Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 3

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 3
Ritstjóraspjall Kæru Kiwanisfélagar Gleðilegt afmælisár! Árið 2014 markar tímamót í sögu Kiwanis á Islandi. Þann 14. jan. 1964 var Kiwanisklúbb- urinn Hekla form- lega stofnaður, landnám Kiwanishugsjónarinnar á íslandi var hafið, en Færeyjar voru numdar með stofnun Tórs- havn árið 1984 og Kiwanisum- dæmið Island- Færeyjar varð til. Hugheilar árnaðaróskir eru færðar Heklufélögum á þessum tímamótum. Við þökkum núver- andi og fyrrverandi félögum óeigingjarnt brautryðjenda- og forystustarf í þágu Kiwanishreyf- ingarinnar í umdæminu, Evrópu og á heimsvísu í 50 ár. Heklan er stofninn. Frá henni hafa gegnum árin kvíslast marg- ar lífvænlegar og kröftugar greinar í formi hátt á annan tugs Kiwanisgræðlinga vítt og breitt um landið. Með þessu fordæmi sínu og öllu starfi hefur Heklan svo sannarlega skapað ómetanleg tækifæri til að binda varanleg vináttubönd, veita ósérplægna þjónustu - Byggja betra samfélag. Enn eru nokkrir stofnfélaganna virkir. Þetta eru þeir baráttuglöðu og víghreyfu ungu menn sem fyrir 50 árum hrifust af Kiwanis- hugsjóninni og undir forystu Ein- ars A. Jónssonar stofnuðu fyrsta Kiwanisklúbbinn á íslandi. Þeirra og samferðafélaga fyrr og nú var krafturinn, áræðið og þeirra er arfleyfðin. Hana ber okkur að virða, efla hreyfinguna og hvetja til frekari dáða, samheldni og samvinnu. Þetta er spurning um jákvæð mannleg samskipti og Kiwanissamtal. Verum stolt af því að vera Kiwanisfélagar! Hvernig höldum við svo upp á tímamótin. Heklan heldur sína afmælishátíð og þar gefst okkur tækifæri á að samfagna þeim og okkur. Með vorinu er svo stefnt að því að setja upp Sögusýningu Kiwanis á Islandi í 50 ár á fjöl- förnum stað í Reykjavík og margt fleira verður eflaust gert af þessu tilefni. En eru þessi tímamóti ekki ein- mitt til þess fallin að fara í hrein- skilna alsherjar naflaskoðun á Kiwanisstarfinu. Höldum Málþing um Kiwanis í nútíð og framtíð, gerum markvissa og aðgerðabundna stefnumótun um framtíðina, gerum orð að athöfn- um og virðum minningu braut- ryðjendanna. Slíkur Þjóðfundur Kiwanisfélaga, grasrótarinnar, skilar örugglega meiru heldur en neikvæð skrif og sleggjudómar á spjall- og Fésbókarsíðum inter- netsins. Oskadraumur ritstjórans er svo að sjálfsögðu að hreyfingin gefi sjálfri sér stafræna útgáfu af Kiwanisfréttum frá upphafi á timarit.is! í afmælisgjöf! Með Kiwaniskveðjum Oskar 44. umdæmisþing í Kópavogi Undirbúningur að 44. umdæmisþingi Kiwanisumdæmisins Island-Færeyjar, sem haldið verður í Kópa- vogi 12. -13. september 2014, er löngu hafinn og í fullum gangi. Umsjónarklúbbur þingsins er Kiwanis- klúbburinn Eldey og er formaður þingnefndar Arnaldur Mar Bjarnason. Skammt er síðan Eldeyjarfélag- ar önnuðust velheppnað þinghald í Kópavogi og búa þeir því að þeirri reynslu, sem mun eflaust skila sér í öllum undirbúningi og framkvæmd þingsins. Engu að síður eru það fyrst og fremst tímanleg skil klúbba á tilskildum og bráðnauðsynlegum gögnum og gjöldum sem ræður mestu um hvernig þinghaldi muni reiða af. Þingnefnd mun láta í sér heyra fljótlega og viðkomandi emættismenn klúbba eru því minntir á um að standa skil á öllu því sem þeir eru beðnir um í tíma, þannig að allur undirbúningur þingsins verði sem liprastur og skipulag allt sem skýrast og öllum létt í framkvæmd. Þingdagskrá er í höndum umdæmisstjórnar Eitthvað hefur verið rætt um að gera breyt- ingar á undæmisþingi. Svæðisstjórar eru hvatt ir til að taka þá umræðu sem fyrst á svæðis- ráðsfundum, ef ástæða þykir til, og koma henni í rétta boðleið til umdæmisins þannig að taka megi afstöðu til þeirra ábendinga sem eflaust munu koma fram. Breytingar frá hefðbundinni framkvæmd umdæmisþinga hefur eðlilega áhrif á áform þingnefndar um framkvæmdina og því mikilvægt þær liggi fyrir sem allra fyrst. Með von um góða samvinnu. Arnaldur Mar Bjarnason Kiwanisfréttir Janúar 2014 3

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.