Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
VERÐ FRÁ 129.900 KR.
GOLFFERÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
GOLF
ÁMANNM.V. 2 FULLORÐNA - BORG&GOLF
Ómari Ragnarssyni voru í gær veitt verðlaunin
Græni lundinn á RIFF, Alþjóðlegu kvikmynda-
hátíðinni í Reykjavík. Þetta er í fyrsta sinn sem
Græni lundinn er afhentur og var það Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra
sem afhenti Ómari verðlaunin. „RIFF heiðrar
Ómar fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á nátt-
úru landsins með því að veita honum þessi heið-
ursverðlaun,“ segir í kynningu RIFF.
Heiðraður á RIFF fyrir ævistarf sitt við kvikmyndun á náttúru landsins
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ómar fékk
Græna
lundann
Sigurður Bogi Sævarsson
Þór Steinarsson
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gærmorgun að frumvarp Katr-
ínar Jakobsdóttur forsætisráðherra
um sanngirnisbætur í kjölfar sýknu-
dóms Hæstaréttar í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu á síðasta ári yrði
lagt fram á Alþingi. Frumvarpið
opnar á að greiddar séu bætur til að-
standenda þeirra sýknuðu sem falln-
ir eru frá.
Tekur ekki afstöðu til upphæða
Katrín Jakobsdóttir segir frum-
varpið opna á bótagreiðslur. Það feli
einnig í sér tæknileg atriði.
Við gerð frumvarpsins er byggt á
drögum frá sáttanefnd þar sem er
upplegg um sanngirnisbætur. Einn-
ig er gerð grein fyrir stöðu mála mið-
að við sáttaumleitanir þar sem gert
var ráð fyrir að samanlögð upphæð
sanngirnisbóta yrði 759 milljónir
króna. Spurð um hvað gæti talist
sanngjarnar bætur sagðist forsætis-
ráðherra vilja byggja á rökstuddum
grunni sáttanefndar. „Ég er ekki að
fara að taka afstöðu til nákvæmrar
upphæðar,“ sagði Katrín.
Alþingi átti fyrsta skrefið
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
hera segir að sér lítist vel á frumvarp
forsætisráðherra um sanngirnisbæt-
ur vegna Guðmundar- og Geirfinns-
máls. Að sínu mati sé líka eðlilegt að
málið gangi til Alþingis, enda hafi
það verið fyrir tilstilli þingsins sem
þessi mál voru opnuð að nýju. „Við
værum ekki að ræða þessi mál nema
vegna þess að Alþingi átti fyrsta
skrefið,“ sagði Bjarni og ennfremur:
„Nú þegar dómur Hæstaréttar
liggur fyrir og skýr vilji stjórnvalda
til þess að leita sátta um bóta-
greiðslu er ekki nema eðlilegt að
heimildir fyrir slíkum bótagreiðslum
séu teknar til meðferðar á þinginu.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Miðflokksins, lagði í gær á
Alþingi fram fyrirspurn til forsætis-
ráðherra vegna málefna Klúbbs-
manna, þeirra Einars Bollasonar,
Magnúsar Leopoldssonar, Valdi-
mars Olsen og Sigurbjörns Eiríks-
sonar sem árið 1976 sátu 105 daga í
gæsluvarðhaldi grunaðir um að
tengjast hvarfi Geirfinns Einarsson-
ar, án þess að vera nokkru sinni
ákærðir. Spyr Sigmundur hvort um-
ræddir menn eða afkomendur þeirra
verðskuldi frekari skaðabætur
vegna varðhaldsins og áhrifa þess.
Einnig hvort Katrín hafi hitt um-
rædda menn eða fulltrúa þeirra og
sé svo ekki, hvort hún sé reiðubúin
til fundar.
Segja að sáttaviljinn sé skýr
Frumvarp forsætisráðherra um sanngirnisbætur í Geirfinnsmálinu mun ganga til Alþingis Byggt
sé á starfi sáttanefndar, segir Katrín Sigmundur Davíð spyr um frekari bætur til Klúbbsmanna
Morgunblaðið/Hari
Sýknudómi fagnað Ár var liðið í gær frá því Hæstiréttur Íslands sýknaði
fimm sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Heildarkostn-
aður við funda-
ferðir Más Guð-
mundssonar,
fyrrverandi
seðlabanka-
stjóra, um landið
í seinasta mánuði
var samtals
1.544.840 kr.
