Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
✝ Guðrún Páls-dóttir
(Gugga) fæddist í
Hafnarfirði 15.
september 1943.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnun
Norðurlands á
Blönduósi 14.
september 2019.
Foreldrar
Guggu voru Páll
M. Guðmundsson
sjómaður, f. á Neistastöðum í
Flóa 13. febrúar 1918, d. 17.
janúar 2003, og Ingibjörg Jóns-
dóttir húsmóðir, f. í Mósgerði í
Fljótum 22. nóvember 1917, d.
8. janúar 1989.
Guðrún giftist 10. september
1961 eftirlifandi eiginmanni
sínum, Sigurgeiri Þór Jón-
assyni (Bróa) bifreiðastjóra, f.
13. maí 1941. Brói er sonur
hjónanna Jónasar Vermunds-
sonar veghefilsstjóra, f. 18. júní
1905, d. 25. ágúst 1989, og
Torfhildar Þorsteinsdóttur, f.
13. júlí 1897, d. 3. janúar 1991.
Systkini Guðrúnar eru,
Anna, f. 26. júlí 1939, d. 12. júní
Jónsson, f. 29. júní 1975. Anna
Linda átti tvær dætur fyrir,
Berglindi Ósk, f. 1. febrúar
1985, og Rakel Marín, f. 26. júní
1998. Jón Þór á tvö börn fyrir.
Samtals eru barnabörn Önnu
Lindu tvö og þar að auki tvö
stjúpbarnabörn.
Ásthildur Guðrún, f. 20.
september 1976, búsett í
Reykjavík. Sambýlismaður Ást-
hildar er Laufar Ómarsson og
eiga þau saman einn son, Balt-
asar Þór, f. 14. júlí 2009. Fyrir
átti Ásthildur tvo drengi með
Arnari Þór Þorsteinssyni, f. 23.
desember 1973. Synir þeirra
heita Birgir Freyr, f. 14. apríl
1999, og Tristan Steini, f. 18.
ágúst 2003.
Gugga og Brói eiga samtals
11 barnabarnabörn.
Gugga byrjaði ung að vinna
eða aðeins 15 ára gömul þegar
hún hóf störf á hótelinu á
Blönduósi. Í mörg ár vann hún
hjá Pósti og síma og þá á skipti-
borði Símans á Blönduósi.
Gugga starfaði hjá Búnaðar-
banka Íslands og síðan hjá Ar-
ion banka sem var hennar síð-
asti vinnustaður.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Blönduóskirkju í dag, 28. sept-
ember 2019, klukkan 13.
2018, Reynir, f. 2.
mars 1945, d. 22.
mars 2009, Rúnar, f.
2. mars 1945, og El-
ín, f. 1.12. 1949.
Bræður Bróa sam-
mæðra eru Þor-
björn, f. 1917, d.
1988, Þormóður, f.
1919, d. 2012, Þor-
geir, f. 1928, d.
2015, og Þorsteinn
Frímann, f. 1934.
Börn Guggu og Bróa eru:
Jónas Þór, f. 1. apríl 1962, bú-
settur á Blönduósi. Var kvænt-
ur Lilju Jóhönnu Árnadóttur, f.
2. júlí 1961, þau slitu sam-
vistum. Sambýliskona Jónasar
er Bryndís Sigurðardóttir, f.
18. desember 1962. Bryndís átti
fyrir fjögur börn og á nú átta
barnabörn. Börn Jónasar og
Lilju eru Árni Þór, f. 7. nóv-
ember 1977, Dagrún, f. 28. des-
ember 1985, Sigurgeir Þór, f.
23. desember 1987. Samtals eru
barnabörn Jónasar og Lilju sjö.
Anna Linda, f. 11. júlí 1966,
búsett í Reykjavík. Sambýlis-
maður Önnu Lindu er Jón Þór
Mamma.
