Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 25

Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is INTERFLON Matvælavottaðar efnavörur Nýjar umbúðir, sömu gæða efnin KAPLAKRIKI/AKUREYRI Guðmundur Hilmarsson Einar Sigtryggsson „Við vorum staðráðnir í taka frum- kvæðið í sókn og vörn í byrjun leiks og við gerðum það heldur betur. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góð- ur af okkar hálfu en við hleyptum Valsmönnum inn í leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Við héldum samt ró okkar og náðum vopnum okkar á nýj- an leik. Við vorum drullufúlir með frammistöðu okkar í leiknum á móti Selfyssingum þar sem varnarleik- urinn var úti á þekju en í kvöld var hann frábær og Phil sýndi hversu öfl- ugur markvörður hann er,“ sagði FH-ingurinn Einar Rafn Eiðsson við Morgunblaðið eftir sigurinn gegn Val 26:23 í viðureign liðanna í Olís-deild karla í handknattleik í Kaplakrika í gær. Það sáust ótrúlegar tölur í fyrri hálfleik en FH-ingar léku stórkost- lega fyrstu 20 mínútur leiksins og náðu mest níu marka forskoti 12:3 þar sem þýski markvörðurinn Phil Döhler fór á kostum og varði 14 skot í fyrri hálfleiknum.Valsmenn sýndu batamerki undir lok fyrri hálfleiks og þeir áttu gott áhlaup í byrjun seinni hálfleiks þar sem þeir minnkuðu muninn niður í eitt mark. FH-ingar eiga Ásbjörn Friðriksson og þegar mest á reyndi tók hann af skarið og með hann í broddi fylkingar sigldu FH-ingar framúr á síðasta stund- arfjórðungi leiksins og innbyrtu sanngjarnan sigur. Varnarleikur FH var virkilega góður og Döhler sýndi frábær tilþrif á milli stanganna. Ásbjörn Frið- riksson (9 mörk) reyndist sínum mönnum mikilvægur þegar mest á reyndi og hann og Arnar Freyr Ár- sælsson (6 mörk) voru bestu úti- leikmenn FH-liðsins. Anton Rún- arsson (7 mörk) lék best Valsmanna en vörn og markvarsla var í molum í fyrri hálfleik og sóknarleikurinn er eitthvað sem Valsmenn þurfa að vinna bót á.  Haukar unnu góðan sigur á KA í gær á Akureyri. Leikurinn var sveiflukenndur en Haukarnir áttu betri lokakafla og þeir unnu nokkuð örugglega 26:23. Það má segja að leikurinn hafi verið eign Haukanna í byrjun. KA kom svo til baka og var jafnt, 11:11 í hálfleik. KA hafði byr í seglin fram í miðjan seinni hálfleik og leiddi leikinn 19:17. Haukar leituðu þá til Vignis Svav- arssonar sem skoraði mörk af línunni og fiskaði víti og brottrekstra. Vörn Hauka fór síðan í gang og lokaði al- gjörlega á ráðvillta KA-menn. Hauk- ar sigu fram úr og voru aldrei í vand- ræðum á lokakaflanum. Haukar eru með fullt hús eftir fyrstu tvo leikina en KA-menn er enn stigalausir. Bestur hjá KA í var markvörðurinn Jovan Kukobat en Daði Jónsson var einnig góður í vörn- inni. Áki Egilsnes var öflugastur í sóknum KA en hann skoraði 5 mörk. Stórskyttan Tarik Kasumovic skor- aði ekki mark úr ótal skotum sínum. Haukarnir áttu nokkra mikilvæga menn sem hver átti sinn þátt í sigr- inum. Grétar Ari Guðjónsson varði lengstum vel í leiknum og svo komu Vignir Svavarsson og Atli Már Báru- son sterkir inn í seinni hálfleiknum. Atli Már var skelfilegur í fyrri hálf- leiknum en eftir góða hvíld á bekkn- um kom hann til að draga vagninn á lokakaflanum. Hann endaði marka- hæstur Haukanna ásamt Vigni en þeir skoruðu 5 mörk hvor.  ÍBV sigraði Fram í Safamýri, 27:23, eftir að hafa verið yfir í hálf- leik, 16:14. Kristján Örn Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir ÍBV og Gabríel Martínez Róbertsson 6. Hjá Fram var Matthías Daðason með 7 mörk.  Fjölnir vann HK 27:25 í nýliðas- lag í Kórnum í Kópavogi en Fjölnir var yfir í hálfleik, 15:14. Breki Dags- son skoraði 7 mörk fyrir Fjölni, Brynjar Loftsson 6 og Hafsteinn Óli Rocha 6 en Þorgeir Bjarki Davíðsson skoraði 6 mörk fyrir HK.  