Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
FALLEG OG VÖNDUÐ
LEIKFÖNG
úr náttúrulegum efnivið,
tré og silki
ERUM FLUTT
!
á Nýbýlaveg
8
– Portið
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Flugvél brotlenti á Skálafelli
Flugmaðurinn fluttur til aðhlynningar á bráðamóttöku Landspítalans
Helgi Bjarnason
Erla María Markúsdóttir
Lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á
Skálafelli um miðjan dag í gær.
Flugmaðurinn var einn í vélinni og
flutti þyrla Landhelgisgæslunnar
hann á bráðamóttöku Landspítalans
til aðhlynningar.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
barst boð frá neyðarsendi flugvélar-
innar laust fyrir klukkan þrjú í gær.
Þá var einnig tilkynnt um dökkan
reyk sem barst frá svæðinu. „Í kjöl-
farið voru viðbragðsaðilar kallaðir
út. Þyrlan fann flugmanninn þegar
klukkan var korter gengin í fimm og
kom hann þá gangandi að áhöfn
þyrlunnar og var í kjölfarið fluttur
með þyrlu Gæslunnar á Landspítal-
ann í Fossvogi,“ sagði Ásgeir Er-
lendsson, upplýsingafulltrúi Land-
helgisgæslunnar, í gær.
Ekki fengust í gærkvöldi upplýs-
ingar um líðan mannsins.
Vélin er illa brunnin
Fulltrúar frá tæknideild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu og
rannsóknarnefnd samgönguslysa
rannsökuðu vettvang slyssins í gær.
Vélin er af gerðinni Piper PA-18 -
Super Cub og ber einkennisstafina
TF-KAJ. Hún er í eigu flugklúbbsins
Þyts.
Vélin er illa brunnin.
Morgunblaðið/Hari
Skálafell Flugvélin er illa brunnin.
Á minni myndinni sést vélin í flug-
taksbruni á sama stað í apríl 2012.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins og annarra flokka í minnihluta
borgarstjórnar, aðrir en borgar-
fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands,
greiddu atkvæði gegn því á fundi
borgarstjórnar í gærkvöldi að
Reykjavíkurborg veitti einfalda
ábyrgð á 990 milljóna króna láni
sem Sorpa hyggst taka hjá Lána-
sjóði sveitarfélaga til fimmtán ára.
Fulltrúar meirihlutans samþykktu
ábyrgðina. Lánið er liður í aðgerð-
um til að fjármagna viðbótarkostn-
að við byggingu gas- og jarðgerð-
arstöðvar í Álfsnesi ásamt
nauðsynlegum tækjabúnaði.
Fram hefur komið að þau mis-
tök urðu hjá Sorpu að kostnað upp
á 1.356 milljónir króna við bygg-
ingu stöðvarinnar vantaði í fjár-
festingaáætlun. Kostnaðurinn get-
ur orðið hærri, yfir 1.600 milljónir
eins og Eyþór Laxdal Arnalds,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
benti á, eða lægri eins og Líf
Magneudóttir, borgarfulltrúi og
varaformaður stjórnar Sorpu,
sagði frá.
Veð í útsvarstekjum
Sjálfstæðismenn sögðust ekki
geta samþykkt það að veita veð í
útsvarstekjum skattgreiðenda í
Reykjavík vegna lausataka í
rekstri byggðasamlagsins. Eyþór
rifjaði upp að sjálfstæðismenn
hefðu lagt til að innri endurskoðun
borgarinnar yrði falið að gera út-
tekt á málinu, áður en framúr-
keyrslan yrði samþykkt.
Líf taldi nauðsynlegt að fara í
úttekt á yfirstjórn og stjórnskipu-
lagi Sorpu og sagði að tillaga um
fyrirkomulag slíkrar úttektar yrði
lögð fyrir næsta stjórnarfund
byggðasamlagsins sem áformaður
er um næstu mánaðamót. Ákvörð-
un um úttekt mætti ekki leiða til
þess að tafir yrðu á framkvæmd-
um við gas- og jarðgerðarstöðina.
helgi@mbl.is
Minnihlutinn á móti ábyrgð
borgarinnar á láni Sorpu
Fulltrúar ekki sammála um fyrirkomulag úttektar
Lilja Dögg Al-
freðsdóttir
mennta-
málaráðherra og
Ane Halsboe-
Jørgensen,
dönsk starfs-
systir hennar,
sammæltust á
fundi sínum í
Kaupmannahöfn
í gær um að
setja á laggirnar starfshóp sem
fara mun yfir óskir Íslendinga um
að fá fleiri af íslensku handrit-
unum sem nú eru varðveitt ytra til
Íslands. Sem kunnugt er fékk ís-
lenski ráðherrann samþykki ríkis-
stjórnar á dögunum til þess að
vinna þessu máli brautargengi,
það er að taka upp handritasamn-
ingana sem gerðir voru á sínum
tíma.
„Að setja eigi á laggirnar sam-
ráðsnefnd tel ég vera vísbendingu
um skilning Dana á því að við vilj-
um veg þeirra menningarverð-
mæta sem handritin eru sem
mestan. Við viljum fleiri handrit
til Íslands en jafnframt efla rann-
sóknir og kynningu á handritunum
bæði í Reykjavík og Kaupmanna-
höfn. Slíkt myndi þá gerast með
samvinnu beggja þjóðanna,“ segir
Lilja.
Næstu skref í máli þessu segir
Lilja verða tekin af fyrrgreindum
starfshópi þar sem Guðrún Nor-
dal, forstöðumaður Stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, verður í forystu fyrir
hönd íslenskra stjórnvalda.
sbs@mbl.is
Samráð
um handrit
Lilja
Alfreðsdóttir
Fundað í Danmörku
Ekki er vitað hvenær opnuð verður
sjö daga endurhæfingardeild á
Landakoti. Tilkynnt var í vor um
lokun fimm daga endurhæfingar-
deildar, L3, í þessu húsnæði.
Húsnæðið var notað í sumar fyrir
sjúklinga frá Vífilsstöðum á meðan
unnið var að viðgerðum þar.
Anna Sigrún Baldursdóttir, að-
stoðarmaður forstjóra Landspít-
alans, segir að þörfum sjúklinga sem
áður var þjónað á L3 sé nú sinnt á
dagdeildum. Fólkið fari heim til sín
á kvöldin en það hafði farið heim um
helgar af Landakoti. Hún segir að
spítalinn hafi talið mesta þörf fyrir
sjö daga endurhæfingardeild og hún
verði opnuð í þessu húsnæði. Ekki er
vitað hvenær nýja deildin opnar dyr
sínar fyrir sjúklingum. helgi@mbl.is
Ný deild undirbúin
á Landakoti
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði sér-
staka áherslu á mikilvægi þess að mæta þeim
veruleika sem konur af erlendum uppruna af-
hjúpuðu í tengslum við #metoo þegar hún opnaði
alþjóðlega ráðstefnu um málefnið í Hörpu í gær.
Huga þurfi að samspili kyns, kynþáttar og stétt-
ar í tengslum við mismunun og áreitni, en sú um-
fjöllun er meðal lykilviðfangsefna ráðstefn-
unnar. Yfir 800 manns taka þátt í ráðstefnunni.
Hjálpa þarf konum af erlendum uppruna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
800 manns taka þátt í ráðstefnu um #metoo í Hörpu
Ljósmynd/Baldur Sveinsson