Morgunblaðið - 18.09.2019, Síða 17

Morgunblaðið - 18.09.2019, Síða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 ✝ Rósa MaríaGuðbjörns- dóttir fæddist 24. júlí 1946 í Reykja- vík. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi 1. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörn Sigursteinn Bjarnason, f. 16. júní 1904 í Reykjavík, d. 10. jan- úar 1953, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, og kona hans, Þóra Jenný Valdimars- dóttir, f. 14. janúar 1908 í Reykjavík, d. 25. mars 1979. Systkini Rósu voru Hjálmar, f. 13. nóvember 1932, d. 26. sept- ember 2005, bifreiðastjóri; börn hennar eru: Arnar Ingi Þórsson, f. 16. apríl 1994, sam- býliskona hans er Rakel Rún Magnúsdóttir, f. 6. maí 1994; Ellert Andri Þórsson, f. 8. júlí 1996; Rósa Maren Vinson, f. 4. júní 2013. Rósa María giftist 5. desem- ber 1981 eftirlifandi eiginmanni sínum, Auðuni Unnsteini Jóns- syni vinnuvélastjóra, f. 1. októ- ber 1946 í Litlu-Hlíð í Víðidal. Dóttir þeirra er Þórdís Dögg, f. 15. desember 1976. Rósa María ólst upp á Sólvallagötu 37 og gekk í Mela- skólann í Reykjavík, hún nam um tíma smurbrauðsgerð í Dan- mörku. Rósa María vann lengi við verslunarstörf í Vörumark- aðinum í Ármúla, við ýmiss kon- ar veitingastörf og á skrifstofu símaskrár hjá Póst- og síma- málastofnun þar til hún hætti störfum vegna veikinda. Útför Rósu Maríu fór fram frá Fossvogskapellu 11. sept- ember 2019 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bjarni, f. 5. desem- ber 1933, d. 4. októ- ber 2000, vélstjóri; og Aðalsteinn, f. 15. janúar 1937, d. 20. mars 1997, tæknifræðingur. Rósa María gift- ist 27. desember 1964 Jóakim Snæ- björnssyni, f. 3. apríl 1931 í Reykja- vík, d. 11. maí 2007, þau skildu. Dætur þeirra eru: 1) Sigríður, f. 1. nóvember 1964, gift Kjartani Viðari Sigurjóns- syni, sonur þeirra er Árni Þór, f. 18. ágúst 1993, sambýliskona hans er Árný Margrét, f. 23. september 1994, sonur þeirra er Askur Andri, f. 6. ágúst 2017. 2) Jenný, f. 5. september 1968, Mamma okkar var sterk kona sem ól okkur upp ein í mörg ár áður en hún giftist aftur. Hún var ein af þessum fyrirmyndarhús- mæðrum sem alltaf vann úti en bjó okkur fallegt heimili hvar svo sem við bjuggum. Mamma gekk í Melaskólann og fór svo ung í nám til Danmerkur til að læra smur- brauðsgerð hjá Idu Davidsen um tíma. Sá tími lagði grunninn að því sem mamma var alla tíð vel þekkt fyrir. Hún kunni að galdra fram dýr- indis veislur og þau voru ófá köldu borðin sem hún reiddi fram fyrir fjölskyldumeðlimi í ferm- ingum og öðrum veislum. Mamma hreinlega elskaði að dunda sér í eldhúsinu og blaða í uppskriftum. Við munum vel þegar við að- stoðuðum hana við veislurnar sem krakkar við að skera niður grænmeti, setja á snittur eða hræra í sósunni. Á hverju ári í mörg ár bauð hún stórfjölskyld- unni í mat á annan í jólum. Þar galdraði hún fram hlaðborð úr þeim afgöngum sem til voru eftir hátíðarnar. Þótt hún hafi lengi unnið í verslun langt fram á kvöld í des- ember var allt gert frá grunni fyrir jólin. Það voru bakaðar smákökur, soðið rauðkál og rauð- beður, gerðir síldarréttir, paté og fleira góðgæti sem síðan var bor- ið fram yfir jól og í veislunni á annan í jólum. Þetta gerði hún ekki af skyldurækni heldur vegna þess að hún hafði einfald- lega gaman af því. Matarstússið hennar mömmu varð til þess að sú yngsta af okk- ur, Þórdís, skellti sér í matreiðsl- unám í Danmörku, við