Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Einnig mikið úrval varahluta
í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu.
Kerrur
frá Ifor Williams í öllum stærðum
og útfærslum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Atvikum á bráðamóttöku Landspít-
alans þar sem eitthvað hefur farið úr-
skeiðis við meðhöndlun sjúklinga,
hefur fjölgað sl. ár samkvæmt upp-
lýsingum Elísabetar Benedikz, yfir-
læknis gæða- og sýkingarvarnadeild-
ar. Mikið álag hefur verið á
bráðamóttökunni að undanförnu.
Fyrir tíu árum eða á árinu 2009 var
heildarfjöldi atvika á bráðamót-
tökunni 318, þau voru 333 á árinu
2014 en eru 481 það sem af er árinu
2019 að sögn hennar. „Þeim hefur því
fjölgað en mismikið milli ára en það
er greinileg aukning fyrir árið 2019,“
segir hún í svari við fyrirspurn Morg-
unblaðsins.
12 alvarleg atvik á 3 árum
Segir Elísabet að hafa beri í huga
að frá desember 2018 færðist bráða-
þjónusta hjartagáttar inn á bráða-
deild G2. Flest eru atvikin á bráða-
deild G2, sem er meginstarfseining
bráðamóttökunnar eða 411 það sem
af er ári. Mun færri atvik eru á bráða-
og göngudeild G3, þar sem minna
veikir/slasaðir eru til meðferðar eða
38. Nýlega er farið að skrá atvik
hreyfiteymisins sérstaklega, þ.e.
þjónustu lyflækninga á bráðamót-
tökunni, og hafa samtals 32 atvik ver-
ið skráð á það.
Alvarleg atvik sem skráð eru í
flokki 3 á sjúkrahúsinu, þ.e.a.s. þar
sem sjúklingur varð fyrir varanleg-
um miska eða lést, eru samtals 18 á
tíu ára tímabili en þar af hafa 12
þeirra átt sér stað á sl. þremur árum
og tvö það sem af er árinu 2019.
„Fjöldi atvika í flokki 2 (meðalal-
varlegt) helst nokkuð svipaður sl. 5
ár, en frá 2014 var farið að styðjast
við nákvæmari áhættuflokkun við
flokkun atvika. Fjölgunin er mest í
flokki 1 (ekki alvarleg atvik). Atvik-
um tengdum lyfjameðferð hefur
fjölgað sl. 10 ár og þá einkum sl. 2 ár.
Þau voru 13 árið 2009 en eru 54 það
sem af er ári,“ segir hún. Þá hefur
byltum líka fjölgað á bráðamóttökum
en í ár eru skráðar 24 byltur frá ára-
mótum fram í miðjan september en
til samanburðar voru bylturnar 36 í
fyrra en 10 á árinu 2009.
,,Þetta tvennt tengist án efa aukn-
um fjölda sjúklinga í bið eftir legu-
plássum,“ segir Elísabet. Átt hefur
sér stað lítilsháttar fjölgun atvika
sem tengjast meðferð/rannsókn og
atvikum tengdum þjónustu.
Spurð um ástæður þess að atvikum
hefur fjölgað segir Elísabet að aug-
ljósar orsakir sé að finna í umhverfi
bráðamóttökunnar; örtröð sjúklinga
á bráðamóttökunni og aukið álag á
starfsfólk, hindrun á flæði á viðeig-
andi þjónustustig (legudeildir, gjör-
gæslur) vegna örtraðar á legudeild-
um og skorts á plássum og starfsfólki
á þessum einingum.
Truflun er mikil
„Bráðamóttökur eru hvorki með
mönnun né umgjörð til að vista legu-
deildarsjúklinga umfram örfáar
klukkustundir. Umhverfið þar er
bæði óreiðukennt og erilsamt, því eðli
starfseminnar (bráðaþjónusta) er
þannig. Truflun er mikil og það hefur
áhrif á meðferð sjúklinga sem bíða
eftir öðru þjónustustigi. Bráðamót-
takan er sérhæfð í móttöku og fyrstu
meðferð allra bráðavandamála og
þarf að geta tekið við stórslysum og
bráðum veikindum án fyrirvara og án
tafar eða truflana, sem óhjákvæmi-
lega skapast af því að vista fjölda
legusjúklinga í plássum sem eru ætl-
uð fyrir annað,“ segir hún.
481 atvik það sem af er þessu ári
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bráðamóttakan Mikið álag hefur verið að undanförnu og örtröð sjúklinga.
Greinileg fjölgun atvika á bráðamóttöku á þessu ári að sögn yfirlæknis Örtröð sjúklinga á bráða-
móttöku, aukið álag á starfsfólk og skortur á plássum og starfsfólki meðal helstu ástæðna vandans
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Steypireyðum hefur fjölgað talsvert
á hafsvæðinu í kringum Ísland og
er nú talið að um þrjú þúsund dýr
séu á svæðinu, samkvæmt upplýs-
ingum Gísla Víkingssonar, hvala-
sérfræðings hjá Hafrannsókna-
stofnun. Síðustu áratugi hafa dýrin
verið talin vera rúmlega þúsund en
nærri stofninum var gengið með
hvalveiðum fyrir röskum 100 árum.
Hægar hefur þó gengið að byggja
upp stofn steypireyða heldur en
langreyða, en nú er talið að í síð-
arnefnda stofninum séu tæplega 37
þúsund dýr. Það er fjölgun um sjö
þúsund dýr frá því í talningu 2007.
Hnúfubakur að ná jafnvægi
Þessar tölur um fjölgun í stofnum
stórhvela má lesa í ritrýndri grein
um endanlegar niðurstöður stórrar
alþjóðlegrar hvalatalningar árið
2015. Greinin birtist í vísindariti
Norður-Atlantshafssjávarspen-
dýraráðsins, Nammco, og er Gísli
meðal höfunda. Talið var á svæðinu
í kringum Ísland, þ.e. frá Austur-
Grænlandi austur um Ísland og
Færeyjar til Jan Mayen. Síðustu ár
hafa gögn úr þessari talningu nýst í
vinnu innan vísindanefndar Al-
þjóðahvalveiðiráðsins og
NAMMCO.
Gísli segir að mikil fjölgun hafi
orðið í stofni hnúfubaka frá 1987 og
fram yfir aldamót eða úr um tvö
þúsund dýrum í 10-14 þúsund dýr
og var fjölgunin sjöföld frá 1987 til
2001. Nú sé fjöldinn í kringum 10
þúsund dýr og hugsanlega hafi
stærð stofnsins náð jafnvægi.
Hnýðingar fleiri
en áður var talið
Talið er að fjöldi hrefna hafi lítið
breyst síðustu ár og stofninn á
svæðinu telji 50-70 þúsund. Hins
vegar hefur hrefnan að stórum
hluta flutt búsvæði sín af land-
grunninu við Ísland og m.a. til Jan
Mayen.
Í talningunni var mest áhersla
lögð á fjölda stórhvela en þó var
gögnum einnig safnað um minni
hvali eins og höfrunga. Þannig er
talið að 159 þúsund hnýðingar hafi
verið á svæðinu, sem er mun meira
en áður þegar fjöldinn var áætlaður
nokkrir tugir þúsunda. Hugsanlega
eigi breytt aðferðafræði þátt í þess-
ari aukningu.
Svipaður þéttleiki grindhvala
Talið er að 344 þúsund grind-
hvalir hafi verið á svæðinu í Mið-
Norður-Atlantshafi og var þéttleik-
inn svipaður og áður. Samkvæmt
annarri könnun er ekki talið að
breyting hafi orðið á stofnstærð
grindhvala síðustu áratugi.
Talningin nær þó ekki alveg utan
um útbreiðslusvæði grindhvala, sem
er að hluta sunnan við talning-
arsvæðið. Flestir grindhvalir mæld-
ust 1989 þegar þeir voru taldir á
bilinu 6-700 þúsund, en þá var farið
mun sunnar heldur en í talningunni
2015.
Stærri stofnar stórhvela
á hafsvæðinu við landið
Þrjú þúsund steypireyðar Þreföldun á síðustu árum
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Sýning Steypireyður blæs við hlið hvalaskoðunarbátsins Falds á Skjálfandaflóa fyrir nokkrum árum.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Samningar við ríki og sveitarfélög
eru langt frá því að vera í augsýn,
því miður, og það er áhyggjuefni,“
segir Maríanna H. Helgadóttir, for-
maður Félags íslenskra náttúru-
fræðinga (FÍN), um stöðuna í kjara-
viðræðum.
„Það hefur ekki mikið gerst í við-
ræðum okkar við ríkið, ekkert nýtt
er að frétta hjá Reykjavíkurborg og
enn minna hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga,“ segir hún. ,,Ég hef
tæplega 13 ára reynslu í þessu og ég
man ekki eftir svona árangurslitlum
viðræðum áður. Það snýst allt um
það að ræða styttingu vinnuvikunn-
ar gegn sölu á ýmsu öðru í staðinn,“
segir Maríanna.
Að sögn hennar hefur Reykjavík-
urborg gengið lengst í að útfæra
styttingu vinnuvikunnar og þar virð-
ist eiga að láta starfsmenn selja ým-
is gæði eða réttindi í staðinn fyrir
styttingu vinnuvikunnar. „Það kem-
ur ekki til greina að FÍN semji um
að selja ýmis réttindi okkar fé-
lagsmanna í skiptum fyrir styttingu
vinnuvikunnar. Tilraunaverkefni hjá
Reykjavíkurborg hafa skilað góðum
niðurstöðum en það verkefni fól
ekki í sér að starfsmenn þyrftu að
afsala sér einhverju á móti stytting-
unni. Það er því dapurlegt að
Reykjavíkurborg nálgist verkefnið
með allt öðrum hætti við samninga-
borðið.
Tillögurnar sem eru á borðinu um
styttingu vinnuvikunnar ná ekki að
uppfylla okkar kröfur. Krafa okkar
er að um raunverulega styttingu
vinnuvikunnar sé að ræða, 35
stunda vinnuviku, án þess að selja
ýmis gæði sem verkalýðshreyfingin
hefur samið um til handa sínum fé-
lagsmönnum i sinni áralöngu bar-
áttu fyrir bættum kjörum og rétt-
indum,“ segir hún.
Efling vísar kjaradeilu við
borgina til ríkissáttasemjara
Efling – stéttarfélag hefur vísað
kjaradeilu félagsins við Reykjavík-
urborg til ríkissáttasemjara. Í frétt
frá félaginu segir að það líti svo á að
viðræður við borgina hafi reynst ár-
angurslausar en þær hafa staðið síð-
an í febrúar sl. Eitt helsta ágrein-
ingsmálið í viðræðunum felur í sér
kröfu um styttingu vinnuvikunnar.
Samningar langt
í frá í augsýn
Selja ekki réttindi gegn styttingu