Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íár hafa reglulega birst frétt-ir af samdrætti í sölu á gist-ingu í gegnum Airbnb og svip-aðar síður. Hagstofan greindi frá því á dögunum að í júlímánuði hefði verið 5,1% fækkun á seldum gistinóttum í þessum geira frá sama tíma í fyrra. Í júní fækkaði gistinótt- um um 10,5%. Enn meiri samdráttur varð á vormánuðum frá fyrra ári. Alls var 29% samdráttur í maí frá því sem var sama mánuð 2018. Í apríl nam fækkunin 18% frá fyrra ári. Sölvi Melax, framkvæmdastjóri Heimaleigu sem býður upp á alls- herjar umsjón með leiguíbúðum, segir að töluverð breyting hafi orðið á Airbnb-markaðinum hér síðasta árið. „Það eru mjög margir sem eru að færa sig úr skammtímaleigu og yfir í langtímaleigu. Það er klárlega þróunin. Það hefur til dæmis aukist mjög að fólk leigi út eignir sínar í 90 daga á sumrin en leigi svo nemum þær yfir veturinn,“ segir Sölvi. Hann kveðst jafnframt telja að fleiri nýti sér 90 daga sem leigja má heimili út á hverju ári en áður var. „Þannig að ég geri ráð fyrir því að þetta séu fleiri eignir en hver eign að meðaltali í styttri tíma yfir árið.“ Sölvi segir að ýmsar ástæður séu fyrir þessari þróun. Í fyrsta lagi er lagaramminn sem nú hefur verið settur um skammtímaleigu íbúða. Þá eru lægri skattar á langtímaleigu heldur en skammtímaleigu og lang- tímaleiguverð hefur hækkað mikið. Fækkun ferðamanna hefur svo vita- skuld haft töluvert að segja. „En svo hefur framboð af nýju húsnæði í gististarfsemi líka aukist mikið að undanförnu. Íbúðir sem voru góðar leigueiningar fyrir tveim- ur til þremur árum eru ekki eins vin- sælar í skammtímaleigu nú og þá. Bílskúrar og minni íbúðir sem möl- uðu gull í skammtímaleigu á sínum tíma eru ekki jafn arðbærar í dag en meira fæst fyrir þær í langtímaleigu en fyrir nokkrum árum,“ segir Sölvi. Ólafur Finnbogason, fasteigna- sali hjá Mikluborg, tekur undir þetta og segir að miklar breytingar hafi orðið á síðustu tólf mánuðum. „Þeir sem eru með íbúðir í skamm- tímaleigu sem eru ekki í gistiflokki 2 hafa verið að selja þær til þess að skipta yfir í íbúðir með leyfi í gisti- flokki 2. Eða að setja þær í lang- tímaleigu yfir veturinn og leigja kannski í skammtímaleigu í 90 daga yfir sumartímann.“ Aðspurður segir Ólafur að eftir að lög um skammtímagistingu voru sett hafi slíkar íbúðir verið að mjat- last inn á fasteignamarkaðinn. „Við höfum selt margar slíkar eignir. Mér sýnist líka að margir hafi áttað sig á því að það er mikil vinna að standa í slíkri útleigu og því hafa þessar eign- ir verið að færast á færri hendur. Nú eru stórar einingar sem ganga vel og þær eru að mótast sem hluti af ferða- þjónustunni.“ Sölvi Melax segir að það sé ekki bara á Íslandi sem mikil gerjun sé í gangi með íbúðir í skammtímaleigu. „Þetta er þróun sem mér sýnist vera í gangi í stórborgum erlendis,“ segir Sölvi sem bendir á að forvitnilegt sé að sjá hvernig hótelíbúðir og íbúðir í skammtímaleigu séu nú auglýstar á sömu síðum. „Hótelíbúðum hefur fjölgað mikið á Airbnb enda eru komnar fram stórar byggingar með margar einingar á sama stað. Fyrir fimm árum voru Airbnb og Couch- surfing ekki ósvipaðar síður. Í dag eru miklu fleiri að leigja út á Airbnb í hagnaðarskyni og það hefur færst nær Booking.com. Couchsurfing er hins vegar enn rekin í sama anda.