Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 28

Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Það er erfitt fyrir hinn almenna borgara að horfa upp á mikinn óróleika innan íslensku lögreglunnar og að keðjan sé við það að slitna, nánast í þessum töluðum orðum. Lögreglu ber í störf- um sínum að þjóna samfélaginu af heið- arleika, hlutlægni, rétt- sýni, nærgætni, trúmennsku, þag- mælsku og þekkingu. Þá er lögreglu skylt að þekkja skyldur sínar, rétt- indi og ábyrgð. Þessa framangreindu eiginleika og þekkingu þurfa þeir ein- staklingar að hafa sem ráða sig til lögreglunnar. Þeir sem til þekkja vita að starf lögreglunnar er krefjandi og sýnt hefur verið fram á tengsl starfsins við umtalsverða streitu. Þetta eru sann- indi sem ég hef reynt á eigin skinni og man enn, þótt liðinn sé langur tími síðan ég starfaði sem lögregluþjónn. Jafnljóst er að lögreglan er undir stöðugu eftirliti almennings þegar hún sinnir störfum sínum, í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla í aukn- um mæli, t.d. þegar ólæti brjótast út. Oftar en ekki er birtingarmyndin dregin upp með neikvæðum hætti í samfélagsmiðlunum og hlutir teknir úr samhengi. Lögreglumenn gegna mikilvægu hlutverki sem fyrstu viðbragðsaðilar á vettvang. Þeir vita oft ekki við hverju á að búast eða hvernig að- stæðurnar hafa þróast þegar þeir koma á vettvang. Öllum er í fersku minni þegar búsáhaldabyltingin gekk yfir á árinu 2008. Þá var almenningi ljóst hversu mikilvægt hlutverk lögreglunnar var. Traust almennings til stjórnvalda al- mennt og bankakerfisins hrundi. Búsáhaldabyltingin er um margt merkileg, m.a. fyrir þær sakir hve lít- ið líkamlegt ofbeldi átti sér stað. Á móti þurftu lögreglumenn sem stóðu vaktina að þola ýmislegt frá mótmæl- endum, meiðingar, fúk- yrði og dónaskap. Al- menningur gleymdi um tíma þeirri staðreynd að lögreglumenn urðu sjálfir fyrir búsifjum vegna lána sem þeir tóku í bankakerfinu sem þeir gátu ekki, eins og hver annar borgari, greitt af né mótmælt. Mótmæli almennings sneru að ytri aðstæðum í þjóðfélaginu og höfðu lögreglumenn fullan skilning á mótmælunum, áhyggjum fólksins og reiði. Það urðu að mínu mati ákveðin straumhvörf í atburða- rásinni þegar almenningur sló skjald- borg um lögreglumenn í miðri orra- hríðinni þegar þeir stóðu vaktina við Stjórnarráðshúsið á ákveðnum tíma- punkti og yfir þá dundi grjót frá ein- staka mótmælanda. Ég nánast komst við og var ákaflega þakklátur hvernig hinn almenni borgari gekk á sveif með lögreglunni og gerði sitt til að vernda hana fyrir áföllum og meið- ingum. Í kjölfarið jókst traustið á lögregl- unni þegar almenningur áttaði sig á stóru myndinni og birtingarmyndin var sú að ástunduð voru vönduð vinnubrögð í alla staði frá upphafi búsáhaldabyltingarinnar. Mikilvægt er að búa lögreglunni öruggt starfsumhverfi. Liðsheildin er mikilvæg innan raða lögreglunnar í stóru myndinni. Þeir verða að treysta samstarfsfélögum og bera gagn- kvæma virðingu innbyrðis fyrir störf- um hver annars. Ef framangreint er ekki til staðar getur það leitt til óör- yggis í starfi. Það er er skýrt tekið fram hvernig starfshættir skulu vera í 2. mgr. 13. gr. lögreglulaga, þar segir m.a.: „Handhafa lögregluvalds ber að rækja starfa sinn af kostgæfni og samviskusemi og ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur ...“ Nokkuð er ljóst að í framgöngu lögreglumanna er framangreint ákvæði ávallt leiðarljós í störfum þeirra. Til þess að styrkja aftur störf lög- reglunnar þarf að myndast sam- takamáttur til að tryggja áframhald- andi starfsemi svo að lögreglan geti sinnt áfram starfi sínu með sóma. Það liggur fyrir að samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrir emb- ætti ríkislögreglustjóra á árinu 2018 telja 86,5% landsmanna lögregluna skila af sér mjög góðu eða frekar góðu starfi. Einhver fallandi kúrfa er þó merkjanleg því á árinu 2009 voru 91,8% þátttakenda ánægð með störf lögreglu. Mesta óánægja með störf lögreglunnar var á árinu 2017, en þá töldu um 15,4% lögreglu skila freka slæmu eða mjög slæmu starfi. Að sjálfsögðu á innra starf lögregl- unnar, skipulag og öll starfsemin ekki að sveiflast með skoðana- könnunum. Hins vegar er mikilvægt að lesa í skilaboðin og athuga á sama tíma hvort það er eitthvað sem má bæta. Samráð yfirstjórnar lögreglunnar í landinu þarf að vera til staðar svo vel takist til. Að mínu mati á ekki að fleyta málum áfram á öldum ljósvak- ans eða á samfélagsmiðlum frá tíma til tíma þegar ósætti verður. Friður þarf að haldast um lögreglustarfið. En núna sauð upp úr. Ef hlekkur brestur ... Eftir Svein Guðmundsson » Lögreglumenn gegna mikilvægu hlutverki sem fyrstu viðbragðsaðilar á vett- vang. Þeir vita oft ekki við hverju á að búast eða hvernig aðstæð- urnar hafa þróast þegar þeir koma á vettvang. Sveinn Guðmundsson Höfundur er hrl. og fyrrverandi lögregluþjónn. sveinn@jural.is Tækniframfarir síð- ustu 100 ára hafa verið ótrúlegar. Snilli mann- skepnunnar virðast engin takmörk sett. Mannskepnan virðist stjórna öllu, en svo er ekki. Mannskepnan stjórnar hvorki veð- urfari né Móður Jörð. Jörðin er um 4.500 milljón ára gömul og það eru til gögn um veðurfar á jörðinni allan þennan tíma. Þess vegna er auðvelt að sjá einkenni veðurfars á jörðinni. Ís- kjarnamælingar sýna að hitastig á jörðinni toppar á um 100 þúsund ára fresti. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir sveiflast hitastigið á milli kulda- og hlýindaskeiða. Á sama hátt sveiflast ísþekjan á jörðinni milli mikillar og lítillar snjóþekju. Myndin er fengin að láni frá Wiki- pedia og þar er þetta kallað „glacial periods“ og „interglacial periods“. Það sem er einkennandi við þessi kulda- og hlýindaskeið er að eftir um það bil 100 þúsund ára kuldaskeið kemur hlýindaskeið í aðeins 10-20 þúsund ár. Þannig að hlýindaskeiðin eru miklu styttri en kuldaskeiðin. Af myndinni sést að jörðin er núna við endann á hlýindaskeiði sem verið hefur í rúmlega 10 þúsund ár. Myndin sýnir glögglega að vanda- mál framtíðarinnar er ekki of mikill hiti heldur of mikill kuldi. Eftir nokkur þúsund ár verður hitastig jarðar um 6 gráðum lægra að með- altali en það er í dag og jörðin að miklu leyti þakin ís. Verði ekkert að gert má gera ráð fyrir því að stór hluti alls lífs á jörðinni þurrkist út. Það er því þörf á snilli mannskepn- unnar til þess að hindra þessar hörmungar. Því hefur verið