Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 7
Miðasala í Hörpu
sinfonia.is
harpa.is
528 50 50 @icelandsymphony / #sinfó
Edvard Grieg Pétur Gautur, valdir þættir
Þú getur skannað og hlustað á verkin á Spotify
Daníel Bjarnason Processions, píanókonsert
W.A. MozartHornkonsert nr. 3
Jean Sibelius Sinfónía nr. 5
ÞDaníel Bjarnasonhljómsveitarstjóri
Víkingur Heiðar Ólafsson
einleikari
Radovan Vlatković
einleikari
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 19:30
FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 19:30
VÍKINGUR
OGDANÍEL
UPPSELT
AUKATÓNLEIKAR
að var stórviðburður í íslensku tónlistarlífi þegar
Víkingur Heiðar frumflutti nýjan píanókonsert
Daníels Bjarnasonar, Processions, með Sinfóníuhljómsveit
Íslands árið 2009. Í kjölfarið hefur konsertinn hljómað
víða um heim og hlotið frábæra dóma heimspressunnar.
Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu
og undanfarin misseri hefur hann leikið með helstu
hljómsveitum í Evrópu og Bandaríkjunum. Í nóvember
heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands í tónleikaferð til
Þýskalands og Austurríkis. Í Konzerthaus í Berlín verða
haldnir tónleikar með Víkingi sem er nú staðarlistamaður
tónleikahússins, en einnig verða haldnir tónleikar í
München og Salzburg, þar sem króatíski hornsnillingurinn
Radovan Vlatković leikur einnig einleik.
Í aðdraganda ferðarinnar leikur Sinfóníuhljómsveit Íslands
efnisskrána í Hörpu. Þar hljóma sívinsælir þættir úr Pétri
Gaut eftir Grieg, yndisfagur hornkonsert Mozarts og
kröftug sinfónía Sibeliusar, auk píanókonsertsins
Processions.
Strax seldist upp á tónleikana en nú hefur
aukatónleikum verið bætt við 8. nóvember.
Bakhjarl í flutningum: