Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 14

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 14
og þau skapa ekki vettvang fyrir hinn almenna Kiwanisfélaga til að koma sjónarmiðum og hugmyd- um á framfæri. Ég skil t.d. ekki hvers vegna skýrslur sem birtar eru í blaðinu eru lesnar orðrétt upp á þingfundi í stað þess að gefa betri tíma til umræðna, hugmynda- og skoðanaskipta um starfið. Umdæmis- og svæðis- stjórar ættu frekar að sitja fyrir svörum og reyna að skapa um- ræður og reyna að ná fram skap- andi hugmyndum frá félögum. A síðasta þingi var okkur skipt í vinnuhópa eftir hádegi á föstu- deginum og samkvæmt dag- skrá áttu þeir að kynna sínar niðurstöður á þingfundi á laug- ardeginum og þar átti að ræða þær.Vinnuhóparnir luku sínu verki, en niðurstöðurnar voru hvorki kynntar né ræddar og þessi vinnubrögð eru síður en svo hvatning fyrir félaga til að koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Ef þessi leið er farin er mikilvægt að ræða niðurstöður og vinna með þær. JO: Undirritaður hefur bara setið eitt þing. Persónuleg skoðun mín er að einn langur laugardagur eigi að duga fyrir samkomu af þessu tagi. Vægt til orða tekið, er ekki mikill áhugi eða eftirvænting tengd umdæmisþingi hjá Eldfelli og verið erfitt að fá félaga til að sitja það. “Mér finnst þessi þing afskaplega þunglamaleg og óskilvirk og þau skapa ekki vettvang fyrir hinn almenna Kiwanisfélaga... “[Guórún] Mynduð þið gera þetta aftur? Efjá hverju mynduð þið vilja breyta? JE: Ég mundi hiklaust gera þetta aftur en tel að það þyrftu að vera 2-3 Kiwanisfélagar sem færu saman í svona verkefni og með góðar leiðbeiningar í höndunum GJ: Já ég myndi örugglega gera þetta aftur en vegna ákveðinna vonbrigða með Kiwanis er spurn- ing hvaða félagsskap ég myndi velja. Tek þó fram að ég er í frá- bærum hóp og er ekkert að hætta 14 Kiwanisfréttir Janúar 2014 að starfa! Ég hafði mikla trú á að Kiwanis væri öflug og kraftmikil hreyfing og ég veit að sumir klúbbar eru það, en heildin virkar hvorki kraftmikil né hvetjandi. JO: Já, ég sé ekki eftir því að hafa stofnað þennan ágæta félagsskap, en mér þykir leiðinlegt að taka það fram, að ég hefði átt að halda honum utan við Kiwanis fyrsta kastið. Það voru mistök að stofna klúbbinn svo fljótt sem raunin varð. Gjöldin af starfinu fram til þessa gæti verið ágætis innborgun í fínt húsnæði! Við hefðum viljað að bæði Helgafell og Eldey hefðu ákveðið í upphafi að báðir klúbb- arnir yrðu móðurklúbbar. Þannig hefðum við kannski átt mögu- leika að vera í fríu húsnæði aðeins lengur og fengið lengri hand- leiðslu og kannski frekar fundið okkur hluta af stærri heild. Mér fannst það að vissu leiti tapast þegar klúbburinn hafði verið stofnaður eins fáránlega og það nú hljómar. “Einnig finnst mér að upplýsingastreymi þurfi að vera öflugra,...” [Jóhanna] Hverju vilduð þið helst sjá breytt tumhverfi umdæmisins? JE: Ég held að við þurfum að færa starfið meira til nútímans og gera svæðisráðsfundi og umdæmis- þing meira áhugavert fyrir hinn almenna félaga. Hafa fleiri um- ræðuhópa og málstofur um mál- efni sem höfða til félaganna og þeir geta haft áhrif á starfið. Ein- nig finnst mér að upplýsingas- treymi þurfi að vera öflugra og ætti það ekki vera vanda- mál að senda út upplýs- ingar með tölvupósti, þar sem umdæmið er með öflugan gagnagrunn. GJ: Ég myndi vilja sjá skilvirkara, kraftmeira og nútímalegra þing þar sem leitast er við að fá fram sem flest sjónarmið og hugmyndir og virkja félagana. Þingið má ekki vera þunglamaleg og gamaldags hallelúja sam- koma. Ég myndi vilja að við hinir almennu félagar sæjum meira af umdæmisstjórninni og að hún væri hvetjandi bakhjarl klúbb- anna. Mér hefur fundist frekar dauft yfir þessu og við sjáum helst fréttir á Facebook um veislur og ferðir æðstu embættismanna innanlands og utan. Ég velti stundum fyrir mér hvort ekki mætti spara peninga og hafa hluta af þessum fundum í fjarfunda- búnaði eða á Skype. Kiwanis- félagar ættu líka að vera upplýstir um þá fundi og ferðalög sem eru á kostnað umdæmisins, hvað þar er til umfjöllunar og hverju skilar það hreyfingunni og umdæminu okkar. Mér finnst að það þurfi að nota bæði kiwanis.is og Facebooksíðu umdæmisins mikið betur til upp- lýsingagjafar og hvatningar frá umdæmisstjórn/svæðisstjórum til félaga og fyrir fréttir, skoðana- skipti og allt sem viðkemur starfinu. Svæðisráðstefnur ættu líka að vera meiri vettvangur umræðu, hugmyndavinnu og skoðanaskipta í stað þess að taka megnið af tímanum í að lesa upp skýrslur sem fundarmenn eru með útprentaðar. Einnig myndi ég vilja sjá meira samstarf milli klúbba, t.d. klúbba innan sama svæðis, þeir ættu að geta tekið sig saman og unnið að ýmsum fjáröflunar og styrktarverk- efnum, það myndi þétta hópinn, styrkja okkur sem heild og ef til vill gera okkur sýnilegri. Því miður er Kiwanishreyfingin á Islandi mjög illa sýnileg og við

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.