Morgunblaðið - 04.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ER08 hægindastóll
Leður – verð 285.000,-
50 ára Olga býr á
Raufarhöfn og er fædd
þar og uppalin. Hún er
leikskólakennari að
mennt og er
umsjónarkennari á
yngsta stigi í Grunn-
skóla Raufarhafnar.
Hún er einnig staðgengill skólastjóra.
Maki: Ragnar Axel Jóhannsson, f. 1969,
útgerðarmaður.
Börn: Þórunn Nanna Ragnarsdóttir, f.
1995, og Friðrik Þór Ragnarsson, f.
1998.
Foreldrar: Friðrik Þór Einarsson, f.
1936, d. 2019, vélstjóri, og Rósa Lilja
Þorsteinsdóttir, f. 1940, húsmóðir og fv.
verkakona. Hún er búsett á Raufarhöfn.
Olga Friðriksdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Of mikið dekur við aðra er ekki
gott. Þér verður boðið í samkvæmi sem
á eftir að breyta ýmsu í lífi þínu.
20. apríl - 20. maí
Naut Í dag lítur þú framtíðina björtum
augum. Reyndu að sýna skynsemi í
eyðsluseminni og kaupa hluti sem
endast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Varastu að gagnrýna aðra um
of, það hafa allir sína kosti og galla, líka
þú. Daður úr óvæntri átt slær þig út af
laginu.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hlýjan streymir frá þér og
margir sækja í hana. Ástamálin eru í
góðum farvegi, ekki rugga bátnum á
meðan.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Stattu klár á því hvað þú vilt og
hvernig þú vilt ná þeim markmiðum
sem þú settir þér. Einhver pirringur
verður í stórfjölskyldunni fljótlega.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Fjölskyldumálin eru ekki einföld í
dag. Umvefðu þig fólki sem gerir þig
glatt og kann að meta þig.
23. sept. - 22. okt.
Vog Taktu stolt/ur við hrósi og gættu
þess að gera ekki lítið úr þér eða verk-
um þínum. Börn spila stóran þátt í lífi
þínu þessa dagana.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Reyndu að meta þá sem
standa þér næst því þú munt þarfnast
þeirra þegar þú eldist. Ertu farin/n að
fara í göngutúrana sem þú varst ákveð-
in/n í að gera?
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt þér andstæðinga en
enga óvini og ert því ekki í hættu. En
hafðu í huga að oft má ná sama marki
eftir mismunandi leiðum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú sérð tækifæri fram undan
í fjárfestingum sem tengjast ferðalög-
um. Láttu áhyggjurnar eiga sig, þær
breyta hvort sem er engu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ættir að huga að fjármál-
unum í dag. Komdu skipulagi á þau og
byrjaðu að safna.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur verið hættulegt að
ætla fólki krafta sem það býr ekki yfir.
Þú ferð í óvænt ferðalag með gömlum
vini á næstunni.
samfélags-, menningarmál og póli-
tík. Auk þess er honum skógrækt,
náttúruvernd, áhugavert lesmál og
sígild tónlist hugleikin. „Ég fer allt-
af á tónleika hjá Sinfóníunni og er
formaður Áslaugarsjóðs sem styrk-
ir hljómsveitina til utanfarar. Ég
fer líka af og til í leikhús.“
Þau hjón eiga sumarhús í Lækj-
arbotnum þar sem þau hafa ræktað
nokkurra hektara skóg um árabil.
Þröstur er virkur greinahöfundur
og sinnir enn ýmsum trúnaðar-
málum. „Ég hef mikið verið að
sinna náttúruvernd og auk þess að
vera varaformaður Votlendissjóðs
er ég formaður Auðlindar náttúru-
sjóðs sem Guðmundur Páll bróðir
minn og Vigdís Finnbogadóttir
stofnuðu.“
Fjölskylda
Eiginkona Þrastar er Þórunn
Klemenzdóttir, f. 29.1. 1945, fram-
haldsskólakennari. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Klemens Þórleifs-
son, f. 5.7. 1896, d. 12.9. 1982,
Hann er formaður Minjaverndar
hf. og varaformaður Votlendissjóðs.
Helstu áhugamál Þrastar eru
Þ
röstur Ólafsson fæddist
á Húsavík 4.10. 1939: „Í
þann tíð var ekki venja
að börn svæfu á sig lús.