haldið fram að lausnin finnist nú þegar og felist í því að framleiða mikið af koltvísýringi (CO2) og dæla út í andrúmsloftið. Þannig muni gróður- húsaáhrifin hækka hita- stigið á jörðinni. Ég efast stórlega um að þetta sé raunhæft. Gróðurhúsaáhrif and- rúmsloftsins eru stað- reynd en það eru engar sannanir fyrir því að aukið magn koltvísýrings í gróð- urhúsi auki hitastigið í gróðurhús- inu. Magnið af koltvísýringi í and- rúmsloftinu er aðeins 0,04%, þannig að það er erfitt að sjá hvernig aukn- ing á koltvísýringi í andrúmsloftinu geti haft einhver áhrif. En hvað er þá til ráða? Hitastigið á jörðinni ræðst af tvennu, orkunni frá sólinni og hversu vel jörðinni tekst að halda í orkuna. Samkvæmt Wikipedia er orkan sem jörðin fær frá sólinni á klukkutíma miklu meiri en sú orka sem heimurinn notar á einu ári. Þannig verður að telja það harla ólíklegt að mannskepnan geti hjálpað sólinni með orku og hitað upp jörðina. Það verður að teljast líklegra að mannskepnunni takist á einhvern máta að halda í meira af orku sólarinnar. Ef það reynist úti- lokað er auðvitað ekkert annað til ráða enn að laga sig að Móður Jörð. Hamfarakólnun Eftir Richard Þorlák Úlfarsson Richard Þorlákur Úlfarsson »Hitastigið á jörðinni ræðst af tvennu, orkunni frá sólinni og hversu vel jörðinni tekst að halda í orkuna. Höfundur er verkfræðingur. Ísaldarskeið síðustu 450 þúsund ár Lítil Mikil H it a st ig , º C Ísþekja Hitabreytingar EPICA Vostok Þúsundir ára Fjórtán íslenskir líf- eyrissjóðir hafa nú eign- ast um það bil helming í orkufyrirtækinu HS- orku. Meðal verkefna fyrirtækisins er bygg- ing Hvalárvirkjunar í Árneshreppi á Strönd- um. HS-orka á meiri- hlutann í Vesturverki sem þar virkjar. Lífeyr- issjóðirnir hafa myndað félag um aðild sína að HS-orku og heitir Jarðvarmi. Yfir því er sérstakur stjórnandi. Svo virðist sem eitt fyrsta verk HS-orku undir nýjum meirihluta hafi verið að slá af vegagerð í Árnes- hreppi og senda verktaka heim. Enn var þó langt í land að ljúka fyrirhug- aðri vegagerð þar nyrðra í haust. Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna framkvæmdum var hætt svo snögglega og ákveðið að bíða vors. Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði hefur valdið hörðum deilum enda mikil og óafturkræf náttúruverðmæti í húfi. Fram til þessa hefur virkjun Hvalár verið alls ósamkeppnishæf við virkj- anir á miðhálendinu vegna fjarlægðar við markaði. Í skýrslu Orkustofnunar frá 1988 sem heitir endurskoðun virkjana á Vestfjörðum segir að ekki sé að sinni áhugavert að virkja Hvalá vegna fjarlægðar frá Vetfjarðanetinu. Sú fjarlægð hefur ekkert breyst. Samt var haldið af stað í óvissuferð og byrjað á vegagerð eftir að flestum formsatriðum hafði verið fullnægt. Það gerist svo nokkuð samtímis með nýju eign- arhaldi á HS-orku að lykilfólki er sagt upp störfum og þar á meðal forstjóranum, hann er sagður á útleið. HS-orka er stórfyrirtæki á ís- lenskan mælikvarða og veltir milljörðum. Hefur því verið talið góður fjárfestingarkostur líf- eyrissjóðum lands- manna. Sá böggull fylgir þó skammrifi að Hval- árvirkjun fylgir með í kaupunum. Líf- eyrissjóðir hafa tapað ómældum fúlg- um á hæpnum fyrirtækjun undanfarin