Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019
samdi til hvers og eins þeirra, sem
er ómetanlegt að eiga.
Pabbi var mjög trúaður maður
og fengum við systkinin trúarlegt
uppeldi. Í sumar þegar hann var
að glíma við veikindi fórum við
gjarnan með bænir saman. Þá
drógum við oft Guðs orð og lásum
fyrir pabba. Okkur er afar minn-
isstætt þegar við drógum eftirfar-
andi orð: „Hann veitir kraft hinum
þreytta og gnógan styrk hinum
þróttlausa“ Jes. 40.29.
Í sjálfsævisögu sinni segir
pabbi frá helstu fyrirmyndum
sem mótuðu hann. Bókina endar
hann á einu orði um sjálfan sig
sem er „Hamingjumaður“. Það
var einmitt pabbi, hann var ham-
ingjumaður og sú vitneskja styrk-
ir okkur í sorginni. Það verður
mikill söknuður að því að geta
ekki lengur spjallað við pabba,
haldið í höndina á honum, knúsað
hann og kúrt í hálsakotinu hans –
og heyrt hann segja hvað hann
elskaði okkur mikið og væri stolt-
ur af okkur. Við munum halda
minningu hans á lofti og hlýja
okkur við allar góðu stundirnar
sem við eigum um elsku pabba.
Pabbi mun ávallt vera okkar fyr-
irmynd.
Þínar dætur,
Sigurborg og Sigríður.
Það er erfitt að lýsa stórkost-
legum manni eins og Bjarna
tengdaföður mínum í stuttu máli.
Bjarni hafði afar góða nærveru
sem var fáguð en samt svo að-
gengileg og innileg á sama tíma.
Hann fetaði sinn farsæla æviveg
af miklum krafti en um leið af ein-
skærri nærgætni við menn, mál-
efni og náttúru. Bjarni var allt í
senn; móttækilegur, virðulegur og
hátíðlegur en um leið skemmtileg-
ur, jarðbundinn og hrikalega
fyndinn, án þess að gefa nokkurn
tíma afslátt af kurteisi. Hjá
Bjarna átti hógværðin svo sann-
arlega heima og öll hans mögnuðu
lífsverk bera keim af því. Hann
nálgaðist sín fjölbreyttu verkefni
út frá viðfangsefninu sjálfu, frem-
ur en sjálfum sér.
Ég dáðist alltaf að því hversu
marga bolta tengdapabbi hafði á
lofti á sama tíma. Sérstaklega af
því að hann hafði einstakt lag og
seiglu til að grípa hvern einn og
einasta að lokum og skila í hús. Ég
hafði t.d. ekki mikla trú á að einn
uppteknasti maður Norðurlands, í
öllum sínum ótal hugðarefnum og
félagsstörfum, myndi gera upp
brak af eldgömlum Land Cruiser-
jeppa sem lá í þúsund molum í bíl-
skúrnum á Möðruvöllum, þegar
ég kom þar fyrst. En Bjarni skildi
engan bolta eftir og auðvitað varð
þessi hrúga að glæsikerru einn
daginn.
Bjarni var farsæll vísindamað-
ur og var ötull í því að færa sín
geysiflóknu vísindi til almennings
með fræðslu í gegnum ótal fyrir-
lestra, pistla og bækur. Eitthvað
sem margir vísindamenn mættu
taka sér til fyrirmyndar, þ.e.
muna að kíkja öðru hverju niður í
raunheima og miðla á mannamáli
dýrmætri sérþekkingu. Bjarni tók
alltaf verkefnið fram yfir sjálfan
sig og það lýsti sér vel í afreks-
verkum hans á háfjallasviðinu. Á
sinni ótrúlegu yfirferð um ótroðn-
ar slóðir fannst honum alltaf
miklu mikilvægara að auðvelda
öðrum að fylgja í kjölfarið, með
útgáfu gönguleiðabóka, fremur en
að hreykja sér af eigin afrekum.
