Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 8. S E P T E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  219. tölublað  107. árgangur  MARTEINN FINNUR SINN STAÐ Í HEIMINUM MERKJA VÖXT Í KVIKMYNDA- FRAMLEIÐSLU ENN Á FULLU Í LEIKHÚSINU OG SKRIFUM VIÐSKIPTAMOGGINNSVEINN EINARSSON 22 ÚTGÁFUTÓNLEIKAR 28 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn- ar, telur ástæðulaust að hafa áhyggjur af því að Huawei gæti komist í stjórnkerfi á Íslandi í gegnum „bakdyr“ fyrirhugaðs 5G- kerfis. Tilefnið er að Mike Pence, vara- forseti Bandaríkjanna, varaði í heimsókn sinni íslensk stjórnvöld við að nota búnað frá kínverska fjarskiptarisanum Huawei. Þá meðal annars af öryggisástæðum. Svo vill hins vegar til að Voda- fone og Nova nota að hluta búnað frá Huawei. Unnið er að innleið- ingu 5G-kerfisins á Íslandi og seg- ir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova, að stefnt sé að því að taka nýja kerfið í notkun 2020. Nova taki öryggismálin mjög alvarlega. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir ESB vera að móta stefnu varðandi 5G-kerfið sem hafi ekki verið inn- leidd í EES-samninginn. Hrafnkell segir aðspurður að svonefndar birgjakeðjur og öryggi þeirra sé til umræðu um allan heim. Til að tryggja öryggi þurfi að skoða allan búnaðinn. Það komi m.a. til greina að horfa til flugiðn- aðarins og vottunar allra íhluta í fluginu. Slík vinnubrögð geti hugs- anlega gagnast fyrir fjarskipta- kerfi. Hann telji rétt að horfa á málið í stóru samhengi en ekki einskorða umræðuna við einstök félög. baldura@mbl.is » 10 Ástæðulaust að óttast Huawei  Forstjóri Sýnar hafnar bakdyraleið Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Það sem af er þessu ári hefur orðið 481 atvik á bráðamóttöku Landspít- alans þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis við meðhöndlun sjúklinga. Hefur slíkum atvikum fjölgað síð- ustu ár. Sem dæmi má nefna að allt árið 2009 urðu 318 atvik. Spurð um ástæður þess að atvik- um hefur fjölgað segir Elísabet Benedikz, yfirlæknir á gæða- og sýkingarvarnadeild Landspítalans, að augljósar orsakir sé að finna í umhverfi bráðamóttökunnar; örtröð sjúklinga á bráðamóttökunni og aukið álag á starfsfólk, hindrun á flæði á viðeigandi þjónustustig (legudeildir, gjörgæslu) vegna ör- traðar á legudeildum og skorts á plássum og starfsfólki á þessum ein- ingum. Alvarleg atvik sem skráð eru í flokki 3 á sjúkrahúsinu, það er að segja tilvik þar sem sjúklingur hefur orðið fyrir varanlegum miska eða látist, eru 18 á tíu ára tímabili. Þar af hafa 12 þeirra orðið á sl. þremur árum og tvö það sem af er þessu ári. Fjöldi meðalalvarlegra atvika, í flokki 2, hefur haldist nokkuð svip- aður sl. fimm ár. Fjölgunin er mest í flokki 1 þar sem minna alvarleg at- vik eru skráð. Atvikum sem tengjast lyfjameðferð hefur fjölgað mjög síð- ustu ár og þá hefur byltum einnig fjölgað á bráðamóttökunni. »4,14 Örtröð og álag valda atvikum á bráðamóttöku  Mistökum í lyfjameðferð og byltum hefur fjölgað Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttaka Mikið er að gera við aðhlynningu veikra og slasaðra. Lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Skálafelli um miðjan dag í gær. Eldur kom upp í vélinni og er hún illa brunnin. Flug- maðurinn var einn í vélinni og var hann fluttur á bráða- móttöku. Fulltrúar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu og rannsóknarnefndar samgönguslysa luku athugun á flaki vélarinnar og umhverfi seint í gærkvöld. »2 Morgunblaðið/Hari Sérfræðingar rannsaka flak flugvélar sem brotlenti á Skálafelli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.