Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 48
VALUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Benedikt Blöndal, fyrirliði karlaliðs
Vals í körfuknattleik, vonast til þess
að Valsmenn geti tekið næsta skref á
komandi tímabili í úrvalsdeild karla,
Dominos-deildinni, í vetur. Valsmenn
enduðu í níunda sæti deildarinnar á
síðustu leiktíð og rétt misstu af sæti í
úrslitakeppninni. Liðið hefur styrkt
sig mikið í sumar og er stefnan sett á
að gera betur en á síðustu leiktíð.
„Það hefur verið fín stígandi í
þessu hjá okkur og við höfum verið
vaxandi undanfarin tvö tímabili. Vet-
urinn leggst þess vegna bara nokkuð
vel í okkur og stefnan er að gera bet-
ur en undanfarin ár. Við erum með
nýtt lið og nýja leikmenn sem eiga
enn þá eftir að spila sig saman en ég
er mjög bjartsýnn á að við getum
gert mun betur en síðustu ár.“
Valsmenn hafa bætt við sig öfl-
ugum leikmönnum í sumar en þar ber
hæst landsliðsmennina þá Pavel Er-
molinskij og Frank Aron Booker sem
skrifuðu undir samning við félagið í
sumar.
Góð stígandi á Hlíðarenda
„Við höfum styrkt okkur í sumar
og það gerir mikið fyrir liðið að fá þá
Pavel og Frank Aron. Þetta eru
landsliðsmenn og þeir komu inn með
mikil gæði. Að sama skapi eru þetta
nýir leikmenn og það er stundum
þannig að því fleiri leikmenn sem þú
færð inn því lengri tíma getur það
tekið að móta liðið. Síðustu ár hefur
orðið lítil breyting á leikmannahópn-
um á milli ára en nú er breyting þar á.
Allir þeir leikmenn sem eru komnir
til okkar styrkja okkur og gæðin á
æfingum eru orðin mun meiri með til-
komu þessara leikmanna. Í dag erum
við með þrjá leikmenn sem eru og
hafa verið í kringum íslenska lands-
liðshópinn á meðan við vorum með
einn í fyrra. Það sem hefur kannski
vantað hjá okkur á undanförnum ár-
um er að klára leikina okkar en það
breytist vonandi með tilkomu þessara
leikmanna.“
Valsmenn hafa tekið skref fram á
við frá því að liðið var nýliði í deildinni
haustið 2017.
„Það hefur verið ákveðin uppbygg-
ing hjá félaginu, undanfarin ár. Valur
var félag sem var að flakka mikið á
milli efstu og næstefstu deildar og
það gekk illa að gera liðið að stöðugu
efstu deildar liði. Við tókum þrjú ár í
1. deildinni þar sem okkur tókst að
búa til góðan leikmannakjarna og för-
um svo upp í efstu deild 2017. Við
gerðum vel tímabilið 2017-18 þar sem
við héldum okkur í efstu deild og heilt
á litið var spilamennska liðsins það ár
mjög góð. Tímabilið 2018-19 bættum
við okkur um eitt sæti og hefðum með
smáheppni getað laumað okkur inn í
úrslitakeppnina. Það hefur þess
vegna verið góð stígandi í þessu hjá
okkur undanfarin ár og við viljum að
sjálfsögðu gera betur í vetur.“
Valsmenn setja stefnuna á að kom-
ast í úrslitakeppnina á næstu leiktíð
en Benedikt ítrekar að það sé ekki
eina markmið liðsins.
„Markmiðið er að sjálfsögðu sett á
úrslitakeppnina en við ætlum okkur
ekki að hætta þar. Það er ekki nóg að
komast þangað og vera svo bara sátt-
ur með sitt. Að sjálfsögðu viljum við
gera eitthvað þar og vonandi getum
við verið með smálæti í úrslitakeppn-
inni.“
Mæta með
læti í úrslita-
keppnina
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirliðinn Benedikt Blöndal segir að lið Vals hafi byggst upp smám saman
á undanförnum árum og nú sé kominn tími til að komast lengra en áður.
