Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 18

Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Blaðvespum hefur fjölgað hérlendis á síðustu árum og sumir nýliðanna skemma garða- gróður. Lirfurnar nærast á laufi plantna og geta valdið umtalsverðum skemmdum. Á Facebook-síðu sinni, Heimur smádýranna, fjallar Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, um tvær þessara tegunda; rifsþélu og hind- berjaþélu. Hann segir að báðar séu átvögl mik- il sem vaxi hratt og þroskist. Rifsþéla er mjög nýlegur landnemi hér á landi, segir á pödduvef Náttúrufræðistofn- unar, og fyrstu fullorðnu eintökin í safni stofn- unarinnar eru frá sumrinu 2010. Rifsþélu virð- ist fara fjölgandi í görðum og á hún sennilega eftir að verða meiriháttar skaðvaldur á fæðu- plöntum sínum og ganga afar hart að þeim, segir á vefnum. Hindberjaþéla kom fyrst fram í veiði í ljós- gildru í Fljótshlíð í september 2014 en varð ekki greind til tegundar fyrr en síðar. Hún hef- ur aðeins fundist á fáeinum stöðum frá 2014. Hvað varð af runnanum? Erling segir að með innflutningi á plöntum sé einnig verið að flytja inn skordýr, sem virð- ist mörg hver dafna vel í gróskumiklum görð- um. Þetta virðist eiga við tvær fyrrnefndar frænkur. „Ég frétti af fólki sem brá sér af bæ í vikutíma og þegar það kom heim aftur spurði það hvað annað hvað orðið hefði af rifs- runnanum. Þetta eru ekki miklar ýkjur. Þær eru fljótar þessar blaðvespur, fjölmargar og geta verið að allan sólarhringinn,“ segir Er- ling. Í Evrópu eru um 1.080 tegundir blaðvespa skráðar í 92 ættkvíslum. Hérlendis var ættin tegundafá til skamms tíma, en smám saman hefur bæst í ættbogann. Erling áætlar að teg- undirnar hér geti nú verið í kringum 20 og hafi oft fjölgað um eina á ári. Hvenær á birkið að ljóstillífa? Birkiþéla er einnig af ætt blaðvespa, en hún leggst á blöð birkis frá miðju sumri og fram eftir ágúst. Tekur hún oft við af birkikemb- unni, sem er fiðrildi. Lirfur kembunnar smjúga inn í laufblöðin, koma sér þar fyrir og éta innvefi þeirra og eftir því sem lirfurnar dafna taka blöðin að sölna. „Birkikemban er skaðvaldur fyrri hluta sumars, en birkið jafnaði sig þegar leið á júní og var fallegt síðsumars. Síðustu ár hefur þetta kvikindi, birkiþélan, hins vegar tekið við og étið nýju blöðin fram eftir ágúst. Hvenær á birkið þá að ljóstillífa og búa sig undir vetur og hvenær á birkið að framleiða fræ? Ég held að það sé full ástæða til að kalla til neyð- arfundar hjá birkiættinni og ræða málin,“ segir Erling. Átvöglum fjölgar í görðum og vaxa hratt  Með innflutningi á plöntum koma einnig skordýr  Ástæða fyrir birkið að halda neyðarfund Ljósmynd/Erling Ólafsson Lirfa rifsþélu Hún leggst á rifstegundir, einkum rauðrifs, og étur laufblöð þeirra. Stokkseyri | Hjólastígur með fjör- unni milli Stokkseyrar og Eyrar- bakka hefur verið á dagskrá bæjar- yfirvalda frá því um aldamótin, eða fljótlega eftir sameiningu sveitarfé- laga í vestanverðum Flóa. En góðir hlutir gerast hægt. Fyrsta skóflustungan að stígnum var tekin 7. september árið 2012 af Ástu Stefánsdóttur, þáverandi bæj- arstjóra. Og nú sjö árum síðar er stígurinn tilbúinn, lokið var við að malbika hann í lok ágúst. Nokkur heilabrot voru um stað- setningu stígsins. Hann liggur með- fram sjóvarnargarðinum frá Stokks- eyri og að brú á Hraunsá, sem var smíðuð fyrir stíginn. Síðan beygir hann inn í land og sneiðir framhjá landi Gamla-Hrauns. Liggur hann um skemmtilegt vot- lendi þar sem skiptast á mýrar, dæl- ir og flóð, svo og tún. Stígurinn end- ar á Litla-Hraunsflötum sunnan við Litla-Hraun og tengist þar gatna- kerfi Eyrarbakka. Efnt var til samkeppni