Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Áfimmtudaginn boðaði Íslensk málnefnd til málræktarþings umþau rafrænu gögn um íslenskt mál sem almenningur hefur op-inn aðgang að. Þar ber hæst málið.is á vef Árnastofnunar meðnýrri beygingarlýsingu Kristínar Bjarnadóttur og orðanetinu
sem Jón Hilmar Jónsson setti saman – auk orðabóka. Á vefnum má einnig
komast í textasöfn og Ritmálssafn gömlu Orðabókar Háskólans með orða-
forðanum frá 1540 til nútímans. Til að fletta upp í forna málinu þarf að
fara til Kaupmannahafnar á Ordbog over det norrøne prosasprog. Flest
ættu að komast áleiðis í mál-
farsefnum með því að gramsa í
gagnasöfnum stofnunarinnar,
bæði til að finna svör við spurn-
ingum og spyrja nýrra.
„Vandi íslenskrar tungu á
vorum dögum“ felst ekki í
skorti á aðgengilegum upplýs-
ingum um gott mál og vont, eða rétt mál og rangt að fornu og nýju. Upp-
byggilegar leiðbeiningar eru auðfáanlegar. Hér sem víðar á við að þótt öll
þekkingaratriði um málið séu aðgengileg og öllum opin er gallinn sá að
fólk aflar sér þeirra ekki. Það liggur fyrir að börn læra tungumál af því að
talað er við þau og af bókum sem þurfa helst alltaf að vera aðeins ofar
þeirra þroskastigi þannig að þeim miði áfram í máltökunni fremur en að
stauta árum saman við að botna í „Sísí sá sól“ – uns Sísí fríkar loks út.
Í pólitíkinni kemur slík stöðnun fram í staglkenndum málflutningi sem
tekur aldrei mið af fyrirliggjandi upplýsingum eða fram komnum rökum.
Í málpólitíkinni veldur slík einangrun frá þekkingu ekki síður stöðnun og
orðafátækt. Og það getur reynst erfitt að bjarga börnum og unglingum úr
orðafátæktargildru skilaboðaskjóða símamiðlanna þegar þau hætta að
lesa lengri texta en þá sem rúmast á skjánum eða hætta að tala í heyranda
hljóði við sér eldra fólk og jafnaldra. Segja má að það sé jaðarskatturinn
sem unga fólkið greiðir fyrir afþreyinguna í símanum: orðaforðinn
skreppur saman miðað við það sem hann gæti verið með þroskandi mál-
notkun í ræðu og riti.
„Vilji er allt sem þarf,“ orti Einar Benediktsson þegar hann vildi hvetja
þjóð sína til dáða. Gunnar Thoroddsen tók þessi orð Einars upp á níunda
áratug síðustu aldar þegar hann hafði sannfært nokkra vini sína í Sjálf-
stæðisflokknum um að mynda með sér ríkisstjórn til vinstri framhjá for-
ystu flokksins. Í málfarsefnum þarf fólk að vilja halda áfram að tala ís-
lensku; hafa trú á henni og treysta henni sem fullgildu máli meðal mála.
Skólakerfið getur hjálpað til með því að láta af því að leiða unglinga í vafa-
samar villugildrur á samræmdum prófum. Besta málræktin er að nota
málið á fjölbreytilegan og nýstárlegan hátt í þeim aðstæðum sem við mæt-
um á hverjum degi. Gamla málið dugar skammt í breyttum heimi ef við
leggjum ekki stöðugt kapp á að það endurnýist og dafni á vörum kynslóð-
anna – um leið og við höldum gömlu gögnunum til haga í tölvunum okkar
og bókskápunum í betri stofunni.
Endurnýjun
lífdaga málsins
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Þessa dagana er að koma út ný bók eftir JónBaldvin Hannibalsson, fyrrverandi formannAlþýðuflokks, þingmann og ráðherra, semnefnist Tæpitungulaust – lífsskoðun jafn-
aðarmanns. Bókin kemur í bókabúðir eftir helgi. Um er
að ræða safna blaðagreina og viðtala, svo og ræður við
ýmis tilefni o.fl.
Stóra myndin, sem birtist við lestur þessarar bókar,
er sú mikla og skarpa yfirsýn, sem höfundur hefur yfir
þjóðfélagsumræður okkar samtíma, bæði hér heima og í
öðrum löndum og þá fyrst og fremst í helztu nágranna-
löndum okkar.
Þótt greinarhöfundur hafi rifizt við bókarhöfund um
pólitík frá unglingsárum kemur þessi mikla yfirsýn mér
á óvart og er sennilega fátíð á okkar litlu eyju hér norð-
ur í höfum.
Jón Baldvin er með jafnaðarstefnuna í blóðinu, ef svo
má að orði komast. Hann er sonur Sól-
veigar Ólafsdóttur og Hannibals Valdi-
marssonar, sem var einn helzti alþýðu-
foringi Íslands á 20. öldinni vegna þess
að hann gegndi forystuhlutverki í
verkalýðshreyfingunni áratugum sam-
an en var jafnframt í leiðandi hlutverki
á hinum pólitíska vettvangi. Og svo er
hann skírður í höfuðið á Jóni Baldvinssyni, sem var á
sinni tíð forseti Alþýðusambands Íslands og formaður
Alþýðuflokksins á sama tíma og gjarnan verið litið til,
sem eins merkasta leiðtoga þess flokks.
Honum hefur því runnið blóðið til skyldunnar á póli-
tískri vegferð hans um ævina.
Í ræðu, sem Jón Baldvin flutti á flokksþingi Alþýðu-
flokksins fyrir formannskjör 1984 sagði hann m.a.:
„Gleymum því aldrei að frá og með þeim degi, sem
sjómaðurinn við færið, verkamaðurinn við bygging-
arkranann og uppfræðari æskunnar finna það ekki í
hjarta sínu lengur að okkar flokkur sé þeirra flokkur, þá
hefur okkur mistekizt, þá höfum við hreinlega brugðizt
skyldu okkar og ætlunarverki.“
Getur verið að í þessum orðum Jóns Baldvins fyrir
tæpum fjórum áratugum megi finna skýringuna á til-
vistarkreppu jafnaðarmanna um þessar mundir, bæði
hér á Íslandi og í nálægum löndum?
Er svo komið að sjómaðurinn, verkamaðurinn og
kennarinn finni ekki lengur í hjarta sínu að Samfylk-
ingin, arftaki Alþýðuflokksins og hluta Alþýðu-
bandalags, sé þeirra flokkur? Heldur miklu fremur
flokkur háskólaborgara sem hafi týnt tengslunum við
rætur sínar?
Kannski hefur Jón Baldvin haft slíkar áhyggjur af
Alþýðuflokknum, þegar hann flutti þessa ræðu. Og
áreiðanlega ekki að ástæðulausu. Mér er minnisstætt,
að í kosningum til stjórna verkalýðsfélaga í Reykjavík á
fyrstu árum Viðreisnarstjórnarinnar upp úr 1960 var
hópur fólks úr lýðræðisflokkunum, sem svo voru nefnd-
ir, saman kominn í stórum sal. Við eitt lítið borð í salnum
sátu þeir Alþýðuflokksmenn, sem voru að vinna í kosn-
ingunum. Á nánast öllum öðrum borðum voru sjálfstæð-
ismenn. Það var á þeim árum þegar Sjálfstæðisflokk-
urinn var annar stærsti „verkalýðsflokkur“ landsins.
Móðurafi minn, sem reri á árabátum frá Skálavík,
vestan Bolungarvíkur, og var síðar hafnarverkamaður í
Reykjavík sagði frá því að hann hefði á yngri árum alltaf
kosið Alþýðuflokkinn en farið að skammast sín fyrir
þann flokk og þess vegna kosið Sameiningarflokk alþýðu
– Sósíalistaflokkinn eftir að hann kom til sögunnar.
Kannski hefur Alþýðuflokkurinn verið byrjaður að
gleyma uppruna sínum miklu fyrr eða í stríðsbyrjun?
Í raun og veru má segja að hin nýja
bók Jóns Baldvins sé eins konar
kennslubók um sögu jafnaðarmanna í
fortíð og nútíð fyrir ungt fólk á vinstri
kantinum á okkar tímum. Þar er að
finna rökræður fram og aftur um sjón-
armið og álitamál yfir margra áratuga
tímabil og sigra og ósigra þeirra.
Og að sjálfsögðu um ójöfnuðinn en rætur hans hafa
verið eitt af helztu rifrildisefnum okkar Jóns Baldvins í
seinni tíð. Ég held því fram að ákvörðun vinstri stjórnar
Steingríms Hermannssonar 1988-1991 um frjálst fram-
sal veiðiheimilda – en bæði Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag áttu aðild að þeirri ríkisstjórn – hafi lagt grunn
að þeim gríðarlega tekju- og eignamun, sem orðið hafi á
síðustu þremur áratugum og með þeirri ákvörðun hafi
fyrstu milljarðamæringarnir orðið til á Íslandi.
