Morgunblaðið - 18.09.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Ísland lendir í 6. sæti af 149 þjóðum
heims á lista stofnunarinnar Social
Progress Imperative (SPI) þegar
mæld eru lífsgæði og styrkur fé-
lagslegra framfara. Norðmenn eru
efstir á listanum, annað árið í röð, og
fyrir neðan þá koma Danir, Sviss-
lendingar, Finnar og Svíar. Fyrir
neðan Ísland á topp-10 listanum eru
Nýsjálendingar, Þjóðverjar, Kan-
adabúar og Japanir.
Úttekt þessi hjá SPI er nú gerð í
sjötta sinn. Í ár er tekið mið af því
hvar þjóðir heims standa þegar kem-
ur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna.
Vísitalan hjá SPI segir til um hæfni
samfélaganna til að mæta grunnþörf-
um borgaranna, stuðla að og viðhalda
lífsgæðum þeirra og veita einstak-
lingum tækifæri til betra lífs. Í til-
kynningu frá SPI á Íslandi er vísital-
an sögð endurspegla heildstæða
mynd af samfélagslegum og um-
hverfislegum þáttum og aðgreini sig
þannig frá öðrum mælikvörðum.
Ísland í 1. sæti í 15 flokkum
SPI mælir alls 51 undirþátt í sinni
vísitölu. Þegar horft er til allra þess-
ara þátta hafa 137 þjóðir af 149 verið
að bæta sig frá árinu 2014, þegar
fyrsta mæling SPI fór fram.
Sem fyrr segir skorar Noregur
hæst, fær núna 90,95 stig af 100
mögulegum og sýnir framfarir á öll-
um sviðum. Ísland er í sjötta sætinu
með 89,29 stig og hefur síðan 2014
sýnt nokkurn stöðugleika í mæling-
unum. Hefur Ísland ekki verið með
betri útkomu í mælingum SPI. Af
þessum 51 undirþætti er Ísland í 1.
sæti í 15 flokkum. Þannig er Ísland
númer eitt þegar kemur að aðgengi
að rafmagni. Þá er hvergi í heim-
inum t.d. meira umburðarlyndi
gagnvart minnihlutahópum en á Ís-
landi, þátttaka þeirra í samfélaginu
er mest hér og ofbeldi í þeirra garð
hvergi minna. Ísland er líka í efsta
sætinu þegar kemur að jákvæðu við-
horfi til samkynhneigðra.
Einn helsti veikleiki Íslands sam-
kvæmt úttekt SPI er í undirþáttum
sem mæla málefni umhverfisgæða,
vatns og hreinlætis. Þar erum við
eftirbátar þeirra þjóða sem hafa
sambærilegar tekjur. Lægsta skor
Íslands, eða 62,36, er síðan gagnvart
framhaldsmenntun.
Lífsgæði og félagslegar framfarir á Íslandi
Árið 2019 skv. lista Social Progress Imperative-stofnunarinnar
Heimild: Social Progress Imperative
Grunnþarfir 98,30
Grunnstoðir velferðar 87,91
Tækifæri 81,66
Heilbrigði 98,74
Vatn og hreinlæti 99,70
Húsnæði 98,63
Öryggi 96,13
Grunnmenntun 97,05
Upplýsingar og samskipti 90,09
Heilsa og líðan 87,88
Umhverfisgæði 76,61
Borgaraleg réttindi 95,17
Persónufrelsi 87,14
Þátttaka 81,97
Framhaldsmenntun 62,36
Í 6. sæti félags-
legra framfara
Ísland ekki náð hærra í mælingu SPI
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Íbúum hér á svæðinu fjölgar sem er
ánægjulegt. Sem dæmi má nefna að
hér er minnst fækkun barna í dreif-
býli á landinu og börnum í skólanum
fjölgar. Sú staðreynd veit á gott um
framtíðina,“ segir Ragnheiður Jóna
Ingimarsdóttir,
nýr sveitarstjóri í
Húnaþingi
vestra. Hún kom
til starfa nyrðra
15. ágúst. Það
segir nokkuð um
stöðu mála á
svæðinu að henni
var þá ómögulegt
að fá húsnæði á
Hvammstanga,
þar sem skrifstofur sveitarfélagsins
eru.
„Ég er svo sem ekki á flæðiskeri
stödd. Bý um þessar mundir í fínni
íbúð frammi í Miðfirði, sem er um
það bil 15 kílómetra frá Hvamms-
tanga og ek þaðan til vinnu, sem
þykir ekki mikið miðað við vega-
lengdir á höfuðborgarsvæðinu. Svo
er ég alin upp í sveit og líkar vel í því
umhverfi,“ segir Ragnheiður Jóna
sem á síðasta ári var framkvæmda-
stjóri hátíðahalda í tilefni af aldar-
afmæli fullveldis Íslands.
Fram á mitt þetta ár sinnti hún
ýmsum verkefnum fyrir stjórnvöld í
tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli.
Fyrr á árum starfaði hún hjá Ey-
þingi, samtökum sveitarfélaga á
Norðurlandi eystra, og þekkir því
vel til sveitarstjórnarmála.
Íbúðarhúsnæði í byggingu
„Nú er verið að byggja talsvert af
íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu,
bæði á Hvammstanga og í dreifbýl-
inu,“ segir Ragnheiður Jóna. „Hér í
Húnaþingi vestra hefur verið hús-
næðisskortur sem kemur auðvitað
til af því að atvinnuástandið er gott.
Landbúnaður, ferðaþjónusta, önnur
þjónusta og ýmis starfsemi í
tengslum við landbúnaðinn er undir-
staðan í atvinnulífinu hér og þar
hafa góðir hlutir verið að gerast að
undanförnu. Því er óhætt að segja að
atvinnulíf, þjónusta, menning og
mannlíf sé gott í sveitarfélaginu og
því sækir fólk hingað.“
Í Húnaþingi vestra búa í dag 1.204
manns og hefur fjölgað um 22 frá sl.
áramótum. Þetta er víðfeðmt sveit-
arfélag; nær frá sunnanverðum
Ströndum og Hrútafirði að Gljúfurá
í Hópi í austri – og svo á hinn veginn
frá ströndinni og langt inn til dala.
Sveitirnar eru grösugar og þar eru
meðal annars rekin stór og afurða-
góð sauðfjárbú. Þá hefur vakið at-
hygli að ungt fólk er að taka við bú-
skap á allmörgum bæjum í Húna-
þingi vestra sem endurspeglast í
þjónustu sem snýr að ungu fólki; það
er skólar, íþróttaaðstaða og fleira.
Flóttafólkið samlagast
„Rekstur sveitarfélagsins er í
góðu jafnvægi. Við höfum ágætt
svigrúm til þess að sinna öllum
helstu lögboðnum verkefnum og
rekum trausta velferðarþjónustu,
sem gerði okkur mögulegt að taka á
móti 23 flóttamönnum frá Sýrlandi
sem komu hingað í vor. Því fólki
gengur mjög vel að samlagast sam-
félaginu.“
Staðreynd sem veit á gott
Fólksfjölgun í Húnaþingi vestra Reksturinn í
jafnvægi, segir nýi sveitarstjórinn, Ragnheiður Jóna
Ragnheiður Jóna
Ingimarsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hvammstangi Íbúum Húnaþings vestra hefur verið að fjölga enda er góður gangur í atvinnulífi á svæðinu.
Mikill uppgangur hefur verið í Skot-
veiðifélagi Íslands undanfarna 18
mánuði og hefur félögum fjölgað um
yfir 800 manns á tímabilinu. Á
þriðjudag í liðinni viku gekk Skotvís
í Evrópska skot-
veiðisambandið
og aðildinni fylgir
meðal annar
samningur við
Bird Life Int-
ernational.
Áki Ármann
Jónsson, formað-
ur Skotvís, minn-
ir á að Skotvís sé
náttúruverndar-
og umhverfis-
samtök. Unnið sé að því að endur-
heimta votlendi, raska ekki líffræði-
legum fjölbreytileika og vernda
búsvæði dýra. Evrópska skotveiði-
sambandið sé málsvari um sjö millj-
ón veiðimanna í Evrópu og berjist
meðal annars gegn ágengum inn-
fluttum dýrategundum. Hérlendis sé
minkurinn helsti skaðvaldurinn en á
meginlandinu séu mun fleiri ágengar
tegundir eins og til dæmis marð-
hundur og villisvín.
Með aðildinni hefur Skotvís að-
gang að sérfræðingum sem vinna hjá
Evrópska skotveiðisambandinu og
hefur rödd þar. Þó að tegundir eigi
undir högg að sækja á tilteknum
svæðum sé það ekki algilt. Því skipti
miklu máli að vita hvað sé verið að
gera í alþjóðasamningum hverju
sinni svo hægt sé að bregðast við og
gera fyrirvara ef á þarf að halda.
Þannig hafi Ísland, Grænland og
Færeyjar gert fyrirvara við algjöru
banni við lunda- og álkuveiðum, því
nóg sé af þessum tegundum á nefnd-
um svæðum, þó að lundinn sé nær
horfinn á Bretlandi og í Skandinavíu.
Samstarfið við Bird Life ber með
sér fuglaverndunarstefnu. Áki segir
að Skotvís leggi áherslu á hóflegar
veiðar. „Villtir stofnar eiga ekki að
standa undir atvinnuveiðum,“ árétt-
ar hann. „Skotvís er sportveiði-
samtök, þar sem menn veiða hóflega
og njóta náttúrunnar, upplifunin er
mikilvægari en fjöldi veiddra dýra.“
Þegar Áki tók við formennsku í fé-
laginu í febrúar 2018 voru um 1.100
manns í því en nú eru yfir 1.900 fé-
lagsmenn. Boðið hafi verið upp á
fyrsta árið frítt í samstarfi við veiði-
verslunina Hlað og tilboðið hafi sleg-
ið í gegn. steinthor@mbl.is
Félögum fjölg-
ar ört í Skotvís
Aukin þátttaka í alþjóðasamstarfi
Áki Ármann
Jónsson