hinar er- um síðan alveg ágætis kokkar þótt við segjum sjálfar frá. Það má segja að við höfum alla tíð verið lærlingarnir hennar mömmu, hún var okkur innblást- ur í svo mörgu, hvort sem það var að elda mat, sauma eða prjóna. Mamma var stolt af barnabörn- unum sínum og um það leyti sem þeir fæðast var hún hætt að vinna og þegar heilsan leyfði þá aðstoð- aði hún okkur með pössun og naut þess að fá þá í heimsókn. Ef mamma kom heim til okkar að passa, þá gátum við átt von á að hún myndi ekki bara passa heldur líka óbeðin brjóta saman þvottinn og skúra jafnvel yfir gólfin ef henni fannst þess þurfa. Þannig var mamma, alltaf tilbúin að veita aðstoð hvar sem hennar var þörf og stundum þurftum við að hafa okkur allar við að benda henni á að fara sér ekki of geyst. Á milli veikinda naut hún lífsins eins og hún gat, ferðaðist víða, keyrði um alla Evrópu og fór í sólina þar sem henni leið vel í hit- anum og til Danmerkur til Þór- dísar. Draumurinn hennar um að eignast hús á Spáni varð síðan að veruleika í nokkur ár þar sem hún naut þess að vera í sólinni og búa sér og Auðuni fallegt heimili á meðan hún hafði heilsu til. Þau Auðunn keyptu sér síðan hús á Selfossi, í Tjaldhólum 19. Þangað var farið reglulega í mat til mömmu. Þá mættum við systur, og eld- uðum og lögðum á borð, en þá alltaf með verkstjórn frá mömmu sem var alltaf með allt á hreinu í eldhúsinu. Hún naut þess að fá okkur, barnabörnin og síðan langömmu- barnið Ask Andra í heimsókn. Það var alltaf séð til þess að eng- inn færi svangur heim. Elsku mamma, við söknum þín, minning þín og allt það sem þú kenndir okkur mun lifa með okkur. Sigríður, Jenný og Þórdís Dögg. Meira: mbl.is/minningar Elsku Rósa mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Ástvinum Rósu sendi ég inni- legar samúðarkveðjur. Þín vinkona, Sigríður Ólafsdóttir (Siddý). Rósa María Guðbjörnsdóttir Elsku hjartans mamma mín. Lífið verður skrítið án þín, þú hefur verið mér svo dýrmæt og allar okkar stundir svo innihaldsríkar af ást og kærleik. Mér finnst svo erfitt að kveðja þig og ósann- gjarnt að það sé svona snemma. Við áttum eftir að gera svo margt saman en ef það er líf eftir þetta líf þá tök- um við upp þráðinn þegar við hittumst aftur. Ég man svo vel eftir þegar ég lá í kjöltunni þinni og hlust- aði á hljóðin í maganum þínum, það var eitthvað svo róandi. Svo straukstu mér um hárið og ég var svo örugg hjá þér. Þetta gerði ég bæði sem barn og full- orðin. Þú varst alltaf með opinn faðminn, sama hversu gömul ég var. Þú hafðir alltaf trú á mér og studdir mig alltaf; sama hversu furðulegar hugdettur mínar voru þá barstu virðingu fyrir þeim og það fyllti mig sjálfstrausti. Þegar ég hrasaði átti ég alltaf skjól hjá þér. Minningarnar eru margar og þær geymi ég á góðum stað í stóra herberginu sem þú átt í hjarta mínu. Þú varst ekki bara mamma mín heldur líka besta vinkona mín. Það var því erfitt þegar sjúkdómurinn var farinn að taka þig frá okkur, mig langaði svo oft að hringja í þig og segja þér frá einhverju sem kom upp á en gat það ekki, það hefði bara ruglað þig og þú Guðrún Atladóttir ✝ Guðrún Atla-dóttir fæddist 9. nóvember 1951. Hún lést 31. ágúst 2019. Útförin fór fram í kyrrþey 6. sept- ember 2019. varst orðin svo las- in, svo skrítið að hafa þig hjá okkur en samt ekki. Það er langt síðan ég byrjaði að sakna þín. Eftir grein- ingu fann ég þig hverfa smátt og smátt og hvert skref var