Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Aðsókn á sjávarútvegssýninguna í Laugardalshöll hefur verið meiri en áður, að sögn Ólafs M. Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra sýningar- innar. „Okkur sýnist þetta verða um 17 þúsund gestir,“ sagði Ólafur þeg- ar blaðamaður ræddi við hann síð- degis í gær. Hann útilokar ekki að það gæti orðið hærri tala þegar end- anlegar tölur lægju fyrir. Bendir því allt til þess að sett verði aðsókn- armet, en árið 2016 mættu 15 þús- und gestir. Þegar rætt var við fram- kvæmdastjórann voru tveir tímar eftir af sýningunni, sem hófst á mið- vikudag og lauk í gær. „Sýningin hefur gengið rosalega vel, það er bara yfir fullt, langar raðir, en geng- ur reyndar mjög hratt.“ Það sást glögglega í Laugar- dalnum í gær að mikill áhugi var á sýningunni, en talsverður vandi var að finna bílastæði í nágrenni Laugardalshallar og gengu bíla- stæðaverðir um og sektuðu þá sem höfðu lagt ólöglega til þess að kom- ast á sýninguna. Létt virtist þó vera yfir gestum sem skoðuðu helstu nýj- ungar innan íslensks sjávarútvegs. Tækifæri til viðskipta Margir gestir og sýnendur á sýningunni mæta til þess að skapa tengsl og afla nýrra viðskiptavina eða finna tæki, tól eða þjónustu sem þá vantar. Ólafur segist vita af fleiri samningum sem hafi verið gerðir á sýningunni. „Ég er búinn að heyra um mjög marga samninga sem menn hafa verið að gera. Einn var til dæmis í gær [fimmtudag] að selja einhver sjö tæki og svo var annar að semja um innréttingar í heilt frysti- hús, svo það hefur verið ýmislegt í gangi,“ segir hann og bætir við að honum þyki vera „mikill sóknar- hugur í mönnum og í sjávarútveg- inum, þetta er svo öflugur iðnaður.“ Nýtt aðsóknarmet sett á sjávarútvegssýninguna Morgunblaðið/Eggert Margmenni Fjöldi fólks lagði leið sína á sjávarútvegssýninguna.  Gestir um sautján þúsund síðdegis í gær Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Kristófer Oliversson, framkvæmda- stjóri Center-hótela og formaður FHG-fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, segir að rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af því hversu stór markaðshlutdeild Airbnb er hér á landi, ekki síst nú þegar harðnar í ári. Svo virðist sem eitthvað hafi dregið úr á Airbnb-útleigu á höfuð- borgarsvæðinu en nú sé fyrirtækið í sókn á landsbyggðinni. Kristófer sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að stjórn FHG- fyrirtækja hefði í fyrradag fundað um stöðu greinarinnar og horfur. „Við vorum almennt að ræða horf- urnar í greininni, einkum með hlið- sjón af greiningum bankanna. Ein helsta niðurstaða okkar nú er að það þurfi að taka enn fastar á því að koma skuggahagkerfinu í gistiþjón- ustu upp á yfirborðið og jafna sam- keppnisstöðu á öllum sviðum, m.a. í skattamálum. Ef allir keppa á sömu forsendum, einnig Airbnb, höfum við engar áhyggjur. Ef okkur tekst það ekki er rík ástæða til að hafa áhyggj- ur,“ sagði Kristófer. Hlutdeild Airbnb vex úti á landi Kristófer segir það hafa komið skýrt fram í greiningu Landsbank- ans í fyrradag að markaðshlutdeild Airbnb væri mjög stór og hún færi vaxandi á landsbyggðinni, en sam- dráttur á höfuðborgarsvæðinu væri sáralítill. „Þetta er stóra málið fyrir okkur, auk þess sem við höfum miklar áhyggjur af því skattaumhverfi sem hótel og gistiheimili búa við. Gisti- náttaskatturinn var þrefaldaður eins og kunnugt er haustið 2017 og við erum því að búa okkur undir við- ræður við stjórnvöld sem taka þarf mjög alvarlega,“ sagði Kristófer. Almenna viðhorfið segir Kristófer vera að vilji sé til þess að gestir búi á hóteli eða gistiheimili á meðan á dvöl þeirra hér á landi stendur. „Ég hef líkt þessu við það almenna viðhorf hér á landi að vilji er til þess að fiskurinn