Elsku mamma mín, hvað það er
stórt tómarúm innra með mér eft-
ir að þú kvaddir daginn fyrir af-
mælið þitt, en ég veit að með tím-
anum fyllist það tómarúm með
fallegum minningum um þig. Við
vorum svo tengdar og gátum eytt
ótrúlega löngum stundum í sam-
tal eða símtal stundum nokkur á
dag. Þú hefur kennt mér svo
margt, elsku mamma, t.d. að vera
jákvæð hvað sem á dynur það
koma alltaf betri tímar og þú
sagðir svo oft við mig „Anna
Linda mín, hugsa áður en þú tal-
ar,“ sem tekst reyndar ekki alltaf
enn í dag. Þú kenndir mér líka að
heiðarleiki og kærleikur virkar
alltaf betur en gremja, reiði og
neikvæðni.
Ég var ekki alltaf auðvelt barn
eða unglingur og margt sem ég
hefði gert öðruvísi í dag en þú
kenndir mér líka að við lærum af
mistökum okkar og hægt að bæta
fyrir flest. Það sem við gátum oft
hlegið mikið og bara látið eins og
kjánar. Dætur mínar voru svo
heppnar að eiga þig fyrir ömmu,
þú varst svo mikið uppáhalds hjá
svo mörgum. Þolinmóð, sann-
gjörn og vildir alltaf öllum svo vel.
Við höfum gengið í gegnum alls
konar á þessum rúmum 53 árum
saman og mér finnst svo óréttlátt
að svona sterk, heilbrigð, klár
kona sem elskaði lífið fái þennan
hrikalega sjúkdóm sem Alzheim-
er er.
Þú varst mikil félagsvera varst
í leikfélaginu saumaklúbbnum
Bútos, hugsaðir alltaf vel um
heilsuna og þér fannst gaman að
ferðast, ég tala nú ekki um með
pabba á húsbílnum ykkar og ekki
fáar ferðirnar sem við fórum sam-
an í ferðalög með hjólhýsið og
hittumst við ansi oft á uppáhalds-
staðnum þínum við Hrafnagil í
Eyjafirði. Síðasta ferðin okkar
saman var erfið þar sem sjúkdóm-
urinn gerði þig hrædda og óör-
ugga. Þessi sjúkdómur breytti
okkur öllum í fjölskyldunni, þú
fórst að gleyma og við fórum að
hugsa eins vel um þig og þú hafðir
hugsað um okkur öll. Pabbi var
hjá þér og studdi þig hvern ein-
asta dag, ég fór að koma oftar og
fann hvað það var auðvelt að
gleðja þig þrátt fyrir þennan sjúk-
dóm. Okkar stundir breyttust, við
fórum að föndra saman og skoða
myndir og hlusta á Björgvin Hall-
dórsson í tíma og ótíma. Ég kom
aðra hverja helgi til ykkar pabba,
svo kom erfiði tíminn, þú gast ekki
verið lengur heima, en ég hélt
áfram að koma aðra hverja helgi í
meira en þrjú ár. Stundum ein,
stundum með Jóni Þór og krökk-
unum en sjúkdómurinn ágerðist
og þú vissir ekki alltaf að þú ættir
börn. Týndir smátt og smátt öllu
sem þú elskaðir svo heitt. Þú
fékkst góða umönnun á heilbrigð-
isstofnun Blönduóss og pabbi var
hjá þér alla daga. Ég er svo þakk-
lát fyrir öll jólin okkar saman og
við náðum að taka þig heim í faðm
okkar fjölskyldunnar undanfarin
ár. Ég og systkinin mín gerðum
okkar besta, mamma mín, með
það sem við lofuðum þér, að þú
værir alltaf fín þótt þú værir veik.
Þú varst allt lífið þitt snyrtileg,
gullfalleg að utan sem innan. Ég
elska þig, mamma mín, nú ertu
umvafin englum.
Ég verð til staðar fyrir hann
Bróa þinn (pabba) eins og ég get.
Þín stelpa
Anna Linda.