óbæri- lega sárt. Ég man ennþá síðasta sím- talið, „mamma gsm“, það var gott að sjá það á símanum, samtalið kannski pínu skrítið en mikið þótti mér vænt um að heyra í þér. Síðasta partíið okk- ar var brúðkaupið mitt og mik- ið er ég þakklát að eiga mynd- band af okkur dansa saman, þú skemmtir þér svo vel og það sáu fáir hversu veik þú varst orðin, þú hefur alltaf borið þig svo vel, alltaf svo glæsileg og geislandi, heillaðir alla upp úr skónum alveg frá fyrsta degi. Ljósmóðirin sem tók á móti þér sagðist aldrei hafa tekið á móti eins fallegu barni og þér og fólk hefur alltaf talað um hvað þú ert glæsileg og ég fylltist alltaf stolti, „þetta er mamma mín“. Ég náði að kveðja þig vel þegar þú varst að fara end- anlega frá okkur, náði að segja það sem ég vildi að þú heyrðir og eins og ég sagði við þig þá er þetta bara bless í bili, við eigum eftir að hittast aftur elsku mamma mín. Grettir og krakkarnir biðja að heilsa. Elsku mamma, takk fyrir allt, takk fyrir lífið og öll góðu gildin sem þú kenndir mér og takk fyrir að gefa mér þessi dásamlegu systkini mín. Ég sakna þín og elska þig af öllu mínu hjarta. Þín dóttir, Íris. Í dag hefði Þóra skólasystir okkar orðið 56 ára. Hún lést í Kaupmannahöfn 18. febrúar sl. og fór útför hennar fram frá Simon Peters Kirke á Amager. Í dag, á afmælisdegi Þóru, fer fram minn- ingarathöfn um hana í Akranes- kirkju. Fyrir þrjátíu og sjö árum hóf- um við nám í Fósturskólanum og það var fjörugur stúlknahópur sem þar hittist fyrir í fyrsta skipti. Þar á meðal var þessi bjarta og brosmilda Skagastúlka, hún Þóra. Hópurinn náði fljótlega vel saman og margt var brallað bæði í leik og starfi. Hópavinna, fjáraflanir, ferðalög, partí og ógleymanleg út- skriftarferð til Ítalíu. Skólaárin Þóra Ingvadóttir ✝ Þóra Ingva-dóttir fæddist 18. september 1963. Hún lést 18. febrúar 2019. Útför Þóru fór fram í Kaupmanna- höfn, 1. mars 2019. Í dag, á afmæl- isdegi Þóru, fer fram minning- arathöfn um hana í Akraneskirkju. liðu hratt og eftir út- skrift hélt hver í sína áttina. Hópurinn var engu að síður dug- legur að halda tengslin sín á milli og hittast reglulega og átti Þóra stóran þátt í því. Þóra var mikill gleðigjafi og hrókur alls fagnaðar þar sem komið var sam- an. Það er sárt til þess að hugsa að hitta Þóru ekki aftur en við eigum svo margar fal- legar og góðar minningar um hana. Þessa glaðlyndu, traustu og einlægu bekkjarsystur. Hennar verður ávallt minnst þegar við skólasysturnar komum saman. Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna. Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna. (Guðrún V. Gísladóttir) Að lokum viljum við votta Binna, Kára, Ingva og nánustu aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Fyrir hönd bekkjarsystranna úr A bekk Fósturskóla Íslands, Ásdís, Ásthildur og Katrín. Ástbjartur Sæ- mundsson tengda- faðir minn er fallinn frá 93 ára. Hann ólst að mestu leyti upp í Vestmannaeyj- um og þrátt fyrir að hann hefði bú- ið lengst af ævinnar í Kópavogi áttu Vestmannaeyjar alltaf stóran sess í huga hans. Hann gekk í Samvinnuskólann á Bifröst þaðan sem hann lauk verslunarprófi árið 1945 og starfaði síðan lengst af sem aðalgjaldkeri Vegagerðarinn- ar. Ástbjartur kvæntist Magneu Pétursdóttur á gamlársdag 1948 og áttu þau samleið í 63 ár eða allt þar til Magnea lést árið 2010. Þau voru einstaklega samrýnd hjón og það var erfitt að tala um annað án hins enda hrakaði heilsu