Kiwanisfréttir - 15.01.2014, Blaðsíða 10
milli félaga og hins vegar þjón-
ustustarfið þar sem tekið er á
brýnum samfélagsverkefnum.
I þessu mikilvæga starfi öðlast
Kiwanisfélagar aukinn skilning
á fjölbreyttu skipulagi sam-
félagsins. Sá skilningur gerir
félagana að betri þegnum í
okkar samfélagi.
Fyrstu áratugina átti Hekla
alltaf fulltrúa á Evrópuþingum
og oft á Heimsþingum. Við
töldum það skyldu okkar að
taka þátt í alþjóðastarfinu,
stækka sjóndeildarhringinn og
öðlast meiri skilning á starfi
hreyfingarinnar í samfélagi
þjóðanna. Hekla átti fulltrúa í
Evrópustjórn hreyfingarinn-
ar í mörg ár, þar á meðal tvo
Evrópuforseta, Bjarna B. Ás-
geirsson og Eyjólf Sigurðs-
son. Síðar tók Eyjólfur sæti í
heimsstjórn hreyfingarinnar
og sat þar í 9 ár og var forseti
heimshreyfingarinnar 1995-
1996. Þegar hann lauk starfi í
heimsstjórn varð hann fram-
kvæmdastjóri Evrópuskrifstof-
unnar í Gent í Belgíu. Árið
2003 var hann beðinn að taka
við alþjóðaskrifstofu hreyfing-
arinnar í Indianapolis í Indiana
í Bandaríkjunum og gengdi
hann því starfi í þrjú ár.
Starfsemi Kiwanislúbbsins
Heklu í fimmtíu ár er merkileg
að mörgu leiti eins og rakið
hefur verið lítillega hér að
framan. En starfinu verður
ekki gerð ítarleg skil í stuttri
blaðagrein þar þarf miklu
meira til. Margir hafa hér
komið að verki í gegnum árin
og sumir eru farnir yfir móð-
una miklu en skilja eftir sporin
í veginum sem við gengum
eftir þessi fimmtíu ár. Þeirra
ber að minnast á þessum tíma
mótum. Ef ekki hefði verið
fyrir þeirra starf værum við
ekki að fagna mikilvægum
áfanga í Kiwanisstarfinu á
Islandi.
Eg minntist á það hér að
framan að Hekla hefði staðið
að stofnun margra Kiwanis-
klúbba á íslandi og erlendis
hér fyrr á árum. Margir góðir
félagar yfirgáfu Heklu á þess-
um tíma og gengu til liðs við
hina nýju klúbba og er ekkert
athugavert við það. Það má
vera að við höfum stundum
gleymt m óðurkl ú bbnu m,
Heklu, þegar við fórum um
landið og kynntum Kiwan-
ishreyfinguna fyrir væntan-
legum Kiwanisfélögum. Við
vorum svo uppteknir af því að
koma nýjum klúbbum á fót.
Félagafjöldi Heklu sem náði
yfir 80 félögum þegar best lét,
en fór síðan fækkandi. Það
er ekki til nein ein skýring á
því hversvegna klúbbar detta
niður í félagatölu um tíma
áður en fjölgar á ný, en ljóst er
þó að hættulegasta staðan er
þegar mörg ár líða án þess að
unnið sé markvist að því að
yngja upp hópinn.
Ég lít á stöðuna í dag sem
tímabundna, ég trúi því ekki að
við getum ekki náð til unga fólks-
ins með breyttum áherslum og
opnari huga. Kiwanishreyfingin
á framtíð, það er jafnvel meiri
þörf fyrir okkar starf í samfélagi
nútímans en áður var. Við skul-
um mæta næstu 50 árum með þá
von í brjósti að Kiwanisklúbbur-
inn Hekla haldi áfram að vinna að
málum þeirra sem minna mega
sín í íslensku samfélagi.
Til hamingju með fimmtíu árin
Heklufélagar.
Eyjólfur Sigurðsson
fyrrv. forseti KI
Hrafnistufólk í Strandakirkju,
akstur í boði Heklufélaga
Afmælisskinn til KC Capital City
Eyjólfur Sigurðsson 1972
Forystumenn þjóðarinnar voru fastagestir d
Heklufundum. Bjami Benediktsson í pontu
10 Kiwanisfréttir Janúar 2014