um nafn á stíginn og varð Fjörustígur hlut- skarpastur. Stígurinn hefur talsvert verið notaður, þó að hann væri ekki tilbúinn. Nú sjá hjólreiðamenn og göngufólk á Eyrum sæng sína upp reidda. Unnið er að gerð stígs milli Sel- foss og Eyra og verða þá allir þétt- býlisstaðir Sveitarfélagsins Árborg- ar tengdir með malbikuðum stígum. Enda er flatneskjan í Flóanum kjör- in til hjólreiða. Lokið við hjólastíg á Eyrum  Langþráðum áfanga náð fyrir hjólreiða- og göngufólk Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Hjólastígur Nýi stígurinn frá Stóra-Hrauni í átt að Eyrarbakka. Hann liggur þarna um lífríkt og fallegt votlendi. Árvekniátakinu Plastlaus septem- ber er að ljúka, eðli málsins sam- kvæmt. Um helgina verður haldið svonefnt Plastaþon, í samstarfi við Umhverfisstofnun. Um er að ræða tveggja daga hugmyndasmiðju þar sem þátttakendur mynda teymi og vinna saman að lausnum við þeim áskorunum sem heimurinn stendur frammi fyrir varðandi ofnotkun á plasti, að því er fram kemur í til- kynningu. Þá eru aðstandendur verkefn- isins í samstarfi við Brim, sem er ókeypis kvikmyndahátíð á Eyrar- bakka í dag, laugardag. Loka- viðburður hjá Plastlausum sept- ember er næstkomandi mánudag kl. 17 í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Þar verður boðið upp á ókeypis fræðslu um plast og hvað sé hægt að nota í staðinn. Eru allir boðnir velkomnir á þann viðburð. Plastlaus september er nú hald- inn í þriðja sinn. Heiður Magný Herbertsdóttir, formaður samtak- anna Plastlaus september, segir viðtökurnar hafa farið fram úr björtustu vonum. Átakið hafi náð enn meiri útbreiðslu í ár. Það eigi ekki síst við úti á landi þar sem haldnir hafa verið viðburðir í tengslum við átakið m.a. á Akur- eyri, Ísafirði, Sauðárkróki, Egils- stöðum og í Reykjanesbæ. Plastaþon haldið um helgina  Átakinu Plastlausum september hefur verið vel tekið Morgunblaðið/Eggert Plastlaus Frá kynningu átaksins í Ráðhúsi Reykjavíkur nýverið. H a u ku r 0 1 .1 6 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is • Falleg lífstíls- og heimilisvöruverslun í Kringlunni með virkilega flottar vörur. Verslunin er ung að árum og þannig gefst tækifæri fyrir nýjan eiganda að móta hana eftir sínum hugmyndum. Hagstæður leigusamningur í boði. • Framleiðslufyrirtæki á matvælasviði. Fyrirtækið fullvinnur ákveðnar fiskafurðir og selur innanlands sem og erlendis. Það er í leiguhúsnæði og býr við góðan tækjakost. Velta 200-300 kr. og afkoma með ágætum. • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma. • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður. • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 100mkr. Góður hagnaður. • Trésmiðja með 40 ára rekstrarsögu sem sérhæfir sig í innréttingasmíði fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir. Fyrirtækið er vel tækjum búið og í eigin húsnæði. Velta 130 mkr. • Fyrirtæki sem framleiðir ákveðnar tegundir einfaldra matvæla fyrir aðra aðila á markaði. Töluverð sjálfvirkni þannig að kostnaði er mjög stillt í hóf. Velta 100 mkr. og afkoman sérlega góð. • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50mkr. Góður vöxtur. • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit mað hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 100 mkr. og góð afkoma. Guðni Halldórsson lögfræðingur, gudni@kontakt.is Þórarinn Arnar Sævarsson fasteignaráðgjafi, thorarinn@kontakt.is Gunnar Svavarsson viðskiptafræðingur, gunnar@kontakt.is Brynhildur Bergþórsdóttir rekstrarhagfræðingur, brynhildur@kontakt.is Sigurður A. Þóroddsson hæstaréttarlögmaður, sigurdur@kontakt.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.