Afturelding vann öruggan sigur á Stjörnunni í Garðabæ, 30:22, og er með fjögur stig eftir tvo leiki. Guð- mundur Árni Ólafsson skoraði 10 mörk fyrir Aftureldingu, Gestur Ólafur Ingvarsson og Sveinn Jose Ri- vera 6 hvor. Hjá Stjörnunni var Gunnar Valur Johnsen með 7 stig og Leó Snær Pétursson 6. Þjóðverjinn fór á kostum  Phil Döhler lagði grunn að sigri FH-inga á Valsmönnum með magnaðri mark- vörslu í fyrri hálfleik  Haukar knúðu fram sigur á lokakaflanum í KA-heimilinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaplakriki FH-ingurinn Bjarni Ófeigur Valdimarsson reynir skot að marki Valsmanna í leik liðanna í gær. Valskonur hófu titilvörnina á Ís- landsmóti kvenna í handknattleik í gær með mjög öruggum sigri á HK, 31:23, á nýjum heimavelli Kópa- vogsliðsins í Kórnum í Kópavogi. Staðan í hálfleik var 17:9, Vals- konum í hag. Lovísa Thompson átti stórleik með Val og skoraði 11 mörk, Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 og Ásdís Þóra Ágústsdóttir gerði 5. Hjá HK var Valgerður Ýr Þor- steinsdóttir langmarkahæst með 8 mörk.  Stjarnan vann góðan útisigur á Haukum, 25:22, í fyrsta leik tíma- bilsins á laugardaginn. Haukar voru yfir í hálfleik, 12:11. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skor- aði 8 mörk fyrir Stjörnuna, Þór- hildur Gunnarsdóttir 5 og Bryn- hildur Kjartansdóttir 5. Hjá Haukum var Karen Helga Díönu- dóttir með 8 mörk og Berta Rut Harðardóttir með 5.  ÍBV vann nauman sigur á ný- liðum Aftureldingar í Eyjum, 15:13, eftir að hafa verið undir, 6:8, í hálf- leik. Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði 3 mörk fyrir ÍBV og þær Roberta Ivanauskaite, Silja Ísberg og Krist- ín Arndís Ólafsdóttir gerðu 3 mörk hver fyrir Aftureldingu.  Á Akureyri vann Fram örugg- an sigur á KA/Þór, 38:29, og var yf- ir í hálfleik, 18:12. Ragnheiður Júl- íusdóttir skoraði 10 mörk fyrir Fram, Þórey Rósa Stefánsdóttir 8 og Steinunn Björnsdóttir 7. Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdótt- ir með 8 mörk og Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoraði 5. Valur og Fram með þægilega útisigra Ljósmynd/Þórir Tryggvason Akureyri Perla Ruth Albertsdóttir skorar fyrir Fram gegn KA/Þór. HANDBOLTI Olísdeild karla Fram – ÍBV........................................... 23:27 HK – Fjölnir ......................................... 25:27 FH – Valur ............................................ 26:23 Stjarnan – Afturelding......................... 22:30 KA – Haukar......................................... 23:26 Olísdeild kvenna Haukar – Stjarnan ............................... 22:25 ÍBV – Afturelding ................................ 15:13 KA/Þór – Fram..................................... 29:38 HK – Valur............................................ 23:31 Meistaradeild karla Pick Szeged – Barcelona.................... 31:28  Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Barcelona. Elverum – Aalborg.............................. 24:34  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 5 mörk fyrir Elverum en Janus Daði Smára- son eitt fyrir Aalborg. Kristianstad – GOG............................. 24:33  Teitur Örn Einarsson skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad.  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk fyrir GOG. Þýskaland Hannover-Burgdorf – Bergischer .... 30:25  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 2. Füchse Berlín – Stuttgart .................. 36:27  Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir Stuttgart. Leipzig – Göppingen........................... 26:25  Viggó Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir Leipzig. Neckarsulmer – Mainz........................ 30:21  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Neckarsulmer. Danmörk Holstebro – Skjern .............................. 22:22  Elvar Örn Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Skjern. Fredericia – Ribe-Esbjerg ................. 29:29  Rúnar Kárason skoraði 2 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Daníel Þór Ingason 1 og Gunnar Steinn Jónsson 1. Esbjerg – Aarhus United.................... 29:22  Rut Jónsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Esb- jerg. Frakkland Bourg-de-Péage Chambray............... 27:26  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 4 mörk fyrir Bourg-de-Péage. KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Grindavík ............. 17 Kópavogsv.: Breiðablik – Stjarnan..... 19.15 Origo-völlurinn: Valur – KR................ 19.15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍR .................. 19.30 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.