Morgunblaðið - 18.09.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Gítarleikarinn Andrés Þór Gunn-
laugsson sendi nýverið frá sér sína
sjöttu plötu, hljómplötuna Paradox
sem Dimma gefur út. Af því tilefni
heldur hann útgáfutónleika í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í kvöld kl.
20.30.
Platan inniheldur níu frumsamda
djassópusa sem sækja áhrif úr
poppi, djassi og þjóðlagatónlist.
„Innblásturinn kemur víða að,“ segir
Andrés en andagift tónsmíðanna
kom m.a. úr skammtafræði. „Þarna
eru nokkur lög sem eru samin út frá
eðlisfræðikenningu sem heitir
Schrödinger’s cat. Það er ekki vegna
þess að ég sé eitthvað sérstaklega
vel að mér í eðlisfræði. Þetta er hug-
mynd sem kom til mín þegar ég fór
að sjá vin minn Sigurð Inga Erlings-
son halda fyrirlestur þegar hann var
að verða prófessor. Þessi vinur minn
er eðlisfræðingur og það var ýmis-
legt í þessum fyrirlestri sem ég
skildi ekkert í en þetta með köttinn
hans Schrödingers stóð einhvern
veginn eftir.“
Milli lífs og dauða
Umrædd tilraun er kennd við
austurríska eðlisfræðinginn Erwin
Schrödinger. Hún var framlag hans
til skammtafræði.
Í þessari tilraun „er sundrun
frumeindakjarna í geislavirku efni
látin koma af stað atburðarás sem
endar með því að köttur lætur lífið af
blásýrueitrun. Engin leið er hins
vegar að segja til um hvenær sundr-
unin verður og þessi óvissa veldur
því að samkvæmt skammtafræði er
kötturinn lengst af í eins konar milli-
bilsástandi milli lífs og dauða“, segir
á Vísindavefnum. „Mér fannst þetta
skemmtilegur titill á lagi og sam-
nefnt lag var akkúrat að verða til á
þeim tíma sem ég fór á fyrir-
lesturinn,“ segir Andrés.
Þverstæða í ketti og tónlist
Ketti Schrödingers er stundum
lýst sem þverstæðu. Það helst í
hendur við titil plötunnar, Paradox.
„Það er í raun tengingin í þessa
skammtafræðipælingu sem býr að
baki titlinum. Paradox er í raun
þverstæða eða þversögn og þessi
kenning er það sömuleiðis,“ segir
Andrés.
Þverstæður leynast á fleiri sviðum
Paradox. „Þverstæðuna er líka að
finna í tónlistinni. Á plötunni er ég
að vinna með ólík form djassins, eitt-
hvað sem minnir mig á evrópskan
djass en á sama tíma eitthvert riff
sem gæti verið í einhverju rokklagi.
Ég leyfi ólíkum hlutum að mætast
þarna.“
Þrír hljóðfæraleikarar spila með
Andrési á plötunni; Agnar Már
Magnússon á píanó og tveir tónlist-
armenn frá New York, þeir Orlando
Le Fleming á bassa og Ari Hoenig á
trommur. Andrés kveðst hafa ein-
blínt á að skapa tónlist sem myndi
henta allri hljómsveitinni.
„Alltaf þegar ég sem efni sem ég
ætla mér að setja á plötu einbeiti ég
mér að því að finna einhvern sameig-
inlegan þráð, eitthvað sem passar
saman og fyrir tónlistarmennina
sem ég er að fara að spila með,“ seg-
ir Andrés.
Platan tekin upp í New York
Andrés hefur unnið mikið með
Agnari og fóru þeir félagar til New
York í þeim tilgangi að taka Paradox
upp með Orlando og Ara.
„Þeir eru hátt skrifaðir í senunni
úti. Ari spilaði líka á síðustu plötunni
minni. Ég hef ekki unnið með Or-
lando áður en þetta eru menn sem
ég hef hlustað á lengi og þeir spila
mikið með þeim músíköntum sem ég
sæki áhrif í og hlusta á.“
Andrés segir plötuna sjálfstætt
framhald af plötunni Ypsilon sem
hann sendi frá sér 2016. „Þar var ég
líka að semja fyrir alþjóðlegt band
en maður er svo tengdur þessum
verkefnum sjálfur að ég held að tím-
inn þurfi að leiða í ljós hvort mér
finnist ennþá að hún sé framhald af
Ypsilon seinna meir,“ segir Andrés.
Á útgáfutónleikunum á morgun,
fimmtudag, verður annar trommu-
leikari en sá sem spilaði á plötunni,
Colin Stranahan, sem einnig kemur
frá New York. Á tónleikunum mun
hljómsveitin spila plötuna í heild
sinni. Einnig munu þeir koma fram í
Bókasafni Sandgerðis á vegum
Jazzfjélags Suðurnesja í kvöld kl. 20.
Miða á útgáfutónleikana er hægt
að nálgast á Tix.is. Fjárfesta má í
plötunni á tónleikunum sjálfum, hjá
Dimmu eða í helstu plötubúðum.
