Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Herskip úr 2. flota Bandaríkjanna,
Atlantshafsflotanum, hafa verið við
æfingar á Norður-Atlantshafi
undanfarna daga. Eru þetta stýri-
flauga-beitiskipið Normandy og
tundurspillarnir Farragut, Lassen
og Forrest Sherman. Herskipin
Normandy og Farragut verða einnig
send norður fyrir heimskautsbaug.
Hafa áhafnir skipanna m.a. æft við-
brögð við eldsvoða og flutning á
særðum auk þess sem skipin skutu
föstum skotum á ferðum sínum um
svæðið.
Upphaflega áttu herskipin fjögur
að vera fylgdarskip flugmóðurskips-
ins Harry S. Truman en það neydd-
ist til að snúa aftur til hafnar í Nor-
folk í Virginíu vegna bilunar.
Til stuðnings herskipunum setti
Bandaríkjaher upp tímabundna
flotaaðgerðastjórn á öryggissvæðinu
á Keflavíkurflugvelli í sl. mánuði. Er
um að ræða um 30 manna sveit og
var henni úthlutað um 100 fermetra
rými í flugskýli einu á vellinum. Er
flotaæfingin sögð vera til marks um
að Bandaríkin ætli sér að leika virk-
ara hlutverk á norðurslóðum.
Mjög hefur verið greint frá við-
veru erlendra hersveita hér við land
að undanförnu. Á sl. mánuðum hafa
m.a. sveitir landgönguliða æft á Ís-
landi, fjölmörg herskip og sprengju-
flugvélar sótt landið heim og orr-
ustuþotur staðið vaktina í Keflavík.
Þannig verða sex orrustuþotur
NATO hér við land næstu vikur.
Hernaðaruppbygging á Íslandi
Stefán Pálsson, sagnfræðingur og
hernaðarandstæðingur, segir vel
hægt að tala um „hernaðaruppbygg-
ingu“ hér á landi í ljósi mikilla um-
svifa undanfarna mánuði.
„Bandaríkjastjórn er augljóslega
að senda skilaboð þar sem hún árétt-
ar með skýrum hætti að svæðið í
kringum Ísland og Grænland sé yfir-
ráðasvæði Bandaríkjanna,“ segir
Stefán í samtali við Morgunblaðið.
Vinstri grænir, sem lengi hafa
verið á móti öllu hernaðarbrölti,
leiða núverandi ríkisstjórn Íslands.
Aðspurður segir Stefán flokkinn
standa í vegi fyrir enn hraðari hern-
aðaruppbyggingu hér á landi. „Mér
finnst þó skárra að vita, þegar allar
þessar slæmu fréttir af hernaðar-
uppbyggingu berast, hvernig ríkis-
stjórnin er samansett. Ég velti fyrir
mér hvernig ástandið væri ef fyrri
ríkisstjórn hefði haldið áfram – þá
myndu nú umleitanir Bandaríkja-
manna renna ansi ljúflega í gegn,“
segir hann og bætir við að afstaða al-
mennings sé farin að breytast þegar
kemur að viðhorfi fólks til veru er-
lendra hersveita innan landamæra
Íslands.
„Nýlegar skoðanakannanir um af-
stöðu fólks til alþjóðamála og alþjóð-
legs samstarfs sýna mun meiri tor-
tryggni í garð hernaðarsamstarfs
við Bandaríkin en maður hefur séð
lengi. Þá hefur tónninn í sumum
stjórnmálaflokkum breyst, s.s. Sam-
fylkingunni sem er orðin mun gagn-
rýnni á hefðbundna íslenska utan-
ríkispólitík en hún hefur verið frá
stofnun sinni. Og það er ekki bara
eitthvað sem hangir við það að vera í
stjórnarandstöðu,“ segir Stefán.
Kolbeinn Óttarsson Proppé, vara-
formaður þingflokks Vinstri
grænna, hefur „miklar áhyggjur“ af
þróun mála. „Mér sýnist því miður
við vera að færast inn í tímabil þar
sem hernaðaruppbygging mun eiga
sér stað. Við horfum upp á stórveld-
in draga sig úr afvopnunarsamning-
um og nýjan veruleika sem til verður
vegna válegra tíðinda í loftslagsmál-
um í bland við gamla hugmynda-
fræði um hernaðaruppbyggingu.
Það er grafalvarlegt mál,“ segir
hann og heldur áfram: „Í mínum
huga er ekki hægt að vera fylgjandi
baráttu gegn loftslagsvánni og hern-
aðaruppbyggingu á sama tíma, enda
vart hægt að finna meira mengandi
iðnað en hernaðarbrölt.“
Ísland sé á yfirráða-
svæði Bandaríkjanna
Tímabundin flotaaðgerðastjórn var sett upp á Keflavíkur-
flugvelli Hernaðaruppbygging, segir sagnfræðingur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heræfing Tvær bandarískar herþyrlur sjást hér lenda á öryggissvæðinu á
Keflavíkurflugvelli árið 2018. Um borð er vopnaður hópur landgönguliða.
Varp misfórst hjá tjöldum sem urpu
inn til landsins á Suðurlandi í sumar
og varpárangur jaðrakana og spóa
var lélegur miðað við fyrri ár.
Miklum þurrkum er kennt um.
„Tjaldurinn virðist hafa orðið sér-
staklega illa úti því hann er svo háð-
ur ánamöðkum,“ segir Tómas Grét-
ar Gunnarsson, vistfræðingur og
forstöðumaður Rannsóknarseturs
Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hann
segir að þegar er jafn þurrt og var í
sumar dýpki ánamaðkarnir á sér og
jarðvegurinn verði harður. Tjöldum
sem urpu við sjávarsíðuna og leituðu
fæðu í fjörum vegnaði vel.