Ég var farinn að stokka
línu fyrir fermingu, vinna á síldar-
plani, var í sveit og kúskur í vega-
vinnu. Foreldrar mínir keyptu
Heiðarbót í Reykjahverfi 1952 og
þar naut ég lífsins innan um bú-
smalann, rjúpuna og sveitungana
og hef ætíð haft sterkar taugar til
sveitarinnar. Við fluttum síðan
suður 1955.“
Þröstur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1960
en á sumrin var hann á síld, í
vinnumennsku eða vegavinnu.
Hann fór í hagfræðinám í Vestur-
Berlín 1961: „Þá var nýbúið að
reisa múrinn og skriðdrekar stór-
veldanna stóðu hvorir gegn öðrum
á borgarmörkunum. Andrúmsloftið
var kunnuglegt að heiman, inni-
lokað og einangrað, með fortíðar-
þrá og þörf á utanaðkomandi við-
urkenningu. Kannski voru
Berlínarárin frjóustu og skemmti-
legustu ár ævi minnar. Afkróun
borgarinnar, mikil pólitísk spenna
og erjur á borgarmörkunum sem
og stórkostlegt menningarlíf gerðu
borgina einstaka.“
Heim kominn aðstoðaði hann
Magnús heitinn Kjartansson í iðn-
aðarráðuneyti 1971, varð fram-
kvæmdastjóri Máls og menningar
1973, aðstoðarmaður Ragnars Arn-
alds fjármálaráðherra 1980-83,
framkvæmdastjóri Dagsbrúnar
1983, aðstoðarmaður utanríkis-
ráðherra, Jóns Baldvins, 1991-94,
og var framkvæmdastjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar 1998-2009.
Þröstur var formaður SÍNE, sat
níu ár í bankaráði Seðlabankans og
formaður þess 1994-99, formaður
KRON, sat í stjórn Granda, for-
maður Máls og menningar 1991-
2008, í stjórn SÍS, formaður Ís-
lensks markaðar hf.og ÞSSÍ, sat í
stjórnarráði CEB bankans París í
níu ár, formaður Félagsbústaða hf.,
formaður Eddu útgáfu, formaður
Skógræktarfélags Reykjavíkur
2007-2018 og hefur setið í ótal
stjórnum, nefndum og ráðum.
kennari, og Guðríður Árný Þór-
arinsdóttir, f. 1.2. 1915, d. 23.4.
1995, húsfreyja.
Fyrri kona Þrastar var Monika
Büttner, f. 13.10. 1940, d. 13.2.
2013.
Sonur Þrastar og Moniku: Eilíf-
ur, f. 2.1. 1966, d. 3.4. 1983.
Sonur Þórunnar af fyrra hjóna-
bandi er Valtýr Björn Thors, f.
29.3. 1965, vaktmaður í Reykjavík,
en kona hans er Emma I. Vals-
dóttir og á hann tvö börn.
Börn Þórunnar og Þrastar eru
Klemens Ólafur, f. 27.10. 1975, sér-
fræðingur á sendiskrifstofu ESB í
Reykjavík og á hann tvö börn-
:Brynjar Snær, f. 2.8. 1977, ljós-
myndari í Reykjavík, og á hann
eina dóttur: Guðríður Lára, f. 4.2.
1982, lögfræðingur hjá Rauða
krossinum, en maður hennar er
Grímar Jónsson og eiga þau þrjú
börn; Eilífur Örn, f. 23.4. 1984,
leikstjóri í Reykjavík.
Hálfsystkini Þrastar af fyrra
hjónabandi móður hans og Karls
Þröstur Ólafsson hagfræðingur – 80 ára
Ljósmynd/Brynjar Snær
Hjónin Þórunn og Þröstur og hjá þeim í sófanum lúrir hundurinn Tryggur.
Ennþá virkur greinahöfundur
Afmælisbarnið Þröstur.
30 ára Árni er
Reykvíkingur og
býr í Hlíðunum.
Hann er cand. jur.
frá Háskóla Íslands
og er lögmaður á
Mörkinni lögmanns-
stofu.
Maki: Ragnheiður Guðnadóttir, f.
1990, lögfræðingur hjá Ríkisskatt-
stjóra.
Systkini: Hólmfríður Gestsdóttir, f.
1973, Geir Gestsson, f. 1978, og Jón
Skafti Gestsson, f. 1981.
Foreldrar: Gestur Jónsson, f. 1950,
lögmaður, og Margrét Geirsdóttir, f.
1951, bókasafnsfræðingur. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Árni Gestsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is