Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 44

Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 60 ára Erna er Horn- firðingur og er grunn- skólakennari að mennt. Hún er umsjónarkenn- ari í 6. bekk í Grunn- skóla Hornafjarðar. Erna er formaður Kvennakórs Horna- fjarðar og er trommuleikari í kvenna- hljómsveitinni Guggurnar. Maki: Haukur Reynisson, f. 1956, starfs- maður hjá Skinney-Þinganesi. Börn: Heiðdís, f. 1981, Reynir Haukur, f. 1986, og Hafdís, f. 1991. Barnabörnin eru Ari, Gísli Ólafur, Auður, Egill og Óðinn Karl. Foreldrar: Gísli Arason, f. 1917, d. 2017, mjólkurfræðingur að mennt og var safn- vörður, heilbrigðisfulltrúi og fleira, og Álf- heiður Magnúsdóttir, f. 1919, d. 2015, húsmóðir á Höfn. Erna Gísladóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það eru einhverjir sem geta ekki stillt sig um að reyna að gera þér lífið leitt. Vertu ánægður með þig og hæfileika þína og njóttu þess sem lífið er þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Aðalverkefni dagsins felst í að leiða fólkið – beina því í rétta átt, halda því við áætlunina þína svo það átti sig á sýn þinni. Reyndu að vera jákvæður. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur ástæðu til þess að vera í góðu skapi og ættir að njóta þess sem lengst. Vinir og ráðgjafar færa þér góðar fréttir. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú dregst varla úr sporunum um þessar mundir, reyndu að taka þér pásu og endurnæra þig. Farðu varlega þegar þú ert á ferðinni, hvort sem það er fótgang- andi eða undir stýri. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er óþarfi að taka alla skapaða hluti bókstaflega því það kallar bara á álag og örvæntingu. Einbeittu þér að þínu verki, þú ert á réttri leið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að eiga betra með að ein- beita þér nú þegar þú hefur sett þér tak- mark. Rökhugsun þín og vilji til þess að hjálpa verða þess valdandi að aðrir virða þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér finnst einhvern veginn eins og hlutirnir gerist allt of hratt. Varastu allt það sem gæti sett stöðu þína í tvísýnu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert óánægður með að fá ekki til baka það sem þú hefur lánað. Gættu þín á því að segja ekki einhverjum eitthvað sem er betur látið ósagt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Eitthvað brjálæðislega fyndið mun ýta þér upp úr hjólfarinu sem þú ert ofan í, líka því sem snýr að fjármálum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er rétti tíminn til að gera breytingar hvort heldur er heima fyrir eða í starfi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að íhuga í lengri tíma til að ná orkunni upp. Mundu að fólk þarf ekki endilega að vera sammála þér þótt það elski þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eigirðu í deilum við samstarfs- mann þinn þýðir ekkert að vera eins og köttur í kringum heitan graut. 67 ára, ég hef unnið þá á geðdeild- unum á sumrin og það hefur komið ágætlega út en því lýkur núna.“ Kolbrún sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1983, var á vegum Alþingis á þingi Alþjóða- þingmannasambandsins í Mexíkó geðhjúkrun. Svo þegar skilning- urinn á geðsjúkdómum dýpkaði þá missti ég ekkert áhugann á því að starfa með þessum hópi ein- staklinga sem glímir við þessi vandamál. Við höfum búið hluta af árinu á Tenerife frá því að ég var K olbrún Margrét Hauk- dal Jónsdóttir er fædd 28. september 1949 á Skagaströnd og ólst þar upp. Kolbrún tók sjúkraliðapróf á Borgarspítalanum 1971, var í námi á viðskiptabraut 1982-1983, lauk framhaldsnámi fyrir sjúkraliða í geðhjúkrun 1995, lauk námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1999 og í kennslufræði til kennslu- réttinda frá Háskólanum á Akur- eyri 2003, í geðheilsumati og geðhjúkrunargreiningum frá HÍ 2007, tók 30 einingar í meist- aranámi í heilsuhagfræði 2008-2009, og tók námskeiðið Máttur kvenna við Háskólann á Bifröst 2012. Kolbrún var í búskap í Þykkva- bæ í Djúpárhreppi 1973-1978, vann hjúkrunarstörf á elli- og hjúkrunar- heimilinu í Hornafirði 1978-1981 og var forstöðukona þess síðasta árið. Hún var við hjúkrunarstörf á sjúkrahúsi Húsavíkur frá 1981- 1983, var alþingismaður Norður- lands eystra 1983-1987, fyrst kvenna í því kjördæmi, og sat fyrir Bandalag jafnaðarmanna og síðan Alþýðuflokkinn. „Þetta var mjög lærdómsríkur og kröfuharður tími, við vorum fámennur þingflokkur og hver þingmaður þurfti að vera í mörgum nefndum. Mér er minn- isstætt þegar ég mætti veik á Al- þingi til að greiða atkvæði með frjálsu útvarpi og það munaði einu atkvæði að það yrði ekki samþykkt. Margir þingmenn voru mér reiðir fyrir þetta.“ Kolbrún hefur starfað við geð- deild Borgarspítalans í Arnarholti frá 1991 og síðan Landspítala eftir sameiningu þessara stofnana. Hún var hjúkrunarfræðingur á geðdeild- um Landspítala 1999-2008, for- stöðukona í Hörðukór, íbúðakjarna fyrir geðfatlaða hjá Kópavogsbæ 2008-2009, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimili fyrir geðfatlaða á Fellsenda í Dölum 2009-2013 og hjúkrunarfræðingur á bráðageð- deild Landspítala 2013-2019. „Ég byrjaði ung að vinna í Arnarholti á Kjalarnesi sem var vistheimili fyrir geðfatlaða og þá kviknaði áhuga á að vinna við hjúkrun og ekki síst 1985 og í Argentínu 1986. Hún átti sæti í öryggismálanefnd sjómanna 1984-1986, var í hreppsnefnd Kjal- arneshrepps 1990-1998 og sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu 1994-1998. Kolbrún hefur gaman af göngu- ferðum og útivist og þau hjónin byrjuðu í golfi fyrir tveimur árum. „Við erum með heilsárshús á Bjarnastöðum í Hvítársíðu í Borg- arfirði. Þar erum við fimm systur með sumarbústaði hlið við hlið og tvær dætur okkar eru búnar að fá sér lóðir á þessum stað. Þetta er því fjölskyldureitur og mjög gott að fara í gönguferðir þar. Gaman að taka hring við Barnafossa sem tek- ur bara einn og hálfan tíma og stutt er á golfvellina.“ Fjölskylda Eiginmaður Kolbrúnar er Þor- valdur Á. Hauksson búfræðingur, f. 28.2.1949. Foreldrar hans voru hjónin Haukur Benediktsson fram- kvæmdastjóri, f. 29.4. 1924, d. 30.8. 2008, og Arndís Þorvaldsdóttir kaupmaður, f. 23.3. 1924, d. 23.1. 2003. Börn Kolbrúnar og Þorvaldar eru 1) Hafrún Mara Zoldos snyrti- fræðingur, f. 7.11. 1969, búsett í Larvík í Noregi. Börn hennar eru Kolbrún M. Haukdal Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrv. þingmaður – 70 ára Á Tenerife Kolbrún og Þorvaldur ásamt börnum og barnabörnum. Mætti veik til að styðja frjálst útvarp Þingmaðurinn Kolbrún var fyrsti kvenþingmaður Norðurlands eystra. Hjónin Kolbrún og Þorvaldur. 50 ára Eiríkur er Bol- víkingur en býr í Reykjavík. Hann er með BA í bókmennta- fræði og MA í íslensk- um bókmenntum frá HÍ. Hann er rithöf- undur og dagskrár- gerðarmaður á Rás 1. Hann hefur skrifað skáldsögurnar 39 þrep á leið til glötunar (2004), Undir himninum (2006), Sýrópsmáninn (2010), 1983 (2013), Rit- gerð mín um sársaukann (2018), ljóða- bókina Blindur hestur (2015) og ritstýrði heildarútgáfu á verkum Steinars Sigur- jónssonar (2008). Sonur: Kolbeinn Orfeus, f. 2004. Foreldrar: Guðmundur Sigmundsson, f. 1934, d. 2006, stærðfræðingur og kenn- ari, og Guðfinna Elísabet Benjamínsdóttir, f. 1933, ljósmóðir, búsett í Reykjavík. Eiríkur Guðmundsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.