Jón Baldvin segir í grein, sem birt er í þessari bók og
birtist fyrst í Fréttablaðinu fyrir tveimur árum, að ég
hafi með þeim staðhæfingum „spillt … skynsamlegum
umræðum með því að afflytja staðreyndir um stórmál“.
Í bók Jóns Baldvins er að finna ítarlega umfjöllun um
Evrópusambandið og EES-samninginn, svo og um þátt
hans í sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, þegar
Sovétríkin voru að falla.
Þegar EES-samningurinn var í farvatninu, átti Jón
Baldvin tveggja kosta völ, þ.e. að verða forsætisráðherra
í vinstristjórn eftir kosningarnar vorið 1991 en sjá fram á
að EES-samningurinn yrði ekki gerður eða ganga til
samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn undir forsæti Davíðs
Oddssonar og ná þeim samningi fram. Hann valdi síðari
kostinn og verður því ekki sakaður um að hafa tekið per-
sónulegan frama fram yfir þann málefnalega árangur,
sem hann vildi ná.
Og staðreynd er að afstaða Íslands skipti máli þegar
kom að sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna og kannski er það
eina dæmið um slíkt í lýðveldissögunni.
Tæpitungulaust er lifandi og læsileg bók og ekki frá-
leitt að halda því fram að hún geti orðið til þess að flokk-
ar jafnaðarmanna finni rætur sínar á ný og að það rifjist
upp fyrir þeim til hvers þeir urðu til.
Geta jafnaðarmenn fundið
rætur sínar á ný?
Kennslubók um póli-
tík fyrir ungt fólk á
vinstri kantinum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Jón Þorláksson lýsti viðhorfi sam-starfsmanns síns, Hannesar
Hafsteins ráðherra, til utanríkismála
svo í Óðni 1923, að „hann vildi afla
landinu þeirra sjálfstæðismerkja og
þess sjálfstæðis, sem frekast var
samrýmanlegt þeirri hugsun að
halda vinfengi danskra stjórnmála-
manna og fjármálamanna og áhuga
þeirra fyrir að veita þessu landi
stuðning í verklegri framfaraviðleitni
sinni“. Hannes var Danavinur,
hvorki Danasleikja né Danahatari.
Að breyttu breytanda fylgdi Ólaf-
ur Thors sams konar stefnu, eins og
Þór Whitehead prófessor skrifaði um
í Skírni 1976: Ólafur vildi verja full-
veldi þjóðarinnar eins og frekast
væri samrýmanlegt þeirri hugsun að
halda vinfengi Bandaríkjamanna,
sem veitt gátu Íslendingum ómetan-
legan stuðning. Honum og Bjarna
Benediktssyni tókst vel að feta það
þrönga einstigi eftir síðari heims-
styrjöld. Þeir voru Bandaríkjavinir,
hvorki Bandaríkjasleikjur né Banda-
ríkjahatarar.
Þriðji stjórnmálamaðurinn í þess-
um anda var Snorri Sturluson. Hann
hafði verið lögsögumaður frá 1215 til
1218, en fór þá til Noregs til að koma
í veg fyrir hugsanlega árás Norð-
manna á Ísland, en þeir Hákon kon-
ungur og Skúli jarl voru Íslendingum
þá ævareiðir vegna átaka við norska
kaupmenn. Jafnframt vildi Snorri
endurvekja þann íslenska sið að afla
sér fjár og frægðar með því að yrkja
konungum lof. Honum tókst ætl-
unarverk sitt, afstýrði innrás og
gerðist lendur maður konungs (bar-
ón).
Snorri hefur eflaust sagt Hákoni
og Skúla hina táknrænu sögu af því,
þegar Haraldur blátönn hætti við
árás á Ísland, eftir að sendimaður
hans hafði sér til hrellingar kynnst
landvættum, en hana skráði Snorri í
Heimskringlu. Og í ræðu þeirri, sem
hann lagði Einari Þveræingi í munn,
kemur fram sams konar hugsun og
hjá Hannesi og Ólafi: Verum vinir
Noregskonungs, ekki þegnar hans
eða þý. Við þetta sætti konungur sig
hins vegar ekki, og var Snorri veginn
að ráði hans 1241.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Utanríkisstefna Hann-
esar, Ólafs og Snorra