Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
✝ Björn Jenssonfæddist í
Reykjavík 30. des-
ember 1930. Hann
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sóltúni
30. ágúst 2019.
Foreldrar
Björns voru Jens
Bjarnason skrif-
stofustjóri, f. 4.
september 1894, d.
27. febrúar 1952,
og Guðrún S. Helgadóttir hús-
móðir, f. 16. júní 1900, d. 7. júlí
1999. Björn var yngstur
bræðra sinna. Elstur var Bjarni
flugstjóri, f. 24. september
1925, d. 26. september 1970,
svo Helgi loftskeytamaður, f.
13. apríl 1929, d. 23. nóvember
1997.
Björn kvæntist 8. nóvember
1952 Elínu Óladóttur, f. 27.
janúar 1932, og lifir hún mann
sinn. Foreldrar hennar voru
Óli Jón Ólason stórkaupmaður,
f. 16. september 1901, d. 1. maí
átti Jenný Ósk Thelmu Marínu
Árnadóttur.
Elín og Björn hafa alla tíð
búið í Reykjavík.
Björn ólst upp á Hólum við
Kleppsveg frá tveggja ára
aldri. Hann lauk prófi frá
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur
auk ýmissa námskeiða í trygg-
ingafræðum hérlendis og er-
lendis. Björn lauk einnig einka-
flugmannsprófi og bar skírteini
númer 298. Hann hóf starfs-
feril sinn hjá Eimskip en starf-
aði lengst af hjá Tryggingu hf.,
síðast sem skrifstofustjóri.
Björn var mikill flug-
áhugamaður. Hann átti alltaf
flugvél eða -vélar sem hann
gerði upp og naut þess að
fljúga þeim sjálfur. Björn og
Elín áttu reit sinn í Múlakoti
og nutu samvista þar við annað
flugáhugafólk.
Einnig ferðuðust þau land-
leiðina með. Þá nutu þau sín á
ferðalögum erlendis, sér-
staklega að dvelja á Flórída.
Útför Björns Jenssonar fer
fram í dag, 16. september
2019, frá Háteigskirkju. At-
höfnin hefst klukkan 15.
1974, og Arnlín
Árnadóttir, f. 20.
júní 1905, d. 15.
júlí 1985. Börn
Björns og Elínar
eru: 1) Guðrún S.,
f. 10. febrúar 1954,
maki Trausti Sig-
urðsson, f. 6. októ-
ber 1951. Börn
þeirra eru: a)
Björn, b) Elín Auð-
ur, maki Emil
Helgi Lárusson (þau skildu),
dætur þeirra eru Eik María og
Harpa. c) Sigurður. 2) Arndís,
f. 23. maí 1955, maki Sigurður
Einarsson, f. 19. september
1960. Börn þeirra eru: a) Þór-
unn og b) Björn. 3) Jens Gunn-
ar, f. 28. ágúst 1958, maki
Kwan Björnsson, f. 7. maí
1979. Barn þeirra er Tara Mai.
Með fyrri konu, Sigurlínu
Helgadóttur (þau skildu), átti
Jens Jennýju Ósk, maður henn-
ar er Margeir Steingrímsson.
Barn þeirra er Dagur. Áður
Hann afi kann ekki að segja
nei, segja barnabörnin, já hann afi
kann ekki að segja nei, segja þau
hlæjandi og halda áfram að mis-
nota undanlátssemi afa síns. En
afi kunni alveg að segja nei og gat
hann verið stífur á meiningunni
nema gild rök bentu til annars, en
betri afa er varla hægt að hugsa
sér.
Björn Jensson, tengdafaðir
minn, var í tryggingageiranum
þegar ég kynntist honum fyrst og
vann hann þar til starfsloka, en
vinna frá níu til fimm var ekki
nóg. Öll kvöld og allar helgar voru
hann og æskuvinur hans Ágúst
Karlsson í bílskúrnum að gera við,
rétta og sprauta bíla. Og seinna
þegar bílar urðu einnota fluttu
þeir sig yfir í flugskýlin og tóku
flugvélarnar í gegn með sömu
vandvirkninni og bílana áður, svo
Cessna og Piper hefðu ekki getað
gert það betur.
Reyndar eru mínar bestu
minningar þegar við tengdafeðg-
arnir flugum saman austur í
Fljótshlíð snemma vors. Suður-
landið ennþá í svarbrúnum vetr-
arhamnum en einstaka grastó gaf
fyrirheit um sumarið framundan.
En svona líður tíminn. Maður-
inn, sem allt lék í höndunum á,
varð allt í einu háður öðrum með
einföldustu athafnir daglegs lífs
og reyndi þá mikið á Elínu Óla-
dóttur, tengdamóður mína, sem
annaðist hann af einstakri alúð
uns hann komst á hjúkrunarheim-
ilið Sóltún, þar sem hann lést 30.
ágúst síðastliðinn.
Það sem ég mun sakna hans,
þessa ljúfmennis sem hann var,
en ég veit að þegar minn tími
kemur tökum við aftur flugið sam-
an. Það er vor á ný, stefnan er tek-
in austur og við fljúgum hátt ofar
öllum dauða, þar sem aðeins lífið
blasir við í grænum grastóm Suð-
urlandsins.
Trausti Sigurðsson.
Tengdafaðir minn Björn Jens-
son er látinn. Hann var mikill öð-
lingsmaður, áhugasamur um mál-
efni líðandi stundar. Velferð
fjölskyldunnar var Birni mikilvæg
og þá sérstaklega yngri kynslóð-
arinnar. Barnbetri afi held ég að
sé vandfundinn enda barnabörn
hans ákaflega hænd að afa sínum.
Margar minningar sækja á við
tímamót sem þessi og allar góðar.
Björn var vissulega maður sinnar
kynslóðar og er minnisstætt þeg-
ar Þórunn dóttir okkar Arndísar
kom í heiminn. Fæðingin var erfið
og tók langan tíma. Er Björn, eða
afi B eins og hann var ætíð kall-
aður, spurði þessi tíðindi þá varð
honum að orði; aumingja Sigurð-
ur. Fyrir þetta hlaut hann langan
og harðorðan fyrirlestur Arndísar
dóttur sinnar um nútímasamfélag
og samskipti kynjanna. Afi B tók
því vel eins og öllu því er á daga
hans dreif. Björn var áhugasamur
um ferðalög erlendis og ekki síður
innanlands. Oft var ferðinni heitið
til Bandaríkjanna þar sem Björn
og Elín áttu athvarf um áratuga
skeið. Nokkrum sinnum heim-
sóttum við Arndís, Þórunn og
Björn yngri afa og ömmu þangað.
Stundum kom fyrir að börnin
voru skilin eftir hjá afa sínum og
ömmu, enginn skemmti sér þá
betur en Björn og barnabörn hans
nutu góðs af.
Elín og Björn áttu lengi hjól-
hýsi sem að vori var gert ferða-
fært og síðan var haldið þangað á
land sem sólin skein og hitagráður
bærilegar. Við Arndís fengum
stundum hjólhýsið að láni og skil-
uðum því oftar en ekki illa förnu
og jafnvel skemmdu. Aldrei
heyrðum við styggðaryrði frá
Birni fyrir þetta frekar en annað.
Helsta áhugamál Björns voru
flugmál. Það er minnisstætt
hversu glaður Björn var þegar
hann hætti að vinna við trygging-
armál er hann hafði aldur til.
Ástæðan kom fljótt í ljós, þá gat
hann varið meiri tíma í að fljúga
og gera upp gamlar flugvélar í
samvinnu við vini sína. Sennilega
hefur Björn aldrei unnið meira en
eftir að hann náði þeim áfanga að
fara á eftirlaun. Ekki leið sá dagur
að hann færi ekki út á flugvöll
meðan heilsan leyfði. Skemmti-
legustu stundirnar voru að fljúga í
góðu veðri hvert á land sem var
oft með börn og barnabörn sem
minnast þessara stunda með mik-
illi gleði. Björn var með eindæm-
um bóngóður maður. Bilaði eitt-
hvað á heimili okkar Arndísar var
Björn boðinn og búinn að koma og
laga það sem aflaga fór og ekki
síður var brugðist skjótt og vel við
ef barnabörnin vanhagaði um eitt-
hvað, afi B var mættur á svæðið
boðinn og búinn að aðstoða.
Við munum sakna afa B.