misseri. Þeir hafa verið að gambla með almannafé eins og enginn væri morgundagurinn. Því slær því niður í huga manns hérna fyrir vestan hvort ekki sé komið nóg. Lífeyris- sjóðir hafa verið lítt snertanlegir og víðs fjarri hinum almenna sjóðsfélaga. Og getur svo hver litið í sinn barm og sagt við sjálfan sig: var þetta ætlunin með því að mjatla fé í lífeyrissjóðinn sinn heila mannsævi að tillag hans yrði svo notað til að fordjarfa íslenska náttúru norður í Árneshreppi svo ekki verður aftur tekið? Varla. Nú eru að renna upp nýir tímar náttúrurverndar og ekki hægt að skella skolleyrum við vondu ástandi jarðarinnar. Þetta glymur á okkur daglega. Vestfirðingar, sveitungar mínir, virðast þó vera þarna dálítið sér á parti og eru mjög skeytingarlitlir um náttúruvé sín. Hef tæplega hitt einn einasta Vestfirðing sem ekki er áfjáður í að virkja Hvalá með tilbehör. Þá fáum við nefnilega rafmagn og hjólin fara að snúast. Dýpra rista þau rök yfirleitt ekki. Hefur verið rekinn staðfastur og lævís áróður í þessa veru misserum saman og heppnast fullkomlega. Þetta er nefnilega orðið virkjunin okkar, Hvalárvirkjun, og þeir fyrir sunnan skulu ekki voga sér að hrifsa frá okkur lífsbjörgina. Eins og þeir tóku kvótann af okkur sællar minningar. Lífeyrissjóðir hafa hingað til ekki þurft að sýna mikla samfélags- lega ábyrgð á Íslandi. Þeirra hlutverk er að ávaxta sitt pund, hvernig svo sem farið er að því. En pundið hefur ekki alltaf ávaxtast, það sýna dæmin. Er hugsanlega runnin upp sú stund að krafan um samfélagsábyrgð sé orð- in háværari sbr. norski olíusjóðurinn. Og þegar tvennt er haft í huga, hæp- inn ávinningur af virkjanagerð í Hvalá og eyðilegging náttúruvéa, allt í boði íslenskra lífeyrissjóða, er þá ekki kominn tími til að slá þessa virkjun af? Er ekki kominn tími til að hætta við Hvalárvirkjun? Eftir Finnboga Hermannsson » Þegar tvennt er haft í huga, hæpinn ávinningur af virkj- anagerð í Hvalá og eyði- legging náttúruvéa, er þá ekki kominn tími til að slá þessa virkjun af? Finnbogi Hermannsson Höfundur er fréttamaður og rithöfundur. Þeim var nær, hröfnunum hans Flóka, að vísa honum á landið þó að það hafi litið þokkalega út í flugsýn. Þeir hefðu betur látið það ógert og haft víðernin og landgæðin fyrir sig og annað fiðurfé og kannski stöku ref. Því eftir þessa upp- ljóstrun hefur hér allt ver- ið í tómu tjóni. Skógar hafa eyðst, land blásið upp, rauðablástur og kola- gerð valdið mengun og jafnvel rostungstegund dáið út. Og trúr fylgifiskur mannsins, rollurnar, hefur nagað hverja plöntu niður í rót og skilið eftir örfoka og sviðna jörð. Eina plöntu skildu þær þó eftir ónagaða af því að hún er eitruð, ferlaufung (Paris quadrifolia). Planta þessi vex um alla Evrópu og víða um land hér, en er friðuð og kemur því oft við sögu þegar umhverfismat er gert vegna t.d. vegagerðar. Eitruð planta er merkilegri en beinn vegur og varphólmar fugla meira að- kallandi en tvíbreið brú. Hefði ekki verið eins gott, í upphafi, að láta krumma landið bara eftir? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hrafnfundna land Eitraður Ferlaufungur (Paris quadrifolia).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.