Morgunblaðið - 18.09.2019, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
✝ Guðjón Jó-hannes Guð-
jónsson (Gutti) frá
Patreksfirði,
lengst af búsettur í
New Plymouth á
Nýja-Sjálandi,
fæddist hinn 21.
ágúst 1957 á Pat-
reksfirði. Hann
lést á heimili sínu
á Nýja-Sjálandi
hinn 13. september
2019 eftir erfið veikindi.
Foreldrar hans voru Erla
Guðjónsdóttir húsmóðir, f. 17.
maí 1922, d. 25. nóvember
1997, og Guðjón Jóhannesson
byggingameistari, f. 28. janúar
1911, d. 13. september 1993.
Systkini hans eru Friðrik
Vagn, f. 23. desember 1950,
Hermann, f. 17. október 1952,
Björgvin, f. 20. febrúar 1959,
og Dýrleif, f. 16. mars 1963.
Gutti kvæntist 11. febrúar
á Akureyri en hætti þar á
þriðja vetri og fór aftur til Pat-
reksfjarðar og lauk þar námi í
rafvirkjun. Á Patreksfirði
kynnist Gutti konu sinni, Vivi-
enne Iveson (Viv), en hún kom
þangað til að vinna. Gutti og
Viv hófu búskap á Patreksfirði
en fluttu síðan til heimabæjar
Viv á Nýja-Sjálandi árið 1980.
Þegar þangað kom hóf Gutti að
vinna sem rafvirki hjá olíu- og
gasframleiðslufyrirtæki og
bætti fljótlega við sig námi í
stýritækni, m.a. í Taranaki
Polytechnic-skólanum. Eftir
það vann hann sem kerfisstjóri
hjá stóru raforkufyrirtæki við
uppsetningu og rekstur tölvu-
stýrikerfa í orkuverum þess.
Allt frá barnæsku var tón-
listin samofin lífi Gutta. Hann
spilaði undir söng skólafélag-
anna á menntaskólaárunum,
spilaði með hljómsveitum á
Patreksfirði og var í hljómsveit
á Nýja-Sjálandi allt fram undir
það síðasta og spilaði þar á
klúbbum og við ýmsar athafn-
ir.
Útför Gutta fer fram í New
Plymouth á Nýja-Sjálandi í
dag, 18. september 2019.
1981 Vivienne Ive-
son matráði, f. 21.
júlí 1955, frá New
Plymouth á Nýja-
Sjálandi. Börn
þeirra eru: 1)
Thor, f. 11. febr-
úar 1982, löggiltur
endurskoðandi á
Nýja-Sjálandi.
Maki Hamish Ro-
gers. 2) Benjamin,
f. 4. desember
1983, mælingaverkfræðingur í
Ástralíu. 3) Lena Rose, f. 17.
mars 1989, starfar á leikskóla
á Nýja-Sjálandi. Maki Jeremy
Hawkes. Barn þeirra er
Murphy Odinn, f. 2. maí 2019.
Gutti ólst upp í Urðargöt-
unni á Patreksfirði. Á ung-
lingsárunum var hann í sveit á
sumrin á Látrum eða stundaði
almenn störf á Patró, bæði á
sjó og landi. Haustið 1973 hóf
hann í nám í Menntaskólanum
Þegar við systkinin minnumst
bróður okkar, Gutta, kemur ým-
islegt upp í hugann. Orð eins og
glaðværð, frelsi, traust, sannur
vinur og klettur lýsa honum vel.
Snemma vaknaði áhugi hans
á tónlist. Þegar hann var um
það bil sex ára stóð hann í
fyrsta sinn á sviði í Skjaldborg
frammi fyrir „mörgum“ áhorf-
endum og spilaði á harmóník-
una sína. Honum varð svo mikið
um fagnaðarlætin að þegar
hann kom heim fór hann að há-
gráta og taldi víst að nú væri
hann orðinn svo frægur að hann
yrði tekinn frá foreldrum sínum
og sendur til útlanda til að spila
á skemmtunum. Seinna átti
hann reyndar eftir að verða
„heimsfrægur“ á Patró ásamt
spilafélögunum í hljómsveitinni
Lóu léttlyndu. Vinskapur þeirra
var einstakur og órjúfanlegur
alla ævi.
Eftir eril dagsins settist Gutti
oft niður við eldhúsborðið og
spilaði af fingrum fram á gít-
arinn fyrir mömmu, og saman
nutu þau tónlistarinnar. Aðrir
fjölskyldumeðlimir bættust oft í
hópinn og úr varð núvitund þess
tíma.