Á Facebook-síðu rannsókna-
setursins er skrifað um varpárangur
vaðfugla á Suðurlandi 2019. Þetta
var versti varpárangur tjalds frá
árinu 2012. Varpárangur spóa var sá
næstversti frá 2013 og jaðrakan var
nálægt meðaltali, en byrjað var að
meta varpárangur hans árið 2011.
„Tjaldurinn er eini vaðfuglinn,
fyrir utan hrossagauk, sem gefur
ungunum,“ segir Tómas. Ungar ann-
arra vaðfugla ná sér í flugur, lirfur
og aðrar pöddur. Tjaldurinn hins
vegar matar unga sína á ána-
möðkum. Ef ekki finnast maðkar
drepast ungarnir fljótt úr hungri.
Fuglar með unga eru taldir tvisv-
ar á sumri á tæplega 200 km löngu
sniði sem ekið er um í Rangár-
vallasýslu. Tómas sagði að fundist
hefðu mest um 40 tjaldafjölskyldur
með unga, en að jafnaði um 20. Nú
sáust aðeins fjórar. Í fyrra var varp-
árangur einnig lélegur hjá þessum
þremur fuglategundum. Þá var
miklum rigningum um að kenna sem
ollu því að ungar króknuðu í kulda
og vosbúð. gudni@mbl.is
Varpið misfórst
vegna þurrka
Tjaldar á Suðurlandi urðu illa úti
Morgunblaðið/Ómar
Tjaldur með unga Þurrkar á Suður-
landi ollu lélegum varpárangri.
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
• 3 svefnherbergi
• 2 fullbúin baðherb. + gestabað
• Svalir, verönd og þakverönd
• Fullfrágenginn sér garður með
einkasundlaug fylgir
• Öll tæki í eldhúsi fylg ja
• Bílastæði inni á lóð
• Loftkæling/hiti fylgir
• Möguleiki á heitum potti á þakverönd
• 5.000 evru inneign í húsgagnabúð fylgir
• Frí skoðunarferð fyrir viðskiptavini
Alg jör fjölskylduparadís.
Verð frá 35.400.000 Ikr.
(260.000 Evrur, gengi 1 Evra=136Ikr.)
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001
GLÆSILEG SÉRBÝLI Á FRÁBÆRU VERÐI
Dona Pepa / Quesada
Ein vinsælasta staðsetningin á
Costa Blanca. Örstutt göngufæri
í verslanir og veitingastaði.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Mjólkursamlag Kaupfélags Skag-
firðinga á Sauðárkróki er að hefja
framleiðslu á burrata, kúlum úr
ferskum mozzarellaosti með fyll-
ingu úr rjómaosti. Þessi nýja vara
hefur verið til sölu í Skagfirð-
ingabúð en í gær fór fyrsta send-
ingin til MS sem dreifir henni til
valinna veitingastaða á höfuðborg-
arsvæðinu. Burrata fer í almenna
sölu í kjölfar þess.
Uppsetningu nýrra tækja til að
framleiða ferskan mozzarellaost er
lokið í mjólkursamlaginu. Vélarnar
koma frá Ítalíu og þeim fylgdu
fulltrúar framleiðandans til að
kenna starfsmönnum mjólkur-
samlagsins notkun þeirra.
Möguleikar nýrra tækja
Mjólkursamlag KS hefur fram-
leitt ferskan mozzarella í rúm 17
ár. Mikil aukning hefur verið í söl-
unni og hún er nú kominn í um 100
tonn á ári. Jón Þór Jósepsson,
framleiðslu- og gæðastjóri mjólkur-
samlags KS, segir að kominn hafi
verið tími til að uppfæra búnaðinn.
Við það aukist gæðin og geymslu-
þol ostsins og möguleikar til fram-
leiðslu á nýjum vörum glæðist.
Burrata er fyrsta nýjungin sem
kemur á markað. Þetta er vara sem
upprunnin er í Suður-Ítalíu, upp-
haflega gerð úr mjólk vatna-
buffala, en er framleidd úr kúa-
mjólk víða um heim.
Rjómaostsfylling er í mozzarella-
kúlum sem gerir þær að burrata.
Varan er notuð sem ábót ofan á til-
búnar pizzur eða í saltöt, auk ann-
ars.
„Fyrsta sendingin fer frá okkur í
dag. Hún fer til valinna veit-
ingastaða fyrir sunnan. Við erum á
fullu að ljúka við að þjálfa upp fólk-
ið. Mér heyrist að íslenskir veit-
ingastaðir séu spenntir fyrir því að
prófa burrata sem framleitt er úr
íslenskri mjólk,“ segir Jón Þór.
Vonast hann til þess að varan verði
fljótlega á boðstólum í verslunum.
Fleiri nýjungar eru í undirbún-
ingi. Jón Þór segir að verið sé að
huga að framleiðslu á kúlum úr
ferskum mozzarellaosti með
kryddi. Tækin bjóði upp á þann
möguleika og marga fleiri. „Það
eru spennandi tímar framundan
hjá okkur og aðdáendum fersks
mozzarella,“ segir Jón Þór.
Burrata Salatdiskurinn lítur vel út með osti sem rekur ættir sínar til Ítalíu.
Skagfirskt bur-
rata á markað
Nýjar vörur úr ferskum mozzarella