hans hratt eftir fráfall Magneu. Saman settu þau börnin sín fimm og fjöl- skyldur þeirra í fyrsta sæti enda fádæma hjálpsöm og báru hag barna sinna sífellt fyrir brjósti. Á meðan Ástbjarti entist heilsa var hann ætíð mættur fyrstur á heim- ili barna sinna þegar aðstoðar var þörf hvort sem var við viðhald eða flutninga. Saman ferðuðust Magnea og Ástbjartur um landið og það voru fáir staðir sem þau höfðu ekki heimsótt enda unnendur íslenskr- ar náttúru og kunnu að nýta gæði landsins. Þau ræktuðu matjurtir og hann var mikill veiðimaður, bæði í ám og vötnum en hann átti einnig bát sem hann notaði við sjóstanga- Ástbjartur Sæmundsson ✝ Ástbjartur Sæ-mundsson fæddist 7. febrúar 1926. Hann lést 9. ágúst 2019. Útför Ástbjarts fór fram í kyrrþey. veiði. Lengi vel veiddi hann allan fisk sem þau höfðu á boðstólum. Á seinni árum ævi sinnar fór Ástbjart- ur í daglegar göngur um borgina og helsta nágrenni og tók gjarnan eitthvað af barnabörnunum með sér. Í þessum ferðum mynduðu börnin sterk tengsl við afa sinn þar sem hægt var að eiga gefandi samræður og veita umhverfinu eftirtekt. En nú er ævigöngunni lokið og við sem áttum því láni að fagna að vera hluti hennar minn- umst með hlýju vináttu hans og gjafmildi. Bryndís Emilsdóttir. Afi var alltaf í göngutúrum. Við systkinin munum eftir mörgum skiptum sem við fórum með hon- um í göngu um Kópavoginn, hvort sem það var niður í Fossvogsdal eða í áttina að Smáralind, það var góð útrás fyrir litla orkubolta. Hann var óþreytandi við að sýna okkur umhverfið, hvort sem það voru fuglarnir eða blómin. Eftir göngutúrana var gott að koma heim til ömmu þar sem alltaf beið okkar eitthvað gott að borða. Eitt skipti þegar við vorum á leiðinni heim úr berjamó sáum við fýlsunga við hliðina á veginum. Afi og amma fóru út út bílnum og tóku fýlinn með sér heim. Þau sögðu að tófan myndi taka hann ef hann kæmist ekki niður að sjó. Við keyrðum síðan niður að Ægisíðu þar sem við skildum hann eftir niðri í fjöru. Þessi saga lýsir þeim mjög vel – alltaf að hugsa um allt og alla í kringum sig. Emil, Hjalti Már og Ingibjörg. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KJARTAN KONRÁÐ ÚLFARSSON, Boðaþingi 24, Kópavogi, sem andaðist 4. september, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 20. september klukkan 13. Margrét Andersdóttir Anders Kjartansson Dagbjört Þuríður Oddsdóttir María I. Kjartansdóttir Andrés Eyberg Jóhannsson Úlfar Kjartansson Ingunn Heiðrún Óladóttir og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BENEDIKT GEORGSSON, Benni á Brekku, Hlíðarvegi 54, Njarðvík, lést á heimili sínu föstudaginn 6. september. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 24. september klukkan 13. Jón Benedikt Jónsson Georg E.P. Jónsson Hlaðgerður Oddgeirsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, KARITAS JENSDÓTTIR bókasafnsfræðingur, lést á hjúkrunarheimilinu Mörk mánudaginn 16. september. Axel Viðar Egilsson Katherine Anne Brenner Pétur Már Egilsson Guðrún Helga Guðmundsd. og barnabörn Jón Valur Jensson Kolbrún Jensdóttir Elsku faðir, bróðir, frændi og vinur, SIGURÐUR AXEL GUNNARSSON frá Ísafirði, er látinn. Minningarathöfn fer fram föstudaginn 20. september kl. 13 í Fossvogskapellu. Blóm afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans er bent á góðgerðarsamtök. Rakel Björk Fanney Ebba Fjóla Katrín Hanna Lára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.