Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 20
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkróki Um helgina reka Skagfirðingar stóð til Lauf- skálaréttar í Hjaltadal og ef að vanda lætur verður þar fjöldi glæsihesta sem verða nú að yf- irgefa frelsið í sumarhögum. Einnig og eftir vandanum, verður verulegur mannfjöldi sam- ankominn til að sjá og taka þátt í rekstrinum of- an úr Kolbeinsdal og til réttarinnar. Allar líkur eru á góðviðri að þessu sinni, en stundum hefur slagveðursrigning og kuldi sett sinn svip á rétt- ardaginn.    Nýlega var Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra settur í fertugasta sinn, en það var Jón Friðberg Hjartarson sem setti skólann í fyrsta sinn hinn 22. september 1979. Ingileif Odds- dóttir skólameistari bauð gesti velkomna og sérstaklega nýnema sem nú væru að hefja nám í verk- og bóknámsgreinum að loknum grunn- skóla. Í ávarpsorðum hennar þar sem hún rakti í stuttu máli sögu skólans sem tók við af Iðn- skóla Sauðárkróks og framhaldsdeild Gagn- fræðaskólans, kom fram að miklar breytingar hefðu orðið bæði hvað varðaði námið sjálft og svo umgjörð alla. Glæsileg og vel búin heima- vist rúmar alla þá sem lengra þurfa að sækja og vel búin bók- og verknámshús þjóna vel nem- endum og starfsliði. Allnokkrar breytingar hafa orðið á upp- tökusvæði nemenda sem áður var einkum Norðurland vestra, en nú stunda nemendur nám við skólann með fjarnámi nánast frá öllum landshornum, m.a. í samvinnu við Mennta- skólann á Ísafirði og Verkmenntaskóla Austur- lands. Þá má geta þess að nú á haustönn eru í fyrsta sinn allar námsbrautir við skólann kenndar samkvæmt nýrri námsskrá. Í dag eru 60 starfsmenn við skólann og eins og und- anfarin ár um 500 nemendur í staðar- og fjar- námi, brautskráðir frá upphafi eru 2.663 nem- endur.    Gríðarlegar framkvæmdir hafa í sumar verið á hinum fornfræga áningarstað Varma- hlíð, sem segja má að frá upphafi bílaaldar á Ís- landi hafi verið viðkomustaður allflestra þeirra sem leið áttu á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Löngum fóru allir landflutningar frá Reykjavík og allt til sunnanverðra Austfjarða um þessa leið og var þá oft þröng á þingi, ekki hvað síst þegar færð var erfið og bíða þurfti moksturs um Öxnadalsheiði. Verslunarhúsin í Varmahlíð hafa alltaf verið í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og allt fram til 1. nóvember síðastliðinn ann- aðist KS allan rekstur, en þá var gerður samn- ingur við Olís sem er nú rekstraraðili á verslun og olíusölu.    Þegar eftir að samningar voru undirritaðir var hafist handa um endurbætur innanhúss í versluninni sem nú er björt, rúmgóð og vel skipulögð og er þeim breytingum nánast lokið, en utandyra er enn verið að ganga frá aðkomu- svæði fyrir flutningabíla og bifreiðastæðum fyrir viðskiptamenn verslunarinnar. Þá hafa eldsneytisdælur verið fluttar og gerðar mun aðgengilegri og þrengja ekki lengur að aðkomu verslunarinnar. Að sögn Péturs Stefánssonar, rekstrarstjóra verslunarinnar, er þess vænst að öllum frágangi utanhúss verði lokið fyrir veturinn, og segist hann verulega ánægður með alla útkomu á þessum miklu framkvæmdum sem verið hafi stundum umfangsmeiri en gert var ráð fyrir en öll vandamál hafi verið leyst.    