Elsku mamma mín, ég er svo
ekki tilbúin að sleppa þér, en mik-
ið er ég heppin að hafa fengið þig
sem móður, þó að tíminn hafi ver-
ið stuttur þar sem ég er yngst þá
þakka ég þér fyrir alla þá hluti
sem ég hef gert rétta í lífinu. Það
er ekki að ástæðulausu að fólk tal-
ar um þig sem einstaka konu. Þú
varst mér allt. Ég var óvenjuháð
þér sem barn og það byrjaði strax
í móðurkviði þegar þú áttir að eiga
mig í lok ágúst en ég mæti nú ekki
fyrr 20. september. Ég var kvíðin
lítil stelpa sem vildi bara vera í
mömmufangi en leikskólaárin
voru erfiðust, en man alltaf þegar
þú komst eftir vinnu þína að
sækja mig að ég tók gleði mína á
ný útgrátin af söknuð. En þetta
tók líka á þig og við sættumst báð-
ar þegar tekin var ákvörðun að ég
fengi bara að vera hjá Torfhildi
ömmu. Þegar ég kvaddi þig laug-
ardaginn 14. september, daginn
fyrir afmælið þitt, kom upp sama
tilfinning og þegar ég var lítil,
nema nú veit ég að þú kemur ekki
aftur. Ég vill trúa því að ég fái
faðmlag þitt aftur í sumarlandinu
þegar minn tími kemur, en á með-
an hugsa ég um allar okkar minn-
ingar, elsku mamma. Strákarnir
mínir þrír, sem þú sást ekki sólina
fyrir frekar en öllum börnum í
þínu lífi, sakna þín mikið, en þeir
voru heppnir að fá að kynnast þér
því þú varst einstök amma og áttir
sérstakt samband við börn sem ég
hef aldrei séð áður.
Alzheimersjúkdómurinn er
eitthvað sem kom aftan að okkur
öllum og ég spyr mig af hverju þú
hafir þurft að fá þetta ósigraða
verkefni í hendur þínar. Þetta
voru erfið ár fyrir okkur öll og allt
það góða fólk í kring um þig, en
alltaf varstu glöð og góð, þó að þú
hafir ekki þekkt mig þá fékk ég
lófann þinn á kinnina mína og
bros. Þú lifðir lífinu svo sannar-
lega lifandi og þú hugsaðir vel um
fólkið þitt og sjálfa þig. Þú kunnir
allt, bakaðir bestu kökur og brauð
í heimi, eldaðir góðan mat, prjón-
aðir og saumaðir og tókst þátt í fé-
lagslífinu.
Mér fannst þú besta leikkonan í
öllum heiminum, ég fékk að vera á
æfingum á fremsta bekk og horfði
á þig með aðdáun þegar þú lékst
með leikfélaginu á Blönduós. Þér
gekk reyndar ekki vel þegar þú
áttir að leika konu sem reykti
mikið, það var bölvað vesen fyrir
þig enda hafðir þú aldrei reykt.
Hreyfing var þér líka mikilvæg og
þér fannst líka mikilvægt að við
værum í íþróttum. Mamma, þú ert
fallegasta manneskja sem ég hef
kynnst og ég er stolt að vera dótt-
ir þín, það stígur enginn í þín spor
en ég mun ávallt fara eftir þínum
lífsreglum sem þú kenndir mér og
gerðu mig að því sem ég er í dag.
Þú varst dugleg að láta mig vita
hvað þú værir stolt af mér. Elsku
mamma mín, ég elska þig meira
en allt og söknuðurinn er of mikill.
Góða ferð í sumarlandið fagra þar
sem ég veit að margt gott fólk tek-
ur á móti þér fagnandi. Ég verð
ávallt þitt þroskaleikfang eins og
þú kallaðir mig. Takk fyrir að vera
mamma mín.
Þín dóttir
Ásthildur.
Það var rigning og þoka þegar
mamma kvaddi okkur. Furðulegt
að veðrið sé svona minnisstætt en
þegar mamma kvaddi okkur fjöl-
skylduna gekk ég út að gluggan-
um á heilsugæslunni á Blönduósi
og tíminn hafði stöðvast, furðuleg
tilfinning og sorg sem blandaðist
saman við það að þetta var
mömmu fyrir bestu, en hún hafði
barist við sjúkdóminn alzheimer í
nokkur ár. Mamma andaðist 75
ára gömul hinn 14. september en
hún hefði orðið 76 ára 15. sept-
ember. Þegar maður sest niður til
að skrifa nokkur orð um mömmu
hugsar maður til barnsáranna
þegar hún var að kenna mér að
elda og það var auðvitað til að
gera drenginn sjálfbjarga, og
hann býr að þessu enn í dag.
Hún var svo skynsöm í öllu,
sparaði án þess að nokkur fyndi
fyrir því í mat og öðru. Þannig var
mamma alin upp en það var ekki
neitt bruðl hjá Ingibjörgu ömmu í
Hafnarfirði enda þurfti hún að
framfleyta fimm börnum með lág-
marks innkomu og systkinin
lærðu af því.
Mamma sagði mér oft frá upp-
eldisárum sínum í Hafnarfirði
sem voru skemmtileg og nokkuð
um saklausa hrekki sem krydd-
uðu sögur mömmu frá þessum
tíma. Hún hafði einstaka hæfni til
að segja sögur og sérstaklega
börnum sem báðu um sömu sög-
una aftur og aftur, það var nú ekki
vandamálið að segja sögur aftur
og aftur. Mamma og pabbi virtust
treysta okkur systkinunum alla
tíð og ekkert stórmál þegar ég og
vinur minn fórum í ferðalag yfir
Kjöl á skellinöðrum í fjögurra
daga ferð, þá var ég 15 ára. Síðan
þegar ég keypti mér stærri mót-
orhjól var mamma ekki sátt og
alltaf hrædd um drenginn, ég
skildi það ekki þá og fór ekki eftir
góðum ráðum hennar, sennilega í
fyrsta skipti.
Efst í huga mér er þakklæti
fyrir uppeldið sem gekk stundum
ágætlega, allt það sem mamma
kenndi okkur var svo úthugsað og
hún var svo skynsöm. Hún kenndi
okkur að sauma og prjóna og fleiri
heimilisstörf og svo bara að eyða
aldrei um efni fram.
Mamma mín, takk fyrir mig.
Jónas Þór.
Elsku Gugga mín, margs er að
minnast og margs er að sakna.
Mín fyrsta minning sem kemur
upp er fyrir mörgum árum, ég var
að vinna í vefnaðarvörudeildinni í
kaupfélaginu hér á Blönduósi, 15
ára gömul, og það komu ný efni og
eitt sem mér þótti voða flott, þú
komst að versla og ég sýndi þér
efnið flotta. Þú sagðir: Bryndís
mín, kauptu efnið og ég skal
sauma á þig kjól sem og þú gerðir.
Ég var alsæl með nýja kjólinn og
þar sem þú varst svo nýtin þá
saumaðir þú úr afganginum slauf-
ur, rósir og dúllur sem ég gat not-
að með kjólnum.
Leiðir skildi og ég flutti suður í
Hafnarfjörðinn okkar en þar vor-
um við báðar fæddar og uppaldar
að mestu.
Mörgum árum síðar hittumst
við aftur þegar ég og Jónas sonur
þinn fórum að vera saman. Þið
Brói tókuð mér opnum örmum
eins börnunum mínum og barna-
börnum.
Alltaf var nú gott að koma á
Hólabrautina til ykkar Bróa og fá
kaffi og nýsteikta punga og gott
spjall. Ekki gleymi ég utanlands-
ferðunum okkar saman. Fyrst
þegar Brói þinn var sjötugur þá
fórum við Jónas með ykkur til Al-
bir á Spáni og svo þremur árum
seinna þegar þú varðst sjötug en
þá fórum við til Krítar, ekki var
það nú síðri ferð. Þú kynntist
konu sem vann í morgunverðar-
salnum á hótelinu, þið urðuð
ágætis vinkonur hlóguð, dönsuðuð
og töluðuð fingramál saman alla
morgna þegar þið hittust.
