Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Við framleiðum lausnir
Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is
UMFERÐAREYJAR
Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki
Henta vel til að stýra umferð, þrengja
götur og aðskilja akbrautir.
Til eru margar tegundir af skiltum,
skiltabogum og tengistykkjum sem
passa á umferðareyjarnar.
Angel Gurria, framkvæmdastjóriOECD, átti leið til landsins og
Morgunblaðið ræddi við hann af því
tilefni. Athyglisvert er fyrir Íslend-
inga að sjá hvernig framkvæmda-
stjórinn horfir á stöðu efnahags-
mála og lífskjara hér á landi og er
óhætt að segja að augu gestsins sjái
stöðuna með nokk-
uð öðrum hætti en
sumir þeir lands-
menn sem tjá sig um
sömu mál.
Gurria ræddiójöfnuð og
ókosti hans, en sagði Ísland vont
dæmi til að taka um ójöfnuð, enda
væri Ísland það land „sem hefur
einna lægstan Gini-stuðul og hér er
lítill ójöfnuður almennt. Hér er
launajöfnuður og munur hámarks-
og lágmarkslauna er ekki svo mik-
ill“.
Hann sagði einnig að staða Ís-
lands væri góð með hliðsjón af
landsframleiðslu og að Íslendingar
hefðu endurheimt fyrri styrk eftir
efnahagskreppuna 2008.
Og hann bætti við: „Út frásjónarhóli fjölskyldna, jöfn-
uðar o.fl. er Ísland eitt allra best
stadda land OECD, t.d. hvað varðar
atvinnuleysi. Í samanburði við önn-
ur OECD-lönd gengur Íslandi vel,
hér eru lífsgæði mikil.“
Við þetta má bæta þeirri stað-reynd að hér á landi fer mun
hærra hlutfall landsframleiðsl-
unnar í að greiða laun en þekkist
innan OECD. Það þýðir með öðrum
orðum að íslenskir launþegar fá í
sinn hlut stærri sneið af þjóðarkök-
unni gómsætu en launþegar ann-
arra landa.
Mikilvægt er að hafa þetta íhuga þegar umræður um
ójöfnuð, misrétti og jafnvel arðrán
fara á flug.
Angel Gurria
Lífsgæði
eru mikil á Íslandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæð-
inu hefur hafnað lögbannskröfu
Neytendasamtakanna á innheimtu-
fyrirtækið Almenna innheimtu ehf.
og forsvarsmann þess, Gísla Kr.
Björnsson.
Breki Karlsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, staðfesti þetta í
samtali við mbl.is í gær. Samtökin
kröfðust lögbannsins vegna þess að
þau telja fyrirtækið beita ólögmætum
aðferðum við innheimtu krafna fyrir
smálán þannig að hlutfallstala kostn-
aðar sé mun hærri en lög heimili.
Áfrýjað og fer fyrir dóm
Breki segir að rökstuðningur
sýslumanns hafi verið á þá leið að fólk
geti sjálft sótt kröfur sem það eigi inni
hjá fyrirtækinu. „Við ætlum að áfrýja
þessu og fara með málið fyrir dóm,“
segir Breki. „Við unum þessu ekki og
teljum almannaheill vera undir.“
Krafa Neytendasamtakanna var
sett fram með aðstoð VR. Von er á
frekari aðgerðum gegn smálánafyrir-
tækjunum og þeim fyrirtækjum sem
aðstoða þau við að viðhalda ólöglegri
starfsemi gegn neytendum sem eiga
erfitt með að bera hönd fyrir höfuð
sér.
Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu
Neytendasamtökin áfrýja niðurstöðu
sýslumanns vegna smálánafyrirtækja
Morgunblaðið/Eggert
Neytendur Breki Karlsson er for-
maður Neytendasamtakanna.
Hafin er landssöfnun á birkifræjum
og er söfnunin liður í verkefni sem
snýr að endurheimt birkiskóga, sem
eru mikilvægur þáttur í uppgræðslu
lands og kolefnisbindingu. Fjallað
er um átakið á heimasíðu Land-
græðslunnar og segir þar að 2019 sé
ekki gott fræár fyrir birki. Víða
megi þó finna tré með gott fræ.
Stóraukin útbreiðsla innlendra trjá-
tegunda sé mjög öflug leið til að
draga úr og aðlagast áhrifum lofts-
lagsbreytinga.
„Slakt fræár ætti að vera enn
meiri hvatning fyrir fólk til að fara á
stúfana og leita uppi falleg tré með
gott fræ. Með fræsöfnun hjálpum
við náttúrunni til að hjálpa sér sjálf.
Söfnun birkifræs er góð ástæða til
að komast út og njóta fallegra
haustdaga. Auk þess er fræsöfnun
prýðileg fjölskylduskemmtun og er
full ástæða til að hvetja vinnufélaga
til að fara í fræsöfnunarferðir,“ seg-
ir á heimasíðunni.
Umhverfisvæn verðlaun
Fræið þarf að vera þurrt í pokun-
um og best er að koma pokunum
sem fyrst á söfnunarstaði. Ef söfn-
unarpokum er ekki skilað strax þarf
að geyma þá í kæli. Nöfn þeirra sem
safna þurfa líka að fylgja fræpok-
unum. Átakinu lýkur um miðjan
október og þá verður dregið úr
nöfnum þeirra sem söfnuðu fræi og
umhverfisvæn verðlaun verða veitt.
Landgræðslan, Olís og Heklu-
skógar standa fyrir átakinu. Söfn-
unarpokar eru fáanlegir víða á Olís-
stöðvum, sem einnig taka við pok-
unum þegar fólk er búið að safna
fræi í þá. Heimasíða átaksins er:
www.olis.is/birkifrae.
Landssöfnun hafin
á birkifræjum
Ekki gott fræár,
en samt má víða
finna góð birkitré
Ljósmynd/Landgræðslan
Birkifræ Fræsöfnun þykir vera
prýðileg fjölskylduskemmtun.