Morgunblaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Rakel Theodórsdóttir, móðir drengs með skarð í mjúkgómi, hefur kært þá niðurstöðu Sjúkra- trygginga Íslands að synja beiðni um að SÍ taki þátt í kostnaði í nauðsynlegum forréttingum barnsins, sem framhald af aðgerðum sem þegar hafa verið gerðar á drengnum. Kæran var send til úrskurðarnefndar velferðarmála í fyrradag. Rakel, sem er fyrrverandi stjórnarmaður í Breiðum brosum, samtökum foreldra barna sem fædd eru með skarð í vör og/eða gómi, upplýsir um kæruna á facebooksíðu sinni. Í niðurlagi færslu sinnar segir hún: „Mismunun barna á ekki að líðast.“ Morgunblaðið fjallaði um baráttu foreldra, Foreldrafélagsins Breiðra brosa og Félags lang- veikra barna í janúar á þessu ári, þar sem Rakel og Ragnheiður Sveinþórsdóttir, móðir drengs sem fæddist með skarð í harðgómi, fögnuðu breyttri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra, sem hafi verið til hagsbóta fyrir börn með skarð í gómi. Vildi sömu reglur fyrir öll börn Rakel var í gær spurð hvað hefði gerst fyrst hún hafi nú ákveðið að kæra synjun Sjúkra- trygginga: „Þegar reglugerðinni um kostnaðar- þátttöku ríkisins í aðgerðum á börnum með skarð í gómi/og eða vör var breytt kom skýrt fram í máli ráðherra að hún vildi að sömu reglur um kostnaðarþátttöku giltu um öll börn fædd með skarð. Eftir breytinguna á reglugerðinni fórum við og raunar fleiri foreldrar í það að senda aftur inn beiðni um kostnaðarþátttöku rík- isins, en fengum þá höfnun sem byggðist á því að alvarleikinn væri ekki nógu mikil, sem er vit- anlega algjörlega út í hött,“ sagði Rakel. Hún segir afgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands sýna að stofnunin virði einfaldlega ekki eða framkvæmi það sem yfirmaður stofnunarinnar, heilbrigðisráðherra, hafi þegar ákveðið. Dómsmál í undirbúningi Höfnun Sjúkratrygginga barst Rakel hinn 20. júní sl. og þar sem hún hafði þrjá mánuði til þess að kæra synjunina var kæran send til úrskurð- arnefndar velferðarmála í fyrradag. Sömuleiðis hafi Ragnheiður Sveinþórsdóttir sent inn kæru og Sigurður Oddsson sé með í undirbúningi dómsmál vegna dóttur sinnar, sem einnig fékk synjun. Sérmenntaðir mannréttindalögfræðingar séu að undirbúa málsókn Sigurðar á hendur rík- inu. „Það kemur skýrt fram í hinni breyttu reglu- gerð að ráðherra vill að 95% endurgreiðslan vegna tannréttinga nái einnig til barna sem ein- göngu eru með skarð í gómi. Þennan vilja ráð- herrans hunsa Sjúkratryggingar og segja að al- varleikinn sé ekki nægur. Sjúkratryggingar hafna þannig kostnaðarþátttöku í forréttingum tanna barnanna sem eru nauðsynlegar vegna þess að mikil örvefsmyndun hefur átt sér stað í gómi barnanna eftir aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið til að búa til góm í þau svo þau geti nærst eðlilega og talað,“ sagði Rakel. Gísli Vilhjálmsson, sérfræðingur í tannrétt- ingum, sendi, að sögn Rakelar, ítarlega lýsingu á alvarleika sjúkdóms þessara barna sem og sína skoðun á meðferð þeirra innan Sjúkratrygginga Íslands til heilbrigðisráðherra sem og Sjúkra- trygginga í ágúst síðastliðnum. En öll börnin hafi fengið synjun. „Mismunun barna á ekki að líðast“ Barátta Rakel Theodórsdóttir ásamt syni sínum, Bergi Páli Guðjónssyni. Þau fengu höfnun hjá SÍ.  Móðir drengs með skarð í gómi hefur kært synjun Sjúkratrygginga Íslands til úrskurðarnefndar vel- ferðarmála  Segir að SÍ hvorki virði né framkvæmi það sem heilbrigðisráðherra hafi þegar ákveðið Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Engar ákvarðanir hafa verið teknar um hækkun á leigu á félagslegu hús- næði á næstunni hjá þremur stærstu sveitarfélögum landsins, en nokkra athygli vakti fyrir helgi þegar bæj- arstjórn Seltjarnarness samþykkti að hækka leiguna á sínum félagsíbúðum, en áætlað var að heildarhækkunin næmi um 45%, og að leiga á dýrustu íbúðunum yrði um 174.000 krónur. Lítill munur er á leiguverði sveitarfé- laganna þriggja, Reykjavíkur, Hafn- arfjarðar og Kópavogs, þrátt fyrir að mismunandi aðferðum sé beitt við út- reikning leiguverðsins, en dýrustu íbúðirnar þar eru á bilinu 147-157 þúsund krónur. Misjafnt eftir hverfum Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Félagsbústaða í Reykjavík, segir í svari sínu við fyrirspurn Morgunblaðsins að leiguverð Fé- lagsbústaða sé að jafnaði reiknað út sem hlutfall af fasteignamati eignar, en hlutfallið er kallað leigustuðull og er mismunandi eftir hverfum. Þannig eru íbúðir í hverfum 101 og 107, það er miðbæ og Vesturbæ, þar sem fast- eignaverð er jafnan hærra, með leig- ustuðulinn 5%, á meðan íbúðir í hverfum 109 og 111 eru með stuðul- inn 6,41%. Íbúðir í hverfunum 103, 104, 105 og 108 eru með stuðullinn 5,44% og íbúðir í hverfunum 110, 112, 113 eru með stuðulinn 6,28%. Mark- miðið með hinum mismunandi stuðl- um er að draga úr vægi þeirra í þeim hverfum þar sem fasteignaverðið er hærra. Sumar eignir eru án fasteigna- mats, og er þá leiguverðið reiknað út frá stærð íbúðarinnar, sem marg- földuð er með 1.058 krónum auk þess sem 41.036 krónur leggjast of- an á sem grunnleiga. Í þeim tilfell- um uppfærist leiguverðið mánaðar- lega í samræmi við breytingu á Hækkar ekki umfram verðlag í borginni  Leiguverð á félagsíbúðum áþekkt á höfuðborgarsvæðinu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fasteignir Leiguverð hjá Félagsbústöðum mun ekki hækka umfram verð- lagsbreytingar, en leigan er reiknuð út frá fasteignamati íbúðarinnar. neysluvísitölu til verðtryggingar. Sigrún segir jafnframt í svari sínu að leiguverðið hjá Félagsbústöðum muni ekki hækka umfram verðlags- breytingar. Í svari Sigrúnar segir einnig að Fé- lagsbústaðir hafi átt 2.639 íbúðir til útleigu í árslok 2018, auk þess sem stofnunin hafi haft umsjón með gerð leigusamninga 126 félagslegra leigu- íbúða sem eru í eigu annarra aðila. Þá væri gert ráð fyrir að Félagsbústaðir myndu festa kaup á 125 leiguíbúðum til viðbótar á þessu ári og er allt útlit fyrir að þær áætlanir muni ganga eft- ir. Í svörum Sigrúnar kemur einnig fram að meðalleiga á stúdíóíbúð hjá Félagsbústöðum sé 92.423 krónur á mánuði, en samsvarandi meðalverð á almennum markaði sé um 129 þús- und krónur. Þá sé meðalleiga á fjög- urra herbergja íbúð hjá Félagsbú- stöðum 157.764 krónur á mánuði, en meðalleiga á samsvarandi íbúð er rúmlega 241 þúsund kr. á mánuði, samkvæmt gögnum Þjóðskrár um þinglýsta leigusamninga. Rétt er að taka fram að á almennum markaði er misjafnt hvort hiti, rafmagn og hús- sjóður sé innifalið í leiguverðinu, en ekkert af því er innifalið í tölum Fé- lagsbústaða. Þá er ekki reiknað með húsaleigubótum í gögnum stofnunar- innar. Horft til Reykjavíkur Í svörum Kópavogsbæjar við fyr- irspurn Morgunblaðsins kemur fram að bærinn hafi átt 464 félagslegar íbúðir síðastliðið vor, en að einhverjar hafi bæst við á síðustu mánuðum. Leiguverðið á félagslegum íbúðum í Kópavogi er samkvæmt svörum bæj- arins á bilinu 53 þúsund krónur fyrir minnstu íbúðirnar og upp í um 157 þúsund. Í svörum bæjarins til blaðsins kem- ur einnig fram að nú sé verið að skoða og bera saman hvernig önnur sveit- arfélög hagi leiguverði sínu og hvern- ig húsaleigubótum sé háttað, og verð- ur í þeirri vinnu sérstaklega horft til Reykjavíkur. Í svörum Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að engar ákvarðanir hafi verið teknar um hækkun leigu. Segir í svarinu að ákvörðun um hækkun leigu verði væntanlega til umfjöllunar við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2020, en jafnframt var ítrekað að ekki hefði verið tekin ákvörðun þess efnis. Í Hafnarfirði eru 272 íbúðir skráð- ar í félagslega kerfið, en leiguverðið þar miðast við 1.286 krónur á fer- metra. Í svörum bæjarins við fyrir- spurn blaðsins kom fram að stærstu félagslegu íbúðirnar séu um 115 fer- metrar, sem aftur þýði að leiguverðið sé 147.890 kr. Fram kemur í breyttri reglugerð heilbrigðisráðherra frá 21. des- ember í fyrra að greiðsluþátt- taka Sjúkratrygginga taki að- eins til kostnaðar vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga, m.a. vegna eftir- talinna tilvika: „Skarðs í efri tannboga eða klofins góms, harða eða mjúka, sem valdið hefur alvarlegri tannskekkju. Sama á við ef meiri líkur en minni eru á að afleiðingar fæð- ingargallans verði alvarlegar … Meðfæddrar vöntunar fjög- urra eða fleiri fullorðinstanna framan við 12 ára jaxla. Annarra sambærilega alvar- legra tilvika, svo sem alvarlegs misræmis í vexti beina í höfuð- kúpu og kjálka þar sem meðferð krefst kjálkafærsluaðgerðar þar sem bein eru bæði tekin í sund- ur og fest á nýjum stað í sömu aðgerð.“ Alvarlegar afleiðingar BREYTT REGLUGERÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.