Sama gilti um öll hans verk, hann
gaf t.d. út „ævisögu“ sína þar sem
eingöngu var fjallað um samferða-
menn hans og áhrif þeirra á hann,
en ekki öfugt. Er til göfugri nálg-
un á eigin ævigreiningu?
Þó missirinn sé mikill og tóm-
leikinn æpandi verðum við að
muna að Bjarni átti ótrúlega góða
og farsæla ævi og hafði mikil áhrif
á samferðafólk sitt. Ég veit að
Bjarni var sáttur með sitt. Ég
minnist þess þegar við tengda-
pabbi sátum einu sinni við sjón-
varpsgláp seint um kvöld, en
Bjarni kallaði sig stundum sjón-
varpsberserk enda taldi hann sig
geta skákað öllum í þaulsetu við
skjáinn. Myndin var um ógæfu-
menn og miklar hörmungar
þeirra. Ég spurði tengdapabba
þá: „Erum við ekki bara gæfu-
menn, Bjarni?“ og man svo vel
þegar hann staldraði við um
stund, eins og hann væri að meta
lífslaup sitt á ógnarhraða í hug-
anum, brosti svo ótrúlega sann-
færandi og innilega og sagði: „Jú,
við erum svo sannarlega miklir
gæfumenn.“
Sigurður Ingi Friðleifsson.
Í dag kveð ég tengdaföður
minn hann Bjarna Eyjólf Guð-
leifsson. Ég var svo heppinn að fá
að kynnast honum og vera honum
samferða í 20 ár. Það er mér
minnisstætt þegar ég hitti hann
fyrst. Það var seint um kvöld þeg-
ar ég kom í heimsókn á Möðruvelli
til hennar Boggu og áttum við
ekki von á að neinn væri vakandi,
en þar sat Bjarni við tölvuna sína
einu sinni sem oftar þegar mig bar
að garði. Hann heilsaði mér afar
viðkunnanlega með sínu hlýja
brosi og tók mér svo síðar fagn-
andi inn í fjölskylduna sína. Bjarni
var einstakur maður, mikils met-
inn fræðimaður, en við tveir
ræddum þó minna um þau fræði
sem hann var sérfræðingur í. Við
ræddum mikið um íþróttir og
fylgdist hann mjög vel með því
sem ég var að gera í handboltan-
um. Hann átti það til að koma til
mín með nokkra „fræðipunkta“
enda fræðimaður eins og hann
kallaði sig og vildi ólmur leiðbeina
mér og kenna. Setningar eins og
að það væri nú gáfulegra að skjóta
laust á markið og hitta það, í stað
þess að skjóta alltaf fast framhjá
því, og hversu vitlausir við værum
að senda ekki meira á hornamenn-
ina, því þeir væru alltaf lausir,
vekja hlátur í huga mér núna.
Bjarni var mikið fyrir útivist og
fjallgöngur og ég man eftir því
þegar honum fannst tími til kom-
inn að nýju tengdasynirnir tveir,
ég og Brynjar, skyldum ganga
með honum á fjall. Vorum við
nokkuð brattir, enda ungir og
sprækir og héldum að þetta yrði
nú ekkert mál fyrir okkur íþrótta-
mennina. Skemmst er frá því að
segja að þegar við vorum komnir
hálfa leið upp á fjallið og við
Brynjar algjörlega búnir á því að
halda í við Bjarna kom snögg
vindhviða með tilheyrandi drun-
um og látum og vorum við Brynj-
ar sannfærðir um að fjallið væri að
hrynja yfir okkur. Við enduðum
báðir í fanginu á Bjarna skít-
hræddir, með afar brotið sjálfs-
traust og heimtuðum að fara strax
niður aftur.
Sem betur fer erfði Bjarni heig-
ulsháttinn ekki við okkur, ekki
lengi að minnsta kosti.
