltrúum 26 seðlabanka, og verður
fundarstjórn í höndum Benoît
Cœuré sem situr í stjórn Seðlabanka
Evrópu. Er þetta fyrsti fundurinn af
þessari stærðargráðu sem stofn-
endur líbrunnar eiga með stjórn-
völdum frá því verkefnið var fyrst
kynnt til sögunnar í sumarbyrjun.
FT greinir frá að fundargestir
muni nota tækifærið til að fá á
hreint ýmis lykilatriði er varða um-
fang og eiginleika líbrunnar og nýta
niðurstöður fundarins í skýrslu sem
lögð verður fyrir G7-hópinn í haust.
ai@mbl.is
Halda mikilvægan fund í Basel í dag
Bruno Le Maire Olaf Scholz
Hafa efasemdir um ágæti líbrunnar
eiginlegri löggjöf um stafræna
gjaldmiðla.
Stjórnendur líbru-verkefnisins
munu í dag funda í Basel í Sviss með
16. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.15 124.75 124.45
Sterlingspund 154.7 155.46 155.08
Kanadadalur 93.82 94.36 94.09
Dönsk króna 18.439 18.547 18.493
Norsk króna 13.854 13.936 13.895
Sænsk króna 12.932 13.008 12.97
Svissn. franki 125.82 126.52 126.17
Japanskt jen 1.1488 1.1556 1.1522
SDR 170.31 171.33 170.82
Evra 137.71 138.49 138.1
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.812
Hrávöruverð
Gull 1506.3 ($/únsa)
Ál 1773.0 ($/tonn) LME
Hráolía 60.45 ($/fatið) Brent