Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Vörður ÞH 44, nýr togari Gjögurs
hf. sem kom til landsins sl. miðviku-
dag, fer til veiða síðari hlutann í
október ef allt gengur upp. Skipið er
nú komið til Hafnarfjarðar þar sem
vinnslulína og annar slíkur búnaður
verður settur um borð. Þegar öllum
fínstillingum á þeim tækjum og öðru
verður haldið á miðin.
„Þetta er glæsilegt skip sem fer
vel bæði með afla og áhöfn. Með
smíðinni erum við að fylgja þróun
tímans, í sjávarútvegi frekar en öðr-
um atvinnugreinum er aldrei neitt
stopp. Þetta er endalaus framþró-
un,“ segir Ingi Jóhann Guðmunds-
son, framkvæmdastjóri Gjögurs.
Sjö litlir togarar
Um þessar mundir eru sjö nýir
togarar að koma til landsins, allir
sömu gerðar og smíðaðir í Brattvaag
í Noreg. Þegar er Vestmannaey VE,
sem smíðuð var fyrir Berg-Hugin/
Síldarvinnsluna, komin til landsins
og svo Vörður. Á næstu vikum fær
Gjögur svo systurskipið Áskel ÞH.
Hin skipin fara til Skinneyjar-
Þinganess á Hornafirði og Samherja
á Akureyri.
Nýju skipin sjö eru litlir togarar,
lengdin tæpir 30 metrar, breiddin 12
metrar og stærðin 611 brúttótonn.
Íbúðir eru fyrir 13 manns og lestin
tekur 80 tonn af fiski. Kaupverð fyr-
ir hvert þeirra er um 100 milljónir
norskar krónur eða um 1,3 millj-
arðar íslenskra króna.
Skipin sem Gjögur skiptir út fyrir
ný hafa nú verið seld til FISK-
Seafood í Grundarfirði og koma í
nýja heimahöfn þar í dag. Þar verða
þau Sigurborg SH og Farsæll SH.
Líður vel á hafinu
Lögheimili útgerðarfyrirtækisins
Gjögurs hf. er á Grenivík. Ástæðuna
segir Ingi Jóhann þá að fyrirtækið
hafi verið stofnað þar og gott sé að
byggja á sögunni. Nyrðra er fyrir-
tækið með frystihús og fiskvinnslu,
skrifstofur eru í Reykjavík en á sjó-
inn er sótt frá Grindvík.
Þegar tekið var á móti Verði GH í
Grindavík í vikunni blessaði séra
Pálmi Matthíasson skipið, en hann
er frændi fólksins í fjölskyldunni
sem á og rekur Gjögur. Nefndi
Pálmi að fyrirtækið og starfsemi
þess hefði jafnan verið lífæð bæði á
Grenivík og í Grindavík. Nafnið
Vörður segi líka sitt; það sé sá sem
vakir, verndar og leggur lið.
Þorgeir Guðmundsson, skipstjóri
á Verði, kveðst ánægður með skipið
nýja, það sé stöðugt og líði vel á haf-
inu. Fyrir gamalreyndan skipstjórn-
armann eins og sig sé nýmæli að
ekki séu lengur takkar í stjórntækj-
um. Nú sé tækjum og tólum stýrt
með snertiskjái sem séu margir.
Mest á Vestfjarðamiðum
„Mest sækjum við á Verði í bol-
fiskinn og erum stærstan hluta árs-
ins á Vestfjarðamiðunum. Á vetr-
arvertíðinni, frá í mars og fram í
maí, höldum við okkur hins vegar
mest hér við suðurströndina enda er
þá nóg af þorski hér skammt frá. Al-
mennt eru veiðiferðirnar hjá okkur
stuttar, gjarnan tveir til fimm dag-
ar,“ segir Þorgeir sem hefur verið á
Gjögurskipum frá árinu 1978.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Útgerðarmaður Þetta er endalaus framþróun,“ segir Ingi Jóhann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gjögurs.
Vakir og verndar
Vörður er glæsilegur togari í Grindavík Fer vel bæði
með afla og áhöfn Einn af sjö nýjum Sótt í bolfiskinn
Feðgar Þorgeir Guðmundsson skipstjóri með Brynjari Frey syni sínum.
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Páll Matthíasson, forstjóri Land-
spítalans, greindi í gær í vikulegum
pistli sínum til starfsfólks frá fyr-
irhuguðum
breytingum á
skipuriti spítal-
ans sem taka
gildi 1. október.
Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur
staðfest skipu-
ritsbreytingarn-
ar.
Í pistli Páls
kemur fram að
skipuriti spítalans var síðast breytt
árið 2009. „Þær breytingar sem þá
voru gerðar skiptu sköpum í þeim
öldusjó sem var í kjölfar fjármála-
hrunsins en þáverandi skipurit
hentar ekki lengur verkefnum spít-
alans,“ skrifar Páll.
Í pistlinum segir að meginmark-
mið breytinganna sé að sníða skipu-
lag starfseminnar og stjórnunar-
fyrirkomulag að aðalverkefnum
spítalans og síbreytilegum þörfum
samfélagsins um leið og hagrætt sé
í stjórnunarþætti Landspítala. Á
sama tíma sé leitast við að ná betri
heildarsýn á núverandi flæði og
þjónustu við sjúklinga með því að
draga úr sílóum og samhæfa starf-
semina þvert á núverandi svið. „Það
er mat okkar að nýtt skipurit styðji
við undirbúning að starfsemi spít-
alans í nýju húsnæði við Hring-
braut,“ skrifar Páll.
Þrjár stöður í stað níu
Samkvæmt pistlinum felst meg-
inbreytingin í því að starfsemi sjö
klínískra sviða og rekstrarsviðs
verður skipt milli þriggja sviða:
meðferðarsviðs, aðgerðasviðs og
þjónustusviðs. Vegna þess hafi stöð-
ur níu framkvæmdastjóra á spítal-
anum verið lagðar niður og í stað
þeirra auglýstar stöður fram-
kvæmdastjóra þessara þriggja
sviða. Munu nýir framkvæmdastjór-
ar taka til starfa 1. október.
Páll lýkur pistli sínum á að vara
við að það muni taka lengri tíma að
ganga frá þeim breytingum sem
fylgja muni nýju skipuriti, en unnið
verði eins hratt og unnt er.
Framkvæmda-
stjórum fækkað
á Landspítala
Nýtt skipurit tekur gildi 1. október
Morgunblaðið/Ómar
Landspítalinn Þrír framkvæmda-
stjórar verða í stað níu áður.
ÞJÓNUSTUSVIÐAÐGERÐASVIÐMEÐFERÐARSVIÐ
Nýtt skipulag Landspítala 2019
Hringbrautarverkefnið FORSTJÓRI
Fagráð
Ráðgjafarnefnd
FRAMKVÆMDASTJ. HJÚKRUNAR
FRAMKVÆMDASTJ. LÆKNINGA
Vísindi og
menntun
Gæði og
öryggi
Rannsóknarstofur
Blóðbanki
Myndgreining
SkurðlækningarBráðaþjónusta
Lyflækningar
Endurhæfing
Aðföng – Fasteignir
– Umhverfi
Skurðstofur
Gjörgæsla
Öldrunarþjónusta Hjarta- og æðaþjónusta
Geðþjónusta BarnadeildirKvennadeildir
BUGL
Lyfjaþjónusta
Ráðgjafarþjónusta
Fjarheilbrigðis-
þjónusta
Heilbrigðis- og
upplýsingatækni
Lyfjanefnd
FJÁRMÁL
– MANN-
AUÐSMÁL
Páll
Matthíasson
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi