Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.09.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Fundir/Mannfagnaðir Félagsfundur Almennur félagsfundur V.b.f. Þróttar verður haldinn í húsi félagsins, Sævarhöfða 12, þriðjudaginn 24. september. n.k. kl. 20. Stjórnin Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin handavinnuhópur kl. 12-16. Boccia með Guðmundi kl. 10. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Myndlist með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir inni- pútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535 2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Boccia kl. 10.30. Myndlist kl. 13. Vatnsleik- fimi kl. 14.30. Spjallhópur Boðans kl. 15 uppi í Kríusal. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7. Kaffi, spjall og blöðin við hringborðið kl. 8.50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Ganga kl. 10. Byrjendanámskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11.30. Myndlistarnámskeið kl. 12.30. Handavinnuhornið kl. 13. Foreldra- stund kl. 13. Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Kóræfing kl. 19.30-21.45. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30. Núvitund kl. 10.30. Silkimálun kl. 12.30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.50. Göngutúr um hverfið kl. 13. Bridge kl. 13. Tónleika- og kaffihúsaferð á Kjarvals- staði kl. 13.30. Skák kl. 14. Handavinnuhópur hittist kl. 15.30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411 9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Vatnsleikf. Sjál kl. 7.10/7.50/15.15. Kvennaleikf. Sjál. kl. 9.30. Kvennaleikf. Ásg. kl.11. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg 3-5 111 RVK Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður m/leiðb. kl. 9-16. Qigong 10-11. Leikfimi Helgu Ben kl. 11- 11.30. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 Boccia-æfing, kl. 9.30 postulíns- málun, kl. 10.50 Jóga, kl. 13.15 Canasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30 og kl. 17. Handavinna kl.13. Bridge kl.13. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Prjónaklúbbur kl. 14-16. Námskeið í olíumálun kl. 14-18, 5.500 kr. Korpúlfar Hugleiðsla og létt yoga kl. 9 í Borgum, ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju. Dans í Borgum kl. 11, allir velkomnir. Jóna Hallgrímsdóttir leikur undir dansi. Skartgripagerð í Borgum kl. 13 og félagsvist í Borgum kl. 13. Tréútskurður hefst á ný á Korpúlfs- stöðum í umsjón Gylfa Theodórssonar. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45. Opin listastofa kl. 9-16. Upplestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga m.starfs- manni kl. 14, bíó í betri stofunni kl. 15. Uppl í s. 411 2760. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsheimilisins við Suðurströnd kl. 9. og 13. Leir, Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum, Skólabraut kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sund- lauginni kl. 18.30. Skráningarblöð liggja frammi í Eiðismýri og Skólabraut vegna haustfagnaðarins 26. september. Veitingar og skemmtun. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568 2586. Vantar þig pípara? FINNA.is intellecta.is Bjarni Eyjólfur Guðleifsson heiðraði mig með nærveru sinni. Ég sagði honum frá ætlan okkar hjóna að flytja til Akureyrar þar sem konan vildi nema við HA. Hann taldi það hið besta mál og við ættum aldrei að vera hrædd við breytingar. Það kæmi alltaf bara gott út úr þeim og Akureyri væri góður staður. Hann var full- viss um að mér yrði vel tekið. Það rættist alla vega af hans hálfu. Hann reyndist góður vinur, gestrisinn og eftirsóknarverður félagi. Leiðir okkar lágu saman og ég á margar minningar um gæða- stundir með þeim hjónum Bjarna og Pálínu. Kannski má segja að það hafi verið merkilegt að við, hann sem doktor í líffræði og ég í forystu Hvítasunnusafnaðarins, skulum hafa getað átt þessa vináttu. Fólk hefur gjarnan það álit að trú og vísindi fara illa saman. En þannig voru málin ekki hjá Bjarna. Hann var formaður Gídeon- félagsins á Akureyri þegar ég kem þangað 2001 og bauð mig vel- kominn í þann góða félagsskap. Í Gídeon kynntist ég sjö félögum með doktorsgráðu í sínu fagi. Þeirra lífssýn var sú að Nýja testamentið væri ómissandi félagi á göngunni gegnum lífið. Við fór- um saman með bókina góðu í ýmsa skóla. Illu heilli kunnu ekki allir skól- ar að meta hina gildishlöðnu bók. Hverjum skóla er það keppikefli að undirbúa nemendur fyrir lífið með góða menntun. En þegar öllu námi var lokið og menn komnir með doktorsgráðu eftir langt og strangt nám þá lokuðu skólarnir dyrum sínum á þessa hámenntuðu menn með Nýja testamentið að gjöf. Bjarni og ég ræddum þessi við- brögð sem Gídeon fékk en aldrei varð þetta til truflunar á skap- lyndi Bjarna sem var rólyndur, yf- irvegaður og uppörvandi einstak- lingur. Kenningar líffræðinnar um þróun þvældust ekki fyrir Bjarna. Hann áttaði sig á að kenningar og tilraunir til útskýringa á tilver- unni voru ekki endilega óum- breytanlegar staðreyndir. Jesús Kristur var ofar og þýðingarmeiri en öll vísindi. Viðfangsefnið hans var m.a. rannsóknir á afleiðingum kals í túnum. Eitt sinn hélt hann ræðu til kynningar á Gídeon-félaginu og líkti þá okkur við grasið. Við hefð- um öll okkar rætur. En stundum lentum við í lífsreynslu sem ynni eins og nístandi vetrarkuldi. Jarð- vegurinn okkar frysi og þá sliti frostþenslan í túninu rætur plantnanna. Við það ættu þær enga framtíð. Þannig hefur trú margra dáið af því að rætur okkar þoldu ekki kuldann eða reynsluna. Þá þarf að sá að nýju í kalblettinn og það gerum við best með því að gefa og sá Guðs orði á ný þar sem skemmd kalsáranna er. Mér fannst ég græða mikið á því að kynnast þessum göfuga og hámenntaða manni. Hann bæði gaf út margar bækur um náttúru- fræði og hef ég notið þess að lesa þær, eins fór ég með honum í skoðunarferðir sem voru auðvitað háskólafyrirlestur um svæðið. Ekki sá Bjarni ástæðu til að fjar- lægja Guð eða Guðs orð úr sinni náttúrufræði heldur naut þess að sjá undur lífsins af skaparans hendi. Nú hafa fræðasamfélagið, Gídeon og fjölskyldan tapað góð- um félaga og vini. Ég vil þakka fyrir ánægjulega samfylgd og bið Guð að hugga Pálínu og börnin. Snorri í Betel. Það er lykilatriði fyrir hvern prest sem kemur til starfa í nýju prestakalli að þar sé fyrir fólk sem tekur vel á móti þjóni sínum. Þeg- ar við hjónin tókum þá djörfu ákvörðun að sækja um brauð á Möðruvöllum í Hörgárdal eftir áratuga þjónustu á höfuðborgar- svæðinu tók við nýr tími í lífi okk- ar. Bjarni og Pálína tóku okkur opnum örmum. Þau opnuðu heim- ili sitt fyrir okkur og börnum okk- ar með einstakri hjartahlýju og sannkristnum kærleika. Pálína söng í kirkjukórnum og gerir enn. Bjarni sat í sínu vanalega sæti í kirkjunni og þakkaði alltaf sér- staklega hlýlega fyrir predik- unina hvort sem hún var vond eða góð. Þess háttar fólk er kjölfestan í kirkjunni okkar. Og fyrir það ber að þakka. Einlæg trú Bjarna Guðleifs- sonar birtist í ýmsum myndum. Fyrsta myndin er að sjálfsögðu kirkjurækni hans, önnur er kær- leikurinn sem hann sýndi öllum, alveg sama hverrar trúar þau voru eða hvaða skoðun þau höfðu á kirkjunni og öðrum málefnum samfélagsins. Við Bjarni höfðum sameiginlegan áhuga á tilurð heimsins og tilvist Guðs. Þetta gátum við rætt í þaula. Hann var náttúruvísindamaður, náttúru- unnandi og einlægur trúmaður. Hann brann fyrir því að sameina þetta tvennt. Það tókst honum bæði í ræðu og riti. Að eiga góða nágranna er gulli betra. Bjarni og Pálína voru einstakir nágrannar þau tólf ár sem við bjuggum á Möðruvöllum. Gagnkvæmar heimsóknir ylja okkur við minn- ingar um dásamlegar samveru- stundir bæði tengdar hversdags- legum viðburðum og hátíðastundum. Það var mér sér- stakt gleðiefni að fá að gifta flest börn þeirra hjóna og skíra næst- um öll barnabörnin, en þau voru ekki fá þessi ár sem ég þjónaði á Möðruvöllum. Ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf eða nokkuð annað skapað geti gert Bjarna Guðleifsson viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú Drottni okkar og frelsara og því er ég viss um að trú hans og traust á Guði muni hugga Pálínu mína, börnin og barnabörnin um ókom- in ár. Guð blessi allar góðu minn- ingarnar sem við eigum um Bjarna Guðleifsson. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Friður Guðs þig blessi. Kveðja frá Hólum í Hjaltadal, Solveig Lára og Gylfi. Það eru engir tveir eins. Það eru svo sem engin ný sannindi, en einhvern veginn komu mér þessi orð fyrst í hug þegar ég settist við að rita þessi orð í tilefni af andláti Bjarna Guðleifssonar. Kynni mín af Bjarna leiddu fljótlega í ljós, í gegnum vináttu okkar í leik og starfi, að hann var svo mörgum góðum og sérstökum kostum gæddur, að það virðist einboðið að líta á hann sem mannlegt sérein- tak. Bjarni var rannsókna- og vís- indamaður af guðs náð og var frumkvöðull í þeim efnum. Má þar sérstaklega geta um viðamiklar rannsóknir hans á kali í túnum og orsökum þess og óhætt að full- yrða að elja og ástundun í þeim fræðum hafi fært honum viður- kenningu langt út fyrir landstein- ana. Segja má að þessar víðtæku rannsóknir hans á þessu sviði og greinum því skyldum ætti að vera hverjum manni verðugt sem lífs- starf eitt og sér. Bjarni var hins vegar óralangt frá því að vera eins verkefnis maður. Áhugasvið hans laðaðist gjarna að náttúruvísind- um allt frá ýmsum jarðræktar- greinum í landbúnaði og náttúru- fyrirbrigðum af afar fjölbreyttum toga sem hann hefur sjálfur lýst í mörgum greinum, ritgerðum og bókum. Þá eru ónefnd störf hans sem tilraunastjóra á Möðruvöllum í Hörgárdal auk samstarfs okkar hjá því aldna félagi Ræktunar- félagi Norðurlands á Akureyri, þar sem hann var um tíma fram- kvæmdastjóri og ritstýrði ársriti þess um árabil. Meðal áhuga- verðra samstarfsverkefna okkar Bjarna hjá Ræktunarfélaginu má nefna sérstakt heimaöflunarverk- efni félagsins, sem stóð um árabil í samstarfi við ýmsa bændur og ráðunauta á starfssvæði félagsins, sem spannaði hinn forna Norð- lendingafjórðung. Þá eru ónefndir fjölmargir fræðslufundir fyrir bændur um svæðið. Bjarni var mikill áhugamaður um viðhald og eflingu byggðar í landinu og áttum við samleið með byggðahreyfingunni Útverði sem starfaði einkum á níunda áratug síðustu aldar. Þá var hann mikill útivistarmaður og margur tindur- inn sigraður um dagana. Í einkalífinu var Bjarni mikill fjölskyldumaður, enda einstak- lega lánsamur með sinn lífsföru- naut, Pálínu (Stúllu) Jóhannes- dóttur, og börnin. Minnisstætt er þegar þau Bjarni og Stúlla buðu okkur fjölskyldunni ásamt öðru vinafólki í eins konar þrettánda- brennuhátíð í Möðruvallalandi. Þá var svo sannarlega glatt á hjalla, sem lengi verður minnst. Þá gerðu þau hjón það ekki enda- sleppt við okkur þegar kona mín, Guðborg, útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri vorið 2011 með því að finna útskriftarveislunni stað í safnaðarhúsi Möðruvallakirkju og bjóða fjölskyldunni upp á gistingu á sínu heimili. Það sem einkenndi Bjarna einna mest var einstaklega við- kunnanlegt viðmót og þægileg nærvera, oft í bland við líflega frá- sagnargleði. Var þá gjarna stutt í húmorinn þegar það átti við, sam- fara kunnuglegri glettni í augn- svipnum. Það er mikið lífslán að hafa kynnst Bjarna Guðleifssyni. Við hjónin þykjumst vita að góður guð muni taka vel á móti honum, en Bjarni var ætíð sannur trúmaður og biðjum þann hinn sama að veita fjölskyldunni og öðrum syrgjend- um huggun sína og blessun. Þórarinn Lárusson. Ég hitti hann fyrst fyrir meira en hálfri öld. Það var við hornið á Cirkus, einni af frumbyggingum Landbúnaðarháskólans á Ási í Noregi. Hann kom akandi á miklu mótorhjóli, ávarpaði samferðafólk mitt glaðlega og spjallaði við það á norsku, raunar nýnorsku, en skipti síðan skyndilega yfir á ís- lensku og kynnti sig mér: Bjarni Guðleifsson! Ekki í eina skiptið sem hann kom mér á óvart. Við áttum eftir að eiga saman nokkur misseri í rannsóknanámi við NLH; hann að glíma við orsakir kals í túnum en ég við leyndar- dóma heyþurrkunar. Við skipt- umst þá gjarnan á áhyggjum vegna lokaritgerða okkar, sem urðu fullburða um líkt leyti; áhyggjum já, þær voru nú oftast framlag mitt yfir kaffi- eða teboll- anum (ég man ekki lengur hvort heldur þetta voru kaffi- eða te-ár hjá nafna mínum). Nafni var sjaldnast þrúgaður af áhyggjum af verkum okkar heldur sá hann birtu og möguleika í hverjum kima þeirra. Líka þess vegna var hann prýði hverrar samkomu okkar íslensku Ásverjanna, sem urðu margar og misformlegar. Þá nutu sín vel einkenni nafna: já- kvæðni, víðfeðm áhugasvið og ekki síst græskulaus gamansemi. Kostulegar sögur sagði hann okk- ur, oftar en ekki af ævintýrum sem hann sjálfur hafði ratað í en bjargast úr með ýmsum og gjarn- an kátlegum hætti. Misskiljið mig þó ekki, hér var aldrei skrök á ferð, hvað þá raup. Það var hins vegar stíll og spenna frásagnar- innar sem hóf söguna – og þar með stundina – í sínar hæðir. Ævistarf Bjarna varð mikið að vöxtum og verður ekki tíundað hér. Um það má fræðast í gagna- bönkum. Þótt viðfangsefni okkar tveggja sköruðust lítt og ekki þótti mér einlægt gefandi að ræða viðfangsefni við nafna minn. Mér varð lærdómur í því að skynja lif- andi áhuga hans á rannsókna- verkefnum og það með hve opn- um, nær því barnslega einlægum huga sem og einbeittum hætti hann nálgaðist úrlausn þeirra. Í því birtist líka eftirbreytniverð virðing hans fyrir verkefnunum. Alla starfsævi sína var Bjarni að bæta við þekkingu okkar á nátt- úrulegu umhverfi og sögu þess, auka við nýjum sviðum hennar, tengja þau saman og að tengja þau hinu mennska. Hann bar því starfsheitið náttúrufræðingur með sóma og betur en flestir sam- tíðarmenn hans. Og kemur þá að mikilvægri sérstöðu nafna míns í hópi fræði- manna: hæfileika hins góða sögu- manns og fræðara, að miðla, kynna okkur hinum fræðin og rannsóknafundina – með ná- kvæmni rannsakandans en ekki síður með hrifningu og virðingu fyrir verkum skaparans. Gilti þá einu til dæmis hvort nafni fjallaði um ánamaðk eða annað smádýr í jarðvegi eða hrikalegan fjallgarð- inn sem kringir Svarfaðardal. Ég sakna nafna míns. Hann kvaddi of fljótt. Hann átti enn margt ógert. Ég og við hjónin minnumst liðinna samverustunda með virðingu, gleði og þakklæti, ekki síst þeirra löngu liðnu, og sendum fjölskyldu hans allri inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bjarna E. Guðleifssonar. Bjarni Guðmundsson. Í dag kveðjum við góðan vin og félaga. Bjarni gekk ungur til liðs við KFUM og ákvað að kristin trú og kristin gildi skyldu vera hans leiðarstef í lífinu. Hann var virkur félagsmaður fram á síðasta dag og sat í stjórn félagsins um árabil. Alltaf var hann fús að leggja hönd á plóg. Hvort sem það var að mála, dytta að, koma í heimsókn í barna- starfið, sjá um fullorðinsstarfið eða spjalla við unglingana. Öll verk leysti hann af hendi með gleði. Hann var sérstakur nátt- úruunnandi og átti ekki erfitt með náttúruvísindin og trúna. Setti þau ekki upp á móti hvert öðru en leit á undur náttúrunnar sem sköpun Guðs. Hann var mjög fróður og hugleiðingar hans snér- ust oftar en ekki um náttúruna og sköpunarverkið. Það var alltaf gaman að hlusta á Bjarna. Hann vakti áhuga hvers manns, bæði barna og fullorðinna og enginn var betri með börnunum í leiknum „Jósep segir“ eða að segja góðar sögur. Bjarni var léttur í lund og oftar en ekki kryddaði hann hugleiðing- ar sínar með gamanmálum og setti saman leiki, leikrit og önnur skemmtiatriði eins og hendi væri veifað. Ég man sérstaklega eftir einni hugleiðingu hans og í henni minntist hann á að hann væri eig- inlega Meðal-Jón. Ég er ekki viss um að hann hafi metið sig rétt, því í ótal mörgu var hann Meðal-Jóni langtum fremri; í mannlegum samskiptum, í þekkingu á nátt- úrunni og óeigingjörnu sam- félagslegu starfi sem svo margir einstaklingar hafa notið góðs af svo eitthvað sé nefnt. Bjarni var mikill fjölskyldu- maður, giftist Pálínu Jóhannes- dóttur og eignuðust þau fjögur börn. Þau hjónin voru mjög sam- heldin og nutu þess að vera með börnum sínum og fjölskyldum þeirra þegar færi gafst. Við þökkum Bjarna góða vin- áttu og samstarfið í gegnum árin og eigum þá von að hittast aftur á himnum. Við biðjum góðan Guð að hugga og styrkja Pálínu, eigin- konu Bjarna, börn þeirra og fjöl- skyldur. Minningin um mætan mann lifir. Fyrir hönd stjórnar KFUM og KFUK á Akureyri, Katrín Harðardóttir.  Fleiri minningargreinar um Bjarna Eyjólf Guðleifsson bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.