Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 27

Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019 Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, verður frá keppni í langan tíma þar sem hún er með slitið fremra krossband í vinstra hné. Selma meiddist í leik Breiðabliks og Vals síð- astliðinn sunnudag. Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks, staðfesti tíðindin við Fótbolta.net í gær. Ein um- ferð er eftir af Pepsi Max-deildinni og Breiðablik á seinni leikinn gegn Spörtu Prag í 32-liða úrslitum Meistaradeild- arinnar eftir í næstu viku.  Þorgils Jón Svölu Baldursson, leik- maður handknattleiksliðs Vals, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Hann var rekinn af velli í leik Vals og FH á sunnudaginn. Þor- gils verður í banni þegar Valur fær Sel- fyssinga í heimsókn.  Handknattleiksmaðurinn Darri Ar- onsson verður ekki meira með Hauk- um í vetur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn KA í Olísdeildinni á sunnudaginn var. Vísir.is greindi frá. Darri er með slitið krossband.  Ítalska A-deildarfélagið Cagliari fær ekki refsingu fyrir apahljóð stuðnings- manna sinna sem beindust að Ro- melu Lukaku í leik Cagliari og Inter. Ítalska knattspyrnu- sambandið rannsakaði mál- ið en ákvað að láta málið niður falla vegna skorts á sönnunum. Eitt ogannað Titilvörn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu byrjaði ekki vel í gær þegar liðið tapaði fyrir Na- pólí 2:0 á Ítalíu. Dries Mertens og Fernando Llorente, fyrrverandi samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar, skoruðu fyrir ítalska liðið á lokakafla leiksins. Jürgen Klopp, knatt- spyrnustjóri Liverpool, getur vænt- anlega fest svefn þrátt fyrir þessi úr- slit því í fyrra tapaði Liverpool einnig fyrir Napólí í þessari sömu keppni en stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Senuþjófurinn í Meistaradeildinni í gærkvöldi var Norðmaðurinn Er- ling Braut Håland sem skoraði þrennu fyrir austurríska liðið Salz- burg í fyrri hálfleik gegn belgíska liðinu Genk. Salzburg vann 6:2 en að loknum fyrri hálfleik var staðan 5:1. Þessi lið leika í E-riðlinum með Na- pólí og Liverpool. Genk sem Þórður Guðjónsson fór á kostum með undir lok síðustu aldar þarf greinilega að skoða hjá sér varnarleikinn. Håland er aðeins 19 ára gamall og ljóst að frammistaðan í gær var mikil aug- lýsing fyrir hann. Framherjinn er sonur Alf-Inge Håland sem var norskur landsliðsmaður og lék í ensku úrvalsdeildinni um árabil. Ajax sem var sekúndum frá úr- slitaleiknum síðasta vor byrjaði vel og lagði Lille að velli 3:0 í Amst- erdam. Liðin leika í H-riðli ásamt Chelsea og Valencia sem mættust í London og Spánverjarnir höfðu bet- ur 1:0. Frábær byrjun fyrir Valencia og þessi riðill gæti orðið strembinn fyrir Chelsea. Lille er þekkt fyrir að vera öllu sterkara á heimavelli sín- um í norðurhluta Frakklands en á útivelli og því ekkert áberandi veikt lið í þessum riðli. Stórliðin Dortmund og Barcelona mættust í Þýskalandi en þessi skemmtilegu lið létu markalaust jafntefli nægja. Eru þau í F-riðli með Inter og Slavía Prag sem gerðu 1:1 jafntefli í Mílanó. Fín byrjun hjá Tékkunum. kris@mbl.is Napólí vann Liverpool aftur  19 ára gamall norskur sóknarmaður sló í gegn  Rólegt hjá Barcelona AFP Þrenna Erling Braut Håland baðaði sig í sviðsljósinu í gær þegar hann skoraði þrennu fyrir Salzburg. Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði knattspyrnuliðs FH um árabil, leggur skóna á hilluna að þessu tímabili loknu en þetta staðfesti hann við 433.is í gær. Þar með hætt- ir einn sigursælasti leikmaðurinn í íslenskum fótbolta á seinni árum en Davíð hefur sjö sinnum orðið Ís- landsmeistari með FH, þar af fjór- um sinnum sem fyrirliði og einu sinni bikarmeistari. Þá er hann þriðji leikjahæsti FH-ingurinn í efstu deild með 238 leiki fyrir félag- ið þrátt fyrir að hafa leikið erlendis í fimm ár á ferlinum. vs@mbl.is Davíð Þór hættir eftir tímabilið Morgunblaðið/Eggert Hættir Davíð Þór Viðarsson á þrjá leiki eftir með FH-ingum. Dagbjartur Sigurbrandsson, úr GR, lék í gær fyrsta hringinn á 1. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi. Dagbjartur lék á 75 höggum, eða á fjórum höggum yfir pari, en hann leikur á Eng- landi. Mjög hvasst er á svæðinu sem gerði kylfingum erfitt fyrir. Dag- bjartur er í 60. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Rúnar Arn- órsson, Andri Þór Björnsson og Bjarki Pétursson eru þegar komnir á 2. stigið en þar eiga Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson einnig keppnisrétt. Á 75 höggum við erfiðar aðstæður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stigameistarinn Dagbjartur reynir við Evrópumótaröðina. Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðar- þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik. Halldór þjálfaði síðast U-21 og U-19 ára lið karla hjá Barein en var sagt upp í upphafi mánaðarins. Arnar Pét- ursson er landsliðsþjálfari, en hann tók við af Axel Stef- ánssyni fyrr á árinu. Halldór hefur þjálfað kvennaliðin hjá bæði Fram og FH en lið Fram gerði hann að Íslands- meisturum árið 2013. Hann gerði auk þess karlalið FH að bikarmeisturum síðasta vetur. Gísli Guðmundsson hefur verið ráðinn markvarða- þjálfari A-landsliðs kvenna. Gísli hefur áður komið að markmannsþjálfun hjá HSÍ en hann hafði yfirumsjón með markvarðaþjálfun yngri landsliða HSÍ 2012-2016, síðastliðið sumar var Gísli markvarðaþjálfari U-21 árs landsliðs karla. A-landslið kvenna hefur leik í undankeppni EM í næstu viku. Liðið leikur fyrst gegn Króatíu ytra miðvikudaginn 25. september en svo koma Frakk- ar í heimsókn sunnudaginn 29. september og leika gegn íslensku landsliðs- konunum að Ásvöllum í Hafnarfirði. sport@mbl.is Var ekki lengi verkefnalaus Halldór Jóhann Sigfússon Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði tvo mikilvæga leikmenn Kópavogsliðanna Breiðabliks og HK í bann í gær. Brynjólfur Darri Willumsson verður ekki með Breiðabliki sem mætir ÍBV í 21. umferð Pepsi Max- deildarinnar. Hann fékk sitt fjórða gula spjald á leiktíð- inni gegn Stjörnunni. Björn Berg Bryde úr HK fékk rautt spjald gegn KA og verður því í leikbanni þegar HK fær ÍA í heimsókn. Spánverjinn Gonzalo Zamorano verð- ur ekki með ÍA vegna fjögurra áminninga. FH-ingurinn Pétur Viðarsson fékk rautt spjald í bik- arúrslitaleiknum við Víking. Hann missir af fyrsta bik- arleiknum á næstu leiktíð. Óttar Magnús Karlsson fékk sitt annað gula spjald í bikarkeppninni í sumar og verður ekki með í fyrstu umferð á næstu leiktíð. Þórdís Elva Ágústsdóttir hjá Fylki fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hún fékk í leik gegn ÍBV. Hún missir af leik Fylkis og Breiðabliks í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar á laugardag. HK verður án lykilmanns Björn Berg Bryde Opið virka daga 10.00-18.15, laugardaga 11.00-14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | Sími 588 8686 Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn Þorskhnakkar Glæný lúða Klausturbleikja Glæný línuýsa Nýlöguð humarsúpa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.