“ Margir gefast upp á skammtímaleigu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gamalt og nýtt Íbúðir í nýbyggingum á höfuðborgarsvæðinu hafa verið vinsælar til útleigu síðustu ár. Breytingar á Airbnb-markaði » Mikill samdráttur hefur orðið í sölu á gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður í ár. » Sérfræðingar segja marga hafa gefist upp á skamm- tímaleigu og fært sig yfir í langtímaleigu. » Íbúðir sem möluðu gull fyrir 2-3 árum skila minna nú. 14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íliðinni vikuvoru töluverð-ar umræður meðal þingmanna og sveitarstjórn- armanna um sam- göngumál á höf- uðborgarsvæðinu en af einhverjum ástæðum þoldu þær umræður ekki dagsljósið. Þann- ig segir til að mynda í fundar- gerð borgarráðs að fram hafi farið „kynning á uppbyggingu fyrir fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu“ en að bók- anir hafi verið „færðar í trún- aðarbók borgarráðs“. Kynn- ingin og afstaða einstakra borgarfulltrúa til hennar var sem sagt leyndarmál og um efn- ið mun ekki eiga að upplýsa fyrr en búið verður að undirrita sam- komulag á milli ríkis og sveitar- félaga. Það sem um er að ræða virð- ast vera risavaxin verkefni í samgöngum á höfuðborgar- svæðinu. Þar er annars vegar undir svokölluð borgarlína, sem er ofvaxinn strætisvagn á sér- stökum akreinum og mun lík- lega ekki kosta innan við 100 eða 200 milljarða króna, eftir því hvaða áfangar eru reiknaðir með og hvaða áætlunum tekið er mark á. En þá á reyndar eftir að bæta við töluverðu álagi vegna reynslunnar af framkvæmdum Reykjavíkurborgar sem gjarn- an fara fram úr áætlunum svo svimandi upphæðum nemur. Hins vegar er um að ræða stórar framkvæmdir til að bæta samgöngukerfið fyrir allan þorra al- mennings, það er að segja vegakerfið á svæðinu. Vegakerf- ið hefur verið látið sitja á hakanum á síðustu árum, ekki aðeins vegna þess að borgaryfirvöld sömdu við ríkið um að setja fé frekar í strætisvagna en í vegi, með engum árangri, heldur einnig vegna þess að borgaryf- irvöld hafa beinlínis hafnað framlögum ríkisins til vegabóta. Brýnt er að bæta vegakerfið á höfuðborgarsvæðinu, leggja nýjar stofnæðar og greiða fyrir umferð á þeim sem fyrir eru í stað þess að halda áfram að þrengja þær eins og núverandi borgaryfirvöld hafa beitt sér fyrir árum saman með þeim ár- angri sem borgarbúar finna fyr- ir í daglegum umferðarteppum. En er líklegt að leiðin til að ná sátt og skynsamlegri niðurstöðu um samgöngumál á þessu svæði sé að takmarka upplýsingar og umræður? Væri ekki nær að umræður færu fram um kosti og galla þeirra hugmynda sem nú eru ræddar á bak við luktar dyr frekar en að þær séu kynntar al- menningi sem orðinn hlutur? Og það jafnvel með stóraukinni skattheimtu fyrir íbúa höfuð- borgarsvæðisins og stórfelldum viðbótarniðurgreiðslum þess samgöngumáta sem fæstir nýta sér? Eða eru þetta ef til vill skýringarnar á því að umræðan má ekki fara fram? Það getur varla verið góð skýring á leyndinni sem umlykur tillögur um samgöngur á höfuð- borgarsvæðinu} Þola tillögurnar ekki opnar umræður? The Telegraphskrifar í leið- ara að andstæð- ingar brexit, þeir sem reyna nú að koma í veg fyrir að vilji almennings um að yfirgefa Evrópu- sambandið nái fram að ganga, vinni að því að endurskrifa sög- una. Þeir reyni að sannfæra fólk um að Bretar hafi verið ánægðir í ESB, en að fáeinir efasemda- menn innan Íhaldsflokksins hafi fengið fólk til að greiða atkvæði með brexit árið 2016. Staðreyndin sé hins vegar sú að miklar efasemdir hafi lengi verið á Bretlandi um aðild að ESB. The Telegraph nefnir sem dæmi skoðanakannanir árin á undan brexit-kosningunni þar sem meirihlutinn vildi út úr ESB sem og árangur Ukip- flokksins. Bretar vilja fara út úr ESB eins og atkvæðagreiðslan 2016 sýndi, en sterk öfl innanlands og ólýðræðislegt ESB, sem beitir öllu afli sínu gegn útgöngu Bret- lands, gætu komið í veg fyrir að vilji al- mennings næði fram að ganga. Þetta er verulegt áhyggjuefni fyrir lýðræðið í Bret- landi, eins og Daniel Hannan Evrópuþingmaður fjallaði um í grein í The Tele- graph um helgina. Hannan segir að málið snúist ekki lengur að- allega um brexit, heldur snúist þetta núna um það hvort Bret- land getur fyllilega talist lýð- ræðisríki. Ákafi ókjörinna embættis- manna Evrópusambandsins og stuðningsmanna þeirra víða um Evrópu til að auka áhrif þess og umsvif á kostnað lýðræðislegra stjórnarhátta er orðið verulegt vandamál. Almenningur og stjórnmálamenn verða að vera vakandi gagnvart þessu og þurfa að spyrna við fótum. Að öðrum kosti verður vandinn óviðráð- anlegur og lýðræðið í Evrópu lít- ið annað en hugmynd sem stóðst ekki útþenslu skrifræðisins. Ekki má bíða þar til síðasta sneiðin er skorin af sjálfs- ákvörðunarrétti ein- staklinga og þjóða} Það þarf að verja lýðræðið N ýlega hafa stjórnmálamenn byrjað að nota orðið „velsæld- arhagkerfi“. Ef ég myndi heyra stjórnmálamann nota þetta orð þá myndi mér strax detta í hug að þetta væri einver orwellísk ný- lenska (e. newspeak) þar sem reynt er að fara fögrum orðum um sama gamla draslið. Það er því að vissu leyti skiljanlegt að þessi hugmynd hafi strax í umræðum um stefnuræðu for- sætisráðherra verði uppnefnd vansældar- hagkerfi. Fyrir þá sem hafa hins vegar skoðað kerfið á bak við nafnið átta sig hins vegar strax á því hversu mikla vanþekkingu það sýnir að nota slíkt uppnefni. Hvað er þetta velsældarhagkerfi þá og af hverju eigum við að taka það alvarlega? Það sem við þurfum að skoða er ekki nafnið, eða hvort það sé nákvæmur merkimiði fyrir aðferðafræði þessa hagkerfis. Við þurfum að skoða innihaldið. Vel- sældarhagkerfið er ákveðið samnefni um aðferðir til þess að mæla hversu vel samfélögum gengur út frá ýms- um mælikvörðum. Ekki bara út frá landsframleiðslu heldur líka við hversu góða heilsu borgarar samfélagins búa, hvernig vinnuálag allir búa við, gæði og framboð á húsnæði og svo framvegis. Hvaða mælikvarðar eru not- aðir er mismunandi á milli velsældarkerfa en mörg nota þau svipaðar aðferðir. OECD er til dæmis með ákveðna uppskrift að velsæld- arsamfélagi. Þar eru grunnstoðum samfélags skipt í fernt; náttúruauð, félagsauð, mannauð og efnahagslegan auð. Ólíkt núverandi hagkerfi þar sem efna- hagskakan snýst eingöngu um að hámarka efnahagslegan auð þá er þarna lögð áhersla á að horfa yfir samfélag út frá víðara sjón- arhorni. Með fleiri og nákvæmari viðmiðum um árangur breytast líka áherslur stjórn- valda. Markmið þeirra verður ekki bara að stækka kökuna, sem nánast enginn fær hvort eð er bita af, heldur að leggja fram hlaðborð þar sem eitthvað er fyrir alla. Ekki bara efna- hagslegur vöxtur sem hefur bara leitt til mis- skiptingar. Velsældarhagkerfi er gildishlaðið orð og alltaf þegar slík orð eru notuð þá skal fara varlega í að trúa á þau í blindni. Það er ekkert sjálfgefið við að orðið sem er notað til þess að lýsa fyrirbærinu sé nákvæmt. Það fæst til dæmis ekki sjálfkrafa velsæld með því að búa í velsældarhagkerfi. Þegar stjórnvöld sýna glansmynd á að skoða bak við tjöldin. Ég hafði smá forskot í því vegna þess að ég var byrjaður að setja upp þingmál um slíkt velsældarhagkerfi í vor eftir að Nýja-Sjáland gaf út fjár- lög byggð á velsældarkerfi OECD. Ég kynnti mér for- sendur þeirra fjárlaga og las um þetta OECD-kerfi og áttaði mig á því að þetta hentaði fullkomlega inn í ramma nýsamþykktra laga um opinber fjármál hérna á Íslandi. Ramma sem stjórnvöld hérna eiga dálítið erfitt með að láta virka enn sem komið er. En velsældarhagkerfið er einmitt púslið sem vantar til að allt passi saman. Björn Leví Gunnarsson Pistill Velsældarhagkerfi? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.