okkar sé veiddur af skip- um sem hafa kvóta og gera það lög- lega,“ sagði Kristófer. Kristófer segir að horfurnar fyrir veturinn séu nokkuð mismunandi eftir svæðum. „Mönnum er í besta falli að takast að verja stöðuna frá því í fyrra, en það er á hinn bóginn mjög algengt að um einhvern sam- drátt sé að ræða. Það hlýtur auðvit- að segja til sín einhvers staðar þegar ferðamönnum fækkar yfir 17% yfir verðmætasta tímann sl. sumar og um 13% það sem af er árinu. Þar hefur fall WOW spilað inn í og einnig vandræðin með Max 8-vélarnar. Það er ekkert hrun fram undan að okkar mati en menn eru vissulega áhyggjufullir yfir stöðunni eins og hún nú blasir við,“ sagði Kristófer Oliversson að lokum. Vilja skugga- hagkerfið upp á yfirborðið  FHG hefur áhyggjur af stærð mark- aðshlutdeildar Airbnb úti á landi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Áhyggjur FGH hefur áhyggjur af markaðshlutdeild Airbnb hér. Íslensk ferðaþjónusta á að vera leið- andi í sjálfbærri þróun. Þetta er megináherslan í nýrri framtíðarsýn og leiðarljósum ferðaþjónustunnar til ársins 2030 sem kynnt voru í gær. Stefna þessi er afrakstur sam- starfs fólks hjá ráðuneyti ferðamála, Samtökum ferðaþjónustunnar og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 90% verði jákvæð Til að styðja við framtíðarsýnina hafa verið sett markmið um að árið 2030 verði heildarútgjöld ferða- manna 700 milljarðar króna, yfir 90% landsmanna verði jákvæð í garð ferðaþjónustu og virkri álags- stýringu hafi verið komið á. Annað stórt verkefni í ferðaþjón- ustu sem kynnt var í gær er Jafn- vægisásinn. Hvar ferðaþjónustan stendur gagnvart yfir 60 mæli- kvörðum sjálfbærrar nýtingar er markmiðið með þessu mikilvæga tæki. Er þá horft til samfélags-, efnahags- og umhverfisþátta. Þetta er í fyrsta sinn í heiminum sem svona verkefni er unnið á landsvísu. Mælikvarðarnir spanna allt frá ástandi náttúrunnar og ánægju heimamanna til framboðs á heima- gistingu og ástandi vegakerfisins. Nálgast þolmörk „Meginniðurstaðan er að núver- andi ástand sé á heildina litið farið að nálgast þolmörk. Að óbreyttu þolir Ísland tveggja prósenta árleg- an vöxt til ársins 2030 en við fimm prósenta vöxt værum við komin yfir þolmörk árið 2030,“ segir í frétt frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytinu. „Við ætlum að vera leiðandi í sjálfbærri þróun, hafa samkeppnis- hæfni að leiðarljósi og starfa í sátt við land og þjóð. Setja arðsemi framar fjölda ferðamanna, vinna að ávinningi heimamanna um allt land, gæta jafnvægis milli verndar og nýtingar og miða að einstakri upp- lifun, gæðum og fagmennsku,“ sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra á fundi með ferðaþjónustufólki þar sem Jafn- vægisásinn var kynntur. Tækið seg- ir hún eiga að tryggja að ferðaþjón- ar beini kröftum sínum í rétta átt að settu marki, sem sé sú stefna sem mörkuð hefur verið. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ferðamál Miða að einstakri upplifun, gæðum og fagmennsku, sagði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra. Jafnvægisásinn fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu  Þolmörkin nálgast  Jafnvægi milli verndar og nýtingar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Við bjóðum upp á glæsilega aðventuferð til Austurríkis og hefjum ferðina í borg barokksins, hinni stórkostlegu Salzburg. Borgin er einstök á aðventunni og jólamarkaður hennar einn sá fallegasti í heimi. Virkisbærinn Kufstein í Tíról tekur því næst á móti okkur og minnir helst á myndskreytt ævintýri. Upplifðu allt það stórkostlega sem aðventan í Austurríki hefur upp á að bjóða! Aðventusveifla íSalzburg&Tíról 1. - 8. desember Fararstjóri: Þóra Björk Valsteinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.