Ég á margar minningar um
Bjarna, til dæmis um ótal mörgu
bíókvöldin okkar þar sem við tveir
gátum horft á spennumyndir
langt fram eftir nóttu. Allar heim-
sóknir hans til okkar Boggu þegar
við bjuggum erlendis, en þó helst
minnist ég þess hversu elskulegur
og hlýr hann var. Hversu sterkt
og einstakt hjónabandið hans og
Pálínu var, hversu frábær fyrir-
mynd hann var fyrir börnin sín og
hversu mikið þau litu upp til hans
og treystu á hann. Hann var ótrú-
legur afi. Hann var svo stoltur af
öllum barnabörnunum sínum og
sýndi þeim svo mikinn áhuga og
væntumþykju og kenndi þeim svo
mikið. Börnin okkar Boggu eru
rík af því að hafa átt afa Bjarna og
munu þau áfram biðja guð að
blessa hann og minnast hans í
bænum sínum.
Það er með miklum söknuði
sem ég kveð Bjarna, en jafnframt
með þakklæti fyrir það að hafa
kynnst honum og skapað með
honum svo margar og góðar
minningar.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Jónatan.
Elskulegur bróðir minn Bjarni
Eyjólfur, eða Eyfi eins og hann
var kallaður innan stórfjölskyld-
unnar í Reykjavík, lést laugardag-
inn 7. september eftir erfiða sjúk-
dómslegu síðustu mánuði. Hann
fékk heilablæðingu á vormánuð-
um og eftir það missti hann m.a.
málið sem varð til þess að hann
átti erfitt með að tjá sig.
Eyfi var stóri bróðir minn í
fleiri en einum skilningi. Hann var
níu árum eldri, vel menntaður,
víðlesinn og fróðleiksfús, hag-
mæltur og hafði létta lund. Hann
hafði þægilega nærveru og átti
auðvelt með að kynnast fólki og fá
það til liðs við sig. Hann tók sjálf-
an sig aldrei hátíðlega og státaði
ekki af eigin afrekum. Hann taldi
sig alltaf vera meðalmann í flest-
um efnum, hann var meðalmaður
á hæð, sagðist sjálfur vera sáttur
við að vera enginn afburðanem-
andi, heldur meðalmenni sem ekki
skar sig úr, hvorki fyrir gáfur né
áberandi tregðu.
Í mínum augum var hann samt
enginn meðaljón, hann hljóp
maraþon, klifraði upp um fjöll og
firnindi, orti vísur, gaf út bækur
um hin ýmsu efni, og kom síðasta
bókin, sem hann skrifaði í sam-
vinnu við Brynhildi dóttur sína, út
aðeins nokkrum dögum fyrir and-
lát hans.
Eyfi var góður fjölskyldufaðir
og afi og alltaf þegar fjölskyldan
kom saman sá hann til þess að
börnunum leiddist ekki, og fór
hann yfirleitt í leiki með þeim og
oftar en ekki varð „Jósep segir“
fyrir valinu.
Ungur helgaði Eyfi hjarta sitt
Kristi og átti hann einlæga trú á
Guð, og líf eftir þetta jarðneska líf
okkar, og er gott að vita að hann
hefur fengið góða heimkomu.
Ég sakna elsku bróður míns, en
mestur er þó missir Pálínu, barna,
tengdabarna og barnabarna.
Guð geymi þig elsku bróðir.
Hanna Lilja.
Bjarni Eyjólfur móðurbróðir
minn var alltaf kallaður Eyfi í
okkar fjölskyldu, og ég held mig
við það. Eyfi fór ungur í sveit á
Bersatungu í Dölum. Þar var
hann fljótt kunnur að miklum
dugnaði, sem átti eftir að ein-
kenna hann alla ævi. Eyfi var
bæði fjörugur og skemmtilegur,
en hafði þó á sama tíma þægilega
og rólega nærveru.
Minningabrotin eru ótalmörg
allt frá sameiginlegum uppvexti í
fjölskylduhúsinu í Sörlaskjóli 44
fram á síðustu daga. Margt var
spennandi hjá stóra frænda, hann
var foringi í Vatnaskógi á ung-
lingsárunum, fór til náms í Nor-
egi, átti þar harmonikku og mót-
orhjól og stundaði
vísindarannsóknir. Ég fékk sem
litli frændi jafnvel að fljóta með í
einstaka rannsóknarleiðangra er
Eyfi var staddur á Íslandi. Líklegt
er að þar hafi verið sáð fræjum
sem spíruðu í áhuga á íslenskri
náttúru er fram liðu stundir.
Jafnan var glens og gaman
þegar Eyfi kom í heimsókn á
æskuheimili mitt vestur í Stykk-
ishólmi og ýmislegt brallað en
fjörið ávallt græskulaust og já-
kvætt.
Sumarið 1976, þegar ég var
tæplega tvítugur, var ég svo hepp-
inn að vinna hjá RALA á Möðru-
völlum undir stjórn frænda míns.
Við ferðuðumst um nánast allt
Norðurland, mældum tilraunar-
eiti og ræddum við bændur. Þarna
kynntist ég honum enn betur, sá
hvað hann var flinkur í mannleg-
um samskiptum og jafnframt ein-
arður í sínu vísindastarfi. Senni-
lega vó þessi tími þungt þegar ég
seinna ákvað að læra líffræði í há-
skóla.
Á þessum tíma var Eyfi orðinn
fjölskyldumaður. Eyfi og Stúlla
(eða Bjarni og Pálína) voru sam-
hent og samstiga sem og börnin
fjögur. Heimili þeirra varð fastur
viðkomustaður í norðurferðum.
Mér og mínum var þar ætíð vel
tekið og betri heimilisbragur
vandfundinn.
Sumarið 1997 var ég staddur á
Akureyri og hafði lausan dag frá
leiðsögumennsku sem ég var að
sinna. Ég hringi í Eyfa sem segist
einmitt vanta félaga í fjallgöngu
og varð úr að við drifum okkur á
fjallið Kerlingu inni í Eyjafirði.
Þetta var upphaf að „sýslufjalla-
göngunum“, en það innibar að við
gengum á hæstu fjöll í öllum
skráðum sýslum landsins. Verk-
efnið tók alls 12 ár, fjöllin urðu 24
og við vorum þrír sem gengum á
öll fjöllin. Þetta endaði raunar á
því að Eyfi gaf út bókina „Á fjalla-
tindum“ þar sem fjallað er um
gönguferðirnar með tilliti til nátt-
úru, þjóðsagna og sögu svæðanna.
Já hann Eyfi var duglegur, eft-
ir hann liggja fjölmargar bækur,
ritgerðir smáar og stórar um fjöl-
breytt viðfangsefni í alþýðleg
tímarit auk vísindagreina en þar
var hann mjög afkastamikill. Auk
fjallgangna stundaði hann lang-
hlaup, var fararstjóri, stofnaði
ferðafélag, sinnti Gídeonstarfi og
ótalmargt fleira.
Þá var hann handlaginn, hvort
sem var við smíðar eða tækjavið-
gerðir og deildum við meðal ann-
ars áhuga á gömlum bílum og átt-
um hvor sinn fornbílinn. Það er
ótrúlegt hvað hann kom miklu í
verk.
Eyfi heilsaði mér gjarna með
orðunum: „Sæll Kalli minn“ og
mun ég sakna hans mikið. Sárari
er þó söknuður nærfjölskyldunn-
ar og votta ég þeim samhug, en
minningarnar eru margar og góð-
ar um góðan mann og farsælt lífs-
hlaup.
Sigurkarl Stefánsson.
Það er mikill missir að mætum
manni og ég minnist frænda míns
Bjarna E. Guðleifssonar með hlý-
hug og virðingu.
Eyfi, eins og við í fjölskyldunni
kölluðum hann, var vel gerður
maður, hógvær án þess að vera
feiminn, með einstaklega gott
lundarfar, mannblendinn og gest-
risinn. Hann var áhugasamur um
margvísleg málefni, hvort heldur
vísindi, kveðskap eða útivist.
Hann iðkaði alla tíð fjallgöngur og
hlaup af miklum þrótti og það var
til að mynda siður hjá honum að
ganga á Staðarhnjúk ofan við
Möðruvelli á afmælisdegi sínum
(820 m). Árið sem hann varð sjö-
tugur kleif hann Hraundranga í
Öxnadal, sem er víst enginn
hægðarleikur.
Eyfi var skemmtileg blanda af
heimsborgara og sveitamanni, en
tók sjálfan sig ekki of hátíðlega.
Börn sóttu í félagsskap hans og
hann gaf sér tíma til að ræða við
þau og eins man ég eftir honum
sem oftar hlaupandi um í fótbolta
með krökkunum mínum.
Hann var fjölfróður og rann-
sakaði ýmis fyrirbrigði í nátt-
úrunni svo sem kóngulær, ána-
maðka og gróður og skrifaði
bækur og vísindagreinar um
hugðarefni sín.
Mér finnst ótrúlegt hve miklu
frændi minn kom í verk en hann
var orkumikill, viljafastur og
fylginn sér.
Hann naut lífsins og lystisemda
þess, eignaðist góða konu og börn,
sem ég votta hér með mína inni-
legustu samúð.
Sigurborg Stefánsdóttir.
Elskulegur móðurbróðir okkar,
Bjarni Eyjólfur, er látinn eftir erf-
ið veikindi. Eyfi, eins og hann var
ávallt kallaður á okkar heimili, var
eini sonurinn af fimm systkinum.
Æskuheimili hans hér í
Reykjavík er það sama og okkar
bræðranna. Sigurborg móðir
hans, amma okkar, bjó á efstu
hæðinni og við fjölskyldan á neðri
hæðum. Þ.a.l. hittum við Eyfa
nokkuð reglulega þó svo að hann
hafi búið fyrir norðan. Hann átti
það til að gista hjá ömmu þegar
hann átti eitthvert erindi hingað
suður. Jafnvel eftir að amma dó
var Eyfi alltaf duglegur að koma
við hjá systur sinni á gamla æsku-
heimilinu við Sörlaskjól.
Eyfi var sennilega einhver ljúf-
asti og skapbesti maður sem við
höfum kynnst. Móðir okkar minn-
ist þess t.d. að þeim hafi einungis
sinnast einu sinni sem börn, en
það verður nú að teljast ansi sjald-
gæft hjá systkinum. Hann var
alltaf jákvæður og léttur í lund.
Við bræðurnir fórum stundum
að heimsækja Eyfa og fjölskyldu á
Möðruvöllum, annar okkar þó oft-
ar en hinn. Það þótti okkur borg-
arstrákunum heldur betur ævin-
týralegur staður.
Eyfi var alla tíð mjög trúaður
maður og tók virkan þátt í starfi
KFUM og styrkti hann SÍK með
maraþonhlaupi sínu.
Við eigum eftir að sakna þess
að fá hann í heimsókn í Skjólin.
Elsku Pálína og fjölskylda, við
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Loftur og Gunnar Þór.
Bjarni Eyjólfur eða Eyfi eins
og hann var alltaf kallaður í minni
fjölskyldu er látinn. Sem ungur
maður fórum við kærustuparið
hringinn með tjald í skottinu.
Tjaldið var notað á hverjum gisti-
staðnum af öðrum nema við Ak-
ureyri, þá var gist á Möðruvöllum
í Hörgárdal hjá Eyfa og Stúllu.
Ég hafði aldrei séð þetta fólk áður
en Eyfi var náskyldur konu minni.
Okkur var afar vel tekið og au-
fúsumál að fá gistingu. Var það
strax frá fyrsta augnabliki þannig
að manni leið eins og maður væri
einn af fjölskyldunni. Á fyrsta
degi þegar Eyfi kom heim að lokn-
um vinnudegi sagði hann „hva, er-
uð þið hér! Þá er ég sko farinn“ og
svo sneri hann við í dyragættinni
og þóttist farinn. Hann kom svo
inn að vörmu spori með breitt
bros á vör. Þetta var dæmigerður
Eyfi – alltaf stutt í glensið. Síðan
gistum við margsinnis á Möðru-
völlum á ferðum okkar um landið.
Löngu síðar tók Eyfi upp á því
að ganga á hæsta fjall í hverri
sýslu landsins. Vorum við nokkrir
sem slógust með í för. Eyfi var
þarna í essinu sínu. Fyrst að finna
út hvar nákvæmlega sýslumörkin
lægju, síðan að finna hver væri
hæsti tindurinn sem og að finna
heppilegustu gönguleiðina þang-
að. Að lokum þurfti svo að hóa
hópnum saman. Þetta allt saman
gat tekið nokkurn tíma og tók því
nokkur ár að klára sýslurnar allar.
Reyndust þetta hinar skemmti-
legustu ferðir og eru mér eftir-
minnilegar. Þar get ég nefnt ferð
á Eiríksjökul þegar gengið var í
skýjahulu þar sem maður sá ekki
handa sinna skil, einungis hvítan
lit hvert sem litið var, eða göngu-
ferðirnar á Herðubreið og
Hvannadalshnjúk í dásemdar-
veðri þar sem fjallasýnin var engri
lík. Þegar áð var dró gjarnan Eyfi
upp munnhörpuna og spilaði
nokkur lög áður en lagt var á
brattann að nýju. Er ég Eyfa afar
þakklátur fyrir að hafa leyft mér
að vera þátttakandi í þessu æv-
intýri hans og hlýnar mér ávallt
um hjartarætur þegar ég hugsa til
þessara ferða. Eina óánægja mín
var að sýslurnar skyldu ekki vera
fleiri en þær þó eru.
Ég enda þessi fátæklegu minn-
ingabrot á því að við hjónin vott-
um Pálínu (Stúllu), börnum og
barnabörnunum sem og öllum að-
standendum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Sigurður Erlingsson og
Anna Kristín Stefánsdóttir.
Ég kynntist Bjarna árið 2000.
Hann kom til Vestmannaeyja og
SJÁ SÍÐU 20
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
LOFTUR ÞORSTEINSSON
frá Haukholtum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
fimmtudaginn 5. september.
Útförin fer fram frá Skálholtsdómkirkju föstudaginn
20. september klukkan 14.
Hanna Lára Bjarnadóttir
Edvin Kristinsson
Ólafur Bjarni Sigursveinsson Marlín Aldís Stefánsdóttir
Þorsteinn Loftsson Steinunn Lilja Heiðarsdóttir
Magnús Helgi Loftsson Alina Elena Balusanu
Berglind Ósk Loftsdóttir
og barnabörn
Eiginkona mín og móðir okkar, stjúpmóðir,
dóttir, systir, fóstursystir og tengdadóttir
STEINUNN MARÍA HALLDÓRSDÓTTIR
tölvunarfræðingur,
Suðurgötu 19, Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 9. september.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn
19. september klukkan 13.
Ketill Gunnarsson
Katla Ásta Ari Gunnar
Kári Ketilsson
Rannveig Lund Halldór Gíslason
Þórhallur Ingi Eyþór
Katrín Anna Lund
Tove Dahle Gunnar Ragnarsson
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAGALÍN GUÐMUNDSSON
frá Innri-Hjarðardal, Önundarfirði,
lést á Hjúkrunarheimilinu Grund
fimmtudaginn 11. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. september
kl. 13.00.
Yngvi Hagalínsson Guðbjörg Halldórsdóttir
Sigríður Hagalínsdóttir Skafti Þ. Halldórsson
Guðrún Hagalínsdóttir Arne B. Vaag
Guðmundur Hagalínsson Ágústa Halldórsdóttir
og fjölskylda