Benedikt vonar að reynsla nýrra
leikmanna auðveldi liðinu að klára leiki
48 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
MIÐHERJAR:
Illugi Auðunsson
Ragnar Ágúst Nathanaelsson
Þjálfari: Ágúst S. Björgvinsson.
Aðstoðarþjálfari: Sævaldur
Bjarnason.
Árangur 2018-19: 9. sæti.
Íslandsmeistari: 1980, 1983.
Bikarmeistari: 1980, 1981, 1983.
Valur heimsækir Fjölni í 1. um-
ferð deildarinnar á fimmtudags-
kvöldið kemur, 3. október og tek-
ur á móti Þór frá Þorlákshöfn í
fyrsta heimaleiknum 10. október.
BAKVERÐIR:
Austin Magnus Bracey
Ástþór Atli Svalason
Benedikt Blöndal
Dominique Hawkins
Egill Agnar Jónsson
Frank Aron Booker
Ólafur Heiðar Jónsson
Pálmi Þórsson
Snjólfur Björnsson
FRAMHERJAR:
Arnaldur Grímsson
Bergur Ástráðsson
Illugi Steingrímsson
Pavel Ermolinskij
Sigurður Páll Stefánsson
Lið Vals 2019-20
KOMNIR
Dominique Hawkins frá Rapla
(Eistlandi)
Frank Aron Booker frá Evreux
(Frakklandi)
Pálmi Þórsson frá Tindastóli
Pavel Ermolinskij frá KR
FARNIR
Aleks Simeonov, óvíst
Birgir Björn Pétursson í Álftanes
Dominique Rambo, óvíst
Gunnar Ingi Harðarson í Hauka
Nicholas Schlitzer í Newcastle
Eagles (Englandi)
Oddur Birnir Pétursson, hættur
Sigurður Dagur Sturluson, hættur
Breytingar á liði Vals
Það verður fróðlegt að fylgjast með Valsliðinu í
vetur. Þetta gæti orðið frábært tímabil hjá liðinu
ef hópurinn smellur saman og spilar sem heild.
Síðan getur þetta líka orðið þvílíkt vonbrigða-
tímabil ef þessir gæðaleikmenn ætla ekki að
gera þetta saman og skjóta ótímabærum skot-
um.
Tala nú ekki um ef menn ætla að spara sig í vörn
og bíða bara eftir að komast í sókn.
Með Pavel Ermolinskij koma væntingar og nú reynir á Valsliðið að
spila undir smá pressu.
Benedikt Guðmundsson
um Val
Haraldur Franklín Magnús endaði í
öðru sæti á Lindbyvätten Masters-
mótinu í golfi sem lauk í Svíþjóð í gær
en mótið var hluti af Nordic-
mótaröðinni. Haraldur Franklín lék
þriðja og síðasta hringinn á 70 högg-
um eða á tveimur höggum undir pari.
Hann lauk þar með keppni á 14 högg-
um undir pari eftir að hafa áður átt tvo
frábæra hringi og hafnaði í öðru sæti á
eftir Svíanum Tobias Ruth, sem lék á
16 höggum undir pari. Haraldur á
ágæta möguleika á því að ná einu af
fimm efstu sætunum á mótaröðinni
og fá þannig keppnisrétt á Áskorenda-
mótaröð Evrópu eins og Guðmundur
Ágúst Kristjánsson náði fyrr á þessu
ári.
Ísak Bergmann Jóhannesson, sex-
tán ára gamall Skagamaður, fékk sitt
fyrsta tækifæri í sænsku úrvalsdeild-
inni í fyrrakvöld. Hann kom þá inná
sem varamaður á 83. mínútu hjá Norr-
köping í 4:0 sigri liðsins á Eskilstuna.
Ísak kom til liðs við sænska félagið frá
ÍA í byrjun þessa árs en hann spilaði
einn leik með Skagamönnum í 1. deild-
inni 2018, þá 15 ára.
Kvennalandsliðið í knattspyrnu er
áfram í 17. sætinu á heimslista FIFA
sem gefinn var út í gær. Þar var liðið
líka á síðasta lista, sem kom út í júní,
en hafði þá klifrað upp um fimm sæti.