Elsku Gugga mín, mér þykir
afskaplega vænt um stundirnar
okkar á H.S.N. Blönduósi þar sem
ég reyndi sem oftast að koma fyr-
ir klukkan þrjú á daginn svo við
gætum fengið okkur kaffi og með
því saman. Ég veit að þú ert hvíld-
inni fegin eftir þennan erfiða og
vonda sjúkdóm sem alzheimer er.
Nú hafa Anna systir þín, Reyn-
ir bróðir þinn og allt þitt fólk, Jón-
as tengdapabbi þinn, sem þótti
alltaf undurvænt um þig og voruð
þið miklir vinir, tekið vel á móti
þér.
Öllum þótti vænt um Guggu.
Með virðingu og þökk kveð ég
þig, elsku tengdamamma og vin-
kona.
Bryndís Sigurðardóttir.
Ég er svo heppin að amma mín
og afi bjuggu á Blönduósi þegar
ég var barn og stutt frá bjuggu
bróðir hans afa, Brói, og konan
hans Gugga.
„Ætlum við ekki örugglega að
stoppa hjá Guggu og Bróa?“ var
algeng spurning sem heyrðist úr
aftursætinu í hvert skipti sem við
keyrðum í gegnum Blönduós.
Svarið var auðvitað alltaf það
sama – „jú“. Það var alltaf jafn
þægilegt að koma á Hólabrautina
Guðrún Pálsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HARALDUR SVEINSSON,
Efstaleiti 12, Reykjavík,
lést á Brákarhlíð í Borgarnesi
21. september.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Agnes Jóhannsdóttir
börn, tengdadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra
VIKTORÍA KRISTJÁNSDÓTTIR
Suðurhólum 14, Reykjavík,
lést á heimili sínu 23. september.
Útför hennar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 3. október
klukkan 13.
Þorkell Snorri Sigurðarson Bjartmar Þórðarson
Karítas Þorkelsdóttir Guðbjörg Berglind Joensen
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT INGÓLFSDÓTTIR,
áður til heimilis í Mjóuhlíð 10,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
sunnudaginn 22. september.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn
3. október klukkan 15. Blóm og kransar afþakkaðir.
Guðmundur Ingi Kristjánss. Árdís Ívarsdóttir
Kristján Róbert Kristjánsson Soffía Thorarensen
Ingólfur Björgvin Kristjánss. Þóra Hjartardóttir
barnabörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR,
Ennisbraut 27, Ólafsvík,
lést á Heilbrigðisstofnum Vesturlands,
Akranesi, miðvikudaginn 25. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Svanur Kristófersson Guðrún Kjartansdóttir
Stefán Smári Kristófersson Hrefna Rut Kristjánsdóttir
Kristinn Kristófersson Auður Sigurjónsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma,
SIGRÍÐUR SVEINLAUG
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 24. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 3. október
klukkan 13.
Elsa Óskarsdóttir Hafsteinn Eggertsson
Ingvar Sigurðsson Pálína Þráinsdóttir
Birna Leifsdóttir Sigurður Valgeirsson
Guðmundur Leifsson Kristrún Runólfsdóttir
Sævar Leifsson Hildur Benediktsdóttir
Sigrún Leifsdóttir
Útför okkar ástkæra
ATLA ÞÓRS SÍMONARSONAR
fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 2. október klukkan 13.
Guðný Björk Atladóttir Hörður Albertsson
Björgvin Atlason Dagmar Markúsdóttir
Birta Lind Atladóttir Gunnar Páll Ægisson
Edda Finnbogadóttir Guðgeir Pedersen
barnabörn og systkini