Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 23
Úr frændgarði Sveins Einarssonar
Sveinn
Einarsson
Kristjana Þorsteinsdóttir
píanókennari í Reykjavík
Þorsteinn Sigurðsson Manberg
kaupmaður í Reykjavík og tónlistarmaður
Margrét Samúelsdóttir
vinnukona á Álftanesi
Sigurður Einarsson
sjómaður á Svalbarða á Álftanesi
Kristjana Sigurðardóttir
(Maddama Guðbrandsen
í Brunnhúsum) hönnuður
og saumakona
Benedikt Gabríel Jónsson
smáskammtalæknir, sýslu- og amtskrifari
Gabríela Benediktsdóttir
rak blómabúð í Reykjavík
Benedikt Gabríel Benediktsson
prentari, skrautritari og
ættfræðingur í Rvík
Sveinn Torfi Sveinsson bygginga-
verkfræðingur í Garðabæ
Sigrún Sveinsson konsúll
í Sviss, síðast bús. á Balí
Gústaf A.
Sveinsson
hæsta réttar-
lögmaður í
Rvík
Karl Sveinsson rafmagnsfræðingur í Þýskalandi
Rannveig Magnúsdóttir
húsfreyja á Strönd
Einar Einarsson
bóndi og oddviti á
Strönd í Meðallandi
Vilborg Einarsdóttir
húsfreyja í Hvammi
Ingimundur Sveinsson bóndi
í Staðarholti í Meðallandi
Sveinn Ingimundarson
bóndi í Efri-Ey í Meðallandi
Jóhannes Kjarval
listmálari
Sveinn Ólafsson
bóndi og hagleiksmiður í Hvammi í Mýrdal
Guðrún Bjarnadóttir
húsfreyja á Lyngum
Ólafur Sveinsson
bóndi á Lyngum í Meðallandi, V-Skaft.
Einar Ólafur Sveinsson
prófessor og forstöðumaður
Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi
m.a. í sumar með leiklestur á frægu
frönsku verki í Kvoslæk þar sem
bæði hljóðfæraleikarar og leikarar
komu við sögu. Í haust verður hann
með leiklestur á verki eftir Guðmund
Steinsson og fram undan er mikil
dagskrá um Jóhann Sigurjónsson
sem Sveinn kemur að. „Þetta eru
helstu verkefnin um þessar mundir.“
Útgáfuhóf á leiklistarkverinu verð-
ur í Tjarnarbíó klukkan 5 í dag og all-
ir vinir og velunnarar Sveins og Þóru,
gamlir skólafélagar, samstarfsmenn
og nemendur eru velkomnir.
Fjölskylda
Eiginkona Sveins er Þóra Krist-
jánsdóttir, listfræðingur og MA í
sagnfræði, f. 23.1. 1939. Foreldrar
hennar voru Ingunn Jónsdóttir hús-
freyja, f. 25.12. 1917, d. 1.3. 2005, og
Kristján G. Gíslason stórkaupmaður,
f. 5.3. 1909, d. 12.12. 1993.
Dóttir Sveins og Þóru er Ásta
Kristjana, f. 5.10. 1969, BA (hons) í
stærðfræði og heimspeki frá Brand-
eisháskóla, MA í heimspeki frá Har-
vard. PhD í heimspeki frá MIT 2004;
prófessor við ríkisháskólann í San
Francisco. Maki: Dr. Dore Bowen Sol-
omon listfræðingur. Barn þeirra er
Þóra Djuna Ástudóttir Solomon, f.
11.11. 2013.
Foreldrar Sveins voru hjónin
Kristjana Þorsteinsdóttir píanókenn-
ari, f. 1.7. 1903, d. 19.10. 1981, og dr.
Einar Ól. Sveinsson, prófessor og for-
stöðumaður Stofnunar Árna Magn-
ússonar á Íslandi, f. 12.12. 1899 á
Höfðabrekku í Mýrdal, d. 18.4. 1984.
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
„FARÐU SAMT VARLEGA. HANN Á ÞAÐ TIL
AÐ SPYRJA ERFIÐRA SPURNINGA – BARA
TIL ÞESS AÐ KOMA ÞÉR ÚR JAFNVÆGI.”
„Ó, NEI! ÞESSI HEFÐI LENT BEINT Í
ÞREFÖLDUM 20.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar smáfólkið
heldur þér í formi.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HEF ÁKVEÐIÐ AÐ GEFA
AF MÉR TIL ALHEIMSINS
EN
FYRST …
ÆTLA ÉG AÐ NÆLA MÉR
Í FULLT AF DÓTI
MIKIÐ RÉTT! FLEIRI VINI Í
FANGELSI!
VEISTU, ÉG ER MJÖG ÞÖGULL Í
KRINGUM ANNAÐ FÓLK … EF ÉG VÆRI
OPNARI OG HREINSKILNARI ÆTTI
ÉG LÍKLEGA FLEIRI VINI …
Út er komin ný ljóðabók,„Stefjaspor“, sem er sjötta
ljóðabók Péturs Stefánssonar og
kynnti hann hana þannig á Leirn-
um:
Ekki vantar andans þor,
ekkert vill mig kvelja.
Stoltur þessi Stefjaspor
stefni ég á að selja.
Aftan á kápunni er bókin kynnt
þannig: „Ferskeytlan nýtur ennþá
hylli meðal almennings hér á landi.
Fólk á öllum aldri hefur gaman af
vísum og vísnagerð og hefur svo
verið gegnum aldirnar. Uppistaða
þessarar bókar er ferskeytlan. Ör-
fá erindi eru þó ort undir öðrum
háttum.
Yrking finnst mér dýrðlegt dund,
að draga í rím og stafi.
Er ég við það alla stund
alveg hreint á kafi.“
Hér er dæmi um erindi sem ekki
er undir rímnahætti, – limran
„Skiptir stærð máli“:
Hann Ásgeir J. Ísfeld frá Skafteyri
var öðrum sveitungum kjaftmeiri.
En í koju hann þagði
er konan hans sagði:
„Ég vil karlana stærri og kraftmeiri.“
Pétur hefur verið ham-
ingjumaður í sínu einkalífi:
Ljúf og væn er lífsins ferð,
lifi ég hress og glaður.
Til æviloka er og verð
einnar konu maður.
Okkur vísnavinum er fengur að
því að fá „Stefjaspor“ í hendur.
Pétur er fljúgandi hagmæltur og
yrkisefni hans eru sótt í hvers-
dagsleikann og það sem fyrir augu
ber. Og áreiðanlega er það rétt,
sem hann kveður hér:
Veröld gjarnan við mér hlær,
er vakna og úr mér teygi.
Eina vísu oftast nær
ég yrki á hverjum degi.
Mér virðist Pétur semja sig að
háttum góðra Reykvíkinga eins og
hann yrkir um Vesturbæinn:
Ekki vil ég heima hanga,
höfuðverk ég af því fæ.
Þó að kulið kyssi vanga
og krókloppinn ég ösli snæ,
finnst mér alltaf gott að ganga
góðan spöl um Vesturbæ.
Skemmtilegar veðurlýsingar eru
í bókinni eins og við þekkjum
haustrigningarnar og veðrið í
Reykjavík:
Liggur blóm í desi dautt.
Dimman veldur ugga.
Í Reykjavík er býsna blautt,
bylur regn á glugga.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vel er kveðið í Stefjasporum
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com