Sigurður Einarsson.
Elsku afi okkar var ljúfasti og
prúðasti maður sem við höfum
kynnst. Við minnumst yndislegr-
ar og þægilegrar nærveru hans.
Heimsóknir okkar til afa og
ömmu í Bjarmalandi sem lítil börn
voru svo skemmtilegar. Afi var
alltaf til í að fara í leik. Feluleikur
var vinsæll og var afi ávallt vel
undirbúinn. Leikurinn byrjaði á
því að hann breiddi stórt teppi yfir
borðstofuborðið og fór svo að telja
hægt upp á tíu. Svo leitaði hann og
leitaði. Hann fann okkur oftast
undir borðstofuborðinu og var
alltaf jafn hissa. Ferðir okkar
systkina með afa út á róluvöll voru
líka margar, bæði meðan afi og
amma bjuggu í Bjarmalandi og
eftir að þau fluttu á Kirkjusand.
Það var alltaf svo notalegt og
rólegt að vera með afa. Hann
kenndi okkur að leggja kapal og
njóta þess að spila saman. Hann
fylgdist vel með öllum skipum
sem komu í Reykjavíkurhöfn,
enda var útsýnið yfir sjóinn frá
glugganum á Kirkjusandi yndis-
legt. Þar sátum við oft með kíki og
biðum eftir skipunum sem áttu
eftir að koma þann daginn sam-
kvæmt dagskrá Morgunblaðsins.
Einn af síðustu bíltúrunum sem
Bjössarnir fóru í saman var niður
á höfn til að fylgjast með ein-
hverju merkilegu skipi sem var að
koma frá Danmörku. Þar sátu
þeir í algjörri þögn og ekki í fyrsta
skipti. Bjössarnir voru nefnilega
góðir vinir og sá eldri verndaði
þann yngri vel og mikið. Hann sat
oft í fangi afa síns á yngri árum á
gamlárskvöld þegar flugeldalætin
hræddu hann. Líka þegar sá
yngri var eitthvað að pirra for-
eldra sína og var sendur inn í her-
bergi kom afi alltaf til að gleðja
hann með sænsku Maribou-
súkkulaði sem hann var alltaf með
í úlpuvasanum.
Afi leyfði okkur ýmislegt sem
gladdi lítil börn óendanlega. Hann
var alltaf til í að leyfa okkur að
sitja í fangi sér og stýra bílnum
hans úti við flugskýli á meðan
hann stýrði „pedölunum“. Seinna,
þegar afi fór með okkur í veiðiferð
í Straumfjarðará, fengum við
systkinin að keyra bílinn hans
eins og við vildum. Okkur fannst
þetta svo gaman og hann hló
endalaust að spennu okkar úr
framsætinu.
Okkur fannst afi vera hetja.
Hann gat lagað allt og gerði það
oft án þess að vera beðinn um það.
Eitt sumarið þurfti Tóta nauðsyn-
lega að komast til Reykjavíkur.
Þá var það auðsótt mál að sækja
hana á litlu flugvélinni í Fljóts-
hlíðina. Í staðinn fyrir að halda
beint til Reykjavíkur var farið í
skemmtilega flugferð yfir vatn og
fjöll sem gleymist seint.
Við kveðjum afa B með miklum
söknuði.
Þórunn og Björn.
Elsku besti afi, nú hefur þú
kvatt okkur í hinsta sinn.
Þó þú hafir að mörgu leyti verið
hvíldinni feginn þá er samt erfitt
að kveðja einhvern sem hefur ver-
ið stór hluti af lífi manns alla ævi.
Ég fékk að vera hjá þér þegar þú
lést og er þakklát fyrir það.
Það voru forréttindi að fá að
alast upp með afa sinn og ömmu í
næsta nágrenni.
Hugurinn dregur mig í
Bjarmalandið þar sem ég á marg-
ar góðar minningar. Þú tókst allt-
af á móti okkur syskininum með
opinn faðminn og risastórt bros.
Alltaf varst þú til í að dekra við
okkur og lést allt eftir okkur. Ég
hafði reyndar nokkrar áhyggjur
af þessu dekri og ræddi það við
ömmu að þú kynnir hreinlega
ekki að segja nei. Þú byggðir hús
fyrir okkur úr teppum og stólum í
borðstofunni, leyfðir okkur að
opna pakka fyrir mat á jólunum
og varst alltaf til í eitthvert sprell.
