Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 4

Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Síða 4
Umdæmisstj órapistill Kæru Kiwanisfélagar Fyrir tæpum tveimur árum var leitað til mín um að taka að mér æðstu stöðu sem hreyf- ingin getur veitt mér hér innan- lands. Mér þótti fjarstæða að ég gæti gert þetta, en þegar ég leitaði til ýmissa félaga innan hreyfingarinnar sannfærðist ég um að þetta væri eitthvað sem ég gæti og ætti að gera. Eg sló því til með fjölskyldu mína með mér. Nú þegar á hólminn er komið hafa runnið á mig tvær grímur. Var ég að gera eitthvað sem ég get ekki eða var rétt að fara út í þessa vegferð. Eg hef haft nokkurn tíma til að velta þessu fyrir mér og hef komist að þeirr niðurstöðu að ég tók rétta ákvörðun því hreyfingin okkar er svo mögnuð og hef- ur upp á svo margt að bjóða. Mikið af fólki þekkir okkur af þeim góðu störfum sem við höf- um unnið og ekki síst allt fólkið sem ég hef fengið að vinna með og kynnast á þessum mánuðum sem ég hef gengt æðsta embætti sem þið hafið veitt mér. Nú stendur Kiwanishreyf- ingin á tímamótum. Þann 14. janúar eru 50 ár síðan hreyfing- in festi rætur hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum árum og margt sem hef- ur áunnist með störfum okkar. A þriggja ára fresti hafa félag- ar sameinast við sölu á K-lykli og allar götur hefur sala hans runnið til geðsjúkra. Það voru Kiwanisfélagar sem sáu um akstur fatlaðra sem seinna varð að Ferðaþjónustu faltlaðra. Nú síðasta áratug hafa Kiwanisfél- agar séð til þess að öll börn sem ljúka fyrsta ári sínu í grunn- skóla hafa fengið reiðhjólahjálm og hjóla því öryugg um borg og bý. Kiwanis er vinátta-Kiwanis er kraftur Þegar hreyfingin kom fyrst til landsins voru u.þ.b. tvö ár í það á ég kæmi í heiminn. En það var svo um þrjátíu árum seinna að ég fékk að kynnast þessari frábæru hreyfingu, en ég gekk til liðs hana þann 5.5. 1994 þegar klúbburinn minn Sólborg var stofnaður. Þann 14.jan. 1964 var Kiwan- isklúbburinn Hekla stofnaður og varð strax þekktur af störf- um og þjónustu við fatlaðra og eldri borgara. Kjörorð heyfingarinnar eru "Þjónum börnum heimsins" undir þeirri gullnu reglu "það sem þið viðljið að aðrir menn gjöri yður, það skulið þér og þeim gjöra" Þegar skoðað er allt það sem félagar um land allt hafa látið renna til þeirra sem minna mega sín, til heilbrigðisstofnana af ýms- um toga, til barna og eða gamalmenna og teknar eru saman þær vinnustundir sem við höfum unnið fyrir börn, hvort heldur er á íþróttamót- um, mála veggi sambýla, fara með þessa hópa í ferðalög, gróðsursetning trjáa til að græða upp landið okkar, sjáum við að samfélagið getur ekki án okkar verið! Heklufélagar hafa komið að öllum störfum á vegum um- dæmisins okkar hér heima sem og í Evrópu og á heimsvísu. Einn þeirra er Eyjólfur Sigurðs- son. Hann var Evrópuforseti 1982-1983 og Heimsforseti 1995- 1996 og hans er vel minnst hvar sem maður kemur á ráðstefnur erlendis. Hann sá um Evrópu- skrifstofu Kiwanis um árabil. Ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að fá að sitja fræðslu á þeim tíma og njóta gestrisni þeirra hjóna Eddy og Sjafnar. Eftir 1964 fjölgaði klúbbum og um leið félögum, hreyfing- in okkar óx og dafnaði vel. Þegar við vorum hvað flest, losuðum við um 1350 félaga í umdæminu okkar sem nær yfir Island - Færeyjar. Nú síðustu ár hefur klúbbum fækkað sem og félögum umtals- vert. En ég trúi því og veit að við höfum náð botninum og nú mun félögum fjölga og þá sér í lagi á ég von á að mesta fjölg- unin verði hjá konum, þó svo ég viti að mikið af karlmönn- um komi til með að bætast í hóp okkar. Verum ötul að koma verkum okkar á framfæri, þannig ná- um við til fjöldans, notum árið 2014 vel, þetta er árið sem hreyf- ingin okkar hér á landi er 50 ára. Arið 2015 verður svo enn stærra hjá okkur öllum, því þá eru 100 ár frá því að Kiwanishreyfingin var stofnuð í Detroit, en það var þann 21. janúar 1915. Að lokum vil ég þakka fyrir þær stundir sem ég hef átt með ykkur þau 20 ár sem ég hef ver- ið í hreyfingunni og þá mánuði sem ég hef fengið að starfa sem æðsti embættismaður hreyf- ingarinnar, en um leið hlakka ég til að vera með ykkur á afmælisárinu okkar allra og sér í lagi á afmæli Heklunnar þann 14. janúar. Njótum vináttunnar, virkjum kraftinn og þá mun okkur dafna vel. Dröfn Sveinsdóttir Umdæmisstjóri 2013-2014. 4 Kiivanisfréttir Janúar 2014

x

Kiwanisfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.