Morgunblaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.09.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Kolibri trönur í miklu úrvali, gæða- vara á góðu verði Kolibri penslar Handgerðir þýskir penslar í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði Ennþá meira úrval af listavörum WorkPlus Strigar frá kr. 195 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Bandaríkjunum höfðu í gær eftir hátt settum embættismönn- um í Washington að fram hefðu kom- ið vísbendingar um að árásirnar á tvær olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina hefðu verið gerðar frá Ír- an. CBS-sjónvarpið hafði eftir einum þeirra að beitt hefði verið meira en tuttugu drónum og stýriflaugum sem hefði verið skotið frá suðurhluta Ír- ans. Loftvarnakerfi Sádi-Arabíu hafði verið beint í suður vegna dróna- og flugskeytaárása uppreisnarhreyfing- ar Húta í Jemen síðustu mánuði og var því gagnslaust þegar árásirnar voru gerðar úr norðri, að því er frétta- maður CBS hafði eftir heimildar- manni sínum. Ein stýriflauganna fór inn í lofthelgi Kúveits á leiðinni til Sádi-Arabíu og bandarískir sérfræð- ingar eru m.a. að rannsaka ratsjár- gögn til að afla frekari upplýsinga um árásirnar. Bandarískir rannsóknar- menn eru einnig í olíuvinnslustöðvun- um, sem urðu fyrir árásunum, og leita þar að vísbendingum um hvers konar vopnum var beitt. AFP hafði einnig eftir ónafn- greindum embættismanni í Wash- ington í gær að bandarísk stjórnvöld hefðu komist að þeirri niðurstöðu að stýriflaugum hefði verið beitt í árás- unum, auk dróna, og þeim hefði verið skotið frá Íran. Donald Trump Bandaríkjaforseti kvaðst vera tilbúinn að aðstoða Sádi- Arabíu eftir árásirnar og sagði að m.a. kæmi til greina að svara þeim með hernaði. „Við höfum marga kosti,“ sagði hann við fréttamenn og bætti við að ekki lægi á því að grípa til aðgerða, fyrst þyrfti að ræða við leið- toga samstarfslanda Bandaríkjanna. Hann lagði áherslu á að hann vildi ekki nýtt stríð. „Ég er ekki að reyna að komast í ný átök en stundum er ekki hægt að komast hjá þeim,“ sagði hann. „Þetta var mjög stór árás og hægt væri að svara henni með miklu, miklu stærri árás.“ Berskjalda gagnvart drónum? Fyrir árásirnar um helgina höfðu Hútar í Jemen, sem njóta stuðnings Írana, gert fjölda dróna- og flug- skeytaárása á Sádi-Arabíu síðustu mánuði. Þær kostuðu að minnsta kosti fjóra menn lífið og nokkrar þeirra ollu skemmdum á mannvirkj- um. Sérfræðingar í öryggismálum segja árásirnar sýna að landið sé ber- skjaldað gagnvart dróna- og stýri- flaugaárásum þótt það hafi varið jafn- virði hundraða milljarða króna í loftvarnir á síðustu árum. Þær bendi einnig til þess að hefðbundnar loft- varnir dugi skammt gegn þessari nýju og tiltölulega ódýru tækni. Hættan sem stafi af drónum sé alltaf að breytast og ríki heims þurfi því stöðugt að endurskoða varnir sínar. Sádi-Arabía hefur stóraukið út- gjöld sín til varnarmála á síðustu ár- um og var í efsta sæti á lista yfir lönd sem fluttu inn mest af vopnum á ár- unum 2014 til 2018, að sögn Alþjóð- legu friðarrannsóknastofnunarinnar (SIPRI) í Stokkhólmi. Um 88% af innfluttu vopnunum komu frá Banda- ríkjunum. Talið er að vopnainnflutn- ingur Sáda hafi numið alls 7,3 millj- örðum dollara á síðasta ári, jafnvirði rúmra 900 milljarða króna, að sögn Financial Times. Sádar hafa eflt loft- varnir sínar með kaupum á nýjustu ratsjártækjum, orrustuþotum á borð við F-15 og Patriot-flaugum sem eru ætlaðar til að verjast eldflaugaárás- um. Segja að árásirnar hafi verið gerðar frá Íran  Bandaríkjamenn segja að stýriflaugum hafi verið skotið á Sádi-Arabíu frá Íran 50 km Hráolíuframleiðsla Olíusvæði Hráolíuvinnsla Sádi-Arabíu Heimild: S&P Global Platts/JODI Lönd sem kaupa hráolíu Sáda Olíuleiðsla Abqaiq Khurais RIYADH Milljónir fata á dag Meðalútflutningur í ár til 15. september Kína Japan Indland Egyptal.* S-Kórea Bandar. Taívan Taíland Singapúr Malasía 10,5 11 10 9,5 0 0,3 0,6 0,9 1,2 1,5 apríl ágúst 2018 des. apríl ágúst 2019 Safaniya Zuluf Marjan Hasbah Manifa Berri Qatif Ghawar SÁDI - ARABÍA KATAR ÍRAK Persa- flói KÚVEIT Milljónir fata á dag *Megnið fer til Evrópulanda Helstu olíumannvirki og vinnslustöðvar Nepalski fjallgöngumaðurinn Nir- mal Purja stefnir að því að setja nýtt met með því að klífa fjórtán hæstu tinda heims á sjö mánuðum. Metið er núna tæp átta ár. Purja er í grunnbúðum fjallsins Cho Oyu og býr sig undir að ganga á þrjá síðustu tindana. „Þetta snýst ekki um mig,“ sagði hann. „Þetta snýst um að sýna hvað mannslíkam- inn er fær um að gera.“ Purja, sem er 36 ára, gekk í ghúrka-sérsveit breska hersins á táningsaldri og gegndi herþjónustu í sextán ár. Hann kleif Everest og tindinn Lhotse á aðeins 10 klukku- stundum og 15 mínútum árið 2017 og setti sér síðan það markmið að slá met Suður-Kóreumannsins Kims Chang-ho sem kleif tindana fjórtán á sjö árum, tíu mánuðum og sex dögum. KATMANDÚ ÍSLAMABAD NÝJA-DELHÍ INDLAND KÍNA PAKISTAN NEPAL Fjórtán tindar í Himalajafjöllum eru hærri en 8.000 m 8.035 m 8.051 m 8.080 m 8.091 m 8.125 m 8.163 m 8.027 m 8.167 m 8.188 m 8.485 m8.516 m 8.586 m 8.614 m 8.848 m Helstu fjallstindar heims Kortið byggist á maps4news.com 200 kmNanga Parbat K2 Gasherbrum I Annapurna Dhaulagiri Manaslu Shishapangma Everest Kangchenjunga MakaluLhotse Cho Oyu Gasherbrum II K3 (Broad Peak) KÍNA INDLAND Hyggst klífa 14 hæstu tindana á sjö mánuðum Bandaríska sundkonan Sarah Thomas varð í gær fyrst til að synda fjórum sinnum yfir Ermar- sund án þess að hvíla sig á milli ferða. Sundið tók 54 klukkustundir. Aðeins fjórir sundmenn höfðu synt þrisvar yfir sundið milli Eng- lands og Frakklands í einni lotu. „Mér líður svolítið illa, er dálítið dofin,“ sagði Thomas þegar hún kom að landi í Dover eftir að hafa synt alls um 209 kílómetra. Hún sagði að erfiðast hefði verið að þola saltvatnið, sem varð til þess að hún fékk sár í hálsinn og munninn, og marglyttur sem stungu hana í and- litið. Sundkonan nærðist á prótín- drykkjum sem kastað var til hennar með reipi á hálftíma fresti, að sögn móður hennar. Sarah Thomas er 37 ára og greindist með brjóstakrabbamein fjórum mánuðum eftir að hafa synt rúma 104 kílómetra á Champlain- vatni við landamæri Bandaríkjanna og Kanada í ágúst 2017. Hún fór í meðferð við krabbameininu sem hafði breiðst út í eitla undir öðrum handleggjanna, að því er fram kem- ur á vefsíðu um afrek hennar. „Ég vona bara að það komi ekki aftur en ef það gerist vil ég vera viss um að ég hafi gert allt sem ég vildi í lífinu,“ sagði hún. AFP Langsund Sarah Thomas í fyrstu ferðinni yfir Ermarsund. Synti 209 kílómetra í einni lotu  Fór fjórar ferðir yfir Ermarsund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.