Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 47
HANDBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Stórskyttan Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir, leikmaður íslenska
kvennalandsliðsins í handknattleik,
segir að leiðin geti bara legið upp á
við hjá landsliðinu sem mætir
Frökkum í öðrum leik sínum í
undankeppni EM á Ásvöllum í
Hafnarfirði á morgun klukkan 16.
Íslenska liðið beið afhroð gegn Kró-
ötum í Osijek í fyrsta leik sínum í
undankeppninni á miðvikudaginn,
29:8, en þrátt fyrir það segir Hanna
að stemningin sé góð í íslenska
hópnum.
„Við erum allar mjög spenntar
fyrir leiknum á sunnudaginn og
stemningin í hópnum er góð. Það er
ekki á hverjum degi sem tækifæri
gefst til þess að spila við eitt besta
lið heims. Að sama skapi er þetta
gott tækifæri fyrir okkur til þess að
rífa okkur upp eftir síðasta leik, sem
var einfaldlega ekki nægilega góður,
og við erum staðráðnar í að gera bet-
ur gegn Frökkum. Það er í raun ekk-
ert annað í stöðunni en að horfa upp
á við eftir leikinn gegn Króötum. Þó
að úrslitin hafi ekki verið okkur í hag
voru ljósir punktar hjá liðinu inni á
milli slæmu kaflanna, sem við ætlum
okkur að taka með okkur inn í leik-
inn gegn Frökkum. Það er líka hell-
ingur sem við getum bætt og við höf-
um æft mjög vel undanfarna daga til
þess að mæta betur undirbúnar í
leikinn á sunnudaginn.“
Mikill vilji í hópnum
Arnar Pétursson tók við þjálfun
íslenska liðsins 1. ágúst síðastliðinn.
Arnar stýrði fyrstu æfingu sinni með
liðið í Osijek, degi fyrir leikinn af-
drifaríka, en Hanna telur að liðið og
þjálfarateymið þurfi sinn tíma til
þess að vinna saman.
„Auðvitað hefur það einhver áhrif
að við náðum bara einni alvöru æf-
ingu fyrir leikinn gegn Króatíu.
Vissulega vorum við byrjaðar að
undirbúa okkur fyrir leikinn með
myndbandsklippum og öðru í gegn-
um internetið en það er ekki það
sama og að vera inni á gólfi með
þjálfarateyminu á alvöru æfingu. Að
sama skapi getum við ekki falið okk-
ur á bak við lítinn tíma til undirbún-
ings og það eitt og sér er ekki ástæð-
an fyrir slæmum úrslitum í Osijek.
Ég hef hins vegar mikla trú á því að
leiðin muni liggja upp á við þegar
þjálfararnir geta farið að setja sinn
svip á liðið og við fáum meiri tíma til
þess að vinna saman. Ég held að þeir
geti gert góða hluti með liðið og ég
er virkilega spennt fyrir komandi
tímum með landsliðinu. Það hefur
lengi verið draumur hjá mér að kom-
ast á stórmót, en ég kom fyrst inn í
landsliðið í desember 2014. Ég var
þess vegna ekki hluti af liðinu þegar
það fór síðast á stórmót 2012. Það er
mikill vilji í hópnum að koma sér á
stórmót og vonandi tekst það frekar
fyrr en seinna.“
Öðruvísi áskorun í Frakklandi
Hanna gekk til liðs við franska 1.
deildarliðið Bourg-de-Péage um
miðjan júlí, en hún hefur farið mjög
vel af stað í Frakklandi og er á meðal
markahæstu leikmanna deildar-
innar.
„Mér líður mjög vel í Frakklandi
og ég hef aðlagast mjög vel. Þetta er
frábært tækifæri fyrir mig persónu-
leg að spila gegn þessum sterku lið-
um í frönsku deildinni. Þetta er nýr
handbolti fyrir mig, þannig séð, og
öðruvísi áskorun. Ég finn fyrir
trausti í mínu liði frá þjálfarateym-
inu og mér líður virkilega vel þarna,
þótt ég skilji ekki orð í frönsku
ennþá, en það reddast alltaf á end-
anum. Við vinnum vel saman sem lið
og ég hef líka verið að taka vítin í
mínu liði, sem hífir upp markafjöld-
ann. Mér líður virkilega vel inni á
vellinum með þeim leikmönnum sem
ég spila með. Flæðið er mjög gott og
þá myndast ákveðnar glufur sem ég
hef náð að nýta mér hingað til. Það
er smá munur á frönsku deildinni og
þeirri íslensku en heilt yfir myndi ég
segja að sú franska væri sterkari,“
sagði Hrafnhildur Hanna í samtali
við Morgunblaðið.
Dreymir um stórmót með
íslenska kvennalandsliðinu
Leiðin getur bara legið upp á við Þakkar traustið með frábærri spilamennsku
Morgunblaðið/Valli
Atkvæðamikil Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn frönsku 1. deildar-
innar með 34 mörk. Lið hennar Bourg-De-Péage er í tíunda sæti í tólf liða deild eftir fyrstu sex leiki sína.
ÍÞRÓTTIR 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Líklega þyrfti að gera tölu-
verða leit að ensku knatt-
spyrnuliði sem ekki á stuðnings-
mann á Íslandi. Stuðningur
Stefáns Pálssonar sagnfræðings
við Luton Town er ekki það eina
frumlega sem finna má hérlendis
þótt það sé með þekktustu dæm-
unum.
Af einhverjum ástæðum hafa Ís-
lendingar margir hverjir tengst
fjarlægum liðum svo sterkum til-
finningaböndum að það getur
haft veruleg áhrif á geðsveiflur,
eins og sést stundum í tölvu-
póstum sem berast hingað á rit-
stjórnina þegar ensk lið eru til
umfjöllunar.
Mun meiri líkur virðast vera á
því að menn móðgist vegna þeirr-
ar umfjöllunar en umfjöllunar um
íslensk lið. Líklega væri þetta
upplagt rannsóknarefni fyrir þá
Arnar Eggert Thoroddsen og Við-
ar Halldórsson í félagsfræðinni.
Í vikunni sló d-deildarliðið Col-
chester United lið Tottenham
Hotspur út úr deildabikarkeppn-
inni. Guðjón Helgason, upplýs-
ingafulltrúi Isavia, birti mynd af
sér hæstánægðum með Col-
chester-trefil á samskipta-
miðlum.
Hamingjan var svo mikil á
myndinni að Guðjón hefði ekki
verið kátari þótt flugfélögin
hefðu staðgreitt lendingargjöldin
áratug fram í tímann.
Ég man eftir einum íslenskum
leikmanni hjá Colchester, en Ís-
firðingurinn Matthías Vilhjálms-
son var þar um hríð. Liðið á
nokkra stuðningsmenn hérlendis.
Vésteinn Ingibergsson, skóla-
bróðir Guðjóns úr stjórnmála-
fræðinni, styður liðið einnig, sem
og Ingvi Örn Kristinsson hag-
fræðingur og Einar Kristinn Guð-
finnsson, fyrrverandi ráðherra.
Eiga fjórmenningarnir það
sameiginlegt að hafa numið við
Essex-háskóla í Colchester.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Kaplakriki: FH – Grindavík .................. L14
Samsung-völlur: Stjarnan – ÍBV .......... L14
Greifavöllur: KA – Fylkir ...................... L14
Norðurálsvöllur: KA – Fylkir................ L14
Origo-völlur: Valur – HK....................... L14
Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR......... L14
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Framhús: Fram – Haukar ..................... L14
Hleðsluhöllin: Selfoss – HK................... L18
Kaplakriki: FH – Afturelding........... S19.30
Undankeppni EM kvenna:
Ásvellir: Ísland – Frakkland.................. S16
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Austurberg: ÍR – ÍBV U ........................ S14
Bikarkeppni karla, Coca Cola-bikarinn:
Vestm.eyjar: ÍBV 2 – Grótta.................. S16
KÖRFUKNATTLEIKUR
Meistarakeppni karla:
Origo-höllin: KR – Stjarnan................... S17
Meistarakeppni kvenna:
Origo-höllin: Valur – Keflavík........... S19.15
ÍSHOKKÍ
Íslandsmót karla, Hertz-deildin:
Akureyri: SA – SR............................. L16.45
Enski boltinn á Síminn Sport
Sheffield United – Liverpool ............ L11.30
Tottenham – Southampton.................... L14
Everton – Manchester City .............. L16.30
Leicester – Newcastle ....................... S15.30
UM HELGINA!
Svíþjóð
Borås – Köping Stars.......................... 90:91
Elvar Már Friðriksson skoraði 16 stig,
gaf 6 stoðsendingar, tók 6 fráköst og stal
boltanum þrisvar fyrir Borås.
KÖRFUBOLTIHeimsmeistaramótið í frjálsum
íþróttum hófst í Doha í Katar í gær.
Í gærkvöldi hófst maraþonhlaup
kvenna og höfðu keppendur ekki
skilað sér í mark þegar blaðið fór í
prentun. Hlaupið hófst á miðnætti
að staðartíma en ekki eru fordæmi
fyrir slíku áður á HM. Er það
væntnalega gert vegna hitans í Kat-
ar og ekki keppendum bjóðandi að
hafa þolgreinar yfir daginn þegar
hitinn er mestur.
Keppt var í undanrásum í ýmsum
greinum í gær. Meðal annars voru
undanrásir í 100 metra hlaupi karla,
einni vinsælustu greininni. Mótið er
fyrsta HM sem fram fer eftir að
heimsmethafinn Usain Bolt ákvað að
hætta keppni eftir stórkostlegan fer-
il. Því fá fleiri spretthlauparar at-
hygli en áður.
AFP
Vökvi Hiruni Kesara Wijayaratne frá Srí Lanka gætir þess að drekka nóg í maraþonhlaupinu í gærkvöldi.
Maraþon á miðnætti í Katar
Gylfi Þór Sig-
urðsson og sam-
herjar hans hjá
Everton fá verð-
ugt verkefni í
ensku úrvals-
deildinni í dag.
Everton fær
meistarana í
Manchester City í
heimsókn. Í síð-
asta leik City í
deildinni fyrir viku fóru meist-
ararnir hamförum og rótburstuðu
Watford 8:0. Gylfi og samherjar
hans mega því hafa sig alla við í
dag en liðið hefur ekki byrjað sér-
lega vel og er með 7 stig eftir fyrstu
sex leikina. City er með 13 stig í 2.
sæti á eftir Liverpool sem er með
fullt hús stiga.
Liverpool leikur snemma í dag
og mætir Sheffield United á útivelli
í fyrsta leik dagsins. Burnley, lið
Jóhanns Bergs Guðmundssonar,
heimsækir Aston Villa til Birm-
ingham en Burnley er með 50% ár-
angur eftir fyrstu sex leikina. Tvo
sigra, tvö jafntefli og tvö töp.
Í Þýskalandi verður Alfreð Finn-
bogason væntanlega í fremstu víg-
línu hjá Augsburg sem tekur á móti
Bayer Leverkusen. Augsburg er
með 5 stig eftir fimm leiki en Lev-
erkusen með 10 stig.
Gylfi fær
meistarana
í heimsókn
Gylfi Þór
Sigurðsson