Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Þægileg leið fyrir viðskiptavininn. Kemur honum í
beint samband við réttan starfsmann sem klárar
málið. Góð yfirsýn og gegnsæi með verkefnunum.
Kynntu þér málið á www.eignarekstur.is
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Þjónustugátt Eignareksturs
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
Kosning formanns og varafor-
manna er á dagskrá fundar um-
hverfis- og samgöngunefndar Al-
þingis sem boðaður er klukkan þrjú
í dag. Ekki tókst að kjósa formann
á fundi nefndarinnar í gær.
Fulltrúi Miðflokksins á að fá
embætti formanns umhverfis- og
samgöngunefndar, samkvæmt sam-
komulagi stjórnarandstöðuflokk-
anna. Bergþór Ólason var formað-
ur þar til hann tók sér frí frá
þingstörfum vegna Klausturmáls-
ins. Miðflokkurinn tilnefnir hann í
embættið nú. Björn Leví Gunn-
arsson, þingmaður Pírata, stakk
hins vegar upp á Karli Gauta
Hjaltasyni, samflokksmanni Berg-
þórs. Fundinum var þá frestað og
hafði hann aðeins staðið í fimm eða
sex mínútur.
Aftur reynt að kjósa
formann nefnd-
arinnar á fundi í dag
Áhrif áfalla og
fíknar í fjöl-
skyldum nefnist
námskeið sem
haldið verður í
Akoges-salnum í
Lágmúla frá kl.
9-16. í dag. Fyr-
irlesari er
Claudia Black
Ph.D. en yfir-
skrift námskeiðsins er titill bókar
sem hún tók saman og hefur verið
gefin út á íslensku af SJ-útgáfunni.
Sigurlína Davíðsdóttir er þýðandi
bókarinnar.
Norræna fagráðið stendur að
námskeiðinu en í tilkynningu frá
ráðinu segir m.a. að Claudia sé eft-
irsóttur fyrirlesari víða um heim,
ásamt því að hafa hannað meðferð
fyrir börn og unglinga í Bandaríkj-
unum.
Námskeið um áhrif
áfalla og fíknar
Claudia Black
Hæstiréttur Ís-
lands og Háskóli
Íslands, í sam-
vinnu við Rann-
sóknastofnun Ár-
manns Snævarr
um fjölskyldu-
málefni, bjóða til
heiðurssamkomu
í dag í tilefni af
því að 100 ár eru
liðin frá fæðingu Ármanns Snæv-
arr, fyrrverandi rektors Háskóla
Íslands. Samkoman fer fram í há-
tíðasal Háskóla Íslands og hefst
klukkan 16.
Meðal þeirra sem flytja ávörp eru
Jón Atli Benediktsson rektor og Ár-
mann Snævarr, dóttursonur og al-
nafni rektorsins fyrrverandi. Fund-
arstjóri er Garðar Gíslason, fv.
hæstaréttardómari. Að dagskrá
lokinni verður boðið upp á léttar
veitingar.
Málþing til heiðurs
Ármanni Snævarr
Ármann Snævarr
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Utanríkisráðuneytið telur sér ekki
fært að afhenda drög að samningi
við Kínastjórn varðandi innviða-
verkefnið Belti og braut. Vísað var
til upplýsingalaga um að „heimilt sé
að takmarka aðgang almennings að
gögnum þegar mikilvægir almanna-
hagsmunir krefjist, enda hafi þau að
geyma upplýsingar um samskipti við
önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir“.
Belti og braut er eitt umfangs-
mesta, ef ekki umfangsmesta, inn-
viðaverkefni sögunnar. Með því
hyggst Kínastjórn færa Kína nær
mörkuðum í Mið-Asíu, Evrópu og
Afríku með uppbyggingu innviða og
samgöngumannvirkja. Markmiðið
er meðal annars að stytta flutnings-
tíma og greiða almennt fyrir við-
skiptum. Siglingaleiðin norður fyrir
Rússland er hluti af áformunum en
sú leið gæti legið framhjá Íslandi.
Vísaði ummælum Pence á bug
Í heimsókn sinni til Íslands þakk-
aði Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, stjórnvöldum fyrir að
hafna samstarfi við Kína um Belti og
braut. Jin Zhijian, sendiherra Kína á
Íslandi, sagði síðan í samtali við
Morgunblaðið að þetta væri alrangt.
Pence varaði líka stjórnvöld við
samstarfi við kínverska tæknirisann
Huawei m.t.t. öryggissjónarmiða.
