Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
✝ Ómar Ár-mannsson
fæddist á Stöðv-
arfirði 4. sept-
ember 1956. Hann
lést á Landspít-
alanum 5. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Sól-
mundsdóttir, f. í
Laufási á Stöðv-
arfirði 19. ágúst
1932, og Ármann Jóhannsson,
f. á Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði
1. ágúst 1928. Systkini Ómars:
Óttar, f. 25.8. 1957, Ævar, f.
2.10. 1958, d. 31.7. 2019, Örv-
ar, f. 1.3. 1962, Guðrún, f. 19.6.
1963, Ásdís, f. 23.5. 1967, og
Hlynur, f. 26.1. 1975.
Fyrir utan fjögur af fyrstu
æviárunum á Fáskrúðsfirði
ólst Ómar upp á Stöðvarfirði.
Að loknum barnaskóla lá leiðin
í Héraðsskólann á Laugum í
Reykjadal, hann fór síðan í
Eiðaskóla í einn vetur, þá tók
við Lindargötuskóli og loks
Ármúlaskóli. Ómar útskrif-
aðist svo sem uppeldisfræð-
ýmis störf á sjó og landi og
seinna greip Ómar oft í þessi
störf með kennslunni. Í Ástr-
alíu vann hann í fiskvinnslu-
stöð öll árin sem hann dvaldi
þar. Eftir að hann fluttist aftur
á Stöðvarfjörð varð hann
stuðningskennari nemenda
með námsörðugleika við
grunnskólann á Fáskrúðsfirði
uns hann varð óvinnufær
vegna heilablóðfalls.
Ómar var mjög sjónskertur
þar til hann fór í augnsteina-
skipti árið 1988. Sjónleysið
hindraði hann þó ekki í því að
ferðast mikið og stunda ýmsar
íþróttir. Ómar spilaði knatt-
spyrnu með Súlunni í nokkur
ár, stundaði og keppti í borð-
tennis hér á landi og í Ástralíu
auk þess sem hann spilaði
reglulega brids. Ómar var með
meðfæddan hjartagalla og árið
2008 voru settar í hann nýjar
hjartalokur. Hann fékk mjög
alvarlegt heilablóðfall 2015 og
var eftir það bundinn við hjóla-
stól. Ómar var síðan búsettur á
Sjálfsbjargarheimilinu í Há-
túni í Reykjavík til dánardæg-
urs.
Útför Ómars fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 28.
september 2019, klukkan 14.
ingur frá Háskóla
Íslands árið 1982.
Árið 1984 kynnt-
ust Ómar og Bonni
Yeatman og gengu
í hjónaband árið
1990. Þau eign-
uðust saman tvær
dætur, þær Freyju
Yeatman, f. 20.3.
1987, og Sunnefu
Yeatman, f. 2.3.
1989. Ómar og
Bonni skildu árið 1993 og flutti
Bonni til Ástralíu með báðar
dæturnar skömmu síðar. Ómar
flutti í kjölfarið einnig til Ástr-
alíu en sneri aftur heim á
æskustöðvarnar á Stöðvarfirði
eftir sex ára dvöl þar ytra.
Dætur hans fluttust seinna
báðar til Íslands og unnu nokk-
ur ár í Alcoa Fjarðaáli á Reyð-
arfirði. Í framhaldi af því fóru
þær báðar í háskólanám til
Reykjavíkur, Freyja í verk-
fræði og Sunnefa í lífvísindi.
Ómar vann að loknu námi
sem kennari í fjölmörgum
grunnskólum á landinu. Á
námsárunum stundaði hann
Það er skrítin tilfinning að
sitja hérna og skrifa þessi orð
til minningar um bræður mína
sem voru teknir frá okkur allt
of fljótt. Ævar lést 31. júlí síð-
astliðinn eftir stutta baráttu við
illvígt krabbamein á hjúkrunar-
heimilinu Uppsölum, Fáskrúðs-
firði . Ómar rúmum mánuði síð-
ar, 5. september eftir
bráðaveikindi á Landspítalan-
um.
Margs er að minnast frá
uppeldisárum okkar á Stöðv-
arfirði, við Ævar mikið á ferð-
inni að veiða lækjarlontur eða
þorsk í fjörunni eða við bryggj-
urnar.
Ómar aftur á móti rólegri og
yfirvegaðri en var fljótur að
koma okkur til hjálpar ef á
þurfti að halda, sérstaklega
þegar hann taldi að á okkur
bræður væri hallað.
Við vorum allir mikið í
íþróttum, sérstaklega fótbolta.
Ómar var hálfblindur á yngri
árum og haft á orði að hann
heyrði frekar í boltanum og að-
stæðingum en sæi, og var því
hafður í bakverðinum alla tíð.
Hann sleppti sjaldan fram hjá
sér bæði manni og bolta.
Ég minnist með gleði veiði-
ferðar sem við þrír fórum með
pabba að Ánavatni á Jökuldals-
heiðinni. Við bræður 12-14 ára,
þetta var að vori og enn skaflar
á heiðum.
Farið var með stóran fiski-
kassa í ferðina sem stóð frá
föstudagskvöldi og fram á miðj-
an sunnudag, gist var í tjaldi.
Strax fyrsta kvöldið veiddi Óm-
ar stóra bleikju sem reyndist
stærsti fiskur ferðarinnar og
taldi sig ekki þurfa að veiða
meira í þessari ferð. Við Ævar
og pabbi fylltum fiskikassann
og ísuðum fiskinn á milli daga
með snjó. Saxbauti í dós var
hitaður á prímusnum og borð-
aður í flest mál.
Allt var þetta dásamlegt
nema þegar heim var komið þá
var bleikja á borðum í hvert
mál í tvær vikur og allir komir
með upp í háls af fiskisúpu.
Ævar var besti veiðimaður
sem ég hef kynnst þegar kem-
ur að stangveiði með spún og
maðk. Hann las vatnið eins og
opna bók bæði í lax- og silungs-
veiði.
Eftir eina velheppnaða ferð
af mörgum í Selá í Vopnafirði
þar sem við veiddum eins mikið
og við gátum borið í bakpok-
unum hélt ég að hann hugsaði
eins og lax.
Minnisstætt er þegar Ævar
byggði einbýlishús fyrir mig á
Egilsstöðum og við Ómar töld-
um okkur bestu handlangara á
Héraði.
Endalaust má ylja sér við
minningarnar og margar
tengdar veiði, bridsspila-
mennsku og íþróttum en læt ég
hér staðar numið.
Ég minnist bræðra minna
með hlýju og söknuði, blessuð
sé minning þeirra.
Óttar Ármannsson.
Sérhvert tímabil lífsins hefur
sína töfra. Minningar um sam-
ferðafólk vega þar þyngst og
eiga mestan þátt í að glæða
þessi löngu liðnu tímabil lífi.
Þrátt fyrir að leiðir skilji verða
góð kynni og minningar ekki
frá okkur tekin.
Ómar Ármannsson er einn
þessara einstaklinga sem ljúft
er að minnast.
Við vorum skólasystkin í
framhaldsskóla og nú þegar
komið er að kveðjustund langar
okkur að minnast hans með ör-
fáum orðum. Ómar var sérlega
ljúfur skólabróðir.
Hann var dagfarsprúður og
kurteis. Orð eins og traust og
heilindi koma upp í hugann
þegar við lítum til baka. Það
voru engin læti í Ómari en
hann hafði skemmtilega kímni-
gáfu. Segja má að við vinkon-
urnar höfum verið pennavinir
Ómars.
Við skiptumst á bréfum í
kennslustundum og við ortum
vísur og ljóð til að senda á
milli. Ómar var vel hagmæltur
en það sama gilti ekki um okk-
ur.
