Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 52

Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Árlega vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir nú Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu í tíunda sinn. Framúrskarandi fyrirtæki hafa sterkari stöðu en önnur, eru traustir samstarfsaðilar og betur í stakk búin að veita góða þjónustu til framtíðar. Sjáðu hvaða fyrirtæki skara fram úr á creditinfo.is FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI HAFA STERKARI STÖÐU Í KRAFTI Bandaríska stríðshetjanJohn Rambo er nú sestur íhelgan stein á búgarði sín-um í Arizona, þar sem hann býr með mexíkósku húshjálp- inni Maríu og systurdóttur sinni, Gabríelu. Ljóst verður snemma að Rambo hefur gengið Gabríelu í föð- urstað eftir að móðir hennar dó, en alvörufaðir hennar lét sig hverfa einn góðan veðurdag. Gabríela er við það að fara í há- skólann en forvitnin um örlög föður hennar ber hana ofurliði. Með aðstoð vinkonu sinnar hefur Gabríela upp á föðurómyndinni í Mexíkó, en ferð hennar til að heilsa upp á kallinn endar með skelfilegum hætti þegar vændismansalshringur rænir henni af bar. Þau tíðindi neyða Rambo til þess að leggja af stað til að bjarga henni, og um leið opna á ný fyrir drápsfýsnirnar sem hann hefur haldið í skefjum í öll þessi ár. Ef lýsa ætti Last Blood væri helst hægt að segja að hún væri léleg blanda af Taken-myndunum og Home Alone, með smá skvettu af Temple of Doom í restina. Ekkert af þessu eru samt Rambo-myndir, og um miðbik hennar var ég farinn að óska þess að handritshöfundar hefðu bara hent kallinum upp í næstu vél til Fjarskanistans til þess að „laga“ ástandið þar með kúlnahríð og sprengiörvum. Myndin er raunar svo lítil Rambo- mynd, að hann er aldrei kynntur til sögunnar undir eftirnafni sínu, held- ur er hann alltaf bara John. En ég fór ekki til að sjá John-mynd, ég vildi sjá Rambo-mynd! En gott og vel. Handritshöfundar hafa greinilega viljað setja saman ögn „persónulegri“ mynd fyrir það, sem líklega verður að teljast loka- kaflinn í Rambo-bálknum. Gallinn er bara sá að öll samtöl eru hræðileg og þjóna mestmegnis þeim tilgangi að segja áhorfendum það sem karakt- erar myndarinnar hljóta að vita nú þegar. Þá virðist sem Mexíkó sé ekkert nema auðn glæpamennsku, og ekki seinna vænna að fá múrinn svo að allar þessar stereótýpur geti nú bara verið að glæpast heima hjá sér. Það væri óráð að gera ráð fyrir að óskarsverðlaunastyttum fyrir besta leik muni nokkurn tímann rigna yfir Rambo-myndirnar en Stallone gerir sitt besta með það sem hann fær enda hokinn af reynslu. Því miður verður ekki sama sagt um Yvette Monreal, sem fær hið veigamikla hlutverk Gabríelu, en maður fær nánast á tilfinninguna að hún hafi lesið allar línurnar sínar af blaði þegar hvert atriði var skotið. Afleiðingin er sú að það er erfitt að finna til með Rambo og fjölskyldu hans, jafnvel þegar hún gengur í gegnum hina hræðilegustu hluti. Allar hasarmyndir þurfa góða og eftirminnilega „vondu gæja“, en Sergio Peris-Mencheta, sem annars stendur sig þokkalega, valdi ein- hverra hluta vegna að vera tiltölu- lega lágstemmdur í hlutverki sínu sem melludólgurinn Hugo Martinez. Hann sker sig því varla úr restinni af þeim illmennum sem Rambo þarf að drepa. Og hverjum datt í hug að láta aðal vonda gæjann vera með „man-bun“ hárgreiðslu í lokakafla myndarinnar? Slíkur fýr á vitanlega aldrei möguleika gegn svo vel smurðri drápsvél sem Rambo er. Ýmsa aðra hluti mætti nefna til. Framvinda myndarinnar er til að mynda mjög fyrirsjáanleg og tónlist- in líður hjá án þess að vekja mikla athygli. Kvikmyndataka er þó í þokkalegu lagi og heldur Adrian Grunberg (Get the Gringo) þokka- lega utan um framvindu mynd- arinnar, eins langdregin og hún er fyrsta klukkutímann. Þá má nefna að ofbeldið í mynd- inni er yfirgengilegt, jafnvel á mæli- kvarða fyrri Rambo-mynda, og þurfti ég hreinlega að líta undan og sérstaklega þegar Rambo hefur hefnd sína. Brotin viðbein, afhoggnir fætur og afskotin höfuð marka hina blóði drifnu slóð og mætti jafnvel setja Last Blood í hóp hryllings- mynda. Að því sögðu verð ég að játa að ég skemmti mér konunglega í þær tíu til fimmtán mínútur eða svo í blálok- in sem við fáum loksins að sjá kapp- ann sýna sínar gömlu drápslistir. En það er bara allt of lítið, of seint, og þegar myndinni lýkur er maður í raun feginn að hún sé búin. Rambo hefði alveg mátt vera far- inn á eftirlaun eftir síðustu mynd, en endalok Last Blood skilja í raun allt eftir opið. Ákveði Stallone að draga Rambo fram einu sinni enn þá er ljósi punkturinn sá að neðar verður vart komist. Kominn tími á eftirlaun? John? Gagnrýnandi fór ekki til að sjá John-mynd, heldur Rambo-mynd! Stallone tekur miðið. Laugarásbíó Rambo: Last Blood bmnnn Leikstjóri: Adrian Grunberg. Handrit: Matthew Cirulnick og Sylvester Stal- lone, byggt á sögu Dan Gordon og Syl- vester Stallone og karakterum David Morrell. Aðalhlutverk: Sylvester Stal- lone, Paz Vega, Sergio Peris-Mencheta, Adriana Barraza, Yvette Monreal, Genie Kim, Joaquín Cosío og Oscar Jaenada. Bandaríkin, 2019. 89 mín. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Litabækur og litir nefnist fyrsta einkasýn- ing Önnu Bjark- ar Bjarnadóttur sem hún opnar í Hallsteinssal í Safnahúsi Borg- arfjarðar í dag kl. 13. Í tilkynn- ingu kemur fram að Anna Björk sé fædd og uppalin í Borg- arnesi og þangað sæki hún meg- inmyndefni sitt. „Það má segja að ég sé í heimsókn hjá æskunni, bæði í vali á myndefni úr Borgarnesi og Borgarfirðinum, en einnig í vatnslitunum, sem voru fyrstu lit- irnir sem ég prófaði til að mála með sem krakki, því þeir voru svo einfaldir og aðgengilegir. Svo hef ég gripið í myndlistina öðru hvoru á æviskeiðinu, var komin inn í myndlistaháskóla í Búdapest á sín- um tíma, en guggnaði og fór í íþróttafræðina í staðinn og snerti varla pensil eða blýant í mörg herrans ár,“ skrifar Anna Björk um sýninguna en hún starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá Adv- ania. Anna Björk hefur sótt málara- námskeið hjá Handverksfélaginu Hnokka og í Myndlistaskólanum í Reykjavík og var í nokkur ár með vinnustofu með öðrum listamönn- um. Sýningin stendur til 29. októ- ber og er opin virka daga kl. 13-18. Litabækur og litir Anna Björk Bjarnadóttir Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Húsið verður opnað kl. 20.30. „Ólöf hefur gefið frá sér fjór- ar hljómplötur sem allar hlutu frábærar við- tökur hér á landi sem ytra. Hún vinnur nú að þeirri fimmtu. Í Mengi leyfir hún áhorfendum að skyggn- ast inn nýju lögin í bland við eldri. Ólöf nýtur liðsinnis Skúla Sverris- sonar á tónleikunum,“ segir í til- kynningu. Ólöf Arnalds kynn- ir nýtt efni í Mengi Ólöf Arnalds Lulu Yee og Daði Guðbjörnsson opna sýninguna Undur í Galleríi Fold í dag, laugardag, kl. 14. „Daði er þekktur fyrir litríkar myndir sínar; skraut, flúr og fant- asíukennt landslag. Í þessum nýju verkum skjóta furðuverur sem eiga sér aðeins tilvist í huga listamanns- ins. Flæði í litavali og skraut í myndunum vekja athygli og eru einskonar einkenni Daða,“ segir í tilkynningu. „Lulu Yee býr í New York en er fædd og uppalin í Kaliforníu þar sem hún nam við San Francisco Art Institute. Hún bjó á Íslandi um fjög- urra ára skeið og heillaðist af íbú- um landsins, náttúrunni og menn- ingararfinum,“ segir í tilkynningu og bent á að verk hennar séu gjarn- an af sætum furðuverðum í manns- líki. „Á þessari sýningu sýnir hún fígúratífa skúlptúra úr keramíki. Fígúrurnar hennar eru málaðar með leirmálningu og glerungum. Saman er ímyndunarafl þeirra Daða og Lulu óendanlegt. Þau eiga það einnig sameiginlegt að hafa þörf fyrir að skapa sína eigin heima með furðuverum sem eignast sjálf- stætt líf, heima sem einkennast af leikgleði og litadýrð. Höfundarein- kenni bæði Daði og Lulu eru sterk en saman tekst þeim að skapa dýna- mískan heim lita og gleði, sannkall- aðan undraheim.“ Undur í Gallerí Fold Litadýrð Verk eftir Lulu Yee og Daði Guðbjörnsson af sýningunni. LEIÐRÉTT Snúin mynd Þau leiðu mistök urðu í blaðinu í gær að mynd af verkinu „True North“ eftir Önnu Jóa sneri ekki rétt. Af þeim sökum er myndin birt rétt hér til hliðar og beðist velvirð- ingar á mistökunum. Myndin birtist í gær í tengslum við viðtal við sýn- ingarstjóra sýningarinnar Heim- urinn sem brot úr heild sem opnuð er í Listasafni Árnesinga í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.