Samkvæmt heimildum blaðsins úr
fjarskiptageiranum hefur Banda-
ríkjastjórn einkum áhyggjur af
væntanlegri innleiðingu 5G-kerfisins
í farsímakerfi Vesturlanda. Ástæðan
sé grunsemdir um að Huawei geti
skilið eftir bakdyr í kerfið. Með því
að tengja helstu stjórnkerfi við 5G-
kerfið geti stjórnvöld á Vestur-
löndum því orðið berskjölduð fyrir
árásum. Þannig verði fræðilega séð
hægt að koma fyrir njósnabúnaði í
hugbúnaði, eins konar Trójuhesti,
sem geri kleift að sækja upplýsingar
í kjarnabúnað og jafnvel taka stjórn
á virkni tækja, á borð við sjálfkeyr-
andi bíla, skip og læknabúnað.
Þeir sem tortryggja tæknirisana
hafa bent á leyniskjöl nefnd eftir
uppljóstranum Edward Snowden.
Þar komi m.a. fram að bandaríska
tæknifyrirtækið Cisco hafi verið
með bakdyr í búnað sinn. Búnaður
frá Cisco kemur við sögu í stórum
hluta netumferðar á Íslandi.
Stefna á innleiðingu 5G 2020
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri
Nova, segir styttast í innleiðingu 5G-
kerfisins. Hún segir aðspurð að
Nova notist við kerfi frá Huawei.
„Nova hefur tekið í notkun fyrsta
5G-sendinn á Íslandi og hefur hafið
prófanir á 5G farsíma- og netþjón-
ustu til viðskiptavina sinna. Nova
sótti um 5G-tilraunaleyfið til Póst-
og fjarskiptastofnunar fyrr á þessu
ári. Tilraunirnar munu taka nokkra
mánuði en þróunin í búnaði fyrir
þráðlaus fjarskipti hefur verið mjög
hröð að undanförnu. Næsta skref er
tíðniúthlutun Póst- og fjarskipta-
stofnunar. Búast má við að 5G-kerfið
verði komið í almenna útbreiðslu hér
á landi á næsta ári, árið 2020. Þegar
uppfærslu fjarskiptakerfis Nova í
5G verður lokið munu notendur
njóta að meðaltali tífalt meiri net-
hraða miðað við 4G,“ segir Margrét.
Hún segir aðspurð að Nova og Hua-
wei hafi átt í samstarfi allt frá stofn-
un Nova, eða frá árinu 2006. Samn-
ingurinn sé ekki tímabundinn.
Fylgjast vel með umræðunni
Spurð út í varnaðarorð Pence
varðandi Huawei segir Margrét að
Nova leggi áherslu á öryggismál.
„Við fylgjumst mjög vel með um-
ræðunni og leggjum gríðarlega
áherslu á áreiðanleika og öryggi
kerfa okkar. Við gerum reglulega
áhættumat á kerfum Nova og upp-
færum það mat með tilliti til umræð-
unnar. Ennþá hefur ekkert komið
fram um óeðlilega eða óásættanlega
veikleika og því miður virðist um-
ræðan ákaflega pólitísk. Öryggið er
ávallt í fyrirrúmi hjá Nova. Það er
sjálfsagt að það eigi sér stað um-
ræða um þessi mál en slík umræða
ætti að fara fram á faglegum grunni
frekar en eingöngu pólítískum.“
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýn-
ar, sem hefur umboð fyrir Vodafone,
er höfundur bókarinnar Norður-
slóðasókn sem kom út árið 2013, eða
sama ár og Xi Jinping Kínaforseti
greindi frá Belti og braut.
Áhuginn á norðrinu eðlilegur
Heiðar er jafnframt formaður
Efnahagsráðs norðurslóða (AEC).
„Áhugi mest hraðvaxandi hag-
kerfa heims á norðurslóðum er eðli-
legur og það ætti ekki að gera þeim
upp annarlegan tilgang. Þessi lönd
eru við Kyrrahafið og þau skortir
hrávörur, flutningaleiðir og aðgang
að ýmsu sem er nær Evrópu og Atl-
antshafinu. Um 2 milljarðar manna
munu færast úr lágstétt í miðstétt í
Asíu á næstu tíu árum. Þetta fólk
skortir góðan fisk og aðgang að ýms-
um orkugjöfum, hreinum og endur-
nýjanlegum, en líka olíu og gasi. Svo
vilja þessar þjóðir finna betri leiðir
til að koma vörum á markað, hvort
sem það eru gagnaflutningar eða
siglingar. Það er því eðlilegt að verk-
efni eins og Belti og braut, sem
gengur út á að tengja betur Asíu og
Evrópu, sé í gangi. Það tengist ekki
aðeins Kína heldur líka áhuga Suð-
ur-Kóreu og Japans og fleiri ríkja
sem eru með ört vaxandi hagkerfi.“
Ekki hægt að flytja innviði
Heiðar telur ekki ástæðu til tor-
tryggni hvað snertir mögulegar fjár-
veitingar úr sjóðum Beltis og braut-
ar til innviðauppbyggingar á Íslandi.
