Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 27
Í KÓPAVOGI Kristján Jónsson kris@mbl.is Ekki réðust úrslitin á Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu á Kópavogs- vellinum í gærkvöldi. Heiðdís Lillýj- ardóttir kom í veg fyrir það þegar hún skallaði í netið hjá Val eftir hornspyrnu Öglu Maríu Alberts- dóttur í lok uppbótartíma og tryggði Breiðabliki 1:1 jafntefli. Dramatíkin var mikil því Blikar höfðu einfaldlega ekki meiri tíma til að kreista fram mark. Pétur Pét- ursson, þjálfari Vals, var með skeið- klukku um hálsinn að hætti sund- þjálfara og tjáði blaðamönnum að tæpar sex mínútur hefðu verið komnar fram yfir venjulegan leik- tíma þegar markið var skorað. Valur er eins og áður með tveggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Valur fær þá Keflavík í heimsókn á Hlíðarenda og fagnar Íslandsmeist- aratitli á heimavelli með sigri gegn liði sem er fallið í næstefstu deild. Nákvæmlega sama staða kom upp hjá þessum félögum í lokaumferð- inni á Íslandsmóti karla í fyrra. Ljóst er að lið sem ekki hefur tap- að leik þegar aðeins ein umferð er eftir af deildinni hefur unnið fyrir því að verða Íslandsmeistari. Nú er hægt að segja það um bæði þessi lið, Breiðablik og Val, en þau gerðu jafn- tefli í báðum leikjum sínum í deild- inni. Að vissu leyti var um endur- tekið efni að ræða í gær því í báðum þessum leikjum var Valur yfir en Breiðablik jafnaði seint í leikjunum. Sjá mátti mun á liðunum í gær þegar kom að klókindum leikmanna en geysileg leikreynsla býr í liði Vals og þar má finna margfalda Íslands- meistara. Valskonum tókst hér um bil að landa sigri í leik þar sem þær þurftu að verjast á löngum köflum. Þær létu finna fyrir sér og Ívar Orri refsaði þeim sjaldan þegar ástæða var til. Fór það í skapið á Blikunum sem vildu auk þess fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en einnig brottvísun á Hlín Eiríksdóttur þegar hún braut illa á Áslaugu Mundu. Blikar geta sjálfum sér um kennt. Í úrslitaleikjum sem þessum þarf að nýta þau tækifæri sem bjóðast. Hild- ur Antonsdóttir hitti ekki markið þegar hún var óvölduð í miðjum teignum snemma leiks og Alexandra Jóhannsdóttir fékk dauðafæri fyrir miðju marki á lokakaflanum. Lið Breiðabliks spilaði oft vel en ekki var meistarabragur á því hvernig leikmenn unnu úr marktækifærum og stöðum sem upp komu í sókninni. Hádramatík í Smáranum  Heiðdís jafnaði á elleftu stundu fyrir Blika og hélt lífi í toppbaráttunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Jöfnunarmarkið Miðvörðurinn Heiðdís Lillýjardóttir stekkur hæst í vítateig Vals og jafnar metin fyrir Breiðablik í blálokin á uppbótartímanum. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Úrslitin í fallbaráttu úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu réðust í næstsíðustu umferð deildarinnar í gær. ÍBV bjargaði sér frá falli með 2:0 sigri á Fylki í Eyjum. Keflavík var þar með fallin þrátt fyrir 4:1 sigur á HK/Víkingi í leik sem var færður inn í Reykjaneshöllina vegna veðurs. Selfoss tryggði sér þriðja sætið með því að vinna KR 2:0 í Vest- urbænum og jafnaði með því besta árangur sinn frá upphafi. Þór/KA og Stjarnan skildu jöfn, 0:0, á Akureyri og Þór/KA endar því í fjórða sætinu. ÍBV – Fylkir 2:0 1:0 Brenna Lovera 38., 2:0 Sig- ríður Lára Garðarsdóttir 45. Rautt spjald: Þórdís Elva Ágústsdóttir (Fylki) 36. M: Guðný Geirsdóttir, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir og Helena Jónsdóttir (ÍBV), Berglind Rós Ágústsdóttir og María Björg Fjölnisdóttir (Fylki). Dómari: Helgi Ólafsson, 5. Áhorfendur: 97. Keflavík – HK/Víkingur 4:1 0:1 Eva Rut Ásþórsdóttir 2., 1:1 Natasha Anasi 26., 2:1 Kristrún Ýr Holm 33., 3:1 Natasha Anasi 59., 4:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 85. M: Natasha Anasi, Sveindís Jane Jónsdóttir, Íris Una Þórðardóttir, Katla Þórðardóttir, Dröfn Ein- arsdóttir, Arndís Ingvarsdóttir og Aytac Sharifova (Keflavík), Simone Kolander, Eva Rut Ásþórsdóttir og Dagný Rún Pétursdóttir (HK/ Víkingi). Dómari: Steinar B. Sævarsson 8. Áhorfendur: 150. Þór/KA – Stjarnan 0:0 M: Lára Einarsdóttir, Lára Kristín Pedersen og Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA), Birta Guð- laugsdóttir, Anna María Bald- ursdóttir, Viktoría Valdís Guðrún- ardóttir og Diljá Ýr Zomers (Stjörnunni). Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson 8. Áhorfendur: 150. KR – Selfoss 0:2 0:1 Allison Murphy 20., 0:2 All- ison Murphy 26. M: Ingunn Haraldsdóttir og Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR), Kelsey Wys, Brynja Valgeirsdóttir, Bar- bára Sól Gísladóttir, Karítas Tóm- asdóttir, Alisson Murphy og Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Dómari: Arnar Þór Stefánsson 5. Áhorfendur: Um 50. ÍBV slapp og Keflavík féll þrátt fyrir sigur 0:1 Fanndís Friðriksdóttir 41. 1:1 Heiðdís Lillýjardóttir 90. I Gul spjöldSelma Sól Magnúsdóttir og Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðabliki), Hlín Eiríksdóttir og Margrét Lára Við- arsdóttir (Val). Dómari: Ívar Orri Kristjánsson, 5. Áhorfendur: 1.206. BREIÐABLIK – VALUR 1:1 M Hildur Antonsdóttir (Breiðab.) Alexandra Jóhannsd. (Breiðab.) Karólína Vilhjálmsd. (Breiðab.) Agla María Albertsd. (Breið.) Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðab.) Sandra Sigurðardóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Fylkir.............................................. 2:0 Keflavík – HK/Víkingur .......................... 4:1 KR – Selfoss.............................................. 0:2 Þór/KA – Stjarnan ................................... 0:0 Breiðablik – Valur .................................... 1:1 Staðan fyrir lokaumferð: Valur 17 15 2 0 62:10 47 Breiðablik 17 14 3 0 49:14 45 Selfoss 17 10 1 6 22:17 31 Þór/KA 17 7 4 6 28:27 25 Fylkir 17 7 1 9 21:34 22 Stjarnan 17 6 2 9 18:31 20 KR 17 6 1 10 23:32 19 ÍBV 17 6 0 11 29:42 18 Keflavík 17 4 1 12 28:38 13 HK/Víkingur 17 2 1 14 12:47 7  Keflavík og HK/Víkingur eru fallin. Þróttur R. er kominn upp. 3. deild karla KF – Reynir S........................................... 4:1 Sindri – Kórdrengir ................................. 3:6 KH – Álftanes ........................................... 2:0 Augnablik – Einherji ............................... 6:0 KV – Höttur/Huginn................................ 0:1 Staðan fyrir lokaumferð: Kórdrengir 21 17 3 1 60:23 54 KF 21 15 3 3 56:25 48 KV 21 13 2 6 52:26 41 Vængir Júpiters 21 13 2 6 40:28 41 Reynir S. 21 10 5 6 39:39 35 Höttur/Huginn 21 7 6 8 38:33 27 Einherji 21 6 6 9 26:33 24 Álftanes 21 6 4 11 37:40 22 Sindri 21 6 3 12 42:61 21 KH 21 6 2 13 29:50 20 Augnablik 21 5 4 12 32:42 19 Skallagrímur 21 2 0 19 23:74 6  Kórdrengir og KF eru komin upp í 2. deild en Skallagrímur fallinn í 4. deild. Æg- ir og Elliði eru komin upp í 3. deild. Danmörk Lyngby – Midtjylland.............................. 0:3  Mikael Anderson skoraði fyrir Midtjyll- and og lék í 65 mínútur. B-deild: Vejle – Hvidovre ...................................... 3:0  Kjartan Henry Finnbogason kom inn á hjá Vejle á 46. mínútu og skoraði tvö mörk. Svíþjóð Malmö – Norrköping............................... 1:0  Arnór Ingvi Traustason lék í 62 mínútur með Malmö en Guðmundur Þórarinsson allan leikinn með Norrköping. Gautaborg – Rosengård ......................... 0:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Kristianstad – Kungsbacka.................... 5:0  Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan leikinn með Kristianstad en Sif Atladóttir lék ekki með. Djurgården – Limhamn Bunkeflo......... 0:0  Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Djurgården. Bandaríkin Houston Dash – Utah Royals ................. 2:1  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom inn á á 61. mínútu og skoraði mark Utah. KNATTSPYRNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.