Morgunblaðið - 18.09.2019, Síða 25
ÍBV
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Sunna Jónsdóttir, leikmaður ÍBV í
handknattleik, viðurkennir að tíma-
bilið í Vestmannaeyjum geti orðið
krefjandi en ákveðið uppbygging-
arstarf á sér nú stað hjá kvennaliði
félagsins. ÍBV endaði í þriðja sæti úr-
valsdeildarinnar á síðustu leiktíð og
féll úr leik í undanúrslitum Íslands-
mótsins eftir tap gegn Fram. Eyja-
konum er spáð fjórða sætinu í ár af
fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar.
„Stemningin í Vestmannaeyjum er
alltaf mjög góð og það er mikill hand-
boltaáhugi í Eyjum. Umgjörðin
hérna er algjörlega frábær, bæði
karla- og kvennamegin og tímabilið
leggst ágætlega í mig. Við erum
vissulega með alveg nýtt lið í hönd-
unum og það er mikið verk að vinna
en ég kýs að horfa á það með jákvæð-
um augum. Þetta verður vissulega
krefjandi en jafnframt spennandi líka
að fá að taka þátt í þessu verkefni.
Eins og staðan er núna er erfitt segja
til um það hvernig deildin mun spil-
ast. Við förum að sjálfsögðu í hvern
einasta leik til þess að vinna og við
setjum stefnuna hátt. Eins og staðan
er núna eru Fram og Valur með lang-
bestu liðin og það verður hart barist
um sæti þrjú til átta. Það geta í raun
öll liðin, fyrir utan kannski toppliðin
tvö, unnið hvert annað og við setjum
stefnuna á úrslitakeppnina í Eyjum.“
Duttu í lukkupottinn
Miklar breytingar hafa orðið á
leikmannahópi liðsins og hefur liðið
bætt við sig minna þekktum erlend-
um leikmönnum sem lítið er vitað
um.
„Við missum marga leikmenn sem
voru í raun bara lykilmenn í liðinu á
síðustu leiktíð. Við fáum inn tvo öfl-
uga leikmenn frá Svartfjallalandi
sem eru vel skólaðar en þær eru líka
ungar og ekki kannski með mikla
reynslu. Þær þurfa tíma til þess að
aðlagast og það gæti tekið þær ein-
hvern smá tíma að koma sér inn í
deildina og boltann sem er spilaður
hér. Við duttum svo hálfpartinn í
lukkupottinn þegar við fengum tvo
pólska leikmenn til viðbótar. Félagið
þeirra í Póllandi fór á hausinn í júní
og ég spilaði með markmanninum
Mörtu Wawrzynkowska í atvinnu-
mennsku í Noregi fyrir þremur ár-
um. Við þekkjumst því ágætlega og
hún og Karolina Olzowa hafa báðar
komið mjög vel inn í þetta. Það mun
taka tíma að slípa þetta saman og við
þurfum að vera þolinmóðar líka.“
Sunna gekk til liðs við ÍBV sum-
arið 2018 þegar hún snéri heim úr at-
vinnumennsku en hún viðurkennir að
tímabilið í fyrra hafi verið ákveðin
vonbrigði í Eyjum.
„Við vorum með mjög gott lið á
pappírunum í fyrra og við settum
sjálfar mikla pressu á okkur að ná í
titil. Tímabilið í fyrra var ákveðin
vonbrigði, líka fyrir mig persónulega,
þar sem ég að var að snúa aftur eftir
barneignarleyfi og hnémeiðsli. Ég
skal líka alveg viðurkenna það að það
er erfitt að koma heim úr atvinnu-
mennsku en ÍBV hefur gefið mér
góðan tíma til þess að snúa aftur og
félagið hugsar mjög vel um leik-
mennina sína. Við höfum sett okkur
ákveðin markmið sem er kannski
bara best að halda innan hópsins
svona til að byrja með. Við förum í
hvern einasta leik til þess að vinna og
ná í góð úrslit og svo er lang-
tímamarkmiðið að liðið og ein-
staklingarnir í hópnum haldi áfram
að bæta sig sem handboltaleikmenn.“
Krefjandi
vetur í Vest-
mannaeyjum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fyrirliði Sunna Jónsdóttir er ein af þeim reyndustu í liði ÍBV í vetur.
Sunna segir að það hafi verið erfitt
að snúa aftur heim úr atvinnumennsku
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
MARKVERÐIR:
Darija Zecevic
Marta Wawrzynkowska
Tanya Rós Jósefsd. Goremykina
HORNAMENN:
Bjartey Bríet Elliðadóttir
Elísa Björk Björnsdóttir
Helga Sigrún Svansdóttir
Kristín Einarsdóttir
Kristrún Hlynsdóttir
Linda Björk Brynjarsdóttir
Sara Dís Sigurðardóttir
LÍNUMENN:
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir
Bríet Ómarsdóttir
ÚTISPILARAR:
Aníta Björk Valgeirsdóttir
Ásta Björt Júlíusdóttir
Díana Helga Guðjónsdóttir
Ester Óskarsdóttir
Harpa Valey Gylfadóttir
Karolina Olszowa
Ksenija Dzaferovic
Sara Sif Jónsdóttir
Sunna Jónsdóttir
Þjálfari: Sigurður Bragason.
Aðstoðarþjálfari: Hilmar Ágúst
Björnsson.
Árangur 2018-19: 3. sæti og und-
anúrslit.
Íslandsmeistari: 2000, 2003, 2004,
2006.
Bikarmeistari: 2001, 2002, 2004.
ÍBV sigraði Aftureldingu 15:13
á heimavelli í 1. umferð deild-
arinnar og sækir Fram heim á
laugardaginn kl. 14.
Lið ÍBV 2019-20
KOMNAR
Darija Zecevic frá Koper (Slóveníu)
Karolina Olszowa
frá Pogon Szczecin (Póllandi)
Ksenija Dzaferovic frá Buducnost
(Svartfjallalandi)
Marta Wawrzynkowska
frá Pogon Szczecin (Póllandi)
FARNAR
Andrea Gunnlaugsdóttir í Val
Arna Sif Pálsdóttir í Val
Greta Kavaliuskaite í þýskt félag
Guðný Jenný Ásmundsdóttir, óvíst
Breytingar á liði ÍBV
Það er alltaf gaman að sjá ÍBV-liðið mæta á
haustin, eiginlega nýtt lið á hverju ári.
Þær hafa misst sterka leikmenn en ungar upp-
aldar stelpur, sem hafa unnið titla í yngri flokk-
um, fá meiri spiltíma og ábyrgð.
Með tvo erlenda markmenn sem eiga eftir að
styrkja liðið, sem og ógnarsterkur heimavöllur.
Áhugavert: Hvernig reynsluboltarnir í liðinu ná
að rífa ungu leikmennina með sér.
Guðríður Guðjónsdóttir
um Eyjakonur
Meistaravellir reyndust
sannkallað réttnefni. Ég hrósaði
KR-ingum fyrir nafngiftina á
þessum vettvangi í vor, innan um
öll misgóðu fyrirtækjanöfnin á
íþróttaleikvöngunum, og heima-
völlurinn þeirra í fótboltanum
stendur svo sannarlega undir
nýja nafninu því þar fá þeir Ís-
landsbikar karla afhentan á
sunnudaginn kemur.
Þessi sigur KR-inga á Ís-
landsmótinu, sem er nánast yf-
irburðasigur, kom ansi mörgum á
óvart enda virtust flestir, þar á
meðal ég, handvissir um að Vals-
menn yrðu meistarar þriðja árið í
röð.
Ég var þó svo djarfur í vor að
spá KR öðru sætinu (við misgóð-
ar undirtektir KR-inga sem ég
þekki) þar sem mér fannst liðið
vera á mjög svo réttri leið undir
stjórn Rúnars Kristinssonar.
Hinn stóri titillinn fór líka í
höfuðborgina og þar komu Vík-
ingar líka flestum á óvart. Þeir
unnu bikarkeppnina í fyrsta sinn
í 48 ár og dyggur stuðnings-
maður þeirra og vinnufélagi minn
sagði að vonandi liðu ekki önnur
48 ár þar til bikarinn ynnist
næst. Þá yrði markaskorarinn
Óttar Magnús Karlsson orðinn
sjötugur!
Þessi niðurstaða í stóru
mótunum tveimur í karlaflokki er
góð fyrir íslenskan fótbolta. KR-
ingar sýndu hvað hægt er að
gera með réttri uppbyggingu og
góðri liðsheild þar sem þjálfarinn
hafði tröllatrú á sínum mannskap
og fékk það margfalt til baka.
Víkingar hafa heillað marga í
ár með góðum fótbolta og nán-
ast þráhyggju Arnars Gunnlaugs-
sonar þjálfara um að halda sínu
striki þó að illa gengi lengi vel að
innbyrða sigra á þessu tímabili.
Þeir sýndu að „stóru“ félögin eru
ekki með bikarana í áskrift.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum.
Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglu-
gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og
fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr
18.890
Verð kr
49.920
Verð kr.
35.850
Verð kr.
15.960