Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 4

Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 MAX-vélarnar í betra loftslag  Ferjaðar til Toulouse í Suður-Frakklandi  Flugmenn Icelandair vilja ólmir fá verkefnið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum Icelandair sem staðið hafa ónotaðar á Keflavíkurflugvelli frá því um miðjan mars verður flogið ferjuflugi til Toulouse í Suður-Frakklandi þar sem þær verða geymdar þar til leyfi fæst til að taka þær í notkun á ný. Ekki hefur verið ákveðið hvenær vélunum verður flogið út en það verður væntanlega strax eftir helgi. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair, segir að rigning og selta hafi slæm áhrif á flugvélar. Því hafi Ice- landair ákveðið að færa MAX-vélarnar í betra loftslag. Icelandair þurfti heimild til ferjuflugs hjá Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum og flugmálayfirvöldum á Íslandi og í Evrópu. Segir Jens að það hafi verið viðamikið ferli að afla leyfanna. Að lokum var það Samgöngu- stofu sem gaf út leyfið, að fengnu skilyrtu sam- þykki frá evrópskum flugmálayfirvöldum. Skilyrðin snúa meðal annars að því hvernig vélunum verður flogið, í hvaða hæð, hvernig þoturnar verða útbúnar og hverjir verða um borð. Tilgangurinn er meðal annars að koma í veg fyrir að sjálfvirkur öryggisbúnaður í stjórnkerfi vélanna virkist, en hann er talinn eiga þátt í því að tvær farþegaþotur af þessari gerð hafa farist, sú seinni í mars á þessu ári. Vilja komast aftur í loftið Flugmenn Icelandair fljúga vélunum til Frakklands, og verða væntanlega aðeins tveir um borð. Jens segir að ekki sé vandamál að fá flugmenn í verkefnið. „Þeir eru allir ólmir í að fá að fljúga vélinni. Það er ekki vandamálið. Þeim sem hafa flogið þessari vél hefur líkað það vel og vilja endilega komast í loftið aftur. Við höfum ekki upplifað neitt óeðlilegt í rekstri okkar véla, ekkert hefur bent til annars en að þær séu í fullkomnu lagi,“ segir Jens. Boeing kyrrsetti þær 350 Boeing 737 MAX- vélar sem verksmiðjurnar höfðu afhent um miðjan mars. Jens bendir á að vel á annað hundrað þeirra hafi verið flogið í ferjuflugi á þessum tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kyrrsettar Boeing 737 MAX 8-farþegaþotur Icelandair hafa staðið ónotaðar í Keflavík. Arctic Fish er komið af stað með útflutning á fersk- um laxi til Kína, eftir að síðustu hindrunum í fram- kvæmd samnings um fríverslun vegna innflutnings á laxi til Kína var rutt úr veginum. Þrjár sendingar hafa farið í þessari viku, alls um 13 tonn, og meira er í farvatninu, að sögn Sigurðar Péturssonar, fram- kvæmdastjóra hjá Arctic. Litlar tilraunasendingar fóru frá Keflavíkurflug- velli í byrjun vikunnar og var Sjanghaí áfanga- staðurinn. Flutningar og tollafgreiðsla gekk upp og fór stærri sending í kjölfarið. Sigurður segir að Arctic Fish njóti þess að eigendurnir hafi reynslu og þekkingu í viðskiptum með fisk á alþjóðamarkaði. Nefnir hann að Novo Food sé með söluskrifstofu á Íslandi og öll tilskilin leyfi til útflutnings til Kína. Þá sé Norway Royal Salmon með sölukerfi í Kína og taki á móti laxinum ytra. „Við erum að sá fræjunum og kynna vöruna. Þetta lítur vel út. Viðskiptavinirnir eru ánægðir með það sem þeir fá,“ segir Sigurður. Íslenski laxinn þarf að vera í stærra lagi því hann endar í eldhúsum veitingahúsa. Hann þarf einnig að vera í hámarks- gæðum, sem Arctic Fish tryggir með umhverfis- vottun sinni. helgi@mbl.is Útflutningur fer vel af stað  Tilraunasendingar til Kína tókust  Meira í farvatninu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Patreksfjörður Arctic Fish er með laxeldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Gæðafiskur er fluttur til Kína. Gengið var í tilefni Alþjóðlega hjartadagsins í Elliðaárdalnum í gærkvöldi, en hann verður haldinn hátíðlegur á morgun, sunnudag. Gengu þátttakendur um fjóra kílómetra en þátt- taka var ókeypis. Í dag verður svo haldið sérstakt hjarta- dagshlaup, en boðið er upp á 5 og 10 km vegalengdir. Ræst verður frá Kópavogsvelli og munu þátttakendur hlaupa um Kársnesið til stuðnings bættri hjartaheilsu. Hlaupið hefst klukkan tíu. Frjálsíþróttadeild Breiðabliks sér um fram- kvæmd hlaupsins. Gengið til stuðnings bættri hjartaheilsu Morgunblaðið/Árni Sæberg Haldið upp á Alþjóðlega hjartadaginn um helgina Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Palma 31. október í 4 nætur Verð frá kr. 69.995 Borgarferð de Mallorca

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.