Veruleg aukning hefur verið á umsvifum við Sauðárkrókshöfn á þessu ári og munar þar mest um að fleiri útgerðaraðilar hafa séð sér hag í að landa afla á Sauðárkróki og má þar nefna Brim, Zophonías Cesilsson, Vísi og svo heimaskip FISK Seafood, svo einhverjir séu nefndir. Þess utan eru bæði dragnóta- og línu- bátar, auk 10-12 handfærabáta heimamanna, sem meðal annars nýta sér að komið er útibú frá Fiskmarkaði Íslands, vel staðsett við höfn- ina. Dagur Þ. Baldvinsson hafnarstjóri segir að allt árið í fyrra hafi verið landað um 25 þúsund tonnum en það sem af er ári hefur löndunin los- að 21 þúsund tonn og segist hann búast við að enn verði fyrra met slegið. Þá segir Dagur að nú þegar hafi ný þjónusta skotið upp kolli, því boðuð hafi verið koma tveggja skemmti- ferðaskipa á næsta sumri og undirbúningur sé í fullum gangi til móttöku þeirra.    1238 Baráttan um Ísland, nefnist sýndar- veruleikasýning sem opnuð var um eða eftir mitt sumar og segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, einn af forstöðumönnum sýningarinnar, að að- standendur hennar geti ekki verið annað en ánægðir með viðtökurnar. Aðsókn var betri en þorað var að vona, þar sem engin kynning var meðal þeirra ferðahópa sem á flakki voru þetta sumarið, en fyrir næsta sumar yrði sýningin kunnug öllum þeim túristum sem hér legðu land undir hjól. Sagði Áskell Heiðar að nú væri verið að búa sig undir haustið og að taka á móti skólum og ýmsum hópum sem kynna vildu sér þá ríku söguhefð sem í Skagafirði væri og þá örlagaatburði þegar veldi Sturlunga yfir Ís- landi var hnekkt, er Gissur Þorvaldsson og Kol- beinn ungi drápu á Örlygsstöðum Sighvat Sturluson og syni hans og réðu þar með öllu Ís- landi. Eftir var bara að gera Snorra Sturluson óvirkan og svo einn bróður Þórð kakala, en hann var úti í Noregi og ekki talinn líklegur til eftirmála.    En frammi á Kringlumýri, gegnt Varma- hlíð býr Sigurður Hansen, einhver gagnfróðasti maður um þau umbrotaár í sögunni þegar land- ið var að tapa sjálfstæði sínu og um þau átök sem urðu og eftirmál mannvíga þegar stóru ættirnar bárust á banaspjót. Sigurður hófst handa árið 2009 með því að setja upp eitt stærsta útilistaverk landsins, þegar hann gerði tilgátumynd af því hvernig hann sá fyrir sér að Þórður kakali hefði skipað liði sínu er hann réðst á móti Brandi Kolbeinssyni, sem Kol- beinn ungi hafði falið forystu Ásbirninga í Skagafirði, og endurheimti veldi Sturlunga. Laust fylkingunum saman á svonefndu Haugs- nesi árið 1246 og varð það mannskæðasta orr- usta Íslandssögunnar en á annað hundrað manna féll. Flutti Sigurður stóra steina og rað- aði upp sem táknuðu hvern mann í liðunum enda kemur fram í sögunni hvar aðalmenn í hvoru liði fóru fyrir mönnum sínum. En Sig- urður hélt ótrauður áfram, gömul loðdýrahús á Kringlumýri urðu að fundar- og samkomusal að hluta til árið 2012 en síðan var annar hluti tekinn undir gagnmerka sýningu um Þórð ka- kala, líf hans og endalok.    Fékk Sigurður í lið með sér listamanninn Jón Adolf Steinólfsson og saman ákváðu þeir að bjóða til samstarfs innlendum og erlendum listamönnum til að túlka sögu kakalans og aug- lýstu eftir þátttakendum. Á milli 80 og 90 um- sóknir bárust og völdu þeir félagar úr 14 lista- menn, innlenda og erlenda, frá alls 10 þjóðlöndum. Eftir að valið hafði verið var hverj- um listamanni send hljóðupptaka á ensku þar sem sagði frá þeim atburðum sem hann átti að túlka og kom þessi hópur svo saman í vor og vann að listaverkunum í nokkrar vikur en Jón Adolf hélt utan um hópinn og stýrði verkum. Sýningin var svo sett upp og opnuð formlega 18. ágúst síðastliðinn. Sagði Sigurður að þrátt fyrir litla auglýsingu hefði aðsókn verið nokkuð góð og ganga gestir í gegnum sýninguna undir hljóðleiðsögn þar sem sagt er frá hverju verki fyrir sig. Þeir Sigurður og Áskell Heiðar eru sammála um að þessar tvær sýningar um sögu héraðsins styðji hvor aðra og nálgist söguna hvor á sinn hátt en frá ólíkum sjónarhornum. Svo sem sjá má er margt að gerast í Skagafirði og nóg við að vera og svo njóta menn bara blíðviðrisins dag eftir dag og láta hverjum degi nægja sína þjáningu, eins og stundum áð- ur. Haustblíða og nóg við að vera í Skagafirði Morgunblaðið/Björn Björnsson Kakalaskáli Sigurður Hansen hjá listaverki um það þegar eitrið draup í bikar Þórðar kakala. Framkvæmdir við endurheimt vot- lendis eru að hefjast á vegum Vot- lendissjóðs. Framkvæmdir næstu vikna jafnast á við að slökkt væri á rúmlega 1.000 fólksbílum, segir í frétt frá sjóðnum. Leyfi hefur borist frá Hafnar- fjarðarbæ fyrir endurheimt votlendis í Krísuvíkurmýri og Bleiksmýri, rétt tæplega 60 hektara, sem þýðir end- urheimt upp á um það bil 1.100 tonn af CO2 ígildum á ári. Framkvæmdir hefjast á mánudag. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt framkvæmdir um endurheimt votlendis á jörðinni Kirkjubóli í Önundarfirði. Þær munu tryggja stöðvun á losun sem nemur 481 tonni á ári og eiga að hefjast í byrjun október. Þá standa yfir framkvæmdir á jörðinni Hofi í Norðfirði. Þar ákváðu eigendur að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda framkvæma endurheimtina með fjárstuðning frá Votlendissjóði. Í gær áttu að hefjast framkvæmdir á spildu við Bessastaði. Verið er að undirbúa fram- kvæmdir fyrir Grafarkot í Borg- arfirði en þar hafa landeigendur lengi haft á stefnuskránni að end- urheimta votlendi á jörðinni en þar er um að ræða 52 hektara með losun upp á 1.040 tonn af CO2 ígildum. Líkatjörn komin aftur Á heimasíðu Skógræktarinnar er sagt frá endurheimt votlendis í Mos- felli í Grímsnesi til mótvægis við land sem tapast við gerð Brúarvirkjunar í Haukadal. Í leyfisferli Brúarvirkj- unar gerði Skipulagsstofnun þá kröfu að votlendi yrði endurheimt í stað þess lands sem færi undir vatn. Þar sem Haukadalslandið er í um- sjón Skógræktarinnar var ákveðið að finna framræst land á vegum stofn- unarinnar annars staðar. Fyrir valinu varð svæði í Mosfelli í Grímsnesi þar sem áður var meðal annars falleg tjörn, Líkatjörn. Svæð- ið var ræst fram 1988 í því skyni að þar yrði ræktaður skógur, en ekkert hefur orðið af skógrækt þar. Þegar affallið var stíflað fylltist tjörnin á ný og nú er yfirborð hennar komið í eðli- lega hæð. Örnefnið Líkatjörn er sagt vera dregið af því að lík Jóns Vídalíns biskups hafi verið þvegið í tjörninni á leið í Skálholt, segir á vef Skógrækt- arinnar. Jón lést í Biskupsbrekku á Uxahryggjaleið 1720. aij@mbl.is Framkvæmdir hjá Votlendissjóði  Líkt og slökkt væri á þúsund bílum 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 skoðið úrvalið á facebook Þú getur pantað í gegnum Facebook síðu okkar og fengið sent hvert á land sem er. Opið: laugardag frá 10-18 – sunnudag frá 11-17 Ný sending af Hum mel vörum Breytt og bætt búð Allir velkomnir á frábæru verði fyrir alla fjölskylduna SKÓR, FATNAÐUR, ,LEIKFÖNG, HANDKLÆÐI, YOGA DÝNUR, BAKPOKAR, GÖNGUSTAFIR, ÍSBRODDAR, GLERAUGU, LOPI, PRJÓNAR, NÁLAR, NEON VETTLNINGAR, GUMMITÚTTUR, SUNDGLERAUGU, SPIL, HÁRBURSTI, BENDLABÖND, VETTLINGAR, HÚFUR, GJAFAPOKAR, KORT, NAGLAKLIPPUR, DÚKKUR, TÖSKUR, TÓBAKSKLÚTAR, NÆLONSOKKAR, SKÓHORN, INNLEGG, BOLTAR, SÁPUKÚLUR, HLAUPASOKKAR, GJAFAVARA o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.