Innblásinn af skammtafræði
Níu frumsamdir djassópusar eru á breiðskífu Andrésar Þórs Gunnlaugssonar
gítarleikara Hann segir kött Schrödingers hafa blásið sér andagift í brjóst
Ljósmynd/Ólafur Már Svavarsson
Tónar Hér mundar Andrés gítarinn og Agnar leikur á flygilinn. Þeir hafa oft unnið saman í gegnum tíðina.
Íslandsdeild ICOMOS efnir til mál-
þings um verndun menningarminja
í þéttbýli í Norræna húsinu í dag
milli kl. 13 og 17. „Fornleifarann-
sóknir í þéttbýli eru í flestum til-
vikum vegna framkvæmda. Fram-
kvæmdarannsóknir vekja gjarnan
mikla athygli og í tengslum við þær
vakna ýmis álitamál er snerta laga-
umhverfi og framkvæmd slíkra
rannsókna. Á málþinginu verða
kynnt sáttmálar og samþykktir
ICOMOS sem snerta verndun minja
í þéttbýli. Í sex erindum verður
fjallað um ýmsa þætti sem fengist
hefur reynsla af með framkvæmda-
rannsóknum síðari ára, sem hafa
aðallega verið í Reykjavík,“ segir í
tilkynningu. Erindin flytja Guðný
Gerður Gunnarsdóttir, formaður
Íslandsdeildar ICOMOS; Agnes
Stefánsdóttir, sviðstjóri rannsókna
og miðlunar hjá Minjastofnun
Íslands; Orri Vésteinsson, prófessor
í fornleifafræði við Háskóla Íslands;
Anna Lísa Guðmundsdóttir, verk-
efnastjóri fornleifa hjá Borgar-
sögusafni Reykjavíkur; Lísabet
Guðmundsdóttir fornleifafræð-
ingur hjá Fornleifastofnun Íslands,
Kristín Huld Sigurðardóttir, for-
stöðumaður Minjastofnunar Ís-
lands; og Hjörleifur Stefánsson
arkitekt. Að erindum loknum verða
pallborðsumræður.
Málþing um verndun menningarminja
Ljósmynd/Fornleifastofnun Íslands
Minjar Fornleifauppgröftur í Lækjargötu.
Þorskafjörður nefnist sýning sem
Pétur Halldórsson hefur opnað í
Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5.
„Sýning, minningar úr sveitinni.
Fjársjóður Gull Þóris; Skjólin niður
að Kýrskaðagili; þingstaður á leir-
unum; Skógar Mathíasar og berg-
hnjúkar Vaðalfjalla handan fjarð-
arins. Blandað efni og minningar úr
sveitinni á bylgjupappa (kassalok)
sem skilar þeim betur til áhorfenda
en að loka þær í kassa,“ segir í til-
kynningu frá listamanninum. Sýn-
ingin stendur til 9. október.
Minningar úr sveitinni hjá Ófeigi
Kassalok Verk eftir Pétur Halldórsson.
Listhópar úr öllum listgreinum
geta sótt um að vera útnefndir List-
hópur Reykjavíkur á næsta ári en
við það val verður sérstaklega horft
til viðfangsefna er tengjast
áherslum Reykjavíkurborgar á evr-
ópskar kvikmyndir í menningar-
starfi sínu á árinu 2020 undir yfir-
skriftinni „Reykjavík, hin kvika
borg“, skv. tilkynningu. Tilefnið er
að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin,
EFA, verða veitt í Hörpu í desem-
ber á næsta ári og mun hópurinn
sem verður fyrir valinu hljóta allt
að þremur milljónum króna til að
útfæra hugmynd sína. Þetta er í
fyrsta sinn sem Listhópur Reykja-
víkur fær þema til að vinna með.
„Sótt er um að verða Listhópur
Reykjavíkur með því að færa inn at-
hugasemd þess efnis í hefðbundinni
styrkumsókn um styrk úr borgar-
sjóði Reykjavíkur á sviði menning-
armála á Rafrænni Reykjavík, en
umsóknarfrestur er til hádegis
hinn 1. október nk.,“ segir í tilkynn-
ingu og að EFA séu viðamikið sam-
starfsverkefni ríkis og borgar og
stefnt að því að samhliða hátíðinni
verði margir hliðarviðburðir sem
tengist evrópskum kvikmyndum.
Kvikmyndir þema
listhóps næsta árs
Heimspekikaffi með Gunnari Her-
sveini hefur göngu sína á ný í kvöld
kl. 20 á Borgarbókasafninu í
Gerðubergi. Þar munu Gunnar
Hersveinn og Elsa Björg Magn-
úsdóttir heimspekingar pæla í
sjálfsmyndum og heimsmyndum á
tímum alnetsins, hvort við höfum
nógu sterk bein til að standast
áreitið sem fylgir sítengingu og
hvort hraði samtímans kaffæri
gagnrýna hugsun sem þarfnast
bæði einveru og uppbyggilegs sam-
tals. Aðgangur er ókeypis.
Sjálfið rætt yfir
heimspekikaffi
Spjall Gunnar Hersveinn og Elsa Björg.
POTTAR OG PÖNNUR
Fagmaðurinn velur AMT en þú?
Þýsk hágæðavara
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550
progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17.
Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki
Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin!
Allt fyrir eldhúsið