Ísland er í 10. sæti af Evrópuþjóðum.
Listinn er nær óbreyttur frá því í júní
en efstu sætin skipa Bandaríkin,
Þýskaland, Holland, Frakkland, Sví-
þjóð, England, Kanada og Ástralía.
Arnór Atlason hefur skrifað undir
eins árs framlengingu á samningi sín-
um við Álaborg, dönsku meistarana í
handknattleik.Arnór er aðstoðarþjálf-
ari liðsins og er á sínu öðru tímabili í
því starfi. Stefan Madsen, þjálfari liðs-
ins, framlengdi einnig samning sinn
við Álaborg fyrr í mánuðinum. Arnór er
35 ára gamall en lagði skóna á hilluna
sumarið 2018 og lauk ferlinum með
Álaborg. Hann var í liði Íslands sem
vann til silfurverðlauna á Ólympíu-
leikunum í Peking 2008 og til brons-
verðlauna á EM í Austurríki 2010.
Júlían J.K. Jóhannsson fékk í gær
bronsverðlaunin frá HM í kraftlyft-
ingum 2018 um hálsinn tæpum ellefu
mánuðum eftir að mótið fór fram í Sví-
þjóð. Forsaga málsins er sú að Júlían
hafnaði í 4. sæti í samanlögðu en þess
má geta að hann setti heimsmet í rétt-
stöðulyftu á mótinu. Sá sem hafnaði í
3. sæti á HM féll hins vegar á lyfjaprófi
og því er Júlían í þriðja sæti í saman-
lögðu en fékk að sjálfsögðu gull-
verðlaun í réttstöðulyftunni.
Elvar Már Friðriksson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, lék í gær sinn
fyrsta deildaleik í Svíþjóð þegar lið
hans Borås tapaði fyrir Köping Stars á
heimavelli 90:91 Elvar
skoraði 16 stig fyrir
Borås, gaf 6 stoð-
sendingar og tók 6
fráköst og var því
ansi atkvæðamik-
ill á þeim 24
mínútum sem
hann var inná.
Borås glopraði
niður miklu for-
skoti í síðasta
leikhlut-
anum sem
varð til þess
að liðið tap-
aði en Köping
vann síðasta
leikhlutann
32:15.
Eitt
ogannað
Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvörður
úr KR, var í gær valin í íslenska
kvennalandsliðið í knattspyrnu fyrir
landsleikina í næsta mánuði. Hún
kemur í staðinn fyrir Sonnýju Láru
Þráinsdóttur, markvörð Breiðabliks,
sem þurfti að draga sig út úr hópnum
vegna meiðsla. Ingibjörg er 21 árs
Hornfirðingur og lék í marki meist-
araflokks Sindra frá 14 ára aldri en
hefur leikið með KR frá 2016. Hún
hefur ekki áður verið í A-landsliðinu
en á að baki 16 leiki með yngri lands-
liðum Íslands. Ísland sækir Frakk-
land heim í vináttuleik 4. október og
leikur síðan í Lettlandi í undankeppni
EM 8. október. vs@mbl.is
Ingibjörg í stað
Sonnýjar
Morgunblaðið/Hari
Landsliðið Ingibjörg Valgeirsdóttir
er komin í hópinn sem er á leið utan.
HK og Víkingur hafa slitið samstarfi
sínu í knattspyrnunni en félögin hafa
verið með þrjá sameiginlega
kvennaflokka, meistaraflokk, 2.
flokk og 3. flokk, undanfarna tvo
áratugi. Lið HK/Víkings féll úr úr-
valsdeildinni í haust, þar sem það
hefur leikið samtals fjögur tímabil
og þar af tvö þau síðustu.
Félögin hafa gert með sér sam-
komulag um að Víkingur taki sæti
HK/Víkings í 1. deild kvenna á
næsta keppnistímabili en HK sendi
lið í 2. deild kvenna. Hinsvegar mun
HK fá sæti HK/Víkings í A-deildinni
á Íslandsmóti 2. flokks kvenna.
vs@mbl.is
HK og Víkingur
slíta samstarfi
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Breytingar HK og Víkingur verða
hvort með sitt liðið á næsta ári.