Það var alltaf stutt í húmorinn,
meira að segja undir það síðasta
skein hann í gegn.
Þitt helsta áhugamál var flug
og fékk ég að fara í ófáar flug-
ferðir með þér, mikið var það
gaman. Ekki var verra að geta
montað sig af því að afi manns
ætti bæði flugvélar og flugskýli.
Það var alltaf gaman að kíkja út á
völl og fylgjast með þér og Nanna
dunda ykkur við að gera upp flug-
vélar. Þú varst ansi fjölhæfur og
flinkur.
Það var alltaf gott að vera í
kringum þig, brosið, hlýjan og
góðmennskan ómetanleg. Mikið
þótti mér vænt um að sjá hvað þú
ljómaðir alltaf þegar þú hittir Eik
Maríu og Hörpu. Það sem við vor-
um heppnar að eiga þig að. Betri
afa og langafa var ekki hægt að
hugsa sér. Mikið eigum við eftir
að sakna þín, elsku afi minn. Takk
fyrir allt.
Elín Auður Traustadóttir.
Björn Jensson var stór hluti af
æsku minni og uppeldi. Þeir
bræður Bjarni faðir minn og
Björn höfðu búið fjölskyldum sín-
um heimili hvor í sinni íbúðinni í
Mávahlíð 38 ásamt móður þeirra
bræðra, Guðrúnu Helgadóttur
ömmu minni. Við vorum ellefu
sem bjuggum þarna saman og að
mörgu leyti var þetta eitt stórt
heimili. Í svona umhverfi myndast
traust bönd sem ekki rofna. Það
fundum við systkinin þegar faðir
okkar féll frá og Björn var þá sú
fyrirmynd og leiðbeinandi sem
börn og óharðnaðir unglingar
þurftu á að halda. Sú saga verður
ekki rakin hér að öðru leyti en að
geta þess að forsjá og umhyggja
Björns í okkar garð var einstök.
Það duldist engum sem kynnt-
ist Birni Jenssyni að þar fór sann-
ur heiðursmaður. Björn var sam-
ur og jafn hvar sem hann fór, var
einstaklega góður og dagfars-
prúður maður. Það fór ekki alltaf
mikið fyrir honum og hann hafði
litla þörf fyrir að láta á sér bera. Í
hópi fólks hélt hann sér frekar til
hlés og leyfði öðrum að njóta
sviðsljóssins. Kærust er minning-
in um Björn í hópi fjölskyldunnar
þar sem hann naut sín jafnan vel.
Við systkinin og móðir okkar
sendum Elínu og börnum hennar
og Björns, þeim Guðrúnu, Arndísi
og Jens Gunnari, og fjölskyldum
þeirra okkar innilegustu samúð-
arkveðjur með þakklæti fyrir allt
það sem við eigum Birni og hans
góðu fjölskyldu að þakka.
Minningin lifir um einstakan
mannkostamann.
Jens Bjarnason.
Þá er hann Bjössi „frændi“ far-
inn heim í Bjarmalandið sem við
köllum Sumarlandið, væntanlega
ferðafús eftir veikindi undanfar-
inna ára. Bjössi var ekki frændi
okkar barna Hermanns og Elín-
borgar en var þó aldrei nefndur
annað en Bjössi frændi nema þeg-
ar hann var nefndur í sömu andrá
og Elín systir mömmu sem er
náttúrlega frænka okkar og var
lífsförunautur hans, en ávallt var
talað um Ellu og Bjössa nema
þegar Bjössi frændi var nefndur
sérstaklega. Við strákarnir höfð-
um þó nokkrar ástæður til að
ræða Bjössa sérstaklega, þar sem
okkur þótti hann taka mönnum
fram í nokkru sem við þekktum
ekki hjá öðrum. Þegar við komum
í Bjarmalandið til Ellu og Bjössa
var það sem vakti mestan áhuga
okkar strákanna að fá að skoða í
bílskúrinn hans Bjössa. Hann var
nefnilega óvenjulegur að því leyti
að þar var sjaldan bíll inni því þar
var Bjössi að föndra við flugvélar,
nokkuð sem maður sá ekki annars
staðar. Einnig var það þannig að í
Arnarbæli var ekki bara reynt að
þekkja bíla í langri fjarlægð sem
óku veginn heim, þar var líka allt-
af litið til lofts ef heyrðist í flugvél.
Við strákarnir ræddum það okkar
á milli hvort þetta væri mögulega
Bjössi frændi, sem oft átti það til
að vinka okkur með vængjunum
þegar hann flaug þar yfir. Það var
Björn Jensson
✝ Gyða Örnólfs-dóttir fæddist á
Norðfirði 3. febrúar
1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 20. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Örnólfur
Sveinsson bátasmið-
ur, f. í Viðfirði 27.
maí 1895, d. 1978,
og Guðrún Anna
Björnsdóttir, f. á Vaði í Skriðdal
6. ágúst 1896, d. 1962. Systkini
Gyðu voru Ingibjörg, f. 1918, d.
2005, Ólöf, f. 1919, d. 2007, Hjalti,
f. 1922, d. 2007, Snorri, f. 1924, d.
1925, Björg, f. 1928, d. 1980, og
Sigrún, f. 1930, d. 2010.
Gyða giftist 9. ágúst 1952
Reinhold Hans Edmund Greve
Johannessyni rennismið, f. 10.
september 1926 í Lübeck í
Þýskalandi. Foreldrar hans voru
Johannes Greve frá Lübeck, f.
1894, d. 1960, og Elisabet Eulart
Greve frá Klein Sarau, f. 1898, d.
1968.
Börn Gyðu og Reinholds eru
synirnir fimm: 1) Örn Jóhann-
esson, f. 10. apríl 1952, maki
Hrafnhildur Gunnarsdóttir, f. 26.
nóvember 1955, d. 28. desember
2010. Börn Hrafnhildar eru
Anna Gréta Hrafnsdóttir, f. 19.
júlí 1976, maki Álfgeir Logi
Kristjánsson, f. 20. februar 1975,
börn þeirra eru Hugi Freyr, Nói
Steinn og Ýmir Hrafn. Gunnar
Haukur Hrafnsson, f. 25. nóv-
ember 1980, fyrri sambýliskona
Lilja Ósk Björnsdóttir, börn
þeirra eru Hrefna Rós og Björn
Jaki. Örn og Hrafnhildur eign-
uðust saman Hildi Ýri, f. 5. jan-
úar 1988, sambýlis-
maður er Daníel
Ingi Óttarsson, barn
þeirra er Krummi.
Fyrir átti Örn Mar-
gréti Örnu, f. 19.
október 1976, maki
Svavar Þór Guð-
mundsson, f. 27.
nóvember 1977,
börn þeirra eru
Nína Rakel og Guð-
mundur Þór. Sam-
býliskona Arnar er Dagbjört
Ólafsdóttir, f. 12. september
1958. 2) Jóhannes Jóhannesson,
f. 11. ágúst 1955, maki Gitte Jep-
sen, f. 27. júlí 1959, börn þeirra
eru Kristjan Sundgaard Johann-
esson, f. 30. desember 1986, og
Magnus Sundgaard Johann-
esson, f. 11. águst 1992. 3) Reynir
Jóhannesson, f. 17. nóvember
1957, maki Patricia Johann-
esson, f. 14. janúar 1961, börn
þeirra eru Christopher Johann-
esson, f. 30. maí 1998, og Alex-
ander Johannesson, f. 29. októ-
ber 2001. 4) Róbert Jóhannesson,
f. 18. júlí 1961, maki Malene
Wichmann Larsen, f. 22. april
1958, börn þeirra eru Helga
Wichmann Jóhannesson, f. 23.
júní 1987, sambýlismaður Mathi-
as Nørgård, og Anna Wichmann
Jóhannesson, f. 16. maí 1991. 5)
Viðar Jóhannesson, f. 21. júní
1966, maki Anna Kristín Sigurð-
ardóttir, f. 10. janúar 1968, börn
þeirra eru Aron Þór Greve Við-
arsson, f. 5. nóvember 1995, og
Patrik Hans Greve Viðarsson, f.
17. júní 2003.
Útför Gyðu fer fram frá Ár-
bæjarkirkju í dag, 16. september
2019, klukkan 13.
Gyða ólst upp á Norðfirði fram
til 19 ára aldurs og flutti þaðan til
að stunda nám í Húsmæðraskólan-
um á Ísafirði. Þaðan fór hún til
Reykjavíkur þar sem hún vann
fyrir sér hjá Mjólkursamsölunni
sín fyrstu ár í Reykjavík.
Þáttaskil urðu í lífi hennar þeg-
ar hún á tuttugasta og fjórða ári
kynntist eiginmanni sínum, Rein-
hold Greve. Þau giftu sig 9. ágúst
1952, og náðu þau 67 ára hjóna-
bandi. Eftir 12 ára hjónaband
byggðu þau húsið í Þykkvabæ 3 í
Árbæ. Húsið og umhverfið hefur
skapað ramma og grundvöll fyrir
fjölskylduna og sérstaklega fyrir
okkur fimm drengina í gegnum öll
okkar uppvaxtarár.
Móðir okkar náði háum aldri en
síðustu ár hafa verið henni erfið og
hefur það verið okkur þungbært að
horfa upp á hana missa heilsuna
hægt og rólega.
Það er þó með vissum létti að við
kveðjum elsku móður okkar. Þótt
það sé sárt að geta ekki heimsótt
hana og haft hana hjá okkur er um
leið gott að hugsa til þess að nú
hvílist hún og þjáist ekki lengur.
Það eru margar minningar sem
koma upp þegar maður hugsar til
baka og engin leið til að setja allt
saman í stutta minningargrein.
Hún var stoð og stytta okkar
bræðranna og ávallt til staðar fyrir
okkur og hjálpaði eftir fremsta
megni.
Hún var mikil félagshyggjukona
og þeim sem minnst máttu sín vildi
hún alltaf hjálpa. Það kom líka ber-
lega í ljós í okkar uppeldi þar sem
hún ávallt passaði upp á að okkur
liði vel, eða fengjum að borða það
sem hverjum og einum líkaði.
Hún var mjög félagslynd og at-
hafnasöm, söngelsk og naut þess
að syngja í kór. Þrátt fyrir annríki
á heimilinu með mörg börn fann
hún ávallt tíma til að stunda sitt
áhugamál sem var söngurinn.
Hún söng meðal annars í Fílharm-
óníukórnum og kirkjukór Árbæj-
ar og stundum var hún í fleiri en
einum kór samtímis.
Fólk vissi ávallt hvar það hafði
móður okkar en hún var bein-
skeytt, en ávallt hreinskilin, en
samt hlý og traust.
Við minnumst líka sauma-
klúbbs með skólasystrum hennar
á Ísafirði í gegnum öll okkar upp-
vaxtarár. Oft voru haldnir sauma-
klúbbar eða aðrar samkomur með
vinum og ættingjum úr Norðfirði
á heimili okkar í Árbæ.
Hennar stærsta afrek fannst
henni að koma okkur bræðrunum
á legg og fannst henni hún vera
rík að eignast svo stóra fjölskyldu
með okkur fimm bræðrunum og
barnabörnum, og hafði hún mikla
ánægju af að hafa fjölskylduna í
kringum sig.
Stór hluti okkar bræðra er bú-
settur erlendis, beggja vegna Atl-
antshafsins, og á yngri árum sín-
um ferðuðust þau hjónin bæði til
Bandaríkjanna og Danmerkur til
að geta eytt tíma með okkur og þá
ekki síst barnabörnunum. Síðasta
ferðin erlendis var fyrir um 15 ár-
um, þar sem þeim fannst þau ekki
lengur hafa krafta til utanlands-
ferða.
Þetta eru stór tímamót fyrir
okkur bræðurna og er efst í huga
okkar allt sem þú hefur gert fyrir
okkur, stutt okkur til náms og
hvatt okkur áfram til að fylgja
okkar draumum. Við munum
halda minningum um þig á lífi í
samtölum okkar á milli og með
börnum okkur um ömmu sem
elskaði þau.
Viðar Greve Jóhannesson
Róbert Jóhannesson
Reynir Jóhannesson
Jóhannes Jóhannesson
Örn Jóhannesson.
Gyða Örnólfsdóttir
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Minningargreinar