Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Page 22
Af fj ölgunarmálum
Hvaða KI-EF nefnd er þetta
sem þú ert í ? Þessa spurningu
fékk ég um daginn frá einum
Kiwanisfélaga og í þessari
grein ætla ég að útskýra fyrir
ykkur kæru félagar út á hvað
nefndarstarfið gengur. Eins og
eflaust flest ykkar hafa heyrt af
þá hefur Kiwanis International
hafið 5 ára átak varðandi fjölg-
un. Markmiðið er að stofna
1650 nýja klúbba og hvetja alla
núverandi klúbba til að fjölga
um tvo félaga á ári. Við höfum
verið að missa félaga undan-
farið á heimsvísu en aftur á
móti hefur verið fjölgun í
Evrópu, en við þurfum að gera
enn betur og fá fleiri félaga til
liðs við okkur. I október sl.
var haldin fjölgunarráðstefna
í Leuven í Belgíu og til hennar
voru boðaðir allir umdæmis-
stjórar Evrópu, tengiliðir við
umdæmi í aðlögun og for-
menn fjölgunarnefnda. Dröfn
umdæmisstjóri og Guðmund-
ur Skarphéðinsson formaður
fjölgunarnefnar sátu þessa
ráðstefnu. A ráðstefnunni
voru fyrirlestrar, umræðuhóp-
ar, skipst var á hugmyndum
og í lok dagsins skiluðu allir
umdæmisstjórar inn mark-
miðum sínum varðandi fjölgun
í sínum umdæmi. Heim héldu
allir uppfullir af fróðleik og
áhugasamir um að taka þátt
í þessu KI átaki um fjölgun.
Ráðstefnugestir voru allir sam-
mála um að það væri ekki til
nein sérstök alþjóðleg upp-
skrift af hvernig eigi að fjölga
og Kiwanisfélagar vita hvað
virkar best í þeirra umdæmi.
Þess vegna skiptir svo miklu
máli að í hverju umdæmi sé
fjölgunarteymi sem er tilbúið
að leggja sitt af mörkum til að
markmiðið náist.
Ráðstefnan var skipulögð
af fjölgunarnefnd Evrópu og
í henni eru, formaður Robert
Jenefsky frá Sviss, Stepanka
Neuschlova frá Tékk-
landi, Ralf-Otto Gogoliski
frá Þýskaland og Hjördís
Harðardóttir frá íslandi. Hver
og einn er svo tengiliður við
nokkrar þjóðir og er ég tengi-
liður við umdæmin, Island-
Færeyjar, Norden, Frakkland
- Mónakó, Austuríki og Sviss -
Liechtenstein. Mitt hlutverk er
að vera til staðar ef umdæmis-
stjórar, formenn fjölgunar-
nefnda eða Kiwanisfélögum
vantar upplýsingar eða aðstoð
varðandi eflingu klúbba eða
upplýsingar um stofnum nýrra
klúbba. Eg mun af og til vera í
sambandi við hvert umdæmi
til að fá fréttir og hvetja áfram.
Á fjölgunarráðstefnunni flutti
ég fyrirlestur um hvernig eigi
að gera klúbba öflugari. Eg
sagði frá helstu ástæðum þess
að félagar hætta í klribbum og
hvað eigi að gera til þess að
koma í veg fyrir að þeir hætti.
Eins talaði ég um hvað það er
nauðsynlegt fyrir klúbba að
setja sér markmið eins og um
fjölgun félaga.
Mig langar að lokum að
hvetja ykkur öll til að kíkja
öðru hverju inn á heimsíðu KI-
EF, (kiwanis.eu). Fjölgunar-
teymið er þar með sér svæði og
þar má finna ýmsar góðar
upplýsingar eins og hvernig
á að stofna nýja klúbba, efla
klúbba og glærur frá fjölgunar-
ráðstefnunni sem var í októ-
ber. Eins er að hnna þarna
mjög áhugaverðan bækling
um eflingu klúbba, bæklinginn
er hægt að nálgast á mörgum
tungumálum og þar á meðal
íslensku, áhugavert fyrir alla
að lesa sem hafa áhuga á að
efla klúbbinn sinn.
Ef ykkur vantar að fá nánari
upplýsingar þá endilega hafið
samband mig
Hjördís Harðardóttir
KI-Ef Growth Team 2013-2014
hjordishar@simnet.is
22 Kiwanisfréttir janúar 2014