Þetta kemur
fram í svari
Seðlabankans við fyrirspurn Morg-
unblaðsins sem send var eftir
hringferð Más í seinasta mánuði.
Már heimsótti fjóra staði á land-
inu í ágúst, Ísafjörð, Akureyri, Nes-
kaupstað og Árborg og voru tveir
starfsmenn með honum á þremur
fyrst töldu stöðunum.
Fram kemur í svarinu sundurlið-
aður kostnaður. Rúmlega 416 þús-
und kr. fóru í auglýsingar í fjöl-
miðlum, 348 þús. kr. í fundar-
aðstöðu, tæpar 266 þús. kr. í
hótelgistingu, 240.600 kr. í veit-
ingar á fundum og 77 þús. kr. í aðr-
ar veitingar í tengslum við ferð-
irnar. Ferðakostnaður var samtals
196.833 kr. Fram hefur komið í
fréttum blaðsins að tæplega 50
manns sóttu þrjá fyrstu fundina en
seinasti fundurinn í Árborg var
fjölmennari. Á fundunum fjallaði
Már m.a. um árangur við stjórn
efnahags- og peningamála frá fjár-
málahruninu 2008.
Már
Guðmundsson
Fundaferðin
kostaði rúmar
1,5 milljónir
Blaðamannafélag Íslands hefur slitið
kjaraviðræðum við viðsemjendur fé-
lagsins og var ríkissáttasemjara til-
kynnt þetta með bréfi í gær.
„Stjórn og samninganefnd Blaða-
mannafélagsins voru á fundi núna
hvor á eftir annarri í dag og það var
samdóma niðurstaða að slíta viðræð-
um í ljósi tilboðs sem við fengum í
gær sem var algjörlega óviðunandi
og úti á túni,“ sagði Hjálmar Jóns-
son, formaður félagsins, við mbl.is í
gær. Hann telur ekkert annað í stöð-
unni en að grípa til verkfalla.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, sagði samtökin hafa
lagt fram tilboð sem var sambæri-
legt við aðra kjarasamninga sem SA
hafa gengið frá á undanförnum vik-
um og misserum.
„Samtök atvinnulífsins eru búin að
ljúka gerð kjarasamninga við um það
bil 95% af sínum viðsemjendum og
það hefur gengið ágætlega hingað
til,“ segir Halldór sem bætir því við
að nú þurfi að sjá hver framvinda
málsins verði.
Kjarasamningar blaðamanna hafa
verið lausir frá 1. janúar en þeim var
vísað til ríkissáttasemjara í lok maí.
„Það er eins og ekkert hafi gerst í
þá níu mánuði frá því að gildi síðasta
samnings lauk. Við höfum átt í ítar-
legum viðræðum í 5-6 mánuði. Í til-
boðinu sem við fengum í gær er ekk-
ert af þeim áhersluatriðum sem við
höfum farið yfir,“ sagði Hjálmar.
Næsta skref sé að fara í baklandið
og kynna blaðamönnum hvað sé í
boði og hvernig viðmót blaðamenn
séu að fá frá sínum viðsemjendum og
sínum atvinnurekendum. ,,Við hljót-
um að grípa til aðgerða því það er
það eina í stöðunni,“ sagði hann.
Halldór kveðst ekki geta upplýst
um neitt sem á sér stað inni á borði
sáttasemjara. Stefna SA í þessum
kjaraviðræðum sé orðin býsna skýr.
Halldór býst við því að setjast aftur
niður með samninganefnd Blaða-
mannafélagsins fljótlega.
BÍ slítur kjaraviðræðum
Hjálmar
Jónsson
Halldór Benjamín
Þorbergsson
„Hljótum að grípa til aðgerða“ Tilboðið sambærilegt öðrum