Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 37

Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 ✝ HallgrímurHelgason fæddist 30. júní 1927 á Hrapps- stöðum í Vopna- firði. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sundabúð, Vopnafirði, 18. september 2019. Foreldrar hans voru Helgi Gíslason bóndi og fræðimað- ur, f. 6.2. 1897, d. 27.7. 1976, og Guðrún Óladóttir húsfreyja, f. 4.4. 1897, d. 18.12. 1937. Systk- ini Hallgríms voru: Gísli Sig- urður, f. 1924, d. 2011, Helga Vilborg, f. 1925, d. 1981, maki var Helge Granberg. Stefán, f. 1929, d. 2019, maki Oddný Pál- ína Jóhannsdóttir. Björn Ingvar, f. 1929, d. 1985. Jónína, f. 1931, maki var Jón Gíslason. Ástríður, f. 1933, maki var Gunnsteinn Karlsson. Ólöf, f. 1933, maki var Sigurður Björnsson. Einar, f. 1935, d. 2015. Þriggja ára gamall fór Hall- grímur í fóstur til Helga Ein- ur 7. janúar 1964, húsasmiður á Vopnafirði, maki Katla Rán Svavarsdóttir leikskólakennari, þeirra synir eru a) Hemmert Þór og b) Hallgrímur Freyr. 4) Jakob Helgi, fæddur 8. ágúst 1965, húsasmíðameistari á Eg- ilsstöðum, maki Halla Ormars- dóttir klæðskeri og kennari, þeirra dóttir er a) Irma Gná, sambýlismaður hennar er Örvar Þór Guðnason. Hallgrímur var um tíma í far- skóla, tvo vetur í smíðadeild Héraðsskólans á Laugum og 1951 útskrifast hann búfræð- ingur frá Hvanneyri eftir nám þar í einn vetur. Hann var bóndi og bjó fyrst á nýbýlinu Hrapps- stöðum 2 og síðan á Þorbrands- stöðum til 1993 er þau hætta bú- skap. Hann stundaði ýmis störf samhliða búskap, m.a. við við- hald á gamla bænum á Bustarf- elli. Hallgrímur lærði bókband um sjötugt og hefur bundið inn á þriðja hundrað bóka. Hann var í Félagi safnamanna og fór oft á farskóla þeirra. Hann tók virk- an þátt í Félagi eldri borgara er þar heiðursfélagi. Safnaði hann saman ljóðum eftir pabba sinn og einnig afa og gaf út ljóðin hans í fyrra, Ljóð langafa. Útför Hallgríms fer fram frá Hofskirkju í dag, 28. september 2019, klukkan 13. arssonar og Jónínu Óladóttur á Þor- brandsstöðum en þau voru bæði skyld honum og þar er hann til 1945 er þau bregða búi. Hallgrímur kvænist 1960 Sig- rúnu Jakobsdóttir, f. 17. október 1922, d. 8. janúar 2009. Þau eignuðust þrjá syni og hún átti eina dóttur með Úlfi Ingólfssyni frá Skjaldþings- stöðum. 1) Jakobína, fædd 8. desemer 1942, fyrrverandi launafulltrúi, gift Óskari Han- sen sem er látinn. Þau eiga þrjá syni: a) Óskar. b) Einar Trausti, maki Cassandra Clift, þau eiga þrjá syni. c) Tryggvi Knud, maki Andrea Jóhannsdóttir, þau eiga tvær dætur. 2) Snorri, fæddur 7. desember 1960, bílstjóri í Hafn- arfirði, maki Svanhildur Hlöð- versdóttir, skrifstofumaður, dætur þeirra eru a) Sigrún Alma, b) Kolbrún Ása og c) Kristrún Halla. 3) Baldur, fædd- Nú er von á góðum gesti gengur allt í hag. Afi minn sá allra besti er að koma í dag. Þessa vísu sendir þú dóttur minni fyrir ekki svo löngu. Nú ert þú lagður af stað í ferðalag til sumarlandsins og trúi ég að hún eigi vel við er þú nærð áfangastað. Ég vitna til þess sem var og er hvað verður mun Guð einn ráða. Glaður því áfram ég götuna fer og geng til eilífra náða. (Helgi Gíslason) Ég var svo lánsamur að njóta samvista með þér í rúm- lega hálfa öld. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Þinn sonur, Jakob. Elsku Hallgrímur afi, ég man alveg síðan ég var pínulítil og kom í heimsókn, við sett- umst alltaf niður við eldhús- borðið og spiluðum á spil, töl- uðum saman um lífið og tilveruna stundum klukkutím- um saman. Þér fannst einnig virkilega gaman að fara með mig á rúntinn út í sveit, sér- staklega utanvegar og í torfæru til að sýna mér alls konar staði og hluti og segja mér sögur frá því í gamla daga. Þér fannst alltaf nauðsynlegt að fara með okkur út að borða sama hvort það var bara í ís eða stærri máltíðir. Í öllu sem þú dundaðir þér við vildi ég vera með. Þeg- ar ég eltist og þurfti hjálp við námið þá hringdi ég alltaf í þig, sérstaklega þegar það tengdist íslensku, öll gömlu íslensku orðin sem ég nota í dag kennd- ir þú mér. Það eru ófá símtöl sem ég hef átt með þér í gegnum tíðina og hef ég alltaf viljað vera helst í Firðinum fagra með þér. Þú kenndir mér ofboðslega margt sem ég tek með mér alla daga. Þú hefur alltaf verið mín helsta fyrirmynd í lífinu, þú varst allt- af góður við alla, fannst lausnir á öllum málum og varst mjög mannglöggur. Þegar við fjöl- skyldan komum í heimsókn beiðst þú alltaf með þitt fallega bros, spenntur að hitta litlu barnabörnin þín sem bjuggu lengst í burtu frá þér seinustu árin. Það er rosalega sárt að sakna, söknuðurinn er mikill og verður það alltaf. Ég veit að þú ert kominn á betri stað, í faðm ömmu Rúnu sem þú hefur saknað svo sárt. Ég veit að þú fylgist vel með mér og sérð mig vaxa og dafna. Þú hefur og munt alltaf vera stoltur af öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Þú hefur alltaf sagt mér að halda fast í draumana mína og það mun ég gera. Ég veit að þú passar vel upp á mig. Hvergi er fró á heimsins stig hundruð óga sárin alltaf snjóar ofan á mig þó úr mér frói tárin Þó mér lífið taki tár tel ég það með hnossi af því nú gróa öll mín sár undir þínum kossi. Þó mér lífið taki tár treð ég létt í vosi. Öll mín gróa gefin sár góða í þínu brosi. (Gísli Sigurður Helgason) Bless í bili, þangað til minn tími kemur, elsku afi minn. Þín elskulega afastelpa, Sigrún Alma. Elsku lang-langbesti afi okk- ar, þú varst alltaf svo góður, skemmtilegur og glaður. Það var alltaf mjög skemmtilegt, gaman og glaðlegt að heim- sækja þig því þú gafst okkur alltaf bros og komst okkur allt- af til að hlæja. Það var líka svo gaman að fara með þér í bíltúr því þú vildir alltaf fara utan vegar og sýna okkur Vopna- fjörð. Þú bauðst okkur alltaf ís, nammi eða eitthvað gott að borða í Kaupvangi þegar við komum í heimsókn. Þú varst alltaf svo duglegur að fylgjast með ef við vorum að fara að keppa og þú vildir vita hvernig leikurinn fór, þú vildir líka vita hvernig okkur gekk í náminu og þú hvattir okkur alltaf áfram í því og sagðir okkur alltaf að lesa og lesa og núna erum við búnar að bæta okkur mikið í lestri. Þú hefur alltaf verið uppáhaldsafi okkar og við elskum þig endalaust. Vonandi líður þér betur því þú ert núna komin til ömmu. Bless, bless, þínar afastelp- ur, Kristrún Halla og Kolbrún Ása. Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um væra nótt vinirnir gömlu heima. Þó leið þín sem áður þar liggi hjá er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kærast þig kvaddi þá hún kveður þig ekki’ í sumar. Og andlitin, sem þér ætíð fannst að ekkert þokaði úr skorðu – hin sömu jafn langt og lengst þú manst – ei ljóma við þér sem forðum. Og undrið stóra, þín æskusveit, mun önnur og smærri sýnast. Og loksins felst hún í litlum reit af leiðum sem gróa og týnast. (Þorsteinn Valdimarsson) Þetta ljóð frænda, Steina frá Teigi, kom strax upp í hugann þegar ég frétti lát vinar míns Hallgríms Helgasonar og ákvað að minnast hans í örfáum orð- um. Okkar kynni hófust fyrir al- vöru þegar hann flutti með fjöl- skylduna á næsta bæ við mitt æskuheimili. Heimili þeirra Hallgríms og Rúnu á Þor- brandsstöðum stóð manni ávallt opið og þar fann maður sig vel- kominn enda var gestrisni þeirra við brugðið. Það henti jafnvel að ef maður fór oft hjá garði án þess að staldra við að maður var minntur á að það sakaði ekki að kíkja aðeins inn ef ekkert lægi á. Eins og nærri má geta hafa nágrannar í sveit mikið sam- starf, einkum í kringum fjárrag hverskonar, göngur og réttir og fleiri bústörf. Hallgrímur var hagur á margt sem viðkom byggingum og viðhaldi enda var hann til margra ára verk- stjóri við viðgerðir á Bustarf- ellsbænum bæði í torfhleðslu og smíði. Hann var útsjónar- samur, athugull og leiðbein- andi. Þegar byggingafram- kvæmdir stóðu á nágrannabæjum kom hann oft- ast þar nærri enda bóngóður með afbrigðum. Það var reyndar ávallt mikil samstaða og samhjálp í þess- háttar framkvæmdum og að- eins tekinn viljinn fyrir verkin. Eftir að Hallgrímur hætti bú- skap fékkst hann nokkuð við bókband og fleira handverk. Vænt þykir mér um lítið vísna- kver sem hann gaf mér fyrir nokkrum árum sem hann batt sjálfur og er listavel gert. Hann hafði gaman af lestri og ljóðum og grúski ýmiskonar auk þess sem hann skrifaði nokkuð af greinum sem birtar hafa verið í tímaritum. Eitt vil ég nefna að lokum sem var einn af hans góðu kost- um, en það var skopskynið. Hann hafði einstakt auga fyrir að sjá spaugilegu hliðarnar á lífinu. Við sem þekktum hann vel geymum ótal tilsvör og gull- korn sem frá honum komu við hin ýmsu tækifæri og eru oft rifjuð upp í hópi góðra vina. Ég og fjölskylda mín vottum hans nánustu samúð okkar og geymum minningu um góðan vin. Jón Trausti Jónsson. Hallgrímur frá Þorbrands- stöðum varð ein af heillastoðum okkar Jóa í Stapa, vinar og skólabróður, þegar hagyrðinga- mótin hófu hringferð um land- ið, sem stóðu í aldarfjórðung, eða alls í 24 ár, frá 1989-2012. Við Hallgrímur hittumst fyrst á mótinu númer fjögur, sem var í Skúlagarði. Sigvaldi Jónsson, skólabróðir þeirra Jóa, hafði veg og vanda af því glæsilega móti þar á þingeyskri grund. Þar tók Hallgrímur við keflinu og efndi til fimmta mótsins ári síðar. Því valdi hann stað í hjarta Austurlands, á Hallormsstað, fékk til öfluga liðsmenn í Hákoni Aðalsteins- syni og Helga Seljan, svo komu margir á pall úr gestaröðum. Við eigum stórt land, hér á Íslandi, og okkur, aðstandend- um mótanna, fannst við hafa nokkuð að starfa að tengja fjar- læg héruð og árgangurinn þeirra Jóa, Hallgríms og Sig- valda, að ógleymdum Hauki á Snorrastöðum, áttu sannarlega stóran þátt í því fyrirtæki. Þeir Hvanneyringarnir héldu hóp- inn, ræktuðu vináttuna og aðrir nutu góðs af. Þakkarefni var að fá kynnast þeim hægláta og trausta manni, Hallgrími Helgasyni, sem stóð vörðinn austur í Vopnafirði. Ingi Heiðmar Jónsson. Hallgrímur Helgason Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Emilía Jónsdóttir, félagsráðgjafi Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Kær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA MARGRÉT STEFÁNSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, lést á Landspítalanum, Fossvogi, föstudaginn 20. september. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á söfnunarreikning Kópavogskirkju: 0130-15-375312 kennitala 691272-0529. Guðný Kristín Harðardóttir Bjarni Hermann Halldórsson Eggert Þór Jóhannsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLGERÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR, lést fimmtudaginn 19. september. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. október klukkan 13. Jón Bragi Gunnlaugsson Björgvin L. Gunnlaugsson Arnheiður Guðmundsdóttir Heiða Dögg Jónsdóttir Aldís Geirdal Sverrisdóttir Gunnar Ingi Ágústsson Vigdís Halla Björgvinsdóttir Flóki Þorleifsson Gunnlaugur E. Björgvinsson og langömmubörn Elskuleg eiginkona mín, mamma mín og systir, INGIBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR, Öldugötu 13, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 4. september. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. október klukkan 13. Starfsfólk á Landspítalnum við Hringbraut, 11G, fær þakkir fyrir góða umönnun. Albert H.N. Valdimarsson Óskar Bergmann Albertsson Guðmundur H. Sigmundsson Svavar Sigmundsson Ragnheiður Sigmundsdóttir Elsku eiginmaður minn, faðir okkar og vinur, EINAR ÞORKELSSON húsasmíðameistari, Stórateig 38, Mosfellsbæ, lést 17. september á hjúkrunarheimilinu Eir. Útförin fer fram 30. september klukkan 13. frá Grafarvogskirkju. Kristín Guðrún Jóhannsdóttir Elísa Hildur Einarsdóttir Arnór Á. Jónasson Eydís Rún Einarsdóttir Jóhann Daði Magnússon Guðrún Alfa Einarsdóttir Tryggvi Þór Árnason Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í minningargrein- unum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.