Atvikið þegar Gutti fékk í
fyrsta skipti útborguð laun lýsir
honum líka vel. Hann afhenti
mömmu peningaumslagið með
þeim orðum að nú skyldi hún
kaupa sér flík sem hana hafði
svo lengi langað í. Hún hefði
miklu meiri not fyrir peninga en
hann.
Gutti þráði alltaf frelsi og það
kom vel fram þegar hann, mjög
ungur að árum, skreið undir
garðhliðið heima til að leita
nýrra ævintýra utan girðingar.
Því kom það ekki á óvart að
hann settist að í fjarlægu landi
með unnustu sinni. Það var þó
með miklum trega að foreldrar
okkar kvöddu Gutta og Viv í
desember 1980, þegar þau fluttu
til Nýja-Sjálands. Þau vissu sem
var að þau myndu lítið hitta
Gutta í framtíðinni þar sem
vegalengdir voru miklar og dýrt
var að ferðast. Pabbi sá hann
aðeins einu sinni eftir þetta og
mamma þrisvar sinnum.
Á Nýja-Sjálandi leið honum
vel. Þar átti hann góða fjöl-
skyldu og eignaðist stóran og
traustan vinahóp. Hann vann
lengst af við kerfisstjórn og var
vel liðinn á vinnustað sínum.
Hann átti einnig fjölmörg
áhugamál, svo sem garðrækt en
þar voru rósirnar líf hans og
yndi. Tónlistin var að sjálfsögðu
áfram stór þáttur í lífi hans og
hann spilaði í ýmsum hljóm-
sveitum við margvísleg tæki-
færi.
Hann saknaði þó ættingja og
vina á Íslandi og hélt ávallt góð-
um tengslum við þá. Hann kom
nokkrum sinnum í heimsókn
hingað og er okkur sérstaklega
minnisstætt þegar hann kom
með alla fjölskylduna til að
halda upp á fimmtugsafmælið
sitt. Þá fórum við systkinin með
fjölskyldum okkar vestur á
Patró, styrktum fjölskyldubönd-
in enn frekar og rifjuðum upp
gamlar minningar.
Gutti var, ásamt konu sinni
Viv, kletturinn í stóru nýsjá-
lensku fjölskyldunni og andlát
hans skilur eftir sig stórt skarð.
Hann elskaði fjölskyldu sína og
kappkostaði að búa hana undir
framtíðina.
Hann fékk uppfyllta ósk sína
um að vera heima allt til enda
og naut ástríkrar umönnunar
sinna nánustu. Fyrir það erum
við ævinlega þakklát. Við send-
um þeim okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur og erum hjá þeim í
huganum.
Við kveðjum góðan dreng og
bróður með þakklæti í hjarta.
Friðrik Vagn, Hermann,
Björgvin og Dýrleif.
Gutti var ávallt glaður og sér-
fræðingur í að sjá ljósu hlið-
arnar á öllum málum rétt eins
og mamma hans var. Hann tal-
aði aldrei illa um annað fólk eða
slúðraði nema þá í gríni eða
smá stríðni sem allir máttu
heyra.
Á yngri árum þegar Gutti átti
mótorhjól var stundað að skjót-
ast í sund t.d. til Tálknafjarðar
og þá var jafnvel skotist fyrir
bíó sem var á fimmtudagskvöld-
um. Þetta voru frábærir tímar;
þegar mönnum datt eitthvað í
hug þá var það framkvæmt.
Eitt sinn endaði einn mótor-
hjólatúrinn óvænt við Reykja-
fjarðarlaug í Arnarfirði. Hand-
klæðalausir og í nærbuxunum
var farið í sund. Þegar kom að
því að þurrka sér dóu menn
ekki ráðalausir því þá var stigið
á hjólin á nærbuxunum einum
fata og keyrt fram og til baka í
fjörunni til að láta vindinn
þurrka sig.
Ég man ekki eftir að hafa
farið með Gutta í fatabúð að
kaupa ný föt; stuttermabolur,
Álafossúlpa og gallabuxur virk-
uðu í allt. T.d. man ég ekki eftir
að hafa séð Gutta í jakka. Hann
var í raun langt á undan sinni
samtíð þegar kemur að rifnum
gallabuxum. Einar þeirra mátti
mamma hans stagbæta því alls
ekki mátti henda þeim þótt
gamlar væru, þær voru svo
þægilegar að vera í. Í dag væru
þessar buxur gulls ígildi og
hæstmóðins.
Gutti lærði á orgel sem ung-
lingur en spilaði ekki mikið á
slíkt hljóðfæri opinberlega. Tón-
fræðin hins vegar sem hann
nam í orgelnáminu kom að góð-
um notum síðar í hljómsveit-
arbransanum bæði við gítar- og
bassaleik þegar grufla þurfti
upp hljóma í lögum.
Gutti hafði gaman af ýmis-
konar sprelli. Eitt sinn er hann
vann hjá Vegagerðinni og það
var Jónsmessa stakk hann upp
á því að menn færu út til að
velta sér upp úr dögginni. Um
miðnættið fóru nokkrir karlar
út ásamt Gutta í þann leiðang-
ur. Þegar halda átti heim skaust
Gutti á undan og tók föt gömlu
karlanna svo þeir þurftu að
hlaupa naktir í búðirnar við
mikinn fögnuð viðstaddra.
Þegar Gutti stundaði nám í
Menntaskólanum á Akureyri
var mikið hlegið og gert enda-
laust grín. Þegar hann og vinir
hans komu sprellandi og hlæj-
andi inn í matsalinn lifnaði yfir
öllum í salnum bara við að
heyra smitandi hlátur Gutta.
Gutti var eldklár og átti auð-
velt með að læra. Það sannaðist
vel þegar tveir verkfræðingar í
orkuverinu á Nýja-Sjálandi þar
sem hann vann voru sendir á
námskeið til Singapúr að læra á
nýjustu græjurnar. Gutti hafði
unnið mikið við uppsetningu á
alls konar búnaði, var hann því
látinn fljóta með á námskeiðið.
Að námskeiðinu loknu þurfti að
þreyta próf. Niðurstöðurnar úr
prófinu urðu þær að Gutti brill-
eraði þannig að stjórnendurnir í
orkuverinu færðu hann upp í
stöðu verkfræðings sem hann
sinnti allar götur síðan.
Í orkuverinu voru mörg
krefjandi verkefni sem leysa
þurfti bæði að nóttu sem degi
og skoraðist Gutti aldrei undan
og tók fullan þátt í því að leysa
þau.
Gutti, þú munt ávallt lifa með
mér og takk fyrir allar frábæru
stundirnar sem við höfum átt
saman. Fjölskyldu þinni bæði á
Nýja-Sjálandi og hér heima
votta ég mína dýpstu samúð.
Davíð Hafsteinsson.
Enginn slítur þau bönd,
sem hann er bundinn heimahögum
sínum.
Móðir þín
fylgir þér á götu, er þú leggur af stað
út í heiminn,
en þorpið fer með þér alla leið.
(Jón úr Vör)
Nú hefur hann Gutti okkar,
Guðjón Jóhannes Guðjónsson,
lagt upp í sitt síðasta ferðalag.
Hann kvaddi veröldina á Nýja-
Sjálandi hinn 13. september sl.
eftir erfið veikindi. Hann bjó
þar í landi síðustu 40 árin en
var þó alla tíð Íslendingur og
var alltaf Patreksfirðingur.
Hann tapaði ekki íslenskunni,
beygingarnar voru réttar og
framburðurinn þannig að það
heyrðist ekki að hann hefði búið
lengur annars staðar en á Ís-
landi.
Við vorum bekkjarfélagar frá
upphafi skólagöngu okkar í
Barnaskóla Patreksfjarðar þar
til skólagöngu okkar lauk í
þorpinu eftir skyldunámið, 3.
bekk eða landspróf. Eftir að
skólagöngu okkar lauk á Pat-
reksfirði skildi leiðir, ýmist
vegna náms, vinnu eða búsetu,
og hópurinn dreifðist um víða.
Öll eigum við minningar um
Gutta sem við drögum nú fram,
glaðværan mann, hláturmildan,
lífsglaðan, námfúsan, tónelskan
hljómsveitarstrák sem var í
„böndum“ og spilaði á böllum í
den, ein þeirra hljómsveita bar
það skemmtilega nafn Lóa létt-
lynda. Gutti spilaði líka í nýja
landinu sínu. Hann var vinsæll
maður og við minnumst hans
með söknuði.
Gutti flutti með Vivienne
sinni til Nýja-Sjálands og áttu
þau þar heimili ásamt börnun-
um sínum þremur, komu nokkr-
um sinnum í heimsóknir til Ís-
lands. Eina slíka kom hann í
2011 þegar við fermingasystkin
héldum upp á fjörutíu ára ferm-
ingarafmæli okkar, margur
leggur nú minna á sig en ferða-
lag yfir hálfan hnöttinn og alla
leið heim í þorpið okkar til að
mæta í gott partí en Gutta mun-
aði ekkert um það, – þessi
heimsókn er meðal þeirra góðu
minninga sem við eigum um
kæran vin.
Þessi orð Stephans G. Steph-
anssonar eiga líka vel við Gutta:
Þó þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót,
frænka eldfjalls og íshafs!
sifji árfoss og hvers!
dóttir langholts og lyngmós!
sonur landvers og skers!
Yfir heim eða himin
hvort sem hugar þín önd,
skreyta fossar og fjallshlíð
öll þín framtíðar lönd!
Fjarst í eilífðar útsæ
vakir eylendan þín:
Nóttlaus voraldar veröld
þar sem víðsýnið skín.
Það er óskaland íslenskt,
sem að yfir þú býr –
aðeins blómgróin björgin,
sérhver baldjökull hlýr,
frænka eldfjalls og íshafs!
sifji árfoss og hvers!
dóttir langholts og lyngmós!
sonur landvers og skers!
Eiginkonu Gutta, börnum,
tengdabörnum og barnabarni,
systkinum hans og fjölskyldum
vottum við samúð okkar og
minningin um Gutta lifir áfram.
F.h. bekkjar- og fermingar-
systkina, árgangs 1957, frá Pat-
reksfirði,
Sólveig.
Guðjón Jóhannes
Guðjónsson
Kveðja frá
Skátafélaginu
Klakki Akureyri
Ingólfur Ár-
mannsson gekk ungur til liðs
við Skátafélag Akureyrar og
varð mjög virkur í starfi félags-
ins. Hann var áberandi í for-
ystusveit skátanna í bænum og
var um árabil félagsforingi
Skátafélags Akureyrar og
gegndi ótal trúnaðarstörfum
fyrir skátahreyfinguna. Ingólf-
ur hafði mikil áhrif á þróun
skátastarfs í bænum og á
landsvísu.
Hann var framkvæmdastjóri
og erindreki Bandalags ís-
lenskra skáta árin 1960-1964 og
mótsstjóri landsmótsskáta
1966. Þótt hann væri lengstum
eini starfsmaður bandalagsins
tókst honum eindæma vel að
standa fyrir og hafa forystu um
öflugt fræðslustarf með nám-
skeiðshaldi og ritun fræðsluefn-
is.
Áhersla Ingólfs á foringja-
þjálfun, námskeiðshald og
starfsemi tengda þjálfun skát-
anna var í takt við ævistarf
hans við kennslu, skólastjórn
og starf menningarfulltrúa Ak-
ureyrarbæjar.
Þegar Ingólfur kom til bæj-
Ingólfur
Ármannsson
✝ Ingólfur Ár-mannsson
fæddist 22. desem-
ber 1936. Hann lést
1. september 2019.
Útför Ingólfs fór
fram 13. september
2019.
arins aftur árið
1966 eftir nám og
störf annars staðar
varð hann á ný
mjög virkur í starf-
semi skátanna. Þau
eru ófá verkefnin
sem Ingólfur tók
að sér að leiða fyr-
ir skátahreyf-
inguna stór og
smá, bæði við upp-
byggingu fé-
lagsstarfsins og aðstöðu fyrir
skátastarfið. Hann var m.a.
einn af aðalskipuleggjendum
umfangsmikilla hátíðarhalda í
tilefni 50 ára afmælis skáta-
starfs í bænum árið 1967. Árin
þar á eftir voru mikil upp-
gangsár í skátastarfi á Akur-
eyri og naut þá skátafélagið
ríkulega áhuga og starfskrafta
Ingólfs. Þeir sem störfuðu með
Ingólfi á þessum árum muna
hugmyndaauðgi og þrautseigju
hans við úrlausn verkefna. Ing-
ólfur hafði marga kosti sem
leiðtogi og fyrirmynd skátanna
og var óhræddur við að fara
ótroðnar slóðir í starfinu. Hann
kenndi foringjum félagsins að
sparka ó-inu framan af orðinu
ómögulegt og breyta því í
mögulegt og vinna samkvæmt
því.
Skátafélagið Klakkur og
skátar á Akureyri þakka Ing-
ólfi ríkulegt framlag til skáta-
starfs í bænum og landinu öllu.
Við vottum Hrefnu, eftirlifandi
eiginkonu Ingólfs, og börnum
þeirra innilega samúð.
Skátakveðja,
Tryggvi Marinósson.
Sálm. 9.11
biblian.is
Þeir sem þekkja
nafn þitt treysta
þér því að þú,
Drottinn, bregst
ekki þeim sem til
þín leita.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
RÓSA MARÍA GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
Tjaldhólum 19, Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 1. september. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Sérstakar þakkir viljum við senda til starfsfólks HSU fyrir
einstaka umönnun og velvild.
Auðunn Jónsson
Sigríður Jóakimsdóttir Kjartan Viðar Sigurjónsson
Jenný Jóakimsdóttir
Þórdís Dögg Auðunsdóttir
Árni Þór Kjartansson Arnar Ingi Þórsson
Ellert Andri Þórsson Rósa Maren Vinson
Askur Andri Árnason