Hann tók leirburðinum frá
okkur með bros á vör og fáir, ef
nokkrir, vissu um þessa iðju
okkar. Eins og algengt var á
þessum árum fluttu krakkar ut-
an af landi til Reykjavíkur til
að fara í framhaldsskóla.
Ómar var einn þessara
krakka. Þrátt fyrir mikla sjón-
skerðingu og það að þurfa
bráðungur að standa á eigin
fótum lét hann ekkert stoppa
sig enda góður námsmaður þar
á ferð.
Sem betur fer fékk hann síð-
ar heilmikla bót á sjónskerðing-
unni. Að sjá jafnilla og Ómar
truflaði hann verulega í námi,
að sjá illa t.d. handskrifaðar
glósur og útreikninga í stærð-
fræði kallaði á aukna vinnu og
yfirlegu, en það stoppaði ekki
Ómar í að ná góðum árangri.
Við völdum okkur öll kennslu
sem starfsvettvang og í gegn-
um árum vissum við alltaf af
Ómari þó svo að samskiptin á
fullorðinsárum yrðu ekki mikil.
Við minnumst þessa skóla-
bróður okkar með hlýhug og
þökkum fyrir góð kynni og
gleðileg á okkar yngri árum.
Fjölskyldu hans vottum við
innilega samúð og biðjum Guð
að blessa minningu Ómars Ár-
mannssonar.
María Solveig
Héðinsdóttir,
Fanný Gunnarsdóttir.
Kveðja frá fyrrverandi
samstarfsfólki við Grunn-
skóla Fáskrúðsfjarðar
Ómar kom til starfa við
Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar í
ársbyrjun 2006 og starfaði þar í
rúm níu ár eða þar til hann
veiktist og varð að snúa sér að
glímunni við heilsuna.
Að jafnaði sinnti Ómar
kennslu nemenda á unglinga-
stigi sem unnu samkvæmt ein-
staklingsnámskrá og náði sér-
stöku sambandi við margra
þeirra.
Þar nýttust hæfileikar hans
og jafnaðargeð vel. Við erum
ekki viss um að við hin höfum
alltaf áttað okkur á þeim mik-
ilvægu verkefnum sem hann og
nemendur hans unnu.
Hann var duglegur að miðla
sinni þekkingu til annarra nem-
enda, í frímínútum, á þemadög-
um, útvistardögum eða við önn-
ur tækifæri.
Þannig innleiddi hann al-
mennan borðtennisáhuga í
skólanum og kom á árlegum
borðtennismótum. Hann kenndi
líka mörgum að tefla en erf-
iðara reyndist að vekja almenn-
an áhuga á skákinni. Hann var
frekar hlédrægur og rólegur en
mjög þægilegur í samstarfi og
virtist njóta sín vel í samfélag-
inu innan skólans á þessum ár-
um.
Hann var samviskusamur og
við munum varla eftir að hann
vantaði til vinnu þó að stundum
væri færðin á leiðinni frá
Stöðvarfirði leiðinleg að morgni
dags. Hann naut sín alltaf mjög
vel þegar hefðbundið skólastarf
var brotið upp hvort sem það
var á þemadögum, á skemmti-
kvöldum með nemendum eða
þegar starfsfólk gerði sér daga-
mun. Sérstaklega hafði hann
gaman af óvissuferðum starfs-
manna þar sem hann var tilbú-
inn að taka þátt í allavega
uppátækjum þrátt fyrir feimn-
ina. Það dró úr samskiptunum
eftir að Ómar varð að flytja
suður en við vissum að hann
hugsaði bæði til nemenda og
starfsfólks.
Við fundum það oft hvað
honum þótti innilega vænt um
dætur sínar og teljum óhætt að
segja að fátt hafi glatt hann
meira en þegar þær ákváðu
báðar að flytja til Íslands frá
Ástralíu eftir skyldunám og
láta reyna á líf og starf á Ís-
landi.
Hann var líka virkilega stolt-
ur af verkefnum þeirra og ár-
angri. Þá var stuðningur þeirra
við hann ómetanlegur í veikind-
unum síðustu ár.
Á sinn góðlátlega hátt minnti
hann okkur oft á að veðrið á
Stöðvarfirði hefði nú verið gott
að morgni dags og náttúran þar
skartað sínu fegursta ekki síð-
ur en á Fáskrúðsfirði.
Við sendum dætrum Ómars,
systkinum og fjölskyldum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samstarfsfólks
við Grunnskóla Fáskrúðsfjarð-
ar,
Eygló og Líneik.
Ómar Ármannsson
Skarð er hoggið
í Garðhúsafrænku-
hópinn við fráfall
elsku Dæju. Sam-
verustundir okkar frænka verð-
ur ekki samar. Þegar við hitt-
umst síðast hafði Dæja fengið
vondar fréttir deginum áður, en
lét sig ekki vanta frekar en
fyrr.
Mætti með sitt fallega bros,
milda hlátur og sína góðu nær-
veru og lét engan bilbug á sér
finna. Hún leyfði okkur samt að
fylgjast með veikindum sínum
frá fyrstu tíð, vissi að í þessum
hópi hefði hún stuðning. Hún
var ekkert að barma sér en
svaraði af heillindum væri hún
spurð.
Í tvígang fengum við frænk-
urnar að njóta gestrisni hennar
fyrir norðan, bæði á heimili
hennar og Bjarna í Furulund-
inum og eins í sloti þeirra að
Laugum.
Ferðin þangað og gestrisni
þeirra hjóna er ein af
eftirminnilegustu samveru-
Dagný Magnea
Harðardóttir
✝ Dagný MagneaHarðardóttir
fæddist 8. júní
1961. Hún lést 20.
september 2019.
Útför hennar fór
fram 27. september
2019.
stundum okkar
frænka í mínum
huga. Gist var í
tveimur húsum og
samveru notið yfir
helgi á dásamleg-
um stað í dá-
samlegu umhverfi.
Ferðin var ekki
síður eftirminnileg
fyrir þær sakir að
þær
Harðarsystur
höfðu gleymt eftirrétti á annars
drekkhlöðnu veisluborðinu en
það er eftirlætisréttur Garð-
húsafrænka.
Leitað var í öllum skápum og
skúffum að hráefni til að búa til
eitthvað sykursætt og svo hleg-
ið að öllu saman.
Eftirréttur skyldi ekki
gleymst héðan í frá.
Ég á ljósmynd úr þessari
ferð þar sem Dæja stendur í
dyragættinni í slotinu sínu og
veifar okkur frænkum í kveðju-
skyni.
Nú kveð ég þig elsku
frænka. Mikið á ég eftir að
sakna þín í okkar samveru-
stundum.
Bjarna, börnum þeirra,
barnabörnum og stórfjölskyldu
sendi ég djúpar samúðarkveðj-
ur.
Svanhildur
Eiríksdóttir.
✝ Ólöf Erla Árna-dóttur fæddist
á Akureyri 29.
september 1941 og
ólst þar upp. Hún
lést á sjúkrahúsi í
Stokkhólmi 6. apríl,
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Elísabet
Jónsdóttir og Árni
Friðriksson. Systk-
ini Ólafar Erlu eru:
Kolbrún Árnadóttir, Friðrik
Árnason, Kári Árnason og Jón
Einar Árnason.
Hálfsystkini Ólafar
eru: Rósa Árna-
dóttir, Svana Árna-
dóttir og Kristján
Árnason (látinn).
Útför hennar fór
fram í kyrrþey.
Ættingjar stóðu
fyrir minning-
arathöfn í kapell-
unni á Akureyri 16.
júlí sl. og var aska
hennar jarðsett í duftreit á
Akureyri.
Síðsumars frétti ég að vinkona
mín og skólasystir, Ólöf Erla
Árnadóttir, væri látin og jarðar-
förin hefði farið fram í kyrrþey.
Mig langar að minnast Ollýjar
eins og hún var kölluð. Við urðum
skólasystur í Fóstruskóla Sumar-
gjafar 1961. Samveran í skólan-
um og námið var góður tími.
Hópurinn var samhentur og glað-
vær undir styrkri stjórn þeirrar
merku konu Valborgar Sigurðar-
dóttur skólastjóra. Við vorum 14
sem útskrifuðumst árið 1963 en
sex eru fallnar frá. Við Ollý urð-
um nánar vinkonur þegar við vor-
um samtíða í Svíþjóð árin 1966-
1968. Þar unnum við fyrst á Sol-
bergahemmet í Järna í
Suður-Svíþjóð. Vinnan var mikil
lífsreynsla og við lærðum margt á
þessum tíma. Solbergahemmet
starfaði í sama anda og Sól-
heimar í Grímsnesi; drifið af hug-
sjónafólki sem gott var að kynn-
ast og læra af. Flest börnin sem
við hugsuðum um voru einhverf
eða með Downs-heilkenni. Skóli
var á staðnum við hæfi þessara
barna og í anda þeirrar hug-
myndafræði sem þá ríkti.
Eftir átta mánaða vinnu á Sol-
bergaheimilinu langaði okkur að
prófa eitthvað annað. Við fengum
fljótlega vinnu á leikskólum
Stokkhólmsborgar.
Eftir að við fluttumst til
Stokkhólms bjuggum við hvor á
sínum staðnum en hittumst oft á
kaffihúsum eftir vinnu. Þegar ég
ákvað að fara heim til Íslands ár-
ið 1968 vildi Ollý vera áfram í
Stokkhólmi. Hún gat ekki hugsað
sér að fara aftur á ótryggan
leigumarkað í Reykjavík og lifa á
þeim launum sem leikskólakenn-
urum buðust. Í Stokkhólmi hafði
hún góð laun og íbúð sem hún gat
búið í til langframa, í einhvers-
konar búsetakerfi miðsvæðis í
Stokkhólmi. Þar bjó hún til
dauðadags.
Ég hitti Ollý fyrir nokkrum ár-
um í Stokkhólmi, þá sagði hún
mér að hún hefði lært blóma-
skreytingar og unnið í blómabúð í
nokkur ár. Ég frétti einnig að
hún hefði verið vökukona á
sjúkrahúsi um tíma. Meðan móð-
ir hennar var á lífi kom Ollý
reglulega til Íslands og hitti ég
hana þá stundum þau ár. Þá sagði
hún mér að hún umgengist helst
sænskar vinkonur sem hún
kynntist á sínum fyrsta vinnustað
í Stokkhólmi. En starf leikskóla-
kennara er erfitt og margir leik-
skólakennarar fara snemma á
eftirlaun. Það átti einnig við um
hana. Hún sagði mér að eftir
endurtekin veikindaleyfi hefði
hún orðið að fara á eftirlaun 62
ára vegna heilsubrests. Síðustu
árin var ung frænka hennar, Ing-
unn Elísabet, við nám í Stokk-
hólmi og sinnti hún Ollýju vel og
flutti ættingjum fréttir af högum
hennar.
Blessuð sé minning góðrar vin-
konu.
Margrét Hrefna
Sæmundsdóttir.
Ólöf Erla
Árnadóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÚN EINARSDÓTTIR,
Miðhúsum,
lést 25. september á hjúkrunarheimilinu
Dyngju. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju
fimmtudaginn 3. október klukkan 14.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ANNA JÓHANNSDÓTTIR,
áður Gullsmára 9,
lést á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili,
14. september. Útför fer fram frá
Kópavogskirkju fimmtudaginn 3. október klukkan 13.
Starfsfólk Grundar fær þakkir fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Hrönn Pálmadóttir Sævar Guðbjörnsson
Rögnvaldur Pálmason Ágústa G. Sigurbjörnsdóttir
Örn Pálmason Anna Karen Káradóttir
ömmu- og langömmubörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar