Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 14

Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bretar hélduflestir eftirþjóðar- atkvæðið um brott- för úr ESB að nú væru aðeins forms- atriðin ein eftir. Enda höfðu stjórnmálaflokk- arnir farið ítrekað með fögur fyrirheit, sem hefðu þó átt að vera óþörf, um að niðurstaðan yrði virt. En í sömu andrá hófu ólýðræðisleg öfl innan þeirra undirbúning að því að eyði- leggja niðurstöðu fólksins og spilla útgöngunni. Vitað var að meirihluti þingsins í Lundúnum hafði sem einstaklingar greitt at- kvæði gegn útgöngu í þjóð- aratkvæðinu. En á flokksþing- unum síðar lofuðu hinir sömu að tryggja að niðurstaðan yrði virt. Sjálfstæðisflokkurinn ís- lenski gaf margoft yfirlýsingar og ítrekaði og undirstrikaði reglulega að Ísland væri ekki bundið af því að innleiða „til- skipanir“ frá Brussel enda bæri EES-samningurinn sjálf- ur það með sér. Jafnframt lægi fyrir hver viðbrögð ESB mættu vera og yrði þar að gæta jafnræðis svo þau jöðr- uðu hvergi við að geta talist þvinganir. En meira að segja sá flokkur af öllum flokkum hefur ekki lengur þrek eða burði til að standa við orð sín og fyrirheit sem hann og Al- þingi allt eru þó bundin af, því ella hafa þau þverbrotið stjórnarskrá landsins með því að flytja löggjafarvaldið í full- komnu heimildarleysi úr land- inu. Það var ólán Breta að eftir óvænt svikabrall innan hóps leiðtoga brexit- hópsins atvikaðist það svo að and- stæðingur út- göngu, Theresa May, varð for- sætisráðherra. Það gekk þvert á yfirlýsingar sem David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, gaf á kosn- inganótt um að hann segði þegar af sér svo að sigurveg- ararnir gætu leitt útgönguna. Forysta May reyndist verri en engin. Það var aumkunarvert að horfa upp á þáverandi for- sætisráðherra birtast hvað eft- ir annað á svokölluðum leið- togafundum ESB þar sem hinir þar kepptust við að sýna henni opinbert tómlæti sem jaðraði ekki við dónaskap held- ur fór langt yfir það strik. Forsætisráðherra Lúxem- borgar varð sér til skammar nú síðast þegar hann stefndi í að halda „blaðamannafund“ með gesti sínum, forsætisráð- herra Bretlands, inni í miðjum hópi mótmælenda sem komnir voru að hleypa upp þeim fundi. May hefði sjálfsagt stillt sér upp í múgnum miðjum til að kokgleypa niðurlægingu hins óuppdregna lýðs. Johnson af- þakkaði dónatrakteringar smá- mennisins í hlutverki opinbers gestgjafa. Fréttamenn hamra gjarnan á því að leiðtogarnir 27 í ESB hafi allir neitunarvald þar, sem aldrei nokkru sinni glittir þó í, og séu því gríðarlega valda- miklir. Hví ættu þeir að beita því í þessu sambandi sem er frægt fyrir að viðurkenna ekki þjóðaratkvæði sem fellur ekki að þeirra smekk? Heimskupör forsætisráðherra Lúxemborgar höfðu öfug áhrif} Misheppnuð dónaspörk Þau sorgartíð-indi bárust frá Afganistan í gær að minnst 48 manns hefðu látist í tveim- ur sjálfsvígs- árásum í landinu, annars vegar á kosningafundi Ashrafs Ghani, hins lýðræðislega kjörna for- seta Afganistans, og hins vegar í miðbæ höfuðborgarinnar Ka- búl. Talíbanar sendu þegar frá sér sérstaka fréttatilkynningu þar sem þeir lýstu ábyrgðinni af ódæðinu á hendur sér og sögðu jafnframt tilganginn hafa verið þann að valda usla í að- draganda forsetakosninga sem halda á í lok mánaðarins. Þetta framferði er svo sem í takt við annað hjá talíbönum en umhugsunarvert er að einungis fyrir rúmlega viku var verið að ræða þann möguleika að Bandaríkjastjórn og talíbanar myndu undirrita friðar- samkomulag sín á milli og binda þannig enda á styrjöldina sem staðið hefur í nærri því átján ár. Hætt var við friðarfund þeirra á milli sem fara átti fram í Camp David, sum- arbústað Banda- ríkjaforseta, eftir að talíbanar myrtu tólf manns, þar af einn bandarískan hermann. Atburðir gærdagsins sýna enn á ný hvers megi vænta af hendi talíbana komi til þess að Bandaríkjaher yfirgefi landið. Algjör fyrirlitning á lýðræði og mannslífum ræður för. Fyrir sitt leyti hafa talsmenn talíbana sagt að hryðjuverk sem þessi séu leið þeirra til að fá Trump aftur að samningaborðinu eftir að hætt var við fundinn í Camp David. Það er hins vegar erfitt að sjá hvernig mögulegt á að verða fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta að hefja friðarviðræður á næstunni eftir ódæði sem þetta enda myndu þær senda kolröng skilaboð til hryðjuverka- og öfgamanna um allan heim. Talíbanar ítreka fjandskap sinn við lýðræðið} Hryllilegt ódæði L ífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist. Íslenskt efnahags- umhverfi er heilbrigt, jöfnuður óvíða meiri og staða ríkissjóðs traust. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenska hagkerfið sem birt var í vikunni. Hér hefur verið hagvöxtur á liðnum árum, atvinnuleysi lítið og verðbólga lág. Það er hægt að mæla lífskjör á marga vegu en óhætt er að segja að flestallir mælikvarðar hafi verið okkur jákvæðir síðustu ár. Það mætti hugsa þetta með öðrum hætti. Ef við til gamans fengjum að velja þann tíma í mannkynssögunni sem best væri að upplifa heila mannsævi, þá væri það einmitt í dag. Lífslíkur hafa aldrei verið meiri og það sama á við um menntun, jafnrétti, tækniframfarir, heilbrigðisþjónustu og fleira. Við vitum hve- nær væri best að lifa (í nútímanum) og ef við veltum fyrir okkur hvar væri best að fæðast getum við verið þess full- viss að Ísland skorar ofarlega á þeim lista. Það er tvennt sem vert er að huga að í framhaldi af þessu; hvernig komumst við hingað og hvert förum við næst? Við sem þjóð höfum náð gífurlegum árangri í efnahag og lífsgæðum. Ekki bara á liðnum áratug heldur á liðinni öld. Utanaðkomandi aðstæður hafa eftir tilvikum verið okkur hagstæðar og tækniframfarir miklar, hagnýt orku- notkun, betri samgöngur og aukin viðskipti eru allt þættir sem hafa stóraukið lífsgæði hér á landi. Ekkert af þessu verður þó til af sjálfu sér. Til að ná þessum árangri þurfum við góða blöndu af stjórnmálamönnum sem eru hag- sýnir og framfarasinnaðir en hafa um leið vit á því að leyfa einkaframtakinu að blómstra. Það eru einkaaðilar sem búa til verðmæti, koma fram með hugmyndir og framkvæma þær, byggja ný viðskiptasambönd, hagræða og þannig mætti lengi áfram telja. Hið opinbera á fyrst og fremst að búa til leikreglur sem allir geta spilað eftir og búa þannig í haginn að það standi ekki í vegi fyrir frekari framförum. Við komumst á þennan stað af því að við er- um framsýn og jákvæð þjóð. Við leitum sífellt leiða til að gera betur, við sækjum þekkingu og reynslu til annarra landa þegar þess þarf en fyrst og fremst höfum við stuðlað að auknu frelsi (þótt enn megi gera betur í þeim efnum). Og þá veltum við því fyrir okkur hvert við förum næst. Að öllu óbreyttu ætti leiðin að liggja upp á við. Við getum bætt menntakerfið umtalsvert, við getum aukið viðskipti, bætt samgöngur, nýtt tækifæri til fram- fara í heilbrigðismálum o.s.frv. Það eina sem stendur í vegi fyrir frekari framförum erum við sjálf. Við þurfum að koma böndum á stækkandi ríkisvald og við sem störf- um í stjórnmálum höfum það hlutverk að búa þannig í haginn að ríkisvaldið þjónusti almenning og fyrirtæki en ekki öfugt. Það er og verður stærsta áskorunin á næstu árum. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Leiðin liggur upp á við Höfundur er dómsmálaráðherra. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Byltur eru meðal alvarleg-ustu heilbrigðisvandamálaeldra fólks og eru algeng-ari en margur ætlar. Fram kom í máli Konstantíns Shcherbak, sérfræðings í öldr- unarlækningum, á málþingi um byl- tuvarnir í gær að um 30% ein- staklinga sem eru eldri en 65 ára detta á ári hverju og helmingur ein- staklinga sem orðnir eru 85 ára eða eldri dettur árlega, oft með alvar- legum afleiðingum. Vakti hann at- hygli á því að bylturnar eru mun fleiri en tíðni flestra sjúkdóma meðal elsta fólksins og má því telja byltur meðal stærstu vandamála sem hrjá einstaklinga í þessum aldurshópi. Shcherbak gat þess einnig að ef þessar tölur eru yfirfærðar