Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 32

Morgunblaðið - 18.09.2019, Page 32
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands fagnar tíu ára starfsafmæli með tónleikum í Eldborg Hörpu undir stjórn Daniels Raiskins sunnudaginn 22. september kl. 17. Á efnisskránni er Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven. Sex kórar flytja verkið sem og einsöngvar- arnir Agnes Thorsteins, Alexander Jarl Þorsteinsson, Bryndís Guð- jónsdóttir og Jóhann Kristinsson. Óðurinn til gleðinnar á afmælistónleikum MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 261. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Sennilega náði ég ekki að pæla í því hvort þessu fylgi pressa eða ekki. Mér fannst þetta ekkert mál þannig séð. Það má kannski segja að þetta sé bara íþrótt og eigi að vera skemmtileg,“ segir hinn 18 ára gamli KR-ingur Finnur Tómas Pálmason meðal annars í viðtali í blaðinu í dag en hann fékk óvænt tækifæri í sumar. »26 Lítið mál að koma ungur inn í KR-liðið ÍÞRÓTTIR MENNING Stjörnukonur stefna að því að kom- ast aftur í fremstu röð í handbolt- anum í vetur og Sólveig Lára Kjærnested telur liðið vel geta bar- ist í efri hluta Olísdeildarinnar. ÍBV á krefjandi vetur fyrir höndum með breytt og ungt lið og Sunna Jónsdóttir segir mikið verk fyrir höndum en hún kjósi að líta á það með jákvæðum augum. Lið Stjörnunnar og ÍBV eru kynnt á íþróttasíðum blaðsins í dag. »24-25 Hvað gera Stjarnan og ÍBV í vetur? Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KR-Valsbandið hitaði upp fyrir gesti í Fjósinu á Hlíðarenda fyrir leik Vals og KR í fyrrakvöld, þar sem KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1:0 sigri. Frammistaða tónlistar- mannanna og söngvaranna vakti mikla lukku viðstaddra, að sögn Ótt- ars Felix Haukssonar, stofnanda Valsbandsins og KR-Valsbandsins. „Við fengum strax pantanir um að halda fleiri gigg þannig að við komum aftur saman fljótlega.“ Valsararnir Óttar Felix gítarleik- ari, Dýri Guðmundsson gítarleikari og Ólafur Már Sigurðsson bassaleik- ari skipuðu bandið ásamt KR- ingunum Guðjóni B. Hilmarssyni trommuleikara og Sveini Guðjóns- syni hljómborðsleikara. Söngvararnir komu úr herbúðum heimamanna. Geir Ólafsson gaf tóninn með „Jam- balaya“, Kristján Jóhannsson söng síðan „Spanish Eyes“ og Halldór Einarsson í Henson söng að sjálf- sögðu „Eighteen Yellow Roses“. „Síðan fengum við viðstadda til að syngja með okkur „Að ferðalokum“ og verður ekki annað sagt en að skemmtunin hafi heppnast vel,“ segir Óttar Felix. Valsbandið var stofnað í tengslum við 80 ára afmæli Vals 1991 og í fyrstu lotu kom það reglulega saman í um fimm ár. „Félagslífið var blómlegt á þessum árum, alltaf eitthvað að ger- ast, herrakvöld, þorrablót og fleira,“ segir Óttar Felix. Hann bendir líka á að Valsmenn hafi átt gott hljóð- og söngkerfi og góð aðstaða hafi verið til æfinga hjá félaginu. „Þetta var bara skemmtilegt,“ heldur hann áfram og vísar meðal annars til þess að hann hafi átt þátt í að endurvekja hljóm- sveitina Pops á þessum árum og verið með í því að stofna Valskórinn. Næg tilefni fyrir bandið Þó að Valsbandið hafi legið í dvala í nokkurn tíma hafa oft gefist tilefni til þess að endurvekja það. „Við höfum alltaf getað hóað saman Valsbandi í einhverri mynd, hvort sem það hefur verið fyrir leiki eða á sérstökum skemmtunum, þar sem ég, Dýri og Óli Már höfum yfirleitt skipað hryggjarstykkið. Einar Óskarsson var trommuleikarinn okkar í byrjun en varð fljótlega að hverfa á braut vegna náms erlendis. Þá fékk ég Gauja Hilmars, bakvörð í KR, til að hlaupa í skarðið og hann smellpassaði strax í hópinn.“ Valsbandið styrkt með fyrr- nefndum KR-ingum kom fram í 70 ára afmælisveislu Halldórs Einars- sonar í Henson og Estherar Magnús- dóttur fyrir tæplega tveimur árum. „Þegar Henson færði það í tal við mig að við þyrftum að gera eitthvað fyrir KR-ingana þegar þeir kæmu í heim- sókn að þessu sinni kom það upp að við skyldum hóa saman þessum tón- listarmönnum og kalla bandið KR- Valsbandið,“ segir Óttar Felix. Spurður hvort nýja bandið sé byrj- unin á sameiningu félaganna hikar skipuleggjandinn aðeins en svarar svo að hætti margra stjórnmála- manna: „Það er aldrei að vita, en hafa ber í huga að í keppni þarf verðuga andstæðinga.“ Morgunblaðið/Hari Í Fjósinu KR-Valsbandið, frá vinstri: Dýri Guðmundsson, Ólafur Már Sigurðsson, Sveinn Guðjónsson, Geir Ólafsson, Óttar Felix Hauksson og Guðjón B. Hilmarsson. Kristján Jóhannsson og Halldór Einarsson sungu líka með bandinu. Valsmenn og KR-ingar sameinast í gleðinni  KR-Valsbandið hitaði upp í Fjósinu fyrir leik Vals og KR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.