„Það er vegna þess að innviðir eru
þeirri náttúru gæddir að þeir eru
ekki færanlegir. Það væri ekki nema
að það væru 63 Kínverjar á Alþingi
sem ég hefði áhyggjur. Meðan við
erum sjálfstæð þjóð og ráðum okkar
lögum og reglum, og löggjafinn er
íslenskur, hef ég ekki áhyggjur af
því,“ segir Heiðar og bendir á að
Kína hafi samið um Belti og braut
við um 140 þjóðir, þar af um 20 í
Evrópu. „Áætlunin gæti orðið allt að
50 sinnum stærri en Marshall-
áætlunin sem endurbyggði Evrópu
eftir síðari heimsstyrjöldina.“
Yrðu háð einum birgi
Það séu engir færari en Kínverjar
í uppbyggingu innviða. Tækifærin á
Íslandi geti m.a. falist í hafnargerð,
flugvöllum og uppbyggingu fjar-
skipta- og rafkerfa. Allt séu þetta
fjármagnsfrekir innviðir.
Spurður um áhyggjur Banda-
ríkjastjórnar af Huawei bendir
Heiðar á að tveir risar séu nú á fjar-
skiptamarkaðnum, Ericsson og
Huawei. Með því að hafna við-
skiptum við annað fyrirtækið missi
viðskiptavinurinn samningsstöðu og
verði um leið háður einum birgi.
„Enginn viðskiptamaður kemur
sér vísvitandi í þá stöðu. Við getum
horft á Vodafone í Þýskalandi sem
kýs að vera í viðskiptum við bæði
Ericsson og Huawei. Mér vitanlega
hefur ekkert land í Evrópu sagt að
það ætli sér ekki að nota búnað frá
Huawei. Þótt Pence hafi komið hing-
að og sagst hafa fengið þau skilaboð
frá pólsku ríkisstjórninni að hún ætl-
aði ekki að nota tæki frá Huawei
kannast enginn í Póllandi við það.“
Þá segir hann aðspurður óþarft að
hafa áhyggjur af því að Huawei gæti
komist í stjórnkerfi á Íslandi í gegn-
um bakdyr í 5G-kerfið. „Það gengur
ekki upp nema þeir reki búnaðinn á
Íslandi. Ástæðan er sú að Ísland er
eyja og íslenska ríkið og Farice reka
gagnaflutninga til og frá landinu.
Einkafyrirtæki, sem eru nánast ein-
göngu í eigu Íslendinga, reka svo
kerfið innanlands. Við stýrum virka
búnaðinum á kerfunum. Því sem fer
um rörið, eða turninn, er stjórnað af
þessum virka búnaði,“ segir Heiðar.
Hann telur aðspurður „ómögulegt“
að sækja upplýsingar í gegnum slík-
ar bakdyr í núverandi kerfi.
Andvíg aðkomu Kínverja
Þá telur Heiðar aðspurður að
Bandaríkjastjórn sé andvíg aðkomu
Kínverja að uppbyggingu innviða í
nágrenni Bandaríkjanna. Þ.m.t. á
Grænlandi og Íslandi. „Það er af því
að þeir vilja ekki samkeppni. Þeir
vilja sitja einir að uppbyggingu inn-
viða í kringum þessi samfélög. Það
er í raun hernaðarhyggja sem ræður
þessu frekar en nokkrir viðskipta-
hagsmunir. Það er í raun fráleitt að
Bandaríkjastjórn blandi sér í íslensk
innanlandsmál og setji þrýsting á
hvaða birgja við notum. Ef við fylgj-
um því ekki, hvað þá? Hvað ætlar
hún að gera? Sé skoðað hverjir vilja
leggja fjármuni í uppbyggingu á
norðurslóðum eru það Kínverjar,
Suður-Kóreumenn, Japanar og
Rússar. Bandaríkjastjórn segir ríkj-
unum í norðri að bíða þar til henni
hugnast að gera eitthvað á svæð-
inu,“ segir Heiðar Guðjónsson.
Leynd er yfir samningnum
Utanríkisráðuneytið hafnar afhendingu samnings við Kína um Belti og braut
Forstjóri Sýnar segir ekkert að óttast varðandi áhuga Kínverja á innviðum
Margrét
Tryggvadóttir
Heiðar
Guðjónsson
AFP
Risi Huawei er orðið eitt stærsta fyrirtæki heims á snjallsímamarkaði.