á höfuð- borgarsvæðið megi reikna með að um 9.000 einstaklingar detti a.m.k. einu sinni á ári og 5.800 detti tvisvar eða oftar á hverju ári. Sagði hann að árlega væru um 7.000 komur á bráðamóttöku Landspítalans vegna byltuslysa sem fólk verður fyrir. Í gær var fyrsti alþjóðadagur öryggis sjúklinga haldinn um allan heim að tilstuðlan Alþjóðaheilbrigð- ismálastofunarinnar og var sjónum beint að atvikum sem verða í heil- brigðisþjónustu þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis við greiningu, meðferð eða umönnun sjúklinga. Í pistli sem Alma D. Möller landlæknir birti í gær á vefsíðu embættisins kemur fram að í fyrra voru rúmlega 10.000 óvænt atvik skráð í heilbrigð- isþjónustunni hér á landi. Um 4.300 atvik voru skráð á Landspítala, tæp 600 á Sjúkrahúsinu á Akureyri og 5.300 á öðrum heilbrigðisstofnunum. ,,Algengustu skráðu atvik voru bylt- ur, 5.300 á landinu öllu en lyfjatengd atvik voru um 1.400. Rannsóknir sýna að orsakir atvika eru í flestum tilfellum ágallar í skipulagi en ekki sök einstaklinga sem vinna verkin,“ segir í pistlinum og bent er m.a. á að dæmi séu um ófullnægjandi mönnun, of fáir séu á vakt o.fl. Alma fjallaði ítarlega um þessi mál á málþinginu um byltuvarnir sem haldið var í tilefni af alþjóðadeg- inum í allan gærdag. Fram kom í máli hennar að í fyrra voru 45 alvar- leg atvik tilkynnt til embættis land- læknis og hefur þeim fjölgað, voru 29 árið 2017. Hún vitnaði til rannsókna í Bandaríkjunum og fleiri löndum þar sem talið er að atvik eigi sér stað í 4 til 16% bráðainnlagna. Hættan sé mest á gjörgæsludeildum, skurð- stofum og bráðamóttökum þar sem þjónustan er flókin og oft hröð. Hún segir að ef tölur um alvarleg atvik í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og Danmörku eru heimfærðar á Ís- land samsvari þær því að hér yrðu 44 til 98 dauðsföll á hverju ári vegna yf- irsjónar eða mistaka í heilbrigðis- kerfinu. Atvik í heilbrigðisþjónustunni eru talin meðal tíu algengustu dánar- orsaka í heiminum að mati Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar. Eitt allra mikilvægasta úrræðið til að efla ör- yggi er að tryggja að mönnun, menntun og starfsþjálfun í heilbrigð- isþjónusunni sé í takt við umfang og eðli starfseminnar Byltur eru meðal algengustu at- vika í heilbrigðisþjónustunni, á sjúkrahúsum og öldrunarstofnunum, og hafa vitaskuld iðulega í för með sér ómælda þjáningu sjúklinga. Kostnaðurinn er líka mikill. Bendir Alma á að kostnaður sem áætlaður hefur verið í Bandaríkjunum vegna afleiðinga af byltum samsvari um 6 milljörðum kr. á ári hér á landi. Bara mjaðmabrot sem meðhöndluð eru á Landspítalanum eru um 300 yfir árið og er kostnaður við hvert og eitt tal- inn vera um tvær og hálf milljón kr. eða í kringum 750 milljónir á ári. Byltur meðal stærstu vandamála aldraðra Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Landspítalanum Um 4.300 atvik af ýmsum toga voru skráð í fyrra. Ár- lega eru nú skráðar í kringum eitt þúsund byltur sjúklinga í atvikaskrám. Alls urðu 1.009 sjúklingar á Landspítalanum fyrir byltu á seinasta ári en þeir voru 959 á árinu 2017 að því er fram kom í erindum Konstantíns Shcher- bak, sérfræðings í öldrunar- lækningum, og Eyglóar Ingadótt- ur, hjúkrunarfræðings og verkefnastjóra á Landspít- alanum, á málþingi um byltu- varnir í gær. Shcherbak sagði að frá 2012 til 2016 voru skráðar 3.760 byltur hjá inniliggjandi sjúklingum á spítalanum. Fengu a.m.k. 33 sjúklingar mikla áverka af þeim völdum og þrír létust af völdum áverka í kjölfar bylta á tímabilinu. Stór hluti þessara slysa á sér stað að næturlagi og eru bylturnar tengdar salern- isferðum í rúmlega þriðjungi til- vika. Fram kom hjá Svanborgu Guðmundsdóttur og Ester Gunn- steinsdóttur, iðju- og sjúkraþjálf- ara á Hrafnistu, að átaksverkefni byltuteymis á Hrafnistu hefur skilað árangri. Byltum fækkaði frá nóv. 2015 til maí á þessu ári. 33 hlutu mikla